Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 11
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
íþróttir
VíðirSigurðsson
KR-ingar bikarmeistarar í körfuknattleik karla:
Stungu Valsmenn af
á lokamínútunum!
KR-ingar urðu í gærkvöldi bik-
armeistarar í meistaraflokki karla
er þeir sigruðu Val 94:79, í úrslita-
leik mótsins sem fram fór í Laugar-
dalshöll í gærkvöldi. KR var vel að
þessum sigri komið, þeir höfðu for-
ustu í hálfleik 46:42, og leiddu allan
síðari hálfleikinn utan einu sinni er
Valur náði eins stigs forustu.
f upphafi leiksins var strax ljóst
að í spennandi viðureign stefndi og
skiptust liðiná að hafa tveggja til
fimm stiga forustu, en undir lok
hálfleiksins tókst KR að ná fjög-
urra stiga forustu sem þeir héldu til
leikshlés, 46:42.
Furðu auðvelt
Ungverjar unnu furðu auðveidan
sigur á Tyrkjum í Istanbúl í fyrrakvöld
þegar þjóðirnar mættust þar í vináttu-
leik í knattspyrnu. Lokatölur urðu 6:0,
Ungverjum í hag. Mcszaros 2, Ester-
hazy 2, Kardos og Bodonyi skoruðu
mörkin. Þá urðu ekki síður óvænt úrslit
í Dublin á írlandi þar sem ísraelar
gjörsigruðu íra, 3:0.
Strax í upphafi síðari hálfleiks
jók KR forustuna, og komust átta
stig yfir á 5. mínútu, en síðan dró
saman með liðunum á ný og um
miðjan síðari hálfleik náði Valur
eins stigs forustu og var það í eina
skiptið sem þeir leiddu leikinn í
síðari hálfleik. Seinni hluta síðari
hálfleiks juku KRingar forustuna
jafnt og þétt, og höfðu náð níu stiga
forustu 4. mínútum fyrir leikslok,
og eftir það var sigri þeirra ekki
ógnað.
Lokamínútur leiksins voru sér-
staklega vel spilaðar af hálfu KR,
en á sama tíma var sem allur þrótt-
ur væri úr Valsmönnum, og mót-
spyrna minni en margur hafði hald-
ið. Það er staðreynd sem ekki verð-
ur um deilt, að KR kann liða besta
að halda fengnum hlut, á örlagarík-
um lokamínútum í leikjum sem
þessum. Á meðan Jóns Sigurðs-
sonar nýtur við, verður boltinn
ekki af þeim tekinn á auðveldan
hátt, og oft snilld að sjá hvernig KR
nýtir tímann til hins ýtrasta í sókn-
um sinum.
Ovæntur sigur ungra
Haukastúlkna á ÍS
Haukar urðu í gærkvöldi bikar-
meistarar í meistaraflokki kvenna
er þær sigruðu nýbakaða íslands-
meistara IS 69:57, í úrslitaleik mót-
sins sem fram fór í Laugardalshöll í
gærkvöldi.
Hauka stelpurnar voru vel að
þessum óvænta sigri komnar, þær
leiddu allan leikinn, og sigruðu
69:57, eftir að hafa leitt í hálfleik
35:28.
Stigahæstar í liði Hauka voru
Sóley Indriðadóttir sem skoraði 32
stig og Svanhildur Guðlaugsdóttir
sem skoraði 16. Fyrir ÍS skoraði
Kolbrún Leifsdóttir 20 stig, Hanna
Birgisdóttir og Ragnhildur
Steinbach 10 stig hvor.
- HG
Atlaskórnir komnir
Knattspyrnuskór af Puma-gerð
með nafni Atla Kðvaldssonar eru
komnir á markað hérlendis. Eins
og greint var frá fyrr í vetur, gerði
Atli auglýsingasamning við Puma-
fyrirtækið og knattspyrnuskór, æf-
ingagallar, æfingaskór og trimms-
kór sem það framleiðir munu bera
nafn Atla.
Það er Sportvöruverslun Ingólfs
Óskarssonar sem er umboðsaðili
fyrir Puma hér á landi. Ingólfur
kvaðst í gær vera kominn sjálfur
Fréttir frá ísrael:
Góð frammistaða Le
Zion gegn Barcelona
Frá Shai Saul fréttamanni Þjóðviljans í ísrael:
Maccabi Rishon Le Zion, handknattleiksliðið scm komst í undanúr-
slit Evrópukeppni bikarhafa á kostnað KR-inga fyrr í vetur, stóð sig vel
gcgn hinu öfluga spænska félagi Barcelona hér á heimavelli. Mikil
stemmning var fyrir leiknum, enda í fyrsta skipti sem ísraelskt lið nær
þetta langt í Evrópukeppni. Maccabi sóð fyllilega í Wunderlich hinum
þýska og öllum hinum stjörnunum í fyrri hálfleik en staðan í hléi var
12-11, Barcclona í hag. I síðari hálfleik dró í sundur með liðunum og
Spánverjarnir, sem hafa innanborðs alls níu landsliðsmcnn frá V.-
Þýskalandi, Júgóslavíu og Spáni. sigruöu örugglega, 26-18.
Maccabi Rishon Le Zion er um þcssar mundir næst sterkasta liðið í
ísrael og er í öðru sæti 1 dcildar. þremur stigum á eftir efsta liðinu. Ég
ræddi við leikmenn liðsins cftir að þeir komu frá íslandi og þeir sögðust
vissir um að léleg frammistaða Maccabi Tel Aviv gegn FH fyrr um
veturinn hefði hjálpað þeim: KR-ingar hetðu vanmetið þá fyrir vikið.
Landslið ísraels náði öðru sæfi í C-kcppninni sem haldin var á Ítalíu
fyrir skömmu, þrátt fyrir slaka leiki og að nokkrir af sterkustu leik-
mönnum okkar voru ekki með. Israel verður því með í B-kcppninni í
Noregi næsta vetur og gæti því hæglega lent þar á moti íslenska lands-
liðinu.
Lið KR lék mjög vel í gærkvöldi
og áttu allir leikmenn liðsins góðan
dag, en þó bar mest á þeim Garð-
ari, Páli og Jóni. Garðar lék mjög
vel bæði í sókn og vörn, og var
skotanýting hans með besta móti.
Páll lék einig mjög vel, en þurfti þó
að yfirgefa völlinn með fimm villur
þegar 4 mínútur voru til leiksloka.
Jón Sigurðsson er maðurinn á bak
við velgengni KR-liðsins í vetur og
má þá einu skipta hvort hann er
innan vallar eða utan.
Valur hefur oft leikið betur en í
gærkvöldi og þá sérstaklega ef
tekið er tillit til lokamínútnanna.
Þá var engu líkara en alger uppgjöf
kærni í liðið, og KR stakk af á allt of
ódýran hátt. Jón Steingrímsson lék
mjög vel í gærkvöldi bæði í sókn og
vörn og einnig átti Torfi ágætan
leik og þá aðallega í vörn.
Valur hefur því orðið að skila
aftur bæði Bikarmeistara og ís-
landsmeistaratitlunum, nokkuð
sem margir reiknuðu ekki með í
upphafi móts, með jafn sterkt lið
og þeir hafa á að skipa.
Dómarar leiksins voru þeir
Gunnar Valgeirsson og Davíð
Sveinsson og komust þeir vel frá
sínu hlutverki.
Stig KR: Garöar 26, Jón Sig. 19, Páll
16, Guðni 15, Ágúst 10, Kristján og Birgir
4 stig hvor.
Stig Vals: Jón Steingrímsson 19, Torfi
15, Tómas 12, Leifur 11, Kristján og Jó-
hannes 10 stig hvor, Valdimar 2. - HG
með knattspyrnuskóna í sölu og
verið væri að dreifa þeim um
landið. Hinar vörurnar, gallarnir,
æfinga- og trimmskórnir, munu
koma síðar. Skórnir eru merktir
Atli/Goal og sagði Ingólfur mót-
tökurnar vera mjög góðar, mun
betri svona í byrjun en hann átti
von á. Þetta er í fyrsta skipti sem
nafn íslensks íþróttamanns er not-
að til að auglýsa íþróttavörur á
þennan hátt.
- VS
Þor-
grímur
með Val
Þorgrímur Þráinsson, mið-
vörðurinn öflugi, leikur áfram
með 1. deildarliði Vals í knatt-
spyrnu. Líkur voru á að hann
yrði í Frakklandi í sumar en
Toggi mun vera þegar mættur
uppá klakann eftir dvölina í
Frans og fagna því eflaust allir
Valsarar.
- VS
Tryggir FH sér tit-
ilinn um helgina?
TryggirFHséríslandsmeistarat- um að ógna FH og þeir hafa verið 25:24 og 30:29 í hörkuspennandi
itilinn í handknattleik karla um glettilega nálægt því að sigra leikjum. Enn getur því allt gerst,
helgina? Sá möguleiki er vissulcga Hafnfirðingana í tveimur fyrstu þótt meistaratitillinn blasi við FH-
fyrir hendi, og reyndar er hann tal- umferðunum, töpuðu fyrir þeim ingum. - VS
svert mikill. Fái Hafnarfjarðarlið-
ið 5 stig útúr leikjunum þremur í
s^sí“ta„„vikS: Handarmeiðsli angra
þrátt fvrir að þá verði enn einni
“trs1 — Sigurð Einarsson enn
eyndar að FH hefur unnið alla 201. O VA1AA-
'Z 'LSUTa ™ B' WövHjans .1
pappírunum. FH mætir Víkingi í l^Íunum-
kvöld kl. 21.15 og sigri FH í þeim Spjótkastarinn efnilegi úr Ármanni, Sigurður Einarsson, hefur orð-
leik munar átta stigum á liðunum ið að hætta við að taka þátt i Texax Relays frjálsíþróttamótinu sem
þegar hvort á fimm leikjum ólokið. fram fer í Austin í Texas í dag ogá morgun. Sigurður sagði í samtali við
Á undan, kl. 20, mætast hin tvö Þjóðviljann að gömlu handarmeiðslin sem héldu honum frá keppni í
liðin. Valur og Stjarnan. tvö ár séu enn að angra hann. Höndin bólgni við árcynslu og því geti
Staðan þegar úrslitakeppnin er hann ekki keppt þessa helgina. Sigurður stefnir hins vegar á að vera
hálfnuð er þannig: " með á móti í Dallas um aðra helgi.
fh ........6 6 0 0 168:142 12 Ráðgert er að sjö íslcndingar verði með á mótinu í Austin, Einar
uí!"gur....“S2 5 Vilhjálmsson, Vésteinn Hafsteinsson, Þráinn Hafsteinsson, Oddur Sig-
Stjarn^:::::::::::;:::::: 6 1 O 5 128:153 2 urðsson, Oskar Jakobsson, Þórdís Gísladóttir og íris Orönfeldt. Þó
taldi Oskar ekki öruggt að hann yrði með þar sem hann á við mciðsli að
Það eru því einungis Víkingar stríða sem stcndur.
sem geta gert sér einhverjar vonir