Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. aprfl 1984 Vorgleði í Gerðubergi JC Breiðholt stóð fyrir mikilli menningarvöku í Gerðubergi um síðustu helgi en þar komu fram á milli 4 og 500 listamenn og hundruð borgarbúa mættu og til Ieiks. Dagskráin var fjölbreytt bæði laugardag og sunnudag auk þess sem alla þessa viku stendur yfir málverkasýning í húsinu. Þessa mynd tók Atli á laugardegin- um þegar gestir voru að koma sér fyrir framan við sviðið. Fræg disco-söngkona heimsækir ísland Um þessar mundir er stödd hér á: landi bandaríska söngkonan Shar- on Redd og heldur hún söng- skemmtanir í veitingahúsinu Hollywood. ísland er fyrsti við- komustaður hennar í hljómleika- ferðalagi um Evrópu. Sharon Redd er disco-söngkona sem flytur mest frumsamið efni og| hefur vegur hennar í Evrópu farið I ört vaxandi að undanförnu, m.a.1 hefur hún átt lög á vinsældalistumj ýmissa landa. Sharon Redd syngur í Holly- wood á hverju kvöldi fram til! sunnudagskvölds og hefst j skemmtunin kl. 23 stundvíslega. Áj fimmtudag og sunnudag verður aldurstakmark 18 ár en á föstudag og laugardag 20 ár að venju. Aldarafmæli Alliance Francaise í tilefni aldarafmælis Alliance Francaise heldur félagið árshátíð sína á Hótel Sögu, Átthagasal í kvöld,föstudagog hefst hún kl. 18. Gestur félagsins er söngkonan Annie Jeanne og flytur hún þekkt- ustu lög allra helstu söngvara Fra- kklands á þessari öld, svo sem Edith Piaf, Gilbert Becaud, Char- les Aznavour, og Guy Beart. Auglýsing um löggildingu á vogum j Að gefnu tilefni skal vakin athygli á því að óheimilt er að nota vogir við verslun og önnur viðskipti án þess að þær hafi hlotið löggildingu frá löggildingarstofunni. Sama gildir um fiskverkun og iðnað þar sem vogir eru notaðar í þessum tilgangi. Löggildingarstofa ríkisins, mars 1984. LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ bprungu- b, ^ Upplýsingar í símum ^ (91) 66709 & 24579 Tökum að okkur að þétta sprungur i steinvegjum, lögum alkaliskemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bárujárnsþök. þétting Höfum háþröud amerísk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verðtilboð yður aö kostnadarlausu án skuldbindinga af yðar hátfu. Pípulagningar Tek aö mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. pa Auglýsing um rg íbúðir í verka- mannabústöðum Stjórn verkamannabústaða í Hveragerði auglýsir hér með til sölu íbúðir að Heiðmörk 10-16, Hveragerði, sem eru 4ra herbergja 80m2 að stærð. Seldar samkvæmt ákvæðum laga um sölu íbúða í verkamanna- bústöðum. Rétt til kaupa á íbúð í verka- mannabústöðum hafa þeir sem uppfylla eftir- talin skilyrði: a. Eiga lögheimili í sveitarfélaginu. b. Eiga ekki íbúð fyrir, eða samsvarandi eign í öðru formi. c. Hafa haft í meðaltekjur þrjú sl. ár eigi hærri fjárhæð en sem svarar kr. 219.300 fyrir einhleyping eða hjón, og kr. 19.400 fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Umsóknum um kaup á íbúðum skal skila eigi síðar en 1. maí nk. á skrifstofu hreppsins Hverahlíð 24, á sérstökum eyðublöðum er þar liggja frammi. Gunnar Davíðsson formaður stjórnar verka- mannabústaða og sveitarstjóri veita frekari upplýsingar ef óskað er. Stjórn Verkamannabústaða, í Hveragerði. Helgar- sportið Handbolti Þriðja úrsiitaumferð 1. deildar karla fer fram í Laugardalshöllinni (sjá nánar á síðunni til hliðar). f kvöld leika Valur-Stjarnan kl. 20 og Víkingur-FH kl. 21.15. Á morgun mætast FH-Valur kl. 14 og Stjarnan-Víkingur kl. 15.15 og á sunnudagskvöldið leika FH- Stjarnan kl. 20 og Víkingur-Valur kl. 21.15. Þriðja umferð fallkeppninnarí 1. deild verður leikin í Seljaskóla í Reykjavík. Byrjað verður kl. 20 í kvöld, 14 á morgun og 14 á sunnu- dag. Þá fer þriðja umferð efri hluta 2. deildar fram í Digranesi í Kópa- vogi. t>arerleikið20íkvöld, 14.15 á morgun og kl. 14 á sunnudag. Knattspyrna Leðurtuðran númer 5 byrjar að rúlla á morgun, laugardag, á gamla góða Melavellinum. Reykjavíkur- mótið hefst þá kl. 14 með leik Vík- ings og Þróttar. Kl. 14 á sunnudag mætast KR og Valur og kl. 18.30 á mánudagskvöldíð leika Ármann og Fram. íþróttir fatlaðra íslandsmeistaramót fatlaðra verður sett í Sundhöll Reykjavíkur kl. 19 í kvöld og strax á eftir fer fram fyrri umferð sundkeppninnar. Keppni í boccia hefst kl. 20 f Álfta- mýrarskóla. Á morgun hefst keppni í Álftamýrarskóla kl. 9.30 og verður kepptíboccia fram eftirdegi. Kl. 17 verðurlyftingakeppninþarogkl. 18 hefst seinni hluti sundkeppninnar í Sundhöllinni. Loks, á sunnudag, veröur byrjað á boccia í Álftamýr- arskóla kl. 9.30 og borðtennis kl. 12.30 og einnig verður keppt í bog- fimi í Laugardalshöll. Blak Bikarúrslitaleikur karla fer fram í Hagaskóla kl. 14 á morgun. Þar mætast erkifjendurnir Þróttur og fS. Á eftir þeim leik berjast Fram og Víkingur um áframhaldandi sæti í 1. deild karla. Bikarúrslitaleikur kvenna verður einnig á morgun, kl. 17.10 í Digranesi og þar mætast Breiðablik og Völsungur. Fimleikar Unglingameistaramót í frjálsum æfingum verður haldið á sunnudag- inn í Laugardalshöll og hefst kl. 14. Mót þetta er nýtt á nálinni. Hlaup Hvammstangahlaup fer fram á Hvammstanga á morgun ,og hefst við Félagsheimilið kl. 14. Karlar hlaupa 8 km, konur, drengir og sveinar 3 km, piltar, telpur, strákar og stelpur 1,5 km. Skíði Lava-loppet, alþjóðlega skíða- gangan, fer fram í Bláfjöllum við Reykjavík. HLJSA SMIÐJAN HUSBYGGJENDUR - IÐNAÐARMENN RAFVIRKJAR Vönduð verkfæri og viðurkennd vörumerki einkenna Raftækjadeild hinnar nýju ogglæsilegu byggingavöru- verslunar Húsasmiðjunnar. Allar tegundir rafverkfæra á einum stað. Sérfróðir starfsmenn veita ráðgjöf um val á réttum búnaði fyrir hvert verk. Viðhald, viðgerðir, breytingar eða viðameiri verk, með rétt verkfæri við hendina verður vinnan leikur einn. Notið tækifærið og kynniðykkursamtímis hiðótrúlega ogvandaða vöruval í öðrum deildum Byggingavöruverslunar Húsasmiðjunnar. RAFVERKFÆRI Jafnt til eigin nota sem í atvinnuskyni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.