Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. mars 1984ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
RUV 1
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Sigurðar Jónssonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Heima er
best“, eftir Bergþóru Pálsdóttur Anna
Sigríður Jóhannsdóttir les.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar, Tónleik-
ar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.45 „Það er svo margt að minnast a"
Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.15 Dægradvöl Þáttur um frístundir og
tómstundastörf í umsjá Anders Hansen.
11.45Tónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 „Eplin í Eden“ eftir Óskar Aðalstein
Guðjón Ingi Sigurðsson les (10)
14.30 Miðdegistónleikar Mozart-hljóm-
sveitin í Vínarborg leikur Sex menúetta
K. 599 eftir Wolfgang Amadeus Mozart;
Willi Boskovsky stj.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiriksdóttir
kynnir nýútkomnar hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Sfðdegistónleikar Paul de Winter og
Maurice van Gijsel leika Konsert í G-dúr
fyrir flautu, óbó og hljómsveit eftir Joseph
Haydn með Belgisku kammersveitinni;
Georges Maes stj. / Eva Knardahl og
Fílharmóníusveit Lundúna leika Pianók-
onsert i a-moll op. 16 eftir Edvard Grieg;
Kjell Ingebretsen stj.
17.10 Síðdegisvakan.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Heiðdis
Norðfjörð (RÚVAK).
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor-
oddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka. a. Sagnir af Þórunni
galdrakonu Elín Guðjónsdóttir les úr
bókinni „Sópdyngju". b. Mókolanámur á
Tjörnesi Erlingur Davíðsson flytur frá-
söguþátt. Umsjón Helga Ágústsdóttir
21.10 Organleikur f Egilsstaðakirkju
Breski organleikarinn Jennifer Bate leikur
orgelverk eftir Bach, Wesley, Stanley og
Berkeley.
21.40 Störf kvenna við Eyjafjörð II. þáttur
af fjórum. Komið við á Grenivík. Um-
sjón Aðalheiður Steingrímsdóttir og
Maríanna Traustadóttir (RÚVAK)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Lestur Passiusálma (34).
22.40 Djassþáttur Umsjónarmaður: Gerard
Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir.
23.20 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jón-
assonar
00.55 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarþ
frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl.
01.00 og lýkur kl. 03.00.
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll
Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól-
afsson.
14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnendur: Valdis
Gunnarsdóttir og Hróbjartur Jónatansson.
16.00-17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharð-
ur Linnet.
17.00-18.00 í föstudagsskapi Stjórnandi:
Helgi Már Barðason.
23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2 Stjórnandi:
Ólafur Þórðarson.
Rásir 1 og 2 samtengdar með veðurfregnum kl.
01.00 og heyrist þá i Rás 2 um allt land.
ÉÍMi:
19.45 Fréttir á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.55 Danskeppni i Tónabæ. Þáttur frá
Islandsmóti unglinga í diskódansi i Tóna-
bæ 16. þ.m. en þá kepptu átta einstakl-
ingar og sex hópar úr Reykjavík og
nágrannabyggðum til úrslita. Stjórn upp-
töku: Elín Þóra Friðfinnsdóttir.
21.25 Kastljós. Þáttur um innlend og er-
lend málefni. Umsjónarmenn: Ingvi Hrafn
Jónsson og Ögmundur Jónasson.
22.25 Sprengjuflugsveitin (Twelve
O'Clock High). Bandarísk bíómynd frá
1949. Leikstjóri Henry King. Aðalhlut-
verk: Gregory Peck ásamt Hugh Mar-
lowe, Gary Merrill, Millard Mitchell og
Dean Jagger. Myndin gerist í heimsstyrj-
öldinni síöari. Sveit bandarískra
sprengjuflugvéla hefur aðsetur í Bret-
landi og fer þaðan til loftárása á megin-
landið. Sveitin verður fyrir miklu tjóni og
farið er að bera á stríðsþreytu meðal
flugliðanna. Því er skipaöur nýr yfirforingi
sem hyggst koma á aga og góðum
liðsanda. Þýðandi Bogi Arnar Finnboga-
son. v
00.30 Fréttir i dagskrárlok.
frá
Æðar-
fugla-
rækt
Halldór Pjetursson skrifar:
Þeim, sem ekki trúa á veiði-
bjöllurækt hefur í hug komið æð-
arfuglarækt svo þessi nytsami og
elskulegi fugl deyi ekki út hér á
landi. Ég hefi frétt um einn
mann, sem hefur reynt þetta en
ekki frétt nánar um hvernig til
hefur tekist. Hann hafði sömu
formúlu og höfð er við anda- og
gæsarækt.
Æðareggjunum er ungað út í
vélum og ungarnir svo fóðraðir.
Þetta verður að vera nálægt ám
eða vötnum svo hægt sé að venja
ungana strax við vatn og eftirlit
verður að hafa með ránfuglum
svo þeir hirði ekki ungana á með-
an þeir eru að vaxa úr grasi.
Ég hefi frétt að vel hafi tekist
hjá manni þessum með útungun-
ina. Það sem hann bar kvíðboga
fyrir var hvort ungarnir mundu
erfa það að geta sprautað fjaðrir
sínar og fiður svo það blotnaði
ekki. Án þess væri þetta dauða-
dæmt.
Yrði þetta í lagi væri hægt að
auka þennan atvinnuveg, sem
löngum hefur staðið fyrir sínu og
myndað stórbýli hérlendis.
Ég vildi vekja máls á þessu og
tel það farsælla en stóriðju, sem
sífellt er tuggast á. Hamingja
okkar felst líka í því að vinna að
öllu sem sæmd kallast ásamt því
að lyfta þjóðinni á hærra stig,
með kunnáttu að kjölfestu.
Sjónvarp kl. 22.25
Sprengju-
flug-
sveitin
Gregory Peck er sagður meft allra
besta móti í myndlnnl í kvöld.
Bíómyndin í sjónvarpinu í
kvöld fær þrjár stjörnur í báðum
kvikmyndahandbókum Þjóðvilj-
ans. Sagan er úr síðustu
heimsstyrjöld og segir frá því að
nýr herforingi kemur til flug-
sveitar í Bretlandi. Ástand
sveitarinnar er bágborið og hlut-
verk foringjans nýja að laga það.
Myndin er bandarísk frá árinu
1949 og er í sauðalitunum. Greg-
ory Peck er sagður með allra
besta móti í hlutverki sínu í
myndinni og Dean Jagger hlaut
Óskarinn fyrir aukahlutverkið.
Bréfritari segir aft sú aftferð sem höfft er við anda- og gæsarækt
gagnist einnig vift veiftibjöllurækt. Leggur hann til að slíkt sé reynt til
þess að atvinna af æftarfuglarækt megi aukast.
Til dyggra vina
1 • •• p / p/
er djorf a fe...
Eftir að hafa horft á sjónvarps-
þáttinn um „gati3“ þriðjudaginn
20.3. 1984 kom ýmislegt upp í
hugann. Mér varð hugstætt ýmis-
legt sem þar bar á góma og í tilefni
þess urðu þessar vísur til:
Þekkti ég mann með bogið bak
bœklaðan og sljóan.
Up'p á fjöru Alberts rak
óvœnt - síðan dó hann.
Fjárhagsvanda er sagt að sé
sópað upp á teppi.
Til dyggra vina er djörf á fé
dóttir Helga á Kleppi.
Löngum finnst mér lítil von
litlum manni að bjarga,
þó gamli Albert Guðmundsson
geri tilraun marga.
Ólafur með uppsteyt var
úfinn bœði og grettur.
Albert lagið af sér bar
eins og sorfinn klettur.
Þyrluðust öldur allt um kring
ýrði úr földum sjóa.
Sumir köldum höndum hring
hinsta kvöldið róa.
Loks ef hitti ég lítinn gaur
legg ég á hann matið,
hvort hann máske eigi aur
upp í Stóra Gatið.
Píus.
Sjónvarp kl. 21.25
Kastljós
í erlenda hluta Kastljóss í
kvöld verður meðal annars
fjallað um hið umtalaða sinn-
epsgasíNorðursjónum. Einn-
ig verður fjallað um för
norskra sjónvarpsmanna til
Afganistan með myndum og
skýrslu þeirra. Nýlega var
ráðstefna í Reykjavík þar sem
fulltrúar frá hjálparstofnun-
um á vegum Alkirkjuráðsins
mættu. Ogmundur ræðir við
nokkra þeirra sem þekkja
hjálparstarfið af eigin reynslu.
Innlendi hlutinn er í umsjón
Ingva Hrafns. Hann mun
fjalla um skattamálin í fram-
haldi af Kastljósi fyrir þremur
vikum þar sem rætt var við
ýmsa kaupmenn m.a. um mis-
munandi skattgreiðslur kaup-
Ingvi Hrafn og Ögmundur. Þeir
beina kastljósi aft atburftum líft-
andi stundar í kvöld.
manna og Miklagarðs. í kvöld
verða fengnir fagmenn í þátt-
inn til að skýra hvaða reglur
gilda um skattgreiðslur sam-
vinnuhreyfingarinnar og ann-
arra. Auk þeirra koma í sjón-
varpssal fulltrúi frá Samband-
inu og framkvæmdastjóri
Verslunarráðs, Árni Árna-
son.
Rás 1 kl. 23.30:
Kvöld-
gestir
Kvöldgestir Jónasar í kvöld
verða þau Björn Dúason frá Ól-
afsfirði og Hrafnhildur Jóns-
dóttir frá Akureyri.
Björn er áhugaleikari og lög-
giltur lífeyrisþegi. Hann var
alinn upp á Siglufirði á síldarár-
unum. Hrafnhildur er fulltrúi
RÚVAK í morgunþætti út-
varpsins, Á virkum degi.
bridge
Sveit Runólfs Pálssonar kom sjálfri sér
og öðrum áóvart íglímunni um meistaratitil
ungra spilara og varð að láta sór lynda
silfrið. Fyrirfram voru þeir nánast bókaðir.
i sveitinni eru m.a. Aðalsteinn Jörgen-
sen og Sigurður Vilhjálmss., hvort tveggja
harðir spilarar, sérstaklega í tvímenning.
Þeir eru reyndar ekki spilafélagar, en
brugðu út af venjunni í „Board a Match“
keppni BK, sem stendur nú yfir. Áttum
breytt:
Norður
S A3
Vestur M D972 T AKD853 L 8 Austur
S 863 S D1095
H K86 HG104
T 92 TG106
L109753 LKD2
Suður SKG74 H A53 T 74
LAG64 Sagnirvoru æriðdularfullar, kerfið Prec-
, ision: Norður Suður
Sigurður Aðalsteinn
1 lauf 1 grand
2 lauf 2 grönd
’ 3 lauf 3 spaöar
| 3 grönd 4 lauf
4 tíglar 4 hjörtu
6 tíglar 6 grönd
Ég styð ákvörðun Sigurðar að vekja á
laufi, höndin er það góð, að 6 TÍGLAR er
ekki svo galin lokasögn. Sería norðurs er
hins vegar meira en vafasöm, enda
„leiðrótti" Alli hiklaust í grönd, eftir sagnir,
sem er ófrýnilegur samningur.
Út kom lauf á kóng og skipt í tígul. Aðal-
steinn var fljótur að sjá möguleika spilsins.
Spaða dama varð að liggja og fjórliturinn í
austur með lykilspili í hjarta eða laufi, EÐA
■ spaðinn í vestur með hjarta kóng. Aðal-
steinn hirti á hjarta ás og laufas og renndi
síðan tíglunum í botn. Austur varð að játa
sig sigraðan í 5-spila endastöðu, kastaði
vitanlega lauf dömu, i von um að félaqi ætti
i gosa.
Aðalsteinn mátti sjá af einum spaða, og
heppnuð svíning þýddi 12 slagi. Á hinu
borðinu voru 3 grönd látin naegja, unnin 5.
Tikkanen
Gœtum
tungunnar
Sagt var: Um eitthvað slíkt
samkomulag er að ræða.
Rétt væri: Um eitthvert slíkt
samkomulag er að ræða.
Hvar er gröf hins alræmda her-
manns?