Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. aprfl 1984 Afríka: Stúlkubörn ofalin með valdbeitingu Einsog kunnugteraffréttum ríkir nú víöa hungursneyö í Afríku. En vandamálin sem þessi hrjáða heimsálfa á viö aö stríöa er ekki einskorðuð viö fæðuskortinn. Nýlegavar haldin ráðstefnaávegum Sameinuöu þjóöanna í Senegal, þar sem afrískar konur komu saman til þess að ræðavandamálsín. Eittþeirra vandamála sem tekin voru til umræöu var ofbeldi á stúlkum frá 9 til 11 ára aldri sem framkvæmd ermeð valdbeitingu. Þaövoru fulltrúar Mauritaníu sem hófu máls á þessu vandamáli, en þær fullyrtu að sá siður væri algengur meöal vissra ættflokka í Mauritaníu og Malí að stúlkubörn á þessum aldri væru beitt ofbeldi meö því aö troöa ofan í þau mat. Siður þessi á rætur sínar aö rekja til þess gildismats á konum, aö verðleika sína sæki þær fyrst og fremst í líkamsþyngdina, og aö feit og ofalin stúlkubörn séu stöðutákn fyrir foreldrana. Stella Graham, kvenréttinda- kona frá Senegal, segir frá því í nýjasta hefti sænska blaösins Ny Dag, að þar sem þessi siður við- gangist sé stúlkubörnum á þessum aldri haldið í einangrun og matvæl- um troðið ofan í þær með ofbeldi. Segir hún að þessi meðferð trufli eðlilegan þroska barnsins auk þess sem þetta sé hættulegt Jíkamlegri heilsu þessara kvenna sem oft þjá- ist af sykursýki og eldist fyrir aldur fram. Stella Graham segir í viðtalinu að ekki hafi verið kannað hversu algengt sé að þessari misþyrmingu sé beitt gegn afrískum stúlku- börnu, en ekki sé talið ólíklegt að siðurinn viðgangist í fleiri löndum en Mauritaníu og Malí. Segir hún einnig að siður þessi komi niður á öðrum börnum í viðkomandi fjöl- skyldum, þar sem fæðan sé frá þeim tekin til ofureldis á stúlku- börnunum. Stella Graham segir í viðtalinu að það gildi sama máli um þennan sið eins og umskurð á kynfærum stúlkubarna í Afríku (sjá grein í Marianella Garcia-Villas - heiðruö á dánardegi sínum. F riðarverðlaun fólksins afhent á dánardœgri Marianellu Garcia-Villas I síðasta mánuði fór fram í Osló afhending heiðursverðlauna sem hlotið hafa nafnið „Friðarverðlaun fólksins'*, en þaðeru verðlaun sem mannrétt- indasamtök og friðarhreyfingar á Norðurlöndum hafa stofnað sem eins konar hliðstæðu við „Friðarverðlaun Nobels", sem ráðstafað er af Norska Stórþinginu. Verðlaunahafinn í þetta skiptið var mannréttindakonan Marianella Garcia-Villas frá E1 Salvador, og voru verðlaunin afhent 14. mars, einu ári eftir að hún var myrt af böðlum stjórnarhersins í E1 Salvador. Marianella Garcia-Villas var sem kunnugt er formaður Mannréttinda- nefndar E1 Salvador og var hún jafnframt fimmti stjórnarmaður nefndar- innar sem myrtur var af stjórnvöldum í E1 Salvador. Verðlaunin, sem námu sem samsvarar 650.000 íslenskum krónum, voru afhent Mannréttindanefndinni. I fréttatilkynningu um afhendinguna segir að því miður nemi upphæð verðlaunanna aðeins broti af þeirri upphæð sem stjórn Bandaríkjanna hafi varið til þess að styðja morðingja Marianellu Garcia-Villas og 50.000 samlanda hennar, sem fallið hafi fyrir dauðasveitunum á undanförnum árum, en engu að síður sé hér um mikilvægan samstöðuvott að ræða um leið og verðlaunin séu vottur um virðingu fyrir framlagi Marianellu Garcia-Villas til mannréttindabaráttunnar í heiminum. Þjóðviljanum 24. nóvember sl.), þetta sé feimnismál sem ekki hafi verið tekið til almennrar umræðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eða annars staðar fyrr en á síðustu árum að heilbrigðisyfirvöld hafi farið að átta sig á að hér sé um heilsuspillandi siðvenjur að ræða. Stella Graham segir að um- skurður á kynfærum stúlkubarna hafi lengi viðgengist í sínu heima- landi, en það séu ekki nema 2 ár síðan hún komst að því að sá siður væri einnig útbreiddur að sauma fyrir kynfæri stúlknanna. Stella Graham segir það gamlan sið víða í Afríku, að konur hafi þótt fegurri þeim mun feitari sem þær voru. Einnig sé sú skoðun út- breidd, nteðal annarsí Mauritaníu, að á meðan virðing mannsins vaxi með skilningnum og viskunni, þá beri að meta verðleika konunnar eftir þyngd hennar. Þá sé þess einn- ig vænst að konurnar haldi sig sem mest innan veggja heimilisins, og því sé það talið æskilegt þegar kon- an verði hreyfihömluð af offitu, það verður eins konar trygging fyrir því að hún fari ekki á flandur. Á ráðstefnunni í Senegal var mynduð nefnd fulltrúa einstakra Afríkuríkja, og var fulltrúunum í nefndinni falið að mynda starfs- hópa í heimalöndum sínunr sem áttu að kanna útbreiðslu ofbeldis á stúlkubörnum. Fulltrúunum var jafnframt falið að koma ályktunum ráðstefnunnar um ofureldi, um- skurð, barnagiftingar og kukl við barnsfæðingar á framfæri við ríkis- stjórnir landa sinna. Kvenréttindabaráttan er vissu- lega alþjóðleg, en það er greinilegt að vandamálin eru misjöfn eftir heimshlutum og menningarsvæð- um. " ólg. Sjálfboðaliðar streyma til Nícaragúa Líkur á innrás Bandaríkjahers í Nicaragua hafa valdið því að fjölmargir íbúa landsins hafagengiö til liðs viö hersveitir byltingarstjórnarinnar til aö styrkja varnir landsins ef til innrásar kemur. Þetta hefur skapað skort á mannafla á baðmullar- og kaffiekrum og er talið að um þriðjungur uppskerunnar kunni aö glatast. Frá því í desember hafa því allstórir hópar erlendrasjálfboöaliöa streymt til Nicaragúa til að vinna við uppskeruna. Nú munu komnir unt 2500 sjálfboðaliðar til landsins, langflestir þeirra frá Bandaríkjunum. Nokkur hundruð eru einnig frá Vestur-Evrópu og í þeirra hópi eru fáeinir frænda okkar í Danmörku. Sjálfboðalið- arnir dvelja til tvær átta vikur í landinu, þeir borga fargjöld sín sjálfir en kostur og húsnæði er lagt til af stjórnvöldum í Nicaragua. Auk sjálfboðaliðanna eru um 600 Bandaríkjamenn í landinu sem vinna við annars konar störf fyrir byltingarstjórnina. Auk þess sem sjálfboðaliðarnir vinna Nicaragua mikið gagn með tínslu baðmullar og kaffibauna, þá er einnig talið mikilvægt af stjórnvöldum þar í landi að meðan Nicaragúa á í höggi við andstæðinga, sem dreifa fölskum upplýsingum í þeim tilgangi að réttlæta innrás Bandaríkjahers, þá skuli vera stöðugur straumur af fólki urn landið sem getur frá fyrstu hendi gefið réttar upplýsingar um hvernig ástandið raunverulega er. Einsog lesendur Þjóðviljans muna þá var ein af þeim ástæðum sem gefnar voru fyrir innrás Bandaríkja- hers í Grenada á dögunum sú, að þar voru unt 600 amerískir læknastúdentar, sem Bandaríkjastjórn kvað vera í hættu eftir morðið á Maurice Bishop, leiðtoga stjórnarinnar í Grenada. Til að koma í veg fyrir að Bandaríkjastjórn smíði úr dvöl hinna bandarísku sjálfboðaliða svipaða átyllu til að ráðast inn í Nicaragúa, þá halda hópar sjálfboðaliða vikulega mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í Managúa, höfuðborg landsins, þarsem brugðið er á loft spjöldum sem á er letrað: „Við þurfum ekki frelsun Bandaríkjahers". -ÖS. Stella Graham, kvenréttindakona frá Senegal, ferðast nú um Evrópu til þess að kynna vandamál afrískra kvenna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.