Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 f-W i -*» f» T#r i vö'í .'//íj ’* /tV/ * Skattahækkanir Davíðs og Alberts 430 miljóna kr. hækkun! Jafngilda fjórðungs hœkkun allra tekjuskatta einstaklinga „Þannig að svo fór að jafnvel manni eins og Ólafi Jóhannessyni, sem kallar nú ekki allt ömmu sína í stjórnmálareynslu liðinna áratuga að honum varð bumbult við að gleypa þessa skattahækkunartil- lögu Alberts Guðmundssonar, sem auk þess hafði nokkrum sólar- hringum áður lýst því yfir að hann myndi aldrei, þessi vinur litla mannsins, hækka skatta“. Meðal annars á þessa leið komst Svavar Gestsson að orði er hann mælti fyrir nefndaráliti minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðrideildar um skattahækkunar- tillögu ríkisstjórnarinnar sem kom til lokaumræðu í deildinni eftir sex umræður í báðum deildum þings- ins. Rökin sem talsmenn stjórnarl- iðsins fluttu fyrir skattahækkun upp á 70 milj. kr. voru þau að það voru gerðir kjarasamningar í milli- tíðinni og þessvegna hafi verið nauðsyniegt að plokka af launa- fólki eitthvað af þeim ávinningi sem í kjarasamningunum fólst. Hér er, sagði Svavar, komið með býsna svívirðilegum hætti að verkalýðshreyfingunni í landinu. Forystumenn hennar höfðu gert kjarasamninga sem byggðust á ákveðnum forsendum. Stjórnin hefur í raun og veru sagt upp sínum þætti kjarasamninganna, sem for- ráðamenn stjórnarflokkanna höfðu þó lofað sem hófsama og viðunandi í flesta staði. „Þessi framkoma, þetta siðleysi, gagnvart verkalýðshreyfingunni er algjör- lega dæmalaust“. Máli sínu til stuðnings vitnaði Svavar í bréf for- seta ASI og formanns BSRB til for- manna flokkanna þar sem skatta- hækkunin er harðlega gagnrýnd og talað um „ögrun“ í garð samtaka launafólks. Svavar gagnrýndi harðlega að framsögumaður fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar hefði stungið bréfi forystumanna ASÍ og BSRB undir stól og ekki greint frá því í framsöguræðu sinni. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði um bréf ASÍ og BSRB: „Mér sýnist jafnframt að í því bréfi sem fram kemur frá ASÍ og BSRB sé mikill misskilningur“. Og Þorsteinn Pálsson sagði: „Það var skýrt tekið fram af hálfu full- trúa stjórnarflokkanna að þó að að þessu skilyrði yrði gengið þá mundi ríkisstjórnin á engan hátt binda hendur sínar til stjórnunar ríkis- fjármála og annarra aðgerða á sviði tekjuöflunar eða breytinga á út- gjaldaáformum". Þorsteinn fullyrti jafnframt að afstaða minnihlutans þýddi 600 milj. kr. skattahækkun og að stjórnarandstaðan hefði flutt tillögu um slíka skattahækkun. Þeim Steingrími og Þorsteini var bent á það að með þessum orðum væru þeir að lýsa forvígismenn samtaka launafólks ósanninda- menn. Gagnrýndi Kjartan Jó- hannsson þessa framkomu stjórnarliða harðlega. Þá rakti Svavar Gestsson hvern- ig ríkisstjórnin áætlar skattahækk- anirnar milli ára alltaf aðeins meiri en kauphækkunum nemur. Benti hann ennfremur á að hækkun skattanna um 70 milj. kr. væri um- fram fjárlög og ætlaði fjármálaráð- herra vafalaust að nota þessa fjármuni til þess að borga aukafjár- veitingar sem hann hefði sjálfur lýst yfir að kæmu aldrei til greina og hann myndi stöðva. Benda má á, sagði þingmaður- inn, að skattar ríkis og sveitarfé- laga eru mun hærra hlutfall af tekj- um greiðsluárs en dæmi eru til um á liðnum árum. Samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar eru álögurnar 430 milj. kr. meiri en vera ætti mið- að við óbreytta greiðslubyrði á sama tíma og launafólk sættir sig við litlar sem engar kaupbreytingar í kjarasamningum. Hér leggja þeir saman Davfð Oddsson borgarstjóri og Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra og forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur: Þessir menn lofuðu stórfelldum skattalækkun- um eftir kosningarnar 1982 og 1983. Niðurstaðan verður sú að þeir láta sér ekki nægja að inn- heimta óbreytta skatta. Þeir hækka skattana frá því sem vera ætti að óbreyttu um 430 miljónir króna. í þessu sambandi má minna á að heildarskattheimta ríkisins af tekjusköttum í ár nemur um 2460 milj. kr.; hækkunin jafngildir því um 25% hækkun tekjuskatts ein- staklings til ríkisins. A sama tíma eru skattar á fyrirtækjum og af skrifstofu- og verslunarhúsnæði lækkaðir verulega. -óg- mmm Fréttimar semfólk talarum Gegn helstefnu hernaðarbandalaga Baráttufundur 31. mars kl. 14.00 í Háskólabíó Dagskrá: Söngur: Arnþór Helgason og Guörún Hólmgeirsdóttir. Ávarp: Gunnar Karlsson. Leikþáttur: höf. Þorsteinn Marelsson og Valdimar Leifsson. Söngur: Bergþóra Árnadóttir. Ávarp: Konur frá Greenham Common. Fjöldasöngur Kynnir: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. lækkar mötimevtiskostiiaðlim! réttir án fvrirhafnar GOÐI býður 8 vikna matseðil án endurtekninga! Nú geta vinnuveitendur og matarfélög um allt land boðið GOÐA-rétti í mötuneyti sínu og sparað þannig vinnukraft og tæki í eldhúsi sem þarf aðeins að vera örfáir fermetrar að stærð. Maturinn kemur hraðfrystur á staðinn og eftir upphitun í blástursofni er rjúkandi GOÐA-rétturinn tilbúinn á borðið ásamt grænmeti, hrísgrjónum, baunum, spaghetti eða öðru því sem við á hverju sinni. Allt sem til þarf er frystigeymsla, blástursofn og GOÐA- réttirnir sem tryggja nýjan matseðil dag hvern í 8 vikur samfleytt. GOÐA-mötuneytið er ekki aðeins ódýrara í rekstri en venja er til, - það býður að auki vandaðan mat og töluvert ódýrari en þar sem matreiðsla fer fram á hefðbundinn hátt. Gerum gott mötuneyti betra med_ Hafið samband við sölumann ® Mmt J í síma 86366 Jk m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.