Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. mars 1984 Kosningabaráttan hafin í ísrael Yerðbólgan stefnir í 400% Shlmon Peres, formaður Verkamannaflokksins. Honum er nú spáð sigri eftir 7 ára stjórnarandstöðu, en vandamálin eru ekki auðleyst. Kosningar hafa veriö ákveðnar í ísrael þann 23. júlí nk. í kjölfar vantrausts sem samþykkt var á stjórn Yitzhaks Shamirs og Likud-bandalagsins eftir að þriggja manna þingflokkur austurlenskragyðinga, sem kallastTami, hafði sagtskilið við stjórnarsamstarfið. Ástæð- urnar fyrir falli stjórnar Shamirs eru fleiri en ein, en það sem réði úrslitum er hið alvarlega efna- hagsástand í ísrael og stjórn- laus verðbólga sem stefnir í 400% í árslok að sögn. Verð- bólgan bitnar harðast á lág- stéttunum og þar á meðal hin- um austurlensku gyðingum sem eru lágstétt í Israel saman- borið við evrópska gyðinga. VantrausttillagaTami-flokksins varsamþykktmeð61 atkvæði gegn58. Verðbólgan í fsrael hefur verið 12-15% á mánuði undanfarið, og hafa margir fréttaskýrendur spáð því að hún verði komin upp í 400% í árslok. Hingað til hefur kaupmátturinn elt verðbólguna með flóknu verðbótakerfi á laun, en nú er svo komið að það kerfi er einnig að springa. ísraelska Alþýð- usambandið, Histradut, hefur krafist þess að laun verði leiðrétt mánaðarlega, og samtökin hafa neitað að gera lögboðna tveggja ára samninga, á þeim forsendum að ekki sé hægt að semja fyrir fram- tíðina „á meðan ómögulegt er að vita hvað pakkinn af þvottadufti muni kosta við sólarlag", eins og einn talsmaður samtakanna orðaði það. Ýmsir hafa reynt að bjarga sér með því að skipta eins miklu og kostur er af launum sínum hverju sinni yfir í erlendan gjaldmiðil til þess að tryggja kaupmátt eitthvað fram í tímann, en flestir hafa ekk- ert aflögu til að festa í erlendum gjaldeyri. Verðbólgan hefur þann- ig orðið til þess að auka bilið á milli fátækra og ríkra til mikilla muna. Breyttur gjaldmiðill? Þeirri hugmund hefur verið haldið á lofti að ísrael ætti að leggja niður ísraelska gjaldmiðilinn shek- el eða tengja hann með einhverjum hætti Bandaríkjadollar. Síðast í október síðastliðnum varð þáver- andi efnahagsmálaráðherra, Yor- am Aridor, að segja af sér eftir að hann hafði stungið upp á því að ísraelar tækju upp Bandaríkjadoll- ar sem gjaldmiðil. Hann var þá ásakaður fyrir að vilja selja sjálf- stæði ísraels fyrir dollara. Hug- mynd hans var sú að menn ættu að geta fengið laun sín greidd í dollur- um og að hægt yrði að setja upp sparireikninga sem miðuðu við gengi dollarans en ekki shekelið. Vafalaust mundi slík ráðstöfun ekki duga til að leysa efnahags- vandann sem á sér mun dýpri og flóknari rætur og er afleiðing hugs- unarlausrar útþenslustefnu Men- achems Begins, sem gjarnan horfir framhjá efnahagslegum afleiðing- um stefnu sinnar. 600 mannslíf Stríðið í Líbanon, sem kostað hefur 600 ísraelska hermenn lífið, hefur orðið þjóðinni dýrara í mannslífum en öll hryðjuverk Pal- estínumanna frá stríðslokum. Fjöldamorðin á Palestínumönnum í Beirut ollu ísrael meiri álitsh- nekki erlendis en aðrir hliðstæðir atburðir frá stríðslokum. Hernám ísraels í suðurhluta Líbanons nú er nkinu bæði mjög dýrt í fjárútlátum og mannslífum og nýtur vaxandi óvinsælda heima fyrir. Er nú svo komið að stríðið er að sliga fjárhag ríkisins, en þar við bætist að mjög miklum fjármunum hefur verið varið til landnáms gyðinga á Vest- urbakka árinnnar Jórdan sem f sra- elar hertóku frá Jórdaníu í 6 daga stríðinu. Þá hefur ríkisstjórnin lagt óhemju fé til vopnakaupa og fram- leiðslu nýrra vopna, en allt er þetta olía á verðbólgubálð sem nú hefur fellt stjórnina. Likud-bandalagið hafði gert ýmsar vanburða tilraunir til að hamla gegn verðbólgunni. Ein sú frumlegasta var sú að verðbólgan ætti sér „sálrænar orsakir" og að hægt væri að hafa hemil á henni með því að „loka augunum og hugsa um eitthvað annað“. Trú- lega er það rétt eftirmæli um efna- hagsstefnu Likud-bandalagsins, að það hafi stjórnað með lokuð augun og hugsað um eitthvað annað á meðan, en nú er komið að skulda- dögum flokksins, og samkvæmt skoðanakönnunum er Verka- mannaflokknum undir forystu Shi- mons Peres spáð 46,8% atkvæða á meðan Likud-bandalaginu er ein- ungis spáð 25,8% atkvæða. Stefan verkamannaflokksins Það er hins vegar spurning hvort nýjar kosningar eða ný stjórn Verkamannaflokksins megni að leysa þennan mikla vanda og þann djúpstæða ágreining og klofning sem orðið hefur með þjóðinni á síðari árum. Menechem Begin gekk í raun frá pólitísku þrotabúi þegar hann í september sl. sagði af sér og Yitzhak Shamir tók við. Við- leitni Shamirs til þess að koma skikk á efnahaginn hefur hvað eftir annað strandað á innri ágreiningi. Jafnframt hefur staða ísraels út á við versnað til muna eftir innrásina í Líbanon, og vegur þar kannski þyngst að Camp David samkomu- lagið við Egypta er orðið að ómerku pappírsgagni. Verkamannaflokkurinn, sem nú hefur verið 7 ár í stjórnarandstöðu, býr sig nú undir að taka völdin á ný með stefnu sem á engan hátt er trygging fyrir því að úr flækjunni greiðist. Verkamannaflokkurinn vill að ísrael kalli heim hersveitirn- ar í Líbanon og verji norðurlanda- mæri sín með sama hætti og áður: með því að styðja sjálfstæðar her- sveitir hægrisinnaðra kristinna Lí- bana og með hótunum um hefndar- aðgerðir verði ráðist inn fyrir land- amærin. Verkauiannaflokkurinn vill semja við Jórdaníu um Vestur- bakkann með það fyrir augum að láta hluta landssvæðisins aftur til Jórdaníu, en óvíst er hvort þær hugmyundir eru raunhæfar þar sem flokkurinn neitar að viður- kenna PLO sem hagsmunaaðila að málinu, en vafasamt er hvort Huss- ein geti eði vilji gera nokkra samn- inga við ísrael sem geti spillt þeirri samstöðu sem náðst hefur á milli Husseins og Arafats eftir að Anwar Sadat sagði forystu PLO stríð á hendur. Möguleikar Verkamannaflokks- ins til þess að semja um frið við nágranna ísraels virðast því ekki miklir. Ekki er heldur víst að þeir nái meirihluta þótt þeim sé spáð sigri. Ýmsar blikur eru á lofti í ísra- elskum stjórnmálum og hafa yfir- Iýsingar Ezers Weizmanns fyrrum varnarmálaráðherra úr stjórn Beg- ins um stofnun nýs stjórnmála- flokks vakið hvað mesta athygli. Þá fer einnig fram hörð valdabarátta innan Likud-bandalagsins þar sem þeir Ariel Sharon og David Levy varaforsætisráðherra sækja að Shamir formanni flokksins. En samkvæmt síðustu spá er Verka- mannaflokknum spáð 61 þingsæti og Likud-bandalaginu 37 þing- sætum. ólg tók saman. Kosningar í E1 Salvador : Sigur frelsis og hugrekkis sagði Ronald Reagan „Kosningaþáttakan markar enn einn sigur frelsisins yfir harð- stjórninn, sigur frelsinsins yfir kúg- uninni, sigur hugrekkisins yfir hug- leysinu“ sagði Ronaid Reagan Bandaríkjaforseti um kosningarn- ar í E1 Salvador síðastiiðin sunnu- dag, en forsetinn sat þá hádegis- verðarboð í tilefni þess að freisis- orðan, æðsta heiðursmerki Banda- ríkjanna, var veitt verðugum þiggjendum. Ekki hafa komið áreiðaniegar tölur um þátttöku í þessum kosn- ingum og tölur um kosningarúrslit hafa ekki verið Ijósar enn, þótt síð- ustu fregnir hermi að José Napo- león Duarte frambjóðandi Kristi- lega lýðræðisflokksins hafl hlotið rúm 40% á meðan helsi keppinaut- ur hans, Roberto d’Aubuisson frambjóðandi Arena-flokksins og guðfaðir dauðasveitanna í El Sal- vador, er sagður hafa hlotið tæp- lega 30% atkvæða. Hvorki Reagan, samstarfsmenn hans né yfirstéttin í EI Salvador viröast reiðubúin að viðurkenna að kosningarnar væru fíaskó og að þær hefðu farið í handaskolum, sem þó var augljóst af fréttum, þar sem fram komu ásakanir um kosn- ingasvindl, talning fór ekki fram með eðlilegum hætti og ringulreið ríkti í landinu á meðan á kosning- unni stóð. Óstaðfestar fréttir herma að aðeins 65% þeirra sem á kjörskrá voru hafi greitt atkvæði, þrátt fyrir hótanir dauðasveitanna um að allir yrðu líflátnir sem ekki greiddu atkvæði. Yfirlýsing Reagans á sunnudag sýnir fyrst og fremst hversu nauðsynlegar kosningar þessar voru fyrir Bandaríkin til þess að geta haldið fast í það haldreipi að „lýðræði“ sé við lýði í E1 Salvador, þannig að hann geti áfram réttlætt það fyrir þjóð og þingi að dæla fé og vopnum í það rotna stjórnarfar sem þar ríkir. josé Napelón Duarte segist vera slgurvegari í kosningunum í El Salvador; - segir Ronald Reagan. sigur frelsisins yfir kúguninni, Enginn bjóst við því að með kosningum þessum yrði vandi þjóðarinnar leystur að einhverju leyti. Þvert á móti hafa kosningarn- ar aukið á vandamálin. Það er ljóst að Bandaríkin, sem höfðu pantað þessar kosningar, ætla að nota þær sem röksemd fyrir því að ekki skuli samið við stjórnarandstöðuna, sem nær allt frá vinstra armi Kristilega flokksins til frjálslyndra, jafnaðar- manna og kommúnista. Kosningarnar hafa einnig greini- lega orðið til þess að gefa guðföður dauðasveitanna og helsta forsvars- manni fasismans í E1 Salvador byr í seglin, og er ekki útilokað að hann muni sigra Duarte þegar kosið verður á milli þeirra tveggja. Orð Reagans Bandaríkjaforseta um sigur frelsisins verða enn meira hjáróma þegar tillit er tekið til þess að stjórnarandstaðan tók ekki þátt í kosningunum af þeirri einföldu ástæðu að hver sá sem býður sig fram fyrir hana opinberlega er um- svifalaust tekinn af lífi í E1 Salva- dor. Contadora-ríkin svokölluðu, Mexíkó, Panama, Kólimbía, Ven- ezuela og Argentína, hafa reynt að stuðla að samkomulagi eða mála- miðlun á milli hinna stríðandi afla í Ei Salvador. Kosningarnar sem Reagan kallar sigur frelsisins ganga þvert á þá viðleitni, þar sem þeim er fyrst og fremst ætlað að útiloka stjórnarandstöðuna. Það er stefna Reagans að nota kosningamar til þess að réttlæta íhlutun Bandaríkjastjórnar í mál- efni E1 Salvador. Sú íhlutun fer fyrst og fremst fram í formi hernað- araðstoðar. Sú aðstoð hefur hins vegar verið gagnrýnd einnig af aðil- um innan bandaríska vamarmálaráðuneytisins. Þar eru menn sem segja að gagnlaust sé að dæla peningum og vopnum í dug- lausan og siðspilltan her. Hann muni sífellt æpa á meiri hjálp þegar eitthvað bjátar á, án þess að megna að leysa vandann. Því kunni núver- andi stefna Bandaríkjanna í E1 Sal- vador endanlega að neyða stjórn- ina til beinnar hernaðaríhlutunar með innrásarliði. Þetta er sú álykt- un sem breska tímaritið Latin Am- erican Newsletter dregur í síðasta hefti sínu. Þá væri sigur frelsisins og hugrekkisins væntanlega fullkomnaður. ólg tók saman

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.