Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Óttarr Magni Jóhannsson formaður samninganefndar Sóknar
Vakning ungs
fólks í Sókn
Unga fólkið albúið í harðari slag 1. september
- Það varð viss vakning í Sókn
sérstakiega meðal ungs fólks og
ASÍ/VSÍ samkomulagið var fellt,
segir Ótttarr Magni formaður
samninganefndar Sóknar í eftirfar-
andi spjalli við Þjóðviljann um
samninga Sóknar og nýafstaðna
baráttu:
- Á ASÍ/VSÍ samningnum hafa
verið gerðar umtalsverðar betr-
umbætur frá því hann var felldur á
450 manna fundi hjá Sókn 13.
mars. Unglingataxtinn er kominn
út, sex mánaða byrjunartaxtinn
sömuleiðis auk þess sem þeir sem
unnið hafa í 15 ár fá 4% launa-
að tillögu Aðalheiðar Bjarnfreðs-
dóttur formanns félagsins. Samn-
ingarnir voru felldir með 246 at-
kvæðum gegn 176, þannig að vilji
félagsins var afgerandi. Það varð
viss vakning í félaginu meðal ungs
fólks aðallega sem varð til að samn-
ingarnir voru felldir auk þess sem
fólk undi ekki við ýmsar skerðingar
í samkomulaginu sem nú eru úr
sögunni.
- í því sambandi er vert að hafa í
huga að forystumenn verkalýðsfél-
aganna eru alltaf öðru hvoru að
kvarta undan því að ekki sé nóg
virkni í verkalýðshreyfingunni, að
Samninganefnd Sóknar á dögunum.
hækkun með launaflokkahækkun.
Samningarnir eru afturvirkir frá
21. febrúar en það er sami tími og
samkomulagið hjá ASÍ/VSÍ segir
til um. Við fengum sérkjarasamn-
inginn í heild sinni viðurkenndan.
- Rétt er að vekja athygli á að
launhækkanirnar koma til útborg-
unar 13. apríl, þ.e. fyrir tímabilið
frá 21. feb. til 1. apríl.
- Barnaheimilismálið stendur nú
þannig að stjórnarnefnd ríkisspít-
alanna hefur fjallað um málið og
beint því til starfsmannaráðs ríkis-
spítalanna. Staðreyndin er sú að
hjúkrunarfræðingar hafa sérstak-
lega beitt sér gegn því að börn
Sóknarfólks fái þessi sjálfsögðu
mannréttindi. í málinu liggur fyrir
viljayfirlýsing frá heilbrigðisráð-
herra og ég vænti þess að málið sé
komið á góðan rekspöl. Framhald-
ið veltur m.a. á þrýstingi frá Sókn,
sem áreiðanlega kemur ekki til
með að standa á.
- Samkvæmt Vinnuverndarlög-
gjöfinni eru ákvæði um 10 tíma
hvíld, en ASÍ og VSÍ virðast hafa
gert með sér samkomulag um hei-
mild til að stytta þetta niður í 8
tíma. Nú er það svo að Sókn átti
engan þátt í þessu tiltekna
samkomulagi um styttingu hvfld-
artímans og félagsmenn hafa ekk-
ert verið spurðir álits á því, enda
get ég ekki séð að hægt sé að breyta
Vinnuverndarlöggjöfinni þannig.
Hins vegar hefur Sóknarfólk feng-
ið þetta samkomulag yfir sig. Þetta
mál fer nú í samstarfsnefnd, þrig-
gja manna frá hvorum aðilja og svo
er um fleiri ágreiningsefni sem upp
koma á milli okkar og ríkisvald-
sins.
- Þessi samninganefnd var kosin
á 450 manna félagsfundi 14. mars
alltaf vanti ungt fólk til starfa og
svo framvegis. Hins vegar bregður
svo við þegar hreyfing gerir vart við
sig í verkalýðshreyfingunni eins og
vera ber og ungt fólk leitar réttar
síns í gegnum félögin þá rísa for-
ystumennirnir upp og finna fólkinu
allt til foráttu. Lýsa því jafnvel yfir
að það sé til trafala og truflunar.
Þetta er undarleg þversögn hjá for-
ystumönnum - eða ef til vill ekki
annað en hræðsla?
- Þessi fimm manna samninga-
nefnd kom strax saman og mótaði
drög að kröfugerð. Síðan var farið
á vinnustaðafundi á öllum fjöl-
mennustu vinnustöðum starfsvæð-
isins. Á þeim fundum valdi fólkið
sína fulltrúa í baknefnd en fram að
því hafði baknefnd í samningum
eingöngu verið valin á félagsfundi
og hún síðan kosið samninganefnd
úr sínum röðum.
- Á félagsfundi 26. mars var
kröfugerðin svo kynnt og bak-
nefndin fyllt. Það sérstæða gerðist
á þessum fundi sem átti að fjalla
um kröfugerðina að formaður fé-
lagsins las up tilboð frá viðsemj-
endum okkar, en samninganefndin
hafði ekki fengið það tilboð til um-
fjöllunar. Við furðuðum okkur á
því að samningstilboðið bærist ekki
til þess kjörinnar samninganefndar
félagsins. í ljós kom á þeim fundi
svo sem fólki bauð í grun áður, að
nokkrir úr forystu félagsins og fleiri
voru langt í frá sáttir við, að ASÍ/
VSÍ samkomulagið hafði verið fellt
og í öðru lagi við skipan samninga-
nefndarinnar. Formaður félagsins
sem sjálf gerði tillögu um þessa
samninganefnd, hnýtti duglega í
nefndina og efndi til veislu í síðdeg-
isblaðinu þar sem afskaplega lítið
fór fyrir „samstöðu og einingu“ fél-
agsins á ntikilsverðum tímapunkti.
Daginn eftir þennan fund fer
samninganefnd Sóknar fram á fund
með fulltrúum frá ríki og borg, þar
sem fjallað er um kröfugerðina og
tilboð viðsemjendanna. Um þetta
leyti hafði Dagsbrún náð samning-
um og árangur baráttunar í Dagsb-
rún, Sókn og fleiri félögum sem
felldu þennan samning voru nýir
samningar sem síðan voru afhentir
öllum ASÍ félögum að miklu leyti.
Leiðréttingarnar á verstu atriðum
ASÍ/VSÍ samkomulagsins voru
Óttarr Magni Jóhannsson: Fyrir
þann tíma verður að hressa
uppá samstöðuna í verkalýðs-
hreyfingunni.
orðnar að veruleika. Á því stigi var
því naumast um annað en fram-
kvæmdaatriði að ræða, að ganga
frá samkomulaginu með til-
heyrandi betrumbótum. Bak-
nefndin starfaði allan tímann með
samninganefndinni og þar ríkti
baráttuandi og góð samstaða.
Þannig að fulltrúar flestra vinnust-
aða voru með í þessari samninga-
gerð.
Við mæltum með því á þriðju-
dagskvöldið að samningarnir yrðu
samþykktir á trausti þess að verka-
lýðshreyfingin færi af stað 1. sept-
ember og næði aftur eitthvað af
hinum óheyrilegu kjaraskerðing-
um sem hvergi hafa verið bættar að
marki. Á þeirri forsendu var hægt
að mæla með þessu samkomulagi.
- Utúr öllu hefur komið marg-
háttuð reynsla. Mér finns alveg ör-
uggt að það unga fólk sem bar uppi
andófið gegn ASÍ/VSÍ-
samkomulaginu í verkalýðsfélögu-
num, sé albúið í harðari slag í
haust: það voru margir sem stóðust
prófið í þessum nýafstöðnu
átökum - og fleiri munu standast
það í haust. En fyrir þann tíma þarf
að hressa uppá samstöðuna í
verkalýðshreyfingunni sagði Ótt-
arr Magni Jóhannsson formaður
Samninganefndar Sóknar að lok-
um.
-óg
sRmymHM
SÖLUBOÐ
SYKUR
2KG
Juvel
HVEITI
2KG
LENI
SALERNIS
PAPPIR
SMJÖRLÍKI
•111«
KARTOFLU
SKRÚFUR
PASKAEGG
Ttwna NO. 8
...vöruverð í lágmarki