Þjóðviljinn - 16.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.03.1984, Blaðsíða 10
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. mars 1984 Helgar- sportið Blak í kvöld leika HK-ÍS í 1. deild karla í Digranesi kl. 20, KA og Víkingur í Glerárskóla á Akureyri í 1. deild kvenna kl. 20.30 og Völsungur- Þróttur í 1. deild kvenna að Ýdölum kl. 20. Á morgun leika KA og Þróttur í bikarkeppni karla í Glerárskóla kl. 13, KAog Þrótturí 1. deild kvennaá sama stað kl. 15 og Völsungur- Víkingur í 1. deild kvenna að Ýdölum kl. 14.30. Handbolti Landsleikirnir við Sovétmenn eru að sjájfsögðu stóri viðburðurinn. Þjóðirnar mætast á Akureyri kl. 20 í kvöld (á sama tíma á Akranesi ef veður hindrar norðurför) og í Laugardalshöll kl. 13.30 á morgun. Fyrstu umferðinni í fallkeppni 2. deildar karla lýkur í Sandgerði í kvöld. ÍR og HK leika kl. 20 og Fylkir-Reynir kl. 21.15. Þá verður leikin á Akureyri fyrri úrslitaumferð 3. deildar en þar berjast Ármann, Þór Ak, Týr og Akranes um tvö sæti í 2. deild. Á mánudagskvöld leika Fylkir og ÍR í 1. deiid kvenna í Laugardalshöll kl. 19 og kl. 20 hefst 2. umferð í fallkeppni 2. deildar i Seljaskóla með leikjum HK-Fylkis og Reynis-IR. Körfubolti Ef þriðju undanúrslitaleikir úr- valsdeildarinnar þurfa að fara fram, þá mætast UMFN og Haukar í Njarðvík kl. 14 á morgun og Valur- KR í Seljaskóla kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld. Ef ekki, þá leika liklega Njarðvík og Valur fyrri/fyrsta úrslita- leik deildarinnar í Njarðvík á mánu- dagskvöldiö. KR og ÍR leika í 1. deild kvenna kl. 21.30 á sunnu- dagskvöld í Hagaskóla. Hlaup Álafosshlaup verður haldið á morgun, laugardag, og hefst kl. 14. Keppendur eiga að mæta til skrán- ingar við íþróttahúsið að Varmá kl. 13. Karlar fæddir 1969 og fyrr hlaupa 7 km, konur fæddar 1969 og fyrr og piltar fæddir 1968-70 hlaupa 3 km, og meyjar fæddar 1968-70 og strákar og stúlkur fædd 1971 og síðar hlaupa 1,5 km. Víðavangshlaup íslands hefst kl. 14 á Miklatúni í Reykjavík. Karlar hlaupa 8 km, konur 3 km, sveinar og drengir 3 km, piltar, telpur, strák- ar og stelpur 1,5 km. Badminton Ljómamót ÍA verður haldið á Akranesi um helgina. Mótið hefst kl. 11.30 í fyrramálið og verður keppt í meistara-A og B-flokki i öllum grein- um. Skíði Bikarmót í alpagreinum unglinga 15-16 ára verður haldið í Bláfjöllum um helgina og þá fer fram bikarmót í alpagreinum unglinga 13-14 ára á Akureyri. Reykjavíkurmeistaramót- ið í 30 km göngu karla verður haldið í Skálafelli á morgun á vegum Skíðadeildarinnar Hrannarog hefst kl. 13. Lyftingar íslandsmeistaramót félagsliða ferframámorgunog hefst kl. 15en upplýsingar um mótsstað liggja ekki fyrir. Fimleikar íslandsmeistaramót í fimleikum karla og kvenna hefst í Laugardals- höllinni kl. 17 á morgun og verður síöan framhaldið kl. 14 á sunnu- daginn. Nú sömdu Alsírbúar! Knattspyrnulandslið Nígcríu og Alsír hafa verið scktuð fyrir að leika bæði uppá markalaust jafntefli þegar þau mættust í Afríkukeppni landsliða nú á dögunum. Þau úrslit komu báðum í 4- liða úrslit keppninnar. Þetta minnir óneitanlega á uppákomuna þegar Vestur-Þjóðverjar og Austurríkismenn léku svipaðan leik á HM á Spáni fyrir tæpum tveimur árum. Þá urðu Alsírbú- ar fyrir barðinu á umsömdum úrslitum Evrópuþjóðanna en nú sitja þeir í sömu súpunni... íþróttir Víðir Sigurðsson Sturla Örlygsson var atkvæðamestur Njarðvíkinga í gærkvöldi og hér hirðir hann frákast með miklum yfirburð- um. Mynd: - eik FH varð meistari FH varð íslandsmcistari í stúlknatlokki í innanhússknatt- spyrnu 1984 en mótið fór fram í íþróttahúsinu á Akranesi 4. mars sl. FH vann IA í spennandi úrslita- leik, 2-1. I sigurliði í'H voru þær Helga Guðmundsdóttir, Sigrún Skarphéðinsdóttir, Guðrún Og- mundsdóttir, Helga Sigurðardóttir og Sandra Antonsdóttir en þjálfari þeirra cr Albert Eymundsson. Júdó á Akureyri Júdóráð Akureyrar gekkst fyrir fyrsta Akureyrarmeistaramótinu í júdó sl. föstudag og var keppt í sex flokkum. Akureyrarmeistarar urðu: Þóra Þórarinsdóttir í kvennaflokki, Þorsteinn Hjaltason í opnum flokki, Árni Ólafsson í þungavigt, Baidur Stefánsson í millivigt, Tryggvi Heimisson í létt- vigt og Kristján Ólafsson í flugu- vigt. Mótsstjóri var Hjalti Þor- steinsson og dómari Cees van de Ven. Keppendur á mótinu voru 31 og báru þeir á borð margar skemmtilegar og spennandi glímur. Hamburger sektað Evrópumeistarar Hamburger SV frá Vestsur-Þýskalandi hafa verið sektaðir um 3,000 doliara fyrir að nota Norðmanninn Erik Soler í vináttumóti í Frakklandi um áramótin. Soler var þá til reynslu hjá HSV og, stóð sig frábærlega og hefur síðan skrifað undinr tveggja ára santning við félagið. Stjórn Hamburger gerði sér fyllilega grein fyrir að sekt lægi við að nota ósk- ráðan Ieikmann en taldi það þess virði að sjá hann í leik með liðinu. Dremmler úr leik Wolfgang Dremmler frá Bayern Munchen missir af úrslitum Evr- ópukeppni landsliða í knattspyrnu I Frakklandi í sumar. Hann meiddist illa í 9 - 0 sigri Bayern á Offenbach á þriðjudagskvöldið og leikur vart knattspyrnu fyrr en í upphafi næsta kcppnistímabils. Dremmler hefur undanfarið verið fastamaður í landsliði Vestur-Þjóðverja, fyrst á miðjunni, en uppá síðkastið sem bakvörður. Njarðvík leikur til úrslita um meistaratitilinn í körfuknattleik: Unnu Hauka í sjötta sinn Njarðvíkingar hafa einstakt lag á Haukunum, það sýndi sig í gær- kvöldi er þeir unnu Hafnfirðingana í sjötta skiptið í jafnmörgum leikjum, nú 94-93 eftir framleng- ingu. Þar með er ljóst að Njarðvík- ingar leika til úrslita um meistara- titiiinn í körfuknattlcik, eftir tvo sigra á Haukum í undanúrslitum, gegn KR eða Val. Haukar byrjuðu af krafti og á- kveðni, hirtu flest fráköst sem buð- ust og voru yfir framan af, 30-20 þegar langt var liðið áfyrri hálfleik. Njarðvíkingar voru seinir að taka við sér en tóku síðan á mikinn sprett, komust yfir 42-41 en Haukar gerðu lokakörfu fyrri hálf- leiks, 43-42 í hléi fyrir Hafnfirðinga. Njarðvík var áfram á sprettinum framan af seinni hálfleik en þegar staðan var 55-63 byrjuðu Haukar að pressa um allan völl. Það jafnaði leikinn, en Njarðvík var 2-4 stigum yfir uns Sveinn Sigurbergsson jafn- aði úr tveimur vítaskotum, 85-85, 10 sekúndum fyrir leikslok. í framlengingunni var Pálmar Sigurðsson horfinn af velli hjá Haukum vegna meiðsla og það var Socrates kyrr Brasilíski knattspyrnusnill- ingurinn Socrates hefur lýst því yfir að hann muni leika áfram með Corinthians í heimalandi sínu en undanfarið hefur hann verið bendlaður við ítölsk fé- lög. Socrates sagði einnig að hann reiknaði með að leggja skóna á hilluna eftir lokakeppni HM í Mexíkó árið 1986. eins og við manninn mælt, Njarð- vík náði.yfirburðastöðu, 94-87, og sigri þeirra suðurnesku var ekki ógnað þótt Haukar gerðu 6 síðustu stigin. Pálmar var að vanda í aðalhlut- verki hjá Haukunum en Sveinn og Hálfdán Markússón léku einnig vel. Hjá Njarðvík bar mest á Sturlu Örlygssyni, ísak Tómassyni og hin- um hægláta en rammtrausta Gunn- ari Þorvarðarsyni. Þá hefur Ingi- mar Jónsson farið langt með að fylla stórt skarð Vals Ingimundar- sonar. Haukar hafa þar nteð kvatt úr- valsdeildarslaginn á þessu keppn- istímabili en geta verið hæstá- nægðir með sinn hlut og hafa kom- ið skemmtilega á óvart. Gaman verður að fylgjast með þeim næsta vetur. Stig UMFN: Sturla 23, ísak 20, Gunnar 20, Ingimar 17, Arni Lárusson 10, Kristinn Einarsson 4. Stig Hauka: Þálmar 28, Sveinn 21, Hálfdán 16, Ólafur Rafnsson 14, Kristinn Kristinsson 10, Henning Henningsson 2 og Reynir Kristjánsson 2. - lg/VS. Sambandið efst Sambandið bar sigur úr být- um í firmakeppni Knattspyrnu- ráðs Akureyrar í innanhúss- knattspyrnu sem lauk nú í vik- unni eftir að hafa staðið yfir í mánuð. Lið Sambandsins sigr- aði á betri markatölu en Bjarni Sveinbjörnsson og félagar í Raforku en Póstur og Sími lenti í þriðja sæti. K&H/Akureyri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.