Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Vel heppnaðir fundir á Austurlandi Oánægja með stjómvöld Oánægja með kjör verkafólks og stefnu ríkisstjórnarinnar kom fram á fundum sem Alþýðubandalagið efndi til á Austurlandi í síðustu viku, og sendifólki bandalagsins var vel tekið í heimsóknum á vinnustaði. Af heimamálefnum sem rædd voru á almennum fundum bar hátt óánægju með hinn mikla kostnað sem Austfirðingar bera sökum hás verðs á raf- orku til húsahitunar og jafnframt gætti megnrar óþreyju yfír seinagangi stjórnarinnar varðandi byggingu kísilmálmverksmiðju í Reyðarfírði. Auk þess að halda almenna stjórnmálafundi mjög víða á Austurlandi heimsóttu ferðalangar Alþýðubandalagsins fjölda vinnustaða og í hinum stærri voru víða haldnir fjölmennir kaffistofufundir. Mál margra þátttak- enda var að þingmenn mættu oftar láta sjá sig meðal kjósenda sinna. „Fundirnir tókust í alla staði vel“, sagði Hjörleifur Guttormssson í stuttu spalli við Þjóðviljann „þátttakan á fundunum var góð miðað við það sem menn eiga að venjast um slíka fundi, og fjör í umræðum. Þá spillti ekki góðviðrið sem létti skapið, þó það kunni að hafa dregið ögn úr fundasókn." Vilborg Harðardóttir varaformaður Alþýðubandalagsins var með í för- inni og kvað greinilegt að „fólk er hundóánægt með núverandi stjórnvöld og sína stöðu, einkum það sem það bar úr býtum í samningunum á dögunum“ Alls sóttu hátt á þriðja hundrað manns fundina en með heimsóknum á vinnustaði er óhætt að segja að sendiboðar Alþýðubandalagsins hafi komist í snertingu við milli 500 og 1000 manns að sögn Hjörleifs. Auk Hjörleifs og Vilborgar var Helgi Seljan með í för, ásamt Margréti Frímannsdóttur, Svavari Gestssyni og fólki frá Æskulýðsfylkingunni sem rætt er við á öðrum stað í blaðinu í dag. Nánar verður sagt frá ferðalaginu síðar. -ÖS Athyglln hjá stelpunum í Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar leynlr sér ekkl meðan Svavar Gestsson svlptlr snar- lega ofan af kaunum þjóðarbúksins. Ljósm. Jón Ingi. SS-búðirnar stórlœkka álagningu á matvöru Auðvitað er þetta verðstríð segir verslunarstjórinn Jóhannes Jónsson „Auðvitað er hér um verðstríð verslananna að ræða. Tilkoma þús- und nýrra fermetra í verslun á ári hefur einfaldlega þýtt það að menn hafa verið að plokka augun hver úr öðrum og þessi lækkun á okkar álagningu nú er okkar fyrsta svar við við nýrri og aukinni sam- keppni“, sagði Jóhannes Jónsson yfirverslunarsjóri matvöruvers- lana Sláturfélags Suðurlands í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Forsvarsmenn SS búðanna, í Reykjavík og á Akranesi hafa ákveðið að lækka álagningu á teg- undum matvöru í verslunum sínum úr 38% í 20%. Jóhannes sagði að nýjar reglur í verðlagsmálum gerðu búðunum þetta kleift en ástæðan væri samkeppni að undanförnu. „Nei, ég tel ekki að tilkoma Miklagarðs sé meginskýringin á þessu en auðvitað þýðir sú mikla verslun að aðrir missa spón úr aski sínum. Hjá því verður tæpast kom- ist enda urðu ekki til þúsundir nýrra kaupenda með tilkomu Miklagarðs“, sagði Jóhannes enn- fremur. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að fólk ætti að greiða það verð fyrir vöruna sem hún í raun kostar. Þetta þýðir að við höfum t.d. getað hækkað verð á kjöti lítil- lega enda tel ég fráleitt að neytandi sem kaupir grænar baunir greiði niður verðið á kjötinu sem hann þarf einnig að kaupa“. ~>g- Erum í stöðugri sókn segir Jón Sigurðsson í Miklagarði „Ég hef ekki orðið var við neitt verslunarstríð. Við erum I stöðugri sókn hérna svo að við ráðum varla við þetta. Við áttum okkar bestu viku nú í síðustu viku frá þvi um áramót en undanfarnar 11 vikur þá höfum við verið í stöðugri sókn“, sagði Jón Sigurðsson verslunar- stjóri í Miklagarði. Á hverjum einasta degi þá eru hérna inni kaupmenn eða aðilar frá öðrum stórmörkuðum að skoða verðið hjá okkur. Á hverjum ein- asta degi og marga klukkutíma í einu. Það liggur við að það sé farið að taka þá fyrir fasta starfsmenn hérna. Við höfum ekki farið út í það sjálfir að bera saman við aðra en það er greinilegt að aðrir eru að bera saman við okkur. Það er talað um mikla ólgu með- al kaupfélagsstjóra hér á höfuð- borgarsvæðinu vegna þess að þið hafíð dregið mikið úr verslun hjá þeim. Hefur þú orðið var við það? „Kaupfélagsstjórarnir á höfuð- borgarsvæðinu eru þeir menn sem stjórna þessu fyrirtæki. KRON á hérna 52% og Kaupfélag Hafnfirðinga, Mosfellssveitar og Keflavíkur sín 6% hver. Ef þessir aðilar vilja láta breyta verðstefn- unni hér í Miklagarði þá geta þeir auðveldlega gert það, þeir eiga meirihlutann í þessu fyrirtæki". Gengur reksturinn hjá ykkur kannski betur en menn áttu von á? „Já þetta er betra en okkar áætl- anir hafa sýnt. Við erum miklu glaðari og reifari," sagði Jón. -•g- Óskað rannsókna á ummœlum Árna Johnsen Vil hreinan botn í málið segir Guðmundur Einarsson „Ég get ekki annað en fagnað því mati fyrir stofnunina og starfsmenn að slík rannsókn fari fram. Þær hennar að það verður að komast til ásakanir sem þarna hafa verið sett- botns í því hvað er satt og hvað er ar fram eru það alvarlegar að mínu rétt“, sagði Magnús Jóhannesson Alvarlegar ásakanir „Mér fínnst þetta mjög alvarleg ásökun, þegar hún kemur frá al- þingismanni um misferli í starfí op- inberrar stofnunar og þess vegna tel ég skylt að láta rannsaka þetta“, sagði Guðmundur Einarsson al- þingismaður í samtali við Þjóðvilj- ann. Fyrir síðustu helgi sendi Guð- mundur samgönguráðherra bréf þar sem hann óskaði eftir opinberri rannsókn á sannleiksgildi ummæla sem höfð voru eftir Arna Johnsen alþingismanni í Morgunblaðinu í síðustu viku þar sem hann sagði að baktjaldamakk Siglingamálastofn- unar og Olsen smiðjunnar í Njarð- vík væri ástæða þess að ekki hefði verið hægt að framfylgja reglugerð um uppsetningu á sjósetningar- búnaði gúmmíbjörgunarbáta í fiskiskipum. „Það hafa verið látin ýmis orð falla hér á þingi í vetur um þessi mál og held ég að það sé orðið skynsamlegt að fá hreinan botn í þetta og hreinsa þá sem hreinsa þarf og sakfella þá sem eiga það skilið. Þú ert þá ekki að fella neinn dóm með þessari beiðni um rannsókn? Nei, það er ég ekki að gera. Hins vegar fínnst mér margt í þessari umræðu afar ósmekklegt. Þegar settur siglingamálastjóri í samtali í gær. „Það kemur skýrt fram í þeirri greinargerð sem stofnunin lét frá sér fara í síðustu viku um þetta mál að framleiðslugeta og uppsetning á þessum búnaði hefur verið mjög slíkar ásakanir um misferli opin- berrar stofnunar koma upp þá tel ég það okkar hlutverk að láta fara ofan í saumana á því. Eðlilegast hefði verið að þingnefnd kannaði þetta mál, en ég fór ekki þá leið að þessu sinni vegna þess að það vant- ar vinnureglur í sambandi við slíkar rannsóknir. Háir það að þínu mati starfí þingsins að slíkar rannsóknar- nefndir séu ekki við lýði? Auðvitað. Þetta er t.d. dæmigert mál sem þingið ætti að láta til sín taka en hér vantar allar reglur um slík vinnubrögð“, sagði Guðmund- ur. -lg- takmörkuð hjá þeim tveimur vélsmiðjum sem hafa fengið viður- kenndan sleppibúnað fyrir gúmmí- björgunarbáta. Olsens búnaðurinn er samþykktur í lok september á sl. ári og það var verið að gera lagfær- ingar á Sigmunds-búnaðinum í þeim skipum sem búið var að setja hann uppí til áramóta 1982-83 og síðan á miðju ári 1983 komu upp efasemdir um gildi belgsins í þeim sama búnaði gagnvart frosti. Því hefur verið óskað eftir því að skipt verði um þessa belgi fyrir vetrar- byrjun. Þessi búnaður hefur því alls ekki verið fullklár til uppsetn- ingar í skip í þann tíma sem Árni heldur fram“, sagði Magnús. Aðspurður hvort starfsmenn stofnunarinnar hyggðust kæra um- mæli þingmannsins sagði Magnús að hann liti á þessi ummæli sem vitnisburð Árna við rannsókn málssins. „Við könnumst ekki við neitt baktjaldamakk". sagði Magn- ús. Þess má geta að örygginsmál sjó- manna og deilurnar um sleppibún- aðinn verða til umræðu í viðræðu- þætti í sjónvarpinu í kvöld. -lg 6 snjósleða- menn týndust Mikil leit Komust til byggða ígœr Mikil leit var gerð í gær og fyrri nótt að sex mönnuni, sem urðu viðskila við hóp manna, sem héldu til byggða frá móti snjósleðamanna i Nýjadal. Mennirnir komu svo allir fram um miðjan dag í gær en afar slæmt verður var á þess- um slóðum allan tímann. Það var um kl 23.oo á sunnudagskvöldið að maður kom að bænum Mýri í Bárðar- dal, en hann hafði orðið við- skila við félagaga sína, 21 að tölu. Hópurinn hafði lagt af stað um hádegisbilið frá Nýja- dal, áleiðis niður í Bárðardal. Honum sagðist svo frá að hóp- urinn hefði skipst, 15 í öðrum en 5 í hinum. Strax var tíaft samband við björgunar- sveitinna Garðar á Húsavík og hún sendi þegar snjóbfla inná hálendið. Jafnframt var SVFÍ í Reykjavík látið vita af þessu. Um sama leytið var haft samband við Hannes Hafstein hjá SVFÍ frá Nýjadal og greint frá því að 5 manna hópur hefði lagt af stað áleiðis að Sigöldu, en snúið við , fjór- ir náð til baka en einn orðið viðskila. Menn töldu hann svo vanan fjallamann að ekkert væri að óttast, enda væri hann vel búinn og vanur að grafa sig í fönn. Seint um nóttina var búið að gera enn frekari ráðstafan- ir til leitar, en þá náðist sam- band við 15 manna flokkinn, en þeir vissu ekki hvar þeir voru staddir, en sögðu allt vera í lagi. Síðar náðu þeir svo áttum og héldu í gærdag í Bárðardal. Uppúr hádegi í gær komst svo einn snjóbfl- inn, sem var að leita á slóð 5 vélsleða sem saknað var. Þeir á snjóbilnum eltu slóðina og klukkan að ganga tvö í gær ' komu fimm-menningarnir að eigin ramleik niður i Bárðar- dal. Þar með voru allir komnir fram sem saknað og leitað var að. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.