Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN1 Föstudagur 6. aprfl 1984
DJQÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreíðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íjjróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Gott ár —
Gróðaár
Á síðustu dögum ársins 1983 birti Þjóðviljinn fréttir
um að helstu stórfyrirtæki landsins væru að ljúka ein-
stæðu gróðaári. í viðtölum við forstjóra fyrirtækjanna
kom fram að árið 1983 hefði verið gott ár. Ánægjan var
ríkjandi tónn í frásögnum þessara forystumanna. Orð
þeirra staðfestu að kjaraskerðing launafólks hafði fært
fyrirtækjunum umtalsverðan hagnað. Sú stefna ríkis-
stjórnarinnar að flytja stórkostlegt fjármagn frá fólkinu
og til forstjóranna hafði borið árangur.
Um þessar mundir er hvert fyrirtækið á fætur öðru að
kynna á aðalfundum og opinberlega reikningsuppgjör-
ið fyrir árið 1983. Þar eru einkunnarorðin sem urðu til
við áramótin, „Gott ár- Gróðaár“, orðin sannur dóm-
ur sem löggiltir endurskoðendur fyrirtækjanna hafa
undirritað.
Flugfélög, bankar, skipafélög, verslunarfyrirtæki og
aðrir burðarásar í samtökum atvinnurekenda, Verslun-
arráðinu og VSÍ, flytja eigendum og hluthöfum nú
þann gleðiboðskap að auður þeirra og arður hafi vaxið
mjög í skjóli kjaraskerðingarinnar sem ríkisstjórnin
steypti yfir almenning. Ríkisstjórnin hefur svo tilkynnt
að hún muni halda áfram að gera vel við forstjórahirð-
ina og hlutabréfaeigendurna því að verulegar skatta-
lækkanir muni koma þeim til góða á því ári sem nú er að
líða. Á sama tíma eru skattar á almenningi hækkaðir
verulega og haldið áfram að skerða ráðstöfunartekjur
heimilanna.
Sumir forstjórar hafa verið feimnir við að skýra frá
hinum mikla gróða sem kjaraskerðingarstefna ríkis-
stjórnarinnar hefur fært fyrirtækjum þeirra og reynt að
útskýra hina hagstæðu útkomu með tilvísunum á aðrar
orsakir. Slíkar yfirlýsingar hafa orðið til þess að Morg-
unblaðið tók sig til og ávítaði þá fyrir að leggja ekki
áherslu á hve stóran hlut stefna ríkisstjórnarinnar ætti í
gróða fyrirtækjanna. Forstjórarnir ættu að sýna þá
kurteisi að þakka ráðherrunum fyrir að skapa forsend-
ur gróðans.
Niðurstöður ársreikninga fyrirtækjanna sýna að mis-
rétti og ójöfnuður fer nú vaxandi í landinu. Fólkið býr
við síversnandi kjör en yfirstéttin sem hefur eignarhald
á fyrirtækjunum getur fagnað miklum gróða og góðu
ári. Þessi mismunur er hornsteinn stjórnarstefnunnar.
Blekkingin mikla er sú kenning að verk ráðherranna
muni færa almenningi betri hag. Fólkið í landinu er nú
óðum að átta sig á þessum skollaleik sem Ólafur Jó-
hannesson varaði ráðherrana við að „hvert mannsbarn
myndi sjá í gegnum“. Álmenningur fær daglega fréttir
um það hvert kjaraskerðingin hefur farið. Hún er uppi-
staðan í gróðanum sem skapar góð ár í garði eignastétt-
arinnar og forréttindaaflanna.
Emil og NATO
Á afmæli NATO hefur verið efnt til hátíðarhalda þar
sem mikill lofsöngur hefur verið sunginn og efinn um
ágæti bandalagsins úrskurðaður bannvara. Það vekur
því mikla athygli að á miðvikudag birtist í Alþýðublað-
inu viðtal við Emil Jónsson fyrrum utanríkisráðherra
sem var í fremstu röð þeirra sem tóku ákvörðun um
inngöngu íslands í NATO. í áraraðir var Emil Jónsson
meðal traustustu stuðningsmanna NATO á íslandi.
Þegar bandalagið er orðið 35 ára telur Emil nauðsyn-
legt að gefa út eftirfarandi yfirlýsingu:
„Ef Atlantshafsbandalagið getur gert eitthvað til að
fyrirbyggja stríð þá er það auðvitað þýðingarmikið og
mikils virði, en ég hef bara ekki trú á því að það sé
nægilegt nú orðið“. Síðan segir Emil að það sé spurning
um pólitískan vilja en ekki hernaðarleg bandalög hvort
tekst að komaí veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Þessi dóm-
ur Emils Jónssonar markar tímamót í þeirri löngu um-
ræðu um NATO sem hér hefur staðið í röska þrjá
áratugi.
_______________________klippt
Sama hugsun
- sömu orð
Morgunblaðið birti flennistóra
auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum
sl. miðvikudag og heitir auglýsingin
„Friður með frelsi“. í auglýsingunni
segir m.a. „íslendingar voru í hópi
stofnþ j óða Atlantshafsbandalagsins
fyrir réttum 35 árum. Þar með gerð-
umst við þátttakendur í virkustu og
mestu friðarhreyfingu okkar tíma“.
Sjálfsagt eru til sálir hér á landi,
sem trúa því að hemaðarbandalög
séu friðarhreyfingar. En það er líka
til fólk austan járntjalds, sem trúir
hinu sama - en þá á Varsjárbanda-
lagið. Orðalagið frá þeim heims-
hluta er reyndar ótrúlega líkt orða-
laginu í auglýsingu Sjálfstæðis-
flokksins. I riti einu, sem Military
Publishing House í Moskvu gaf út á
síðasta ári undir heitinu: Disarma-
ment, Who’s against? (hver er á
móti afvopnun?), má finna setning-
ar eins og þessar:
„Baráttan fyrirfriði og afvopnun er
grunnurinn að utanríkisstefnu
Kommúnistaflokksins og ríkis-
stjómar Sovétríkjanna“. (bls. 5)
„Sovétríkin mœttu skiptingu
heimsins í tvœr andstœðar hernað-
arfylkingar með stefnu, sem sam-
einar öll öfl er berjastfyrirfriði og
öryggiþjóðanna“. (bls. 52).
Áreiðanlega birtir Kommúnista-
flokkur Póllands ámóta auglýsingar
í sínum blöðum og Sjálfstæðisflokk-
urinn birtir í Morgunblaðinu - nema
Kommúnistaflokkur Póllands setur
Varsjárbandalagið í stað Atlants-
hafsbandalagsins.
ast
Islendingar voru í hópi stoftiþjóða
Atlantshafsbandalagsins fyrir réttum 35
árum. Þar með gerðumst við þátttakendur
í virkustu og mestu friðarhreyfingu okkar
tíma.
Bandalagsríkin munu ekki beita vopnum
nema á þau sé ráðist. Sameiginlega hafa
þau mótað tíilögur um gagnkvæma
afvopnun á öllum sviðum vígbúnaðar.
Varðstaðaumfrið með frelsierjafnbiýn
nú og fyrir 35 árum.
5REÐUR
MEÐIKEISI
-35 ÁR-
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
„Auðveldasta málið er
að koma þessu fé í 1 óg“
— segir Guðfinnur Einarsson í Bolungarvík, sem vann 1,5 millj. í DAS
Bolungarvík, 4. apríl.
GUÐFINNIJR Einarsson, forstjóri
útgcrðar- og fiskvinnslufyrirtækis-
ins Einar Guöfinnsson hf. hér í Bol-
ungarvík, vann hæsta vinning —
eina og hálfa milljón króna — í
happdrætti DAS í gær. „Ég er aö
sjálfsögöu í Ijómandi skapi," sagöi
Guðfinnur, þegar fréttaritari Mbl.
ræddi viö hann og konu hans,
Maríu Haraldsdóttur, á skrifstofu
Guðfinns í dag.
„Við gerum okkur að sjálfsögðu
grein fyrir því, að auðveldasta
málið er að koma þessu fé í lóg,“
sagði Guðfinnur þegar hann var
spurður hvað hann ætlaði að gera
við peningana. „Annars finnst
mér ég ekki hafa haft neinn tíma
til að gera mér grein fyrir því
hvað verður. Þetta er auðvitað
happ okkar hjónanna beggja.
Ætli manni sé ekki efst í huga að
geyma þetta fé til fullorðinsár-
anna. Við hjónin erum orðin tvö
eftir heima en tvö yngri börnin
okkar eru við langskólanám."
Guðfinnur sagðist halda sínu
striki þótt lánið hefði leikið svo
við hann. „Ég ætla ekki að gera
mér neinn dagamun af þessu til-
efni. Við hjónin höfum verið og
verðum áfram j okkar vinnu, ég
hér á skrifstofunni og María við
afgreiðslustörf í versluninni,"
sagði hann.
Lukkan
Morgunblaðið segir frá því á
baksíðu í gær að maður í Bolung-
arvík hafi hreppt stóra vinninginn í
happdrættinu, eina og hálfa miljón
króna. Fyrir hinn almenna launa-
mann væri slíkur vinningur veru-
leg uppbót á kjaraskerðingar
stjómartímabilsins, en varla er því
að heilsa í jafn ríkum mæli hjá hin-
um heppna í Bolungarvík. Maður-
inn er nefnilega forstjóri útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtækisins á staðn-
um, sonur Einars Guðfinnssonar
„eiganda plássins“. Það er ekki
einleikið þetta með happadráttinn
og lánið.
Oft velta menn fyrir sér hversu
oft hinir ríku fá happadrætti í lott-
eríinu - og sumir halda að gerist
með dulrænum hætti. Aðrir telja
að slfkt eigi sér þá náttúrlega skýr-
ingu að hinir ríku eigi möguleika á
að kaupa sér fleiri happdrættis-
miða - og þarmeð auknar vinn-
ingslíkur.
-óg