Þjóðviljinn - 16.03.1984, Blaðsíða 9
f»í?v'* ;>• biii V ft7‘Vi!<5 -- f.'iY'. <•*
Föstudagur 16. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Hjónaminning
Framhald af 8
Á stofnfundinum hlaut félagið nafnið
Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga.
Þar bar það helst til tíðinda, að Grímur
Jónsson bauð forystumönnum félagsins
stórgjöf, ef eigi yrði gengið í ASÍ. En for-
ystumennirnir voru nú ekkert á því, að láta
múta sér og höfnuðu boðinu. Hinir at-
vinnurekendurnir skrifuðu undir um síðir,
en Grímur þráaðist við, að skrifa undir
samninginn.
Haustið 1929 kom ungur eldhugi til Súða-
víkur, sem tók þar við skólastjórn og hafði
tekið kennarapróf tveimur árum áður frá
Jonstrup Statsseminarium í Danmörku.
Forystumennirnir komu nú að máli við
skólastjórann Hannibal Valdimarsson, sem
þá var 26 ára og var hann formaður félags-
ins 1930-31. Það er svo ekki að orðlengja
það, að boðað var verkfall og sætt færis
þegar saltskip kom til staðarins. Til þess
voru notaðir bryngingarbátar og saltið bor-
ið í pokum á bakinu upp fjöruna. Til átaka
kom og létu konurnar sinn hlut ekki eftir
liggja. Einkum bar þar á Ijósntóður staðar-
ins Soffíu Bertelsen, sent stóð með verk-
fallsmönnum og gerði mörgum gramt í geði
með framíköllum á fundum, ef henni þótti
mál rangtúlkað.
Hannibal varð vitaskuld að sinna kennsl-
unni á daginn og ljóst var, að átökin gætu
dregist á langinn. Hann sneri sér því til ASI,
sem brá skjótt við og sendi mann vanan
verkfallsrekstri, Árna Ágústsson. Eftir fáa
daga og hörkuátök vann félagið fullan
sigur. - Landsmenn þekkja ósérhlífni
Hannibals Valdimarssonar í þágu verka-
lýðshreyfingarinnar og má þar t.a.m. nefna
hið harða Bolungarvíkurverkfall 1932, þá
er hann var fluttur með valdi frá Bolungar-
vík til ísafjarðar.
Kristóbert Kristóbertsson var ekki í
fyrstu stjórn verkalýðsfélagsins, en varð
það síðar. Enda einlægur verkalýðssinni og
málsvari jafnréttis og þjóðfrelsis. Þar voru
þau Jónína samhuga, sem og í öllum sínum
gjörðum.
Lífsbaráttan var hörð á þessari tíð og
næsta ótrúleg nútímamönnum. Þótt verka-
fólk skynji fyrirlitningu atvinnurekenda.
sbr. nýgerða grautarsamninga ASÍ og VSI,
þá stappaði það nærri gerræði er frumherj-
arnir voru að brjótast í stofnun samtaka
verkafólks. Ofsóknir atvinnurekenda voru
svo harkalegar, að heimilum lá við svelti.
í kringum 1926 mun Kristóbert hafa hætt
sjómennsku á vetrarvertíðum. Hann var
hinsvegar í fjölda ntörg ár með Ólafi Guð-
jónssyni á ísafirði, er veiddi smásíld í
landnót á vorin og framá sumar. Smásíldin,
sem nefndist kræða þar vestra, fóröll íbeitu
og keyptu norskir línuveiðarar mikið af
lienni. Hafsíld veíddist í Djúpinu á sumrin
og var hún söltuð á Torfnesi á ísafirði. Á
árunum 1916-20 rak H.P. Duus síldarsölt-
unarstöð á Hattareyri í Álftarfirði og einnig
var söltuð síld á Dvergasteinseyri.
Kristóbert byggði sér íbúðarhús 1932 og
fékk það í flekum (einingum) frá Noregi.
Guðmundur Þorleifsson, sem reisti mörg
íbúðarhús á þeim tíma annaðist verkið fyrir
Kristóbert. Olafur Guðjónsson hljóp undir
bagga og lánaði Kristóbert, svo að hann
gæti klofið það fjárhagslega. Þetta var eitt
snyrtilegasta húsið í Súðavík, með glugga-
skrauti og snotrum garði umhverfis.
Kristóbert stundaði svo landvinnu á vetr-
um en hætti sjómennsku vor og sumar þeg-
ar Kaupfélag ísfirðinga hóf rekstur frysti-
húss á Langeyri í byrjun árs 1944. Fyrst í
stað var hann verkstjóri, en síðan annaðist
hann þar vélgæslu uns K.í. hætti rekstrin-
um undir lok sjötta áratugarins. Síðustu
árin vann hann hjá Frosta hf. við fisk-
vinnslu, en hætti störfum unt sjötugt vegna
heilsubrests. Kristóbert var afar hand-
laginn og samviskusamur. Og sem hrepps-
nefndarmaður reyndist hann sannsýnn og
tillögugóður. Hann var einstaklega
reikningsglöggur og um fróðleiksfýsn þessa
skynsemdarmanns má t.d. nefna að hann
aflaði sér undirstöðuþekkingar í bókfærslu í
Bréfaskólanum.
Jónína og Kristóbert gengu til liðs við
sósíalista og höfðu mikinn áhuga á þjóðfél-
agsmálum, voru eindregnir hernámsand-
stæðingar. Kristóbert var um árabil
umboðsmaður Þjóðviljans í Súðavík og á
blaðið þeinr hjónunt mikið að þakka.
Þegar ég fór að koma til Súðavíkur sem
gestur lét ég það verða mitt fyrsta verk að
heimsækja þessi prúðu hollu hjón. Talið
barst strax að pólitíkinni og var þá gaman
að hlýða á hnyttin skeyti þeirra. Kristóbert
gat verið snöggur uppálagið eins og sagt er,
en það stóð stutt enda gamansamur þó al-
vörumaður væri. Jónína var hæg, en þó ein-
örð og hafsjór af fróðleik. Mér finnst sem ég
heyri hvellan og stuttan hlátur Kristóberts
og hlýju þeirra beggja. Þau voru höfðingjar
heim að sækja og ræktarsemi þeirra við
heimabyggðina lýsti sér vel í stórfenglegum
gjöfum þeirra til Súðavíkurkirkju og kir-
kjugarðsins.
í byrjun árs 1977 seldu þau Jónína og
Kristóbert húsið sitt í Súðavík og fluttu á
Elliheimilið á ísafirði, 11. feb. það ár. Enda
þótt Kristóbert væri oft sárlasinn, þá hugs-
aði hann einlægt um það að Jónínu liði sem
best. Eftir að hún lést haustið 1981, sóttu á
hann leiðindi þó lítið bæri á því og gaman-
serni sinni og glettni hélt hann til hinstu
stundar.
Ljóðlínurnar í upphafi eru eftir hið ást-
sæla skáld Jóhannes úr Kötlum. Það má
segja að Jóhannes hafi tengst Súðavík á
vissan hátt, þar eð Svanur sonur hans sótti
þangað konuna. Og Jóhannes úr Kötlum
lýkur þessuni minningabrotum, því senn
vorar við Álftafjörð og á Sauradal.
Vorid í dalnum opnar hœgt sín augit,
- yljar á ný með vinarbrosi Ijúfu.
Eins og þá barnið rís af rökkursvefni,
rauðhvítar stjörnur Ijóma á grænni þúfu.
Eg minnist hinna mætu hjóna, Jónínu
Magnúsdóttur og Kristóberts Kristóberts-
sonar með virðingu og þökk.
Hjalti Jóhannsson.
Borgarnes séð frá Brákarey
Til umræðu í Borgarnesi
Verðlags-
mál
landbún-
aðarins
Síöastliðinn sunnudag var
haldinn fundur í Borgarnesi um
verðlagsmál landbúnaðarins.
Fundarboðendurvoru Verka-
lýðsfélag Borgarness og
Neytendafélag Borgarfjarðar.
Frummælendur voru 6: Ingi
Tryggvason, form. Stéttarsam-
bands bænda, Guðmundur
Sigþórsson, deildarstjóri,
ÓlafurSverrisson, kaupfélags-
stjóri í Borgarnesi, Jóhannes
Jónsson form. Félags kjör-
verslana, Björn Björnsson hag-
fræðingur ASÍ og Jón Magnús-
son form. Neytendasamtak-
anna.
Fundin setti Jón. A. Eggertsson,
form. Verkalýðsfélags Borgarness.
Sagði hann tilganginn með fundin-
um vera að veita fundarmönnum
fræðslu um verðlagsmál landbún-
aðarins og þróun þeirra. Hefðu
fleiri slíkir fundir verið haldnir á
vegum Verkalýðsfélagsins, þar
sem ýmis mál hefðu verið tekin til
umræðu og sérfróðir menn fengnir
til þess að hafa framsögu um þau.
Fundarstjórar voru Bjarni Skarp-
héðinsson, form. Neytendafélags-
ins og Baldur Jónsson, varaform.
Verkalýðsfélagsins en fundarritar-
ar Bjarni Guðjónsson, starfsmaður
Kf. Borgfirðinga og Kristín Péturs-
dóttir á Skeljabrekku.
í fundarbyrjun söng Samkór
Verkalýðsfélagsins nokkur lög
undir stjórn Bjarna Leifssonar.
Kórinn var stofnaður á sl. hausti,
kom nú í fyrsta sinn fram opinber-
lega og stóðst frumraunina með
ágætum.
Guðmundur Sigþórsson talaði
fyrstur frummælenda. Vék hann
fyrst að áróðri fjölmiðla í sambandi
við verðlagningu búvara. Þá ætlaði
ævinlega allt af göglunum að
ganga. Hinsvegar færi minna fyrir
umræðum urn hækkanir á öðrum
vörum. Skýrði hann þvínæst hvern-
ig verðlagning búvaranna færi fram
og þær ástæður, sem lægju tii síð-
ustu hækkunar. Verðlagningin
miðaðist við það að neytandinn
fengi vöruna á því verði, sem kost-
aði að framleiða hana og dreifa en
bóndinn á hinn bóginn greiddan
kostnað við framleiðsluna og eðli-
leg laun.
Ingi Tryggvason benti á nauðsyn
þess að ræða verðlagsmálin. Skýrði
tilgang framle'iðsluráðslaganna.
Vék þvínæst að útflutningsmálun-
um og þeim erfiðleikum, sem þar
væri við að etja vegna mismunandi
verðlagsþróunar hér og erlendis
þar sem bilið milli framleiðslu-
kostnaðar og útflutningsverðs
hefði sífellt breikkað og til kæmu
að auki margháttaðir styrkir til bú-
vöruframleiðslunnar erlendis, sem
við ættum siðan í samkeppni við.
Rekstrarvörur til búanna hefðu
hækkað meira en kaup bóndans
(um 65% á síðasta ári) og.af því
leiddi að verðlag búvara hækkaði
meira en kaupgjald. Dreifingár- og
vinnslustöðvar búvara væru í hönd-
um framleiðenda og neytenda.
Bændur fengju í sinn hlut lA af því
verði, sem neytandinn greiddi fyrir
vöruna.
Ólafur Sverrisson greindi frá
starfsemi sláturhúss Kf. Borgfirð-
inga. Þar ynnu um 200 manns við
slátrun, sem stendur yfir 7-8 vikur.
Sláturfélag Suðurlands er eitt með
hærri sláturfjártölu. Slæmt væri
fyrir rekstur húsanna hvað slátrun
stæði stutt yfir. Ef hún tæki 3-4
mánuði yrði útkoman öll önnur, og
þá væri hægt að selja mun meira af
fersku kjöti en nú er unnt.
Jóhannes Jónsson sagði mat-
vörukaupmenn mjög ánægða með
að smásöluálagning á niðursöguðu
kjöti hefði nú verið gefin frjáls en
svo þyrfti einnig að verða með
mjólkurvörur. En málið er á réttri
braut fyrir okkur seljendur og
einnig neytendur, sem hljóta að
greiða hvað eina eins og það kost-
ar, sagði Jóhannes.
Björn Björnsson sagði að hér
viðgengist það að framleiða fram-
leiðslunnar vegna án tillits til mark-
aðsaðstæðna. Framleiðsluráðs-
lögin hvettu ekki til hagkvæmni í
búrekstri og væru því slæm lög. Út-
flutningsbótaákvæðið þyrfti að
nema úr lögunum. Framtíðin yrði
að vera sú, að framleiðslan lagaði
sig að markaðnum. Sexmanna-
nefndin er nátttröll, sagði Björn.
Eðlilegt væri að neytendafélögin
tækju upp samvinnu við verka-
lýðsfélögin.
Jón Magnússon taldi að á síðari
árum hefði búvöruverð hækkað
mun meira en laun, en hlutur
bóndans út úr verðlaginu farið
minnkandi. Ef hætt væri við út-
flutningsuppbætur og niður-
greiðslur mætti lækka söluskatt um
6%. Skilja verður á milli vinnslu-
stöðva landbúnaðarins og
bóndans. Nauðsynlegt að búum
fækki og þau stækki. Verðlagning
búvöru byggist á tölum, sem ekki
eru raunverulegar. Fráleitt að vera
að kosta til snjómoksturs á vegum
alla leið austur að Kirkjubæjark-
laustri til þess að sækja þangað
nokkra mjólkurlítra.
Eftir að framsöguræðum lauk
var orðið gefið frjálst og ótæpilega
notað, svo sem sjálfsagt var. Til
máls tóku: Guðmundur Þorsteins-
son á Skálpastöðum, Bjarni Guð-
mundsson, Hvanneyri, Bjarni
Guðráðsson, Nesi, Eiður Guðna-
son alþm., Kristján Sigurðsson,
Hrísdal, Skúli Alexandersson
alþm., Jóhannes Gunnarsson,
Reykjavík, Sveinn Eiðsson, Borg-
arnesi, Einar Ólafsson, Akranesi
og loks frummælendur á nýjan
leik. Freistandi væri að rekja að
nokkru þær umræður því ýmislegt
athyglisvert kom þar fram, en til
þess reynist ekki rúm og þetta er þó
vonandi skárra en ekkert.
Milli 90 og 100 manns sóttu fund-
inn og mega fundarboðendur vel
við una bæði fundarsókn og um-
ræður. Þar komu fram margar
fróðlegar upplýsingar þótt sumt
annað, sem sagt var, hafi nú ekki
beinlínis miðað að því að skýra
málin. En það vill nú fylgja fundum
og verður bara að taka því.
- mhg
Rcrfmagnsbilun!
NeyÖar - þjónusta
nótt sem nýtan dag
•RAFAFL
SlMI: 85955
NEYTENDAPJÖNUSTA