Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 4
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. febrúar 1984 BLAÐAUKI Lífeyrismál sjómanna Öllum sjómönnum verði tryggður sami réttur Tillaga Svavars Gestssonar og sex annarra þingmanna Al- þýðubandalagsins um sam- ræmingu á lífeyrisréttindum sjómanna er nú til meðferðar í allsherjarnefnd Sameinaðs al- þingis. Svavar mælti fyrirtil- lögunni fyrir áramót og var henni að umræðu lokinni vísað til nefndar. Tillagansnertir mikilsvert réttindamál sjó- manna sem nauðsynlegt er að leysa og gerir hún ráð fyrir því að sett verði á laggirnar nefnd sem taki á þessu máli og geri tillögur um úrlausn þess. Hér er á ferðinni flókið mál en núver- andi ástand eróþolandi þar sem réttur sjómanna er misjafn eftir lífeyrissjóðum auk þess sem réttindin innan einstakra sjóða eru mismunandi eftir því hvers konar sjómennska hefur veriðstunduð. Þegar Þjóðvilj- inn ræddi við Svavar Gestsson um framgang málsins sagðist Samtök sjómanna hafa fagnað þeirri ákvörðun að lífeyrisréttur sjómanna verði til við 60 ára aldur, en samtökin leggja einnig áherslu á samræmingu þessara réttinda þannig að þau nái til allra sjómanna. hann ekki trúa öðru en nefndin tæki því vel, þannig að málið yrði afgreitt áyfirstandandi þingi. Úlgerdarmenn f iskverkendur ! Höfum ávallt fyrirliggjandi rekstrarvörur fyrir fiskvinnslustöðvar og veiðarfæri fyrir fiskiskipaflotann. Mismunandi lífeyris- réttur við 60 ára aldur Tillagan gerir ráð fyrir því að skipuð verði nefnd til þess að at- huga lífeyriskjör sjómanna og skal nefndin „gera tillögu um samræm- ingu lífeyrisréttinda þeirra.“ Nefndin skal skipuð fulltrúum eftirtalinna aðila: - Sjómannasamtakanna - Samtaka útgerðarmanna - Fjármálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og sjávarútvegsráðuneytis. í tillögunni er gert ráð fyrir því að nefndin kanni sérstaklega þann kostnaðarauka sem af því mundi hljótast að allir sjómenn fengju líf- eyrisrétt við 60 ára aldur. Jafn- framt á nefndin að gera tillögur um hvernig ' þeim kostnaði verður mætt, en það er í rauninni um að ræða þrjá möguleika: 1) Að ríkissjóður greiði kostn- aðinn eins og nú er greitt til lífeyris- sjóðs opinberra starfsmanna. 2) Að iðgjaldahlutfallið til sjóðsins verði hækkað frá því sem verið hefur. 3) Að greitt verði af stærri hluta tekna sjómanna en nú er um að ræða. Ákvörðun síðustu ríkisstjórnar Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem ákveðið var að greiða lífeyri úr almannatryggingunum til allra sjó- manna við 60 ára aldur að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Fljótlega eftir að þessi ákvörðun var tekin á alþiiigi að tillögu ríkis- stjórnar komu fram ýmis vand- kvæði við framkvæmd þessara laga. Var fyrst erfitt að finna reglu um hvernig sanna skyldi þann tíma sem viðkomandi hefði verið á sjó. Tókst að lokum að setja reglugerð um það efni sem framkvæmdaaðil- ar jafnt og sjómenn sætta sig við. Þá kom fram að ekki væri réttmætt að útiloka sjómenn sem hefðu ver- ið á minni bátum frá þessum líf- eyrisrétti. Var lögunum þá breytt þannig að sjómenn á minni bátum en 12 tonn gætu notið réttar sam- kvæmt lögunum. Þannig hafa verið gerðar lagfæringar á þessum mál- um jafnóðum og vandamálin komu fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Jafnframt þeirri breytingu á lög- unum um almannatryggingar sem hér var talið óhjákvæmilegt að gera var ákveðið að flytja á alþingi til- lögu um samskonar réttindi sex- tugra sjómanna í Lífeyrissjóði sjó- manna. Samþykkti alþingi þá til- lögu þáverandi ríkisstjórnar. Það var heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra sem beitti sér fyrir breytingu á lögunum um almanna- tryggingar en fjármálaráðherra sem beitti sér fyrir breytingu á lög- unum um Lífeyrissjóð sjómanna. Fyrri ríkisstjórn hafði því tekið ákvörðun um að tryggja sjó- mönnum lífeyrisrétt við sextíu ára aldur að uppfylltum vissum skil- yrðum. Hún hafði einnig tekið á- kvarðanir um lagfæringar á lagaá- kvæðum og reglum um þessi mál. En nú er að fylgja málinu eftir til þess að tryggja að hér verði um almennan rétt að ræða. Mismunur innan Lífeyrissjóðs sjómanna í greinargerð með tillögunni kemur fram að verulegur mismun- ur er á lífeyrisgreiðslum innan Líf- eyrissjóðs sjómanna. Þetta sést af dæmum sem greint var frá á 13. þingi Sjómannasambands íslands. Þar sést að ellilífeyrir er mjög mis- munandi eftir því hvort um er að ræða bátasjómann, farmann og togarasjómann. Hið sama er að segja um rétt manna til örorkulíf- eyris innan Lífeyrissjóðs sjó- manna. Enn fremur er réttur fólks afar mismunandi til makalífeyris og eru nefnd átta dæmi um það í greinargerðinni hvað þetta er mis- jafnt. Niðurstaða 13. þings Sjóm- annasambands íslands varð líka þessi: „Auðsýnt er að misræmi í líf- eyrisgreiðslum sjómanna er slíkt að stórra úrbóta er þörf“. Mismun- ur á t.d. ellilífeyrisgreiðslum til bátasjómanna annars vegar og tog- arasjómanna hins vegar með sama starfstíma getur orðið allt að þref- aldur. 13. þing SSÍ telur að brýn þörf sé á að breyta iðgjalda- greiðslum bátasjómanna til sam- ræmis á þann veg að þær verði teknar af öllum launum eins og gert er hjá togara- og farskipa- mönnum.“ Hér tekur Sjómanna-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.