Þjóðviljinn - 16.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.03.1984, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 4 listamenn með sam- sýningu á Kj arvals- stöðum Olíkar greinar á meiði nýlistar Á laugardag opna 4 ungir myndlistarmenn sýningu á myndverkum sínum í báð- um sölum Kjarvalsstaða. Það eru þau ívar Val- garðsson, Þór Vigfússon, Guðrún Þorkelsdóttir (Rúna) og Rúrí, sem sýna hver með sínum hætti nýja strauma í myndlistinni. ívar Valgarðsson sýnir skúlptúra úr steinsteypu, Þór, Rúna, Rúrí og fvar við uppsetningu sýningarinnar aö Kjarvalsstöðum í vikunni. Ijósm. Atii. Um helgina opnar Sæmundur Valdimarsson sýningu á högg- myndum skornum í tré að Kjar- valsstöðum. Eru myndir þessar unnar í rekavið á síðustu 10 árum, en Sæmundur hefur stundað út- skurðinn samhliða vaktavinnu í Áburðarverksmiðju ríkisins í Guf- unesi. Sæmundur sýndi verk sín í fyrsta skipti 1974, þegar hann tók þátt í sýningu á íslenskri alþýðulist í Gallerí SUM. Sæmundur hefur einnig sýnt verk sín í matsal Áburð- arverksmiðjunnar. Myndir Sæmundar sýna verur úr heimi goðsögunnar og þjóðsög- unnar. I sumum myndanna notar hann þang, mararhálm, liti og jafnvel fiskroð til að skreyta mynd- irnar með. Á myndinni sjáum við hvar Sæmundur stendur við styttu sem hann kallar Óþekkta alþýðu- konan. Konan er þrekmikil og þunguð, eins og sjá má, og sagðist Sæmundur hafa haft ömmur sínar í huga er hann gerði þessa mynd, en þær áttu 13 og 17 börn. Sýning Sæmundar er á ganginum á Kjarvalsstöðum, og verður hún opnuð á laugardag kl. 2. Sæmund- ur sagði að myndirnar væru til sölu, en hins vegar vissi hann ekki ná- kvæmlega hvað þær ættu að kosta. Mér er ekkert um að selja þær, sagði hann, en það er víst ekki um annað að ræða, annars hleðst þetta bara upp hjá manni. ólg. Rúna sýnir fínlegar þrykkimyndir sem hafa laufblöð og rissblöð að yrkisefni, Rúrísýnir ógnvekjandi umhverfis- verk úr gleri og blikki og Þór Vigfússon sýnir dýra- myndir af öllum stærðum og gerðum. Öll eru þau fjórmenningarnir af sama árganginum í Myndlista- og handíðaskólanum, og Þór Vigfússon í dýragarðinum. Dýramyndir hans eru ýmist mótaðar í gifs, skornar í tré eða málaðar á dúk, pappír eða postulín. Ijósm. ólg. Rúrí með glerflísarnar sem hún ætl- ar að nota í umhverfisverk sitt að Kjarvalsstöðum. Ijósm. Atli. þau stunduðu öll fram- haldsnám í Hollandi, þar sem Rúna er reyndar bú- sett um þessar mundir. Myndir þeirra og aðferðir við myndsköpun eru ólíkar við fyrstu sýn, en verk þeirra eru þó engu að síður greinar af þeim meiði nýlistar sem hér hef ur verið að vaxa á síðustu árum. Á meðan myndir Rúnu hafa ljóðrænt yfirbragð, þá eru myndir Þórs fullar af gáska og lífsfjöri. Hjá Rúrí mætum við lífsháskanum í ótal glerflísum og skuggalegu blikkverki, en steypuskúlptúrar ívars koma okkur í áþreifanleg tengsl við náttúruform og fasta jörð. Sýn- ing þeirra fjórmenninganna verður opnuð klukkan 2 á laug- ardag og er opin í 2 vikur. ólg. Sæmundur Valdimarsson styður sig hér við Óþekktu alþýðukonuna. Ljósm. Atli. Sæmundur Valdimarsson á Kjarvalsstöðum r^sr^, jrÁttuyið GÚLF eða ÞAKVAHi að stríða? Betokem SUM gólf ílögn Betoketn gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á górfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakrófur, sem settar voru i upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjór bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. Engin samskeyti FILLCOAT EPOXY - GOLF gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Údýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. II t **W 1'/: HAFNARFIRDI SÍMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.