Þjóðviljinn - 23.03.1984, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 23.03.1984, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 23. mars 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Bakkafjörður Almennur fundur Alþingismennirnir Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon veröa á almennum fundi á Bakkafirði föstudaginn 23.mars kl. 15. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið Alþýðubandalag Borgarness og nágrennis - Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 24. mars kl. 14.00 að Brákarbraut 3 í Borgarnesi. Dagskrá: lj Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Reikningar Röðuls. 3) Kosning ritstjórnar Röðuls. 4) Kosning hússtjórnar. 5) Lagabreytingar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Greiðið félags- og flokksgjöld Alþýðubandalagið í Reykjavík minnir félagsmenn á að greiða 1. hluta félags- og flokksgjalds fyrir árið 1984. Gíróseðla má greiða í öllum bönkum og póstútibúum. Alþýðubandalagið Akureyri Málefni veitustofnananna Fundur verður í Bæjarmálaráði mánudaginn 26. mars kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fjallað verður um málefni veitustofnana á Akureyri. Framsögu hafa Brynjar Ingi Skaptason og Gunnar Helgason fulltrúar AB í Rafveitustjórn og Hitaveitustjórn. Einnig verður farið yfir dagskrá bæjarstjórnarfundar 27/3. Fundurinn er opinn öllum félögum og stuðningsmönnum. - Stjórn Bæjarmálaráðs Alþýðubandalagið á Akureyri og nágrenni Kvennafundur Næsti fundur verður haldinn sunnudaginn 25. mars kl. 20.30 í Lárusar- húsi, Eiðsvallagötu 18. Umræðuefni: Staða kvenna í Alþýðubandalag- inu. Svanfríður Jónsdóttir og Aðalheiður Steingrímsdóttir reifa málin. Allar áhugasamar konur velkomnar. Kaffiveitingar. Undirbúningsnefnd Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins: Æskulýðsfylking AB Akureyri Aðalfundur ÆFA Tilkynning til allra sósíalista og þeirra sem hafa áhuga á að starfa með okkur: Nú mæta allir á laugardaginn 24. mars kl. 3 í Lárusarhús, Eiðsvalla- götu 18. Fundarefni: 1) Kynning á líðnu starfi. 2) Lög félagsins ákveðin. 3) Kjör stjórnar. 4) Umræða um áframhaldandi störf. Framkvæmdanefnd ÆFA Verkalýðsmálanefnd ÆFAB Fundur verður í verkalýðsmálanefnd ÆFAB 24. mars laugardag, kl. 14.00 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: Kosning stjórnar. - Starfið framundan. Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálkfyrir klukkan 16 daginn áður en þæreigaað birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. Pípulagningar Tek aö mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. Sprunguþéttingar Þéttum sprungur í steinveggjum, þéttum bárujárnsþök sem farin eru að ryðga. Látið fagmenn sjá um viðgerð- irnar. 10 ára reynsla á þéttiefnum á Islandi. Upplýsing- ar í síma 66709 og 24579. Auglýsið í Þjóðvilj anum Steingrimur. Hjörleifur. Leikhópurinn leggur mikla alúð í úrvinnslu þessa verks... Ljóðræn martröð Alþýðuleikhúsið Undir teppinu hennar ömmu eða Fugl óttans Höfundur: Nína Björk Árnadóttir Leikstjóri: Inga Bjarnason Leikmynd og búningar: Messíana Tóm- asdóttir Tónlist: Mist Þorkelsdóttir Kvennahópur innan Alþýðu- leikhússins, sem kallar sig Vorkon- ur fslands frumsýndi þ. 20.3. nýtt leikrit eftir Nínu Björk Árnadótt- ur, í Ráðstefnusal Hótels Loft- leiða. Leikritið er samið upp úr seinni hluta ljóðabókar Nínu „Svartur hestur í myrkrinu", og út kom í fyrra. Þessi seinni hluti, sem Nína kallar „Fugl óttans“ fjallar um konur á geðdeild. Konurnar taka til máls til skiptis, hafa rang- hugmyndir, heyra raddir, eiga brennivínsfortíð, rífast, einangra sig o.s.frv. Að sjálfsögðu kemur þetta allt fram í leikgerðinni, þar sem aðaiá- herslan er á Lóu, dóttur „Ömmu með teppið“. Lóa er gift og á stálp- aða dóttur, Systu, og við sögu kem- ur einnig Didda, eldri systir Lóu. Sú mynd sem dregin er upp af samskiptum þessara fjögurra kvenna er, vægast sagt, undarleg. Sjálfselska þeirra og grimmd gagnvart hver annarri er með ólík- indum. Lóa er óhamingjusöm og angistarfull kona, sem leitar hugg- unar í brennivíni. Móðir hennar felur flöskurnar fyrir henni og hef- ur þar með vald yfir henni og notar það til að kúga hana þindarlaust. Systirin, Didda, er kona á frama- braut og milli hennar og ömmunn- ar er fullkomið hatur og þær ausa svívirðingum hvor yfir aðra, auk þess sem Didda sakar Lóu um að lifa í blekkingu. Inn í kaflana af samskiptum þeirra mæðgna fléttast svo myndir frá geðdeild, þar sem þær Jóna og Lilla kvelja hvor aðra. Tónninn í verkinu er æpandi „kon- ur eru konum verstar". Engin sam- Súsanna Svavarsdóttir skrifar um leikhús kennd eða vilji til að hjálpa hver annarri er í verkinu. Að vísu hefur Lóa einhver samskipti við „Mann- eskjuna" sem enganveginn er Ijóst hvort er aðeins til í hugarheimi Lóu eða hvort hún er raunveruleg vist- kona á geðdeildinni, full af rang- hugmyndum um að hún sé lamba- drottning eða Gunnhildur kónga- móðir. Það er algerlega óljóst hvort Lóa fer yfirleitt á geðdeildina eða ekki. Eða þá hvort það er bara nokkuð Lóa sem hefur samskipti við Manneskjuna, hvort það er ekki bara einhver óskilgreind „Hún“. Tengsl milli þáttanna í verkinu eru afskaplega óljós og það því óttalega ruglingslegt. Heiidarmyndin er allsekki að leikritið fjalli um hefðbundið hlut- skipti konunnar í samfélaginu, eins og halda mætti af formála leiksins, þar sem síðustualdar vinnukona í sveit lýsir hlutskipti sínu og sýnir fram á að staða hennar er ekkert verri heldur en húsfreyjunnar á bænum, báðar eru þær ofurseldar valdi karlmannsins. Þessi formáli tengist ekkert verkinu sjálfu, þar sem það fjallar ekki um kúgun kvenna í karlveldissamfélagi, en öllu heldur um konur sem kúga hver aðra, eins og áður segir. Karl- arnir eru „stikkfrí“. Þeir hafa eng- an tíma til að vera með. Einsemd, angist, ótti og vonleysi konunnar er svo hrópandi að leikritið lýsir öllu heldur martröð hennar en raun- hæfu hlutskipti. Að vísu eru góðir kaflar í verkinu þar sem flutningur ljóðanna er, og er greinilegt að ljóðaformið fer Nínu betur en leikritaformið. Brennivínið er rauði þráðurinn í verkinu. Lóa er drykkjukona, Didda systir hennar kemur með flösku í heimsókn. Heiða talar um pabba sinn sem er drykkjumaður. Lolla segir frá drykkjuferð til sólar- strandar, amman talar í síma um fólk sem hefur drukkið sig í hel eða sólundað öllu vegna drykkju. Drykkjan er flótti frá angistinni og vonleysinu, en orsakar um leið meiri angist og vonleysi. Ef ekki væri fyrir þá alúð sem leikhópurinn leggur í úrvinnslu þessa samhengislausa leikrits, væri eiginlega ekki hægt að sjá til hvaða fólks það ætti erindi. Þær konur sem standa að sýningunni sýna, svo ekki verður um villst, að þær kunna sitt fag. Leikmyndin, gráblá tjöld og nánast autt svið, eiga ekki sístan þátt í að skapa ljóðræna heild í verkinu og undirstrika kulda og tómleika hvunndagsins. Leik- hljóðin eru sérstaklega vel unnin, t.d. síminn, sem sést ekki, en heyrist og sýnir þannig átakanlegt sambandsleysi Lóu við annað fólk. Tónlistin er óskaplega falleg og flutningur á henni mjög góður. Gallar á leik voru svo fáir og smáir að ekki tekur því að minnast á þá. Það fer ekkert milli mála að við eigum mikið af góðum leikkonum og er það skaði hversu fáar þeirra við höfum fengið að sjá, en hins- vegar fengið að sjá meir en við nennum af þeim fáu. Sjaldan heyrir maður eins skýra framsögn og fallegri flutning á ljóði og hjá Sigrúnu Eddu Björnsdóttur (Systa). Sólveig Halldórsdóttir í hlutverki ömmunnar var óborgan- leg, gervið mjög gott og sýndi Sól- veig að þegar hún fær hlutverk sem krefst hæfileika, þá er hún á heima- velli. Að öðrum ólöstuðum, er það þó Sigurjóna Sverrisdóttir (Lóa) sem ég tek hatt minn ofan fyrir, um leið og ég óska Alþýðuleikhúsinu til hamingju með þau vönduðu vinnubrögð sem sýningin vitnar. Hópurinn sem sýnir á Sögu Það nýjasta í litun og klippingu Nýlega fóru 16 íslenskar hár- greiðsludömur á námskeið hjá Stúhr í Kaupmannahöín. Þar lærðu þær það nýjasta í klipp- ingu og litunum. Nú ætlar hópurinn að efna til sýningar á Hótel Sögu sunnu- daginn 25. mars kl. 20.30. Á sýningunni verða kynntar L’Oreal hársnyrtivörur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.