Þjóðviljinn - 06.04.1984, Page 8

Þjóðviljinn - 06.04.1984, Page 8
8 SÍÐA — ÞJQÐVILJINN Föstudagur 6. aprfl 1984 Frumsýning hjá Leikfélagi Akureyrar á sunnudag: Kardimommubærinn Kardemommubærinn, hið sívinsœla barnaleikrit eftir Thorbjörn Egner, verðurfrumsýndur hjá Leikfélagi A kureyrar nœstkomandi sunnudag kl. 15. Þessi lífsglaði, fyndni ogfriðelskandi leikurmeð söngvum er perla, sem allar kynslóðir œttu aðfá að kynnast. Sýningin áKarde- mommubœnum hjá LeikfélagiAkureyrar er fjólmenn og mikið í hana lagt. 1 sýningunni leika28 manns, þar af nokkur börn og hljóðfæraleikarar leika undir. Leikstjóri Karde- mommubœjarins á Akur- eyri er TheódórJú- líusson, leikmynda- hönnuður Þráinn Karls- son, búningahönnuðir Freygerður Magnúsdótt- irogAnna Torfadóttir, Ijósahönnuður Viðar Garðarsson og hljóm- sveitarstjóri Roar Kvam. Kristján frá Djúpalœk og Hulda Valtýsdóttirþýddu leikinn. I hlutverkum rœningj- anna þriggja eru þeir Þrá- inn Karlsso, Bjarni Ing- varsson og Gestur E. Jónasson. Soffíufrœnku leikur Sunna Borg, Bast- ín bœjarfógeta: Björn Karlsson, Tobíasgamla: Marinó Þorsteinsson, frú Bastían: Signý Pálsdóttirl Þórey A ðalsteinsdóttir, Sörensen rakara: Gunnar Rafn Guðmundsson. Sy- versen sporvagnsstjóra: Guðlaug María Bjarna- dóttir, pylsugerðarmann- inn: Leifur Guðmunds- son, bakarinn: Jósteinn Aðalsteinsson, Kamillu litlu: Halla Jónsdóttir og Tomma: Haukur Steinbergsson. Boðskapurinn vinátta Spjallað við Theodór Júlíusson leikstjóra Nú eru ellefu ár síðan Leikfélag Akureyrar setti Kardemommubæ- inn síðast á svið. Komin er ný kyn- slóð barna sem fær nú tækifæri til að sjá þennan lífsglaða leik og full- orðnir munu vafalaust njóta þess að gleðjast með börnum sínum að uppátækjum fólksins í Kardemom- mubæ. f formála að Kardemommubæn- um sagði höfundurinn Thorbjörn Egner m.a.: „Leikritið á að leika með einlægri gleði og ekki má skopstæla persónur eða dýr. Segja má að boðskapur Ieikritsins sé, að með einlægri vináttu megi breyta öllu til betri vegar og meira að segja ræningjar geti orðið heiðar- legt fólk. Enginn er bara hetja og enginn er bara óþokki. Allir verða að fá að vera svolítið öðruvísi en hinir. Umburðarlyndi í einföldustu mynd.“ Theodór Júlíusson er leikstjóri að Kardemommubænum. Theo- dór hefur starfað sem fastráðinn leikari við Leikfélag Akureyrar síðan 1978 og leikið þar síðan fjöl- mörg hlutverk. Meðfram leiknum hefur hann leikstýrt áhugaleikfé- lögum á Norðurlandi og hann var aðstoðarleikstjóri Þórhildar Þor- leifsdóttur við söngleikinn My Fair Lady, sem L.A. sýndi í mestallan vetur. Theodór kveðst hafa notið góðs af þeirri reynslu við sviðsetn- ingu Kardemommubæjarins. Hver er boðskapur Kardemom- mubæjarins, Theodór? Vinátta fyrst og fremst. Egner sýnir fram á að allir vilja vera góðir og með vináttu má breyta öllu til Theodór: Horfum björtum augum til framtíöarinnar. betri vegar, þannig að meira að segja ræningjar geta orðið heiðar- legt fólk. Hvers vegna ætli Kardemommu- bærinn sé svona sívinsæll, Theo- dór? Ætli það sé ekki góðviljinn í verkinu, sem hrífur hjörtu áhorf- enda. Tónlist Egners við leikinn er skemmtileg. Það er söngur, dans og gleði í leiknum. Mikil fjöl- breytni, fjöldi leikara, fyndni og spenna hjálpar líka til. Uppbygg- ingin er hnitmiðuð. Það er stígandi í verkinu, sem nær hápunkti í lok- asenunni, þar sem ræningjarnir sýna mikla hetjudáð, þegar kvikn- ar í turni Tóbíasar og uppskera þakkir og fögnuð íbúa Karde- mommubæjar jafnt sem áhorfenda að launum. Nú varst þú kjörinn formaður Leikfélags Akureyrar á aðalfundi félagsins um daginn. Stendur L.A. á tímamótum? Já, vissulega. Þetta er tíunda leikár L.A. sem atvinnuleikhúss. Það hefur aldrei áður gerst að Leikfélag Akureyrar hafi vakið at- hygli og aðsókn út um allt land í jafn ríkum mæli og þennan vetur. Það sannaðist að áræðni í verk- efnavali gaf góða raun. Annars er hópur fastráðinna við leikhúsið enn í lágmarki og draumur okkar er að hafa fjárhagslegt bolmagn til að stækka þann hóp. Við höfum reyndar borið gæfu til að fá úrvals listafólk til starfa í skemmri tíma undanfarið, en það er óörugg staða. í ljósi reynslunnar undanfar- ið hljótum við þó að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Kasper: Kæra ungrú Soffía... þaö er eitt, sem ég hef hugsað . mikið um...sérstaklega í dag. Gætuö þér...gætuð þér hugsaö yður... Soffía: Já, þaö get ég vel. Kasper: Ég á við....ég á viö, hvort þér getið hugsað yður að verða slökkviliðsstjórafrú? Soffía: Jú, ég held mér mundi falla það vel. Kasper: Eruð þér alveg vissar um það, ungfrú Soffía? Jesper: Kasper er svei mér þá hugrakkur maður. Soffía: Ég er alveg viss um það, herra Kasper. Og ég held að Kamillu litlu þætti ákaflega vænt um að fá slökkviliðsstjóra fyrir fóstra, Það er ekki nóg með að Bastían bæjarfógeti sé ánægður með bæinn sinn, þegnarnir eru líka alsælir með að iifa í Kardemommubæ. Engum dytti í hug að leita gæfunnar á öðrum og betri stað. Hér í Kardemommubæ okkar líf er yndislegt og allir dagar líða hjá t djúpri ró og spekt. Bakarinn hnoðar kökur og skóarinn smíðar skó. Ja, skyldi maður ekki hafa nóg? Og borgin okkar best er gjörð af borgum öllum hér á jörð. Og bæjarfógetinn Bastían er betri en nokkur lýsa kann. Og trommur við og trompet höfum taki þig að langa í dans, og hijómleikar á hverjum degi haldnir eftir vilja manns. Lifi borg vor, best hún er. Hér búum við uns æfin þver!____________________ í gömlu húsi, úti á eyðilegri sléttu fyrir utan Kardemommubæ, búa ræningj- arnir þrír. Það er svolítið erf itt stundum að vera ræningi. Þá fær maður ekki að taka þátt í almennum fagnaði og ef menn eru latir, fer allt í óreglu. Stundum er engan mat að fá og ruslið hrannast upp. Þá fær Kasper sömu hugmynd og kynslóðir karlmanna hafa fengið á undan honum: Að fá kvenmann I húsverk- in. En þar sem hætt er við, að enginn vilji koma til þeirra af frjálsum vilja, er eina ráðið að ræna henni. Við læðumst hægt og hljótt á tám í hvert sinn er við rænum. í kvenpersónu nú skal ná því nóg er starf í bænum. Og hafa skal hún fæði fínt og finna allt sem nú er týnt. Já allir að læra að meta það man ætla Kasper og Jesper og Jónatan. Lífið í Kardemommmubæ er einfalt og friðsælt eins og söngur bæjarfóget- ans ber með sér. Ég er bæjarfógetinn Bastían Og því í Kardemommuborg ég bjó og blíður á manninn er, hin bestu lög í raun. því þannig finnst mér sjálfsagt að maður sé. Og í þessa lögbók okkar letrað var: Ég geng hér um og gæti þess Engum sæmir aðra að svíkja, að gangi allt í vil. allan sóma stunda ber. Að lifa í friði langar jú alla til. Annars geta menn bara lifað og leikið sér.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.