Þjóðviljinn - 16.03.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.03.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — MÓÐVILJINN Fóstudagur 16. mars 1984 I minningu hjónanna: Jónínu Magnúsdóttur og Kristóberts Kristóbertssonar Alltaf er Ijósið að kvikna AlUaf er Ijósið að slokkna Samnefnarar lífs og dauða erunt vér An afláts fœðumst vér og förumst í senn Sí og œ skapar spettna tímans nýtt mál Sí og œ skapar þensla rúmsins nýja menningu Og það sem vér hóldum að sé lífið er dauðinn Og það sem vér höldum að sé dauðinn er lifið Jóhannes úr Kötlum. Sl. miðvikudag hefði minn áægti vinur Kristóbert Kristóbertsson orðið 90 ára. Hann lést 7. apríl á liönu ári á Elliheimilinu á ísafirði. Kona hans, Jónína Margrét Magnúsdóttir, lést 26. sept. 1981. Á haustdögum 1947 fluttist drenghnokki ásamt foreldrum sínum úr fámennri og af- skekktri byggð á Snæfjallaströnd í sjáv- arþorp handan ísafjarðardjúps, þar sem faðir hans var ráðinn skólastjóri. Enda þótt Súðavík við Álftafjörð væri þá á mörkum þorps og sveitar, voru viðbrigði drengsins allmikil. Flestir í plássinu áttu kindur og þó nokkrar kýr. Allt var þetta stærra í sniðurn í augum drengsins og svo voru bátarnir: skektur, trillur og stórir fiskibátar. En litlar manneskjur eru fljótar að aðlagast breyttum aðstæðum og brátt var drengur- inn búinn að krækja sér í leikfélaga og þá var sem hann hefði átt þar heima alla tíð. Enda þótt drengnum væri ekkert nýnæmi að sjá menn með orf og ljá standa við slátt og konur að raka og rifja með hrífu, þá varð fyrsta sumarið heilt ævintýri. Vestfirska innfjarðalognið svo einstakt á sólríkum degi og Kofrinn, þetta sérkennilega fjall speglaðist í firðinum. Á slíkum degi sá drengurinn í fyrsta skipti á ævinni skorinn hval. Þar var Þorlákur Guðmundsson að verki, alltaf nefndur Hrefnu-Láki og synir hans Kristján og Karl. Þorpsbúar fjöl- menntu í fjöruna og keyptu sér nýtt hrefnu- kjöt, sem var vigtað á „pundara". Þorlákur Guðmundsson hafði stundað hvalveiðar hjá Norðmönnum, en fyrsta hvalveiðistöð þeirra á íslandi var á Lang- eyri við Álftafjörð. Það var maður að nafni Svend Foyn, sem hóf starfrækslu stöðvar- innar 1883. Síðar var önnur stöð reist innar í firðinum á Dvergasteinseyri, en samtals urðu stöðvarnar fimm við Djúp. Ásgeir G. Ásgeirsson reisti stöð á Uppsalaeyri við Seyðisfjörð og var það eina hvalveiðistöðin á Vestfjörðum, sem að einhverju leyti var í eigu íslendings. En kunnastur hvalveiði- manna mun hafa verið Hans Ellefsen, sem reisti stöð á Sólbakka við Önundarfjörð. Ellefsen hóf að nýta hvalinn til fulls og reisti mjölverksmiðju í því skyni. Áður hafði ein- ungis spikið verið flensað burt og hræin látin reka til hafs. Ellefsen reisti svo stöð á Súðavík Austfjörðum, á Asknesi við Mjóafjörð og skömmu síðar 6. ágúst 1901 brann stöðin á Sólbakka til kaldra kola. Hvalveiðar Norðmanna hér við land voru hrikaleg rányrkja. Þegar bannið við hval- veiðum, sem Alþingi samþykkti 1913 og gekk í gildi 1. okt. 1915, var í rauninni sjálfhætt, því hvalastofninn var þá nær al- dauða. En lítill maður í stóru umhverfi vissi ekk- ert um þetta, þar sem hann stóð í fjörunni og horfði stóreygur á Hrefnu-Láka. Og svo kom haust- og vetrarrosi, sem gerði honum ýmsa skráveifu, þótt hann væri slíkri stríðni eigi óvanur. Það fyrsta, sem hann þurfti að læra þá er veröld þorpsins var orðin hluti lífsins, var að þekkja hús kaupfélagsins. Það var svo sem auðþekkt, einsog kassi í laginu og kolsvart á litinn. Húsið hafði nefnilega ekki verið járnklætt og tjöru- pappinn því talinn nægja. Svo var það á dimmu vetrarsíðdegi, að litli maðurinn var sendur af pabba sínum í þetta stóra svarta hús til pappírskaupa. Hann var einungis kominn að næsta húsi með pappírsbunkann í fanginu, þegar vindhviða gerði sér lítið fyrir og tók pappírinn og allt fauk útí loftið. Drengnum, sem hafði verið kennt, að guð væri alltaf með honum, góndi nú bara uppí himininn og skildi ekki svona gamansemi. En svo kom spurningin: Hvað skyldi pabbi segja? Þá dró allan þrótt úr litla manninum og hann hallaði sér uppað ljósastaur og grét. Þetta var heil eilífð hjá lítilli sál, en örskot í verunni. Sterkleg hönd og hlý klappaði á kollinn og blíð rödd spurði um ástæðu. Litli maður- inn horfði á þéttvaxinn, gráhærðan mann í þunnri blárri peysu, sem hafði rauðan tó- baksklút um hálsinn. Snöktandi skýrði hann frá hvernig komið var fyrir honum. Vingjarniegi maðurinn var ekícert að tvíla það, heldur leiddi stráksa upp stórar tröpp- ur og inní eldhús, þar sem brosandi eldri kona tók á móti honum í sömu andrá og maðurinn sagði: „Nína mín, gefðu drengn- um eitthvað að maula. Ég þarf að skreppa yfrí kaupfélag." Og konan bar strax fram pönnukökur og mjólk. Hún var nærgætin við hinn óvænta gest, en það rættist úr stráksa. Svo kom góði maðurinn, sem hafði nú meðferðis enn stærri pappírsböggul en litli maðurinn hafði verið að bjástra við og fylgdi honum heim til sín og beiddi fyrir kveðju í bæinn. Litli maðurinn gleymdi auðvitað að þakka fyrir góðgjörðirnar, þetta gerðist allt svo hratt, en hann bætti það upp síðar. Lengi var honum hulið, að þessi vingjarnlegi maður hafði greitt papp- írinn úr eigin vasa. Þetta voru mín fyrstu kynni af þessum traustu og elskulegu hjón- um. Jónína Margrét Magnúsdóttir, var fædd 15. ágúst 1893 á Uppsölum í Seyðisfirði við Djúp. Foreldrar hennar voru Ingveldur Magnúsdóttir og Magnús bóndi Einarsson. 1 bernsku var Jónína um hríð á Grjóthlaði, þurrabúð innan við Folafótinn. í Fætinum og undir fjallinu Hesti var þá nokkur byggð tómthúsmanna. í þessari byggð mun Grjót- hlað hafa verið eitt stærsta húsið og því best fallið til samkomuhalds þá er fólk kastaði frá sér gráum hversdeginum. En lengst var Jónína þó á Kambsneseyri við Álftafjörð og ólst upp við almúgakjör þeirra tíma. Hún giftist Kristóbert Kristóbertssyni 22. des. 1918. Þá hafði fyrri heimsstyrjöldinni lokið fyrir liðugum mánuði og ísland verið fullvalda ríki í þrjár vikur. Á næsta ári 30. ágúst eignuðust þau dóttur, Svanfríði Guð- rúnu og Kristbjörgu, 21. jan. 1922, sem þau misstu fárra mánaða. Svanfríður Guðrún varö kraftmikil og elskuleg stúlka svosem hún átti kyn til. Hún var vel menntuð og gat sér hvarvetna hið besta orð. En sorgin knúði enn dyra og hún dó á morgni lífsins árið 1945,26 ára. Þá höfðu Jónína og Krist- óbert misst það sem dýrast er og kærast, báðar dæturnar, sem setti mark sitt á líf þeirra alla tíð. Vorið 1946 varð ægilegur eldsvoði á Isa- firði. Þá brann til kaldra kola langstærsta timburhús bæjarins, Fell. Þá urðu ellefu fjölskyldur og nokkrir einhleypingar, sam- tals um 50 manns, heimilislaust með öllu. Þeir, sem björguðust úr eldinum misstu aleigu sína og sluppu fáklæddir, margir á nærklæðum einum. I fréttum af þessu óskaplega eldsvoða var frá því greint, að fimm hefðu brunnið inni. Strax og tíðindin spurðust hóf Jónína eftirgrennslan um afd- rif systurdóttur Kristóberts og fjölskyldu hennar. Er það hafði tekist fylgdu þau boð, að senda tvo af drengjum hennar með fyrstu ferð innf Súðavík. Það voru Trausti Sigurlaugsson, nú framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og yngri bróðir hans Erling. Það var auðvitað strax farið í kaupfélagið og keyptur al- klæðnaður á drengina. En örlögin höguðu því svo, að Trausti ólst upp hjá þeim Jónínu og Kristóbert frá fimm til ellefu ára aldurs og var ætíð mikill kærleikur þeirra í millum. Hann naut ástríkis og umhyggju og má gera sér í hugarlund, að drengurinn hafi í vissum skilningi bætt þeim að nokkru upp bar- namissinn. Enda reyndist Trausti þeim hjónum með afbrigðum vel, sem væri hann þeirra sonur. Trygglyndur og bar einlæga virðingu fyrir fósturforeldrunum. Kristóbert Kristóbertsson var fæddur 14. mars 1894 í Tröð f Álftafirði. Foreldrar hans voru Jensína Jónsdóttir og Kristóbert Jónsson útvegsbóndi. Eldri systkini Kristó- berts voru Lydía Aðalheiðurog Jón, ogeru Kristóbert Kristóbertsson og Jónfna Magn- úsdóttir þau nú öll látin. Jensína móðir þeirra var langminnug og segja mér kunnugir, að þar hafi mikill fróðleikur horfið. Það var eigi ótítt á uppvaxtarárum barna um og uppúr aldamótum og raunar framan- af öldinni, að drengir hæfu sjómennsku um fermingu og svo mun hafa verið um Kristó- bert. Þetta voru fyrstu ár vélbátanna, sem voru litlar fleytur. Algengasta stærð voru 4-5 tonna þilfarsbátar, en þó var dálítið um, að þeir væru nokkru stærri. Sjóslys voru mörg og bátsskaðar. Kristóbert var formaður á Svaninum, 4ra tonna báti, sem Bergsveinn Ólafsson átti þegar vélbáturinn Tjaldur strandaði við Melgraseyraroddann í norðaustan áhlaupi 1923. Formaður var Magnús Ásgeirsson í Tröð, en hásetar voru: Jóhannes og Þor- steinn Jónssynir, bræður hins mikla og um- deilda athafnamanns Gríms Jónssonar, Veturliði Þorsteinsson og Hagalín Magnús- son. Formaðurinn drukknaði, en hinir komust í land. Veturliði og Þorsteinn létust af vosbúð, en Hagalín og Jóhannes náðu til byggða og komust til heilsu. Báturinn var í eigu Ásgeirs Ingimars Ásgeirssonar íTröð. Kristóbert og hásetar hans á Svaninum, andæfðu við bauju alla nóttina og komust heilu og höldnu til lands er birti um rnorg- uninn. Guðjón Brynjólfsson var l^ngi for- maðurá Svaninum, harðsækinn ogheppinn með eindæmum og var einlægt á sjó í mestu áhlaupunum. Þeir bræður, Jón og Kristó- bert réru með Guðjóni nokkrar vertíðir. Þeir áttu um tíma Óla, 8 tonna bát ásamt Bjarna Hjaltasyni, en seldu honum síðar hluti sína. Bjarni keypti svo stærri bát í félagi við Þorvarð bróður sinn, 14 tonna bát, sem þeir nefndu einnig Óla. Jón og Kristóbert áttu gríðarlega stóra skektu, sem þorpsbúar gáfu nafnið Bræðra- borg. Reru þeir á skektunni til handfæra- veiða og einnig veiddu þeir dálítið af smá- síld á firðinum. Tengdafaðir Kristóberts, Magnús á Kambsneseyri, eignaðist síðar þessa skektu og reyndist honum all-erfið í setningu, vegna stærðarinnar. Helstu atvinnurekendur t' Súðavík á þess- um árum voru: Ásgeir Ingimar Ásgeirsson í Tröð, er rak verslun ásamt útgerð, Jón Guðmundsson í Eyrardal, er einnig hafði verslun, útgerð og fiskverkun og þeir feðg- ar Jón Valgeir Hermannsson og Grímur sonur hans, sem höfðu bátaútveg og fisk- verkun. En þegar verkalýðsfélagið var stofnað voru það einkum Jón Jónsson, Sig- urður Þorvarðsson, sem hafði feikna mikil umsvif á Langeyri og Grímur, sem var einna erfiðastur viðureignar. Bindindisfélag átti lítið samkomuhús utantil við Dvergastein, þar sem heitir Lækjarhóll, innarlega í Álftafirði. Ásgeir Ingimar keypti þetta hús og setti niður innanvert við Traðargilið í Súðavík, sem ávallt var nefnt „stúkuhúsið". Annað sam- komuhús var ekki í plássinu fyrren verka- lýðsfélagið byggði sitt myndarlega hús og enn er í fullri notkun. í stúkuhúsinu var stofnfundur verkalýðs- félagsins haldinn á föstudaginn langa 6. apríl 1928. Þeir, sem beittu sér fyrir sam- tökunum voru: Halldór Guðmundsson og Helgi Jónsson. Halldór var kosinn formað- ur og Helgi ritari, Gjaldkeri var kosinn Guðmundur Guðnason. Þarna voru og framarlega Markús Kristjánsson og Hall- dór Þorsteinsson á Jaðri. Frá Súðavík Framhald á 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.