Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 8
eyri. Telja þeir sig hafa gert góða för. Þau fyrirtæki, sem við var rætt, voru Skretting as. í Noregi og Evos ab. í Svíþjóð tvö stærstu fyrirtæki. á þessum vettvangi í Evrópu. Svo er sagt að Krossanesverksmiðjan sé eina fiskimjölsverksmiðjan hér- lendis sem framleiðir nægilega gott mjöl í laxafóður. Talað er um að Krossanes annist rekstur fyrirtæk- isins en annar hvor hinna erlendu aðila sjái um tæknihliðina. Að því er stefnt að undirbún- ingsathugunum verði lokið með haustinu þannig að byggingarfram- kvæmdir geti hafist á næsta ári. Ætti verksmiðjan þá að geta tekið til starfa síðla næsta árs. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan kosti um 40 milj. kr. og að þar muni, til að byrja með, vinna 5-6 manns auk þeirra, sem starfi að stjórn, sölu og dreifingu. Riðuveiki í Kelduhverfi Riðuveikin hefur nú verið landlæg í Kelduhverfi á annan ára- tug. Viðbrögð hafa verið þau að fyrir tveimur árum var fé lógað á tveimur bæjum þar sem ástandið var verst en síðan hefur verið reynt að halda veikinni í skefjum með því að lóga sýktu fé jafnótt og á því sést að reyna að hindra samgang sauðfjár. Væri horfið að allsherjar niðurskurði sauðfjár í sveitinni yrðu bændur að vera fjárlausir í þrjú ár. Þrátt fyrir hugsanlega möguleika á að taka upp aðrar bú- greinar óttast bændur að fjárleysið ylli fólksflótta úr sveitinni og eru því ekki ginnkeyptir fyrir niður- skurði. Sparisjóður Vestmannaeyja Fyrir allnokkru var haldinn aðal- fundur Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir árið 1983. í árslok námu heildarinnstæður 85,9 milj. kr. og jukust um rúm 80% milli ára. Út- lán í árslok námu 59,2 milj., 88% aukning frá fyrra ári. Eigið fé nam 8 milj., 90% aukning. Á síðasta ári hóf Sparisjóðurinn samvinnu við Visa Island um út- gáfu á greiðslukortum og mun fljótlega hefja gjaldeyrisviðskipti. Verða þau til að byrja með tengd útgáfu ferðatékka og innlögum á gj aldeyrisreikninga. Á fundinum var samþ. tillaga frá sjóðstjórninni um að styrkja Knattspyrnuráð íþróttasambands Vestmannaeyja með allt að 100 þús. kr. Stjórn Sparisjóðsins skipa þeir Sigurgeir Kristjánsson, Arnar Sigurmundsson, Jóhann Björns- son, Þorbjörn Pálsson og Ragnar Óskarsson. Sparisjóðsstjóri er Benedikt Ragnarsson og skrif- stofustjóri Guðjón Hjörleifsson. Um sl. áramót voru starfsmenn sjóðsins 11 að tölu. -mhg 8 Sfe)A - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. aprfl 1984 Frá Sauðárkróki. Bygglngu Mjólkursamlagsins ber yfir húsln á miðri mynd. í baksýn er nýbyggðin á Sauðárhæðum. Héðan og þaðan I þeim pistlum, sem hér fara á eftir, er minnst á búfjár- eign Skagfirðinga, vörusölu K.S., mjólkurframleiðslu í Skagafirði, nýtt skrifstofu- húsnæði hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa, mjólkurframleiðslu og refarækt á Héraði, laxa- fóðurverksmiðju á Akureyri, riðuveiki í Kelduhverfi og Sparisjóð Vestmannaey- inga. Mjólkurframleiðslan í Skagafirði Nokkru meira barst af mjólk til Mjólkursamlagsins á Sauðárkróki á sl. ári en á árinu 1982, eða 8.167.791 1 á móti 7.575.369 I árið áður. Nemur aukningin 7,82%. Meðalfita mjókurinnar lækkaði lítillega. Mjólkurinnleggjendur voru í árslok 160, fjölgaði um 2 á árinu. Af einstökum mjókur- innleggjendum lagði Pálmar Jó- hannesson á Egg í Hegranesi inn mesta mjólk, 150.310 1. Þá kom Ragnar Gunnlaugsson á Hátúni í Seyluhreppi með 145.1931.1 þriðja sæti var félagsbúið á Laufskálum í Hjaltadal með 135.991 1. Fimmtán innleggjendur lögðu inn meira en 100 þús. 1, voru 11 árið áður, og 34 yfir 70 þús. 1. 17 innleggjendur lögðu inn minna en 20 þús. 1, en voru 23 árið áður. Leitast hefur verið við að dreifa mjólkurframleiðslunni sem jafnast á árið og hefur nokkuð miðað í þá átt. Refarœkt á Fljótsdalshéraði Nokkur refabú eru nú risin á Fljótsdalshéraði. Til tals kom að reisa fyrir þau fóðurstöð á Reyðar- firði en varð ekki úr. Tóku þá bændur að blanda fóðrið heimafyr- ir en það gafst illa. Loðdýrabændur á Jökuldal og í Jökulsárhlíð fengu þá aðstöðu til fóðurblöndunar í sláturhúsinu á Fossvöllum þegar það var ekki í annarri notkun. Síð- an tóku málin þá stefnu, að bænd- urnir stofnuðu hlutafélag um fóð- urstöð, Loðmund hf. og á hún að rísa í Fellabæ. Kf. Héraðsbúa útvegaði á sínum tíma tvo frystig- áma til þess að geyma í hráefni í refafóður, en félagið hefur annast útvegun á kjöti og fiskúrgangi og innfluttu kolvetnafóðri. Kjötú- rgangurinn er hakkaður í slátur- húsinu á haustin en fiskúrgangur- inn kemur frá frystihúsum kaupfél- agsins og Hraðfrystihús Eskifjarð- ar hleypur undir bagga ef á þarf að halda. Vörusala K.S. Brúttósala í verslunum Kaupfé- lags Skagfirðinga 1983, að áburði meðtöldum, varð tæpar 296 milj. kr. á móti tæpum 159 milj. 1982. Var söluaukningin þannig um 86%. Mest var aukningin hjá fóð- urvörudeild, 114% og í bílabúð 111%. í útibúi Kaupfélagsins á Ketilási varð söluaukningin 91% og í kjörbúðinni við Skagfirðinga- braut 89%. Nýtt skrifstofu- húsnœði Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum er nú að innrétta nýtt skrif- stofuhúsnæði. Þóttiekkiorðin van- þörf á. Félagið er enn með skrif- stofur sínar í sama húsnæði og fyrir 20 árum þótt öll umsvif hafi að sjálfsögðu stóraukist. Starfsað- staða er því slæm og þrengsli mikil. Þegar flutt verður í hið nýja hús- næði, sem ætla má að verði með vorinu, verður tölvuvinnsla heimafyrir aukin að mun. Frá Mjólkur- samlagi KHB Innvegin mjólk hjá Mjólkurbúi Kaupfélags Héraðsbúa á sl. ári var 2.598.2671. Er það 3% aukning frá árinu áður. Mest var mjólkurfram- leiðslan í ágústmánuði en minnst í íebrúar. í einstökum sveitum var framleiðslan mest í Skriðudals- hreppi en af einstökum búum var Egilsstaðabúið hæst. Aðalfram- leiðsluvaran er gerilsneydd ný- mjólk en Mjólkursamlagið fram- leiðir 16 vörutegundir. Búfjáreign Skagfirðinga Framleiðsla á kindakjöti hefur verið of mikil að undanförnu mið- að við sæmilega sölumöguleika. Þessvegna hefur verið að því unnið að fækka sauðfénu. Verður ekki annað sagt en að vel hafi miðað í þá átt. Skagfirðingar sýnast hafa tekið fullkomlega sinn þátt í þessum að- gerðum. Þar hefur sauðfé fækkað um fjórðung síðan 1977. Mjólkur- kýr í Skagafirði eru einnig færri en þær voru 1977. Þá voru þær 2645 en nú 2522. Fæstar voru kýrnar 1981 eða 2287 og hefur því fjölgað nokk- uð síðan. Hinsvegar hefur kálfum og geldneytum fjölgað því nær um helming síðan 1977, úr 1274 í 2473. Kelfdar kvígur eru nú álíka margar og þá. Samtals voru 5396 nautgrip- ir settir á í vetur í Skagafirði í haust. Hrossatalan breytist lítið frá ári til árs. Laxafóðurverksmiðja í vetur fóru þeir Finnbogi Jóns- son hjá Iðnþróunarfélagi Akur- eyrar og PéTur Antonsson, fram- kvæmdastjóri Krossanesverk- smiðjunnar til Noregs og Svíþjóðar þar sem þeir ræddu við fulltrúa tveggja fyrirtækja um að koma á fót laxafóðurverksmiðju á Akur- Athugasemd Minningarorö Ingólfiír Einarsson F. 18. 4. 1894 D. 2. 4. 1984 í Þjóðviljanum þriðjudaginn 3. apríl, s.l., er á baksíðu grein með tilvitnunum í viðtal við undirritað- an undir fyrirsögninni „Lögreglan brást hlutverki sínu“. Þar sem í greininni er ekki rétt eftir mér haft, auk þess sem blaðamaður sleppir öðrum þýðingarmiklum atriðum til skýringar úr viðtalinu, vil ég leyfa mérhr. ritstjóri, að óska birtingará eftirfarandi: Undirritaður fullyrti ekkert um hlutverk lögreglunnar í Reykjavík þegar um bilanir á raforkukerfinu er að ræða. Tæknilegar bilanir á raforku- kerfinu sem ekki verða vegna nátt- úruhamfara eða af annarri vá, eða sem og ekki leiða til neyðarástands vegna þess hversu þær eru skammvinnar, krefjast ekki við- bragða af hálfu Álmannavarna ríkisins. Sagði ég blaðamanninum aðspurður, að mér væri ekki kunn- ugt um að upplýsingaskylda hvfldi á einstökum stofnunum þ.á.m. lög- reglunni í Reykjavík, um tækni- Jegar orsakir rafmagnsbilana og ráðlagði blaðamanni að hafa sam- band við Landsvirkjun þar sem helst væri að fá upplýsingar um slíkar reglur, ef einhverjar væru. Varðandi fyrirspurn blaða- manns um hvers vegna fjarskipta- kerfi Almannavarna ríkisins var ekki notað til að kotna upplýsing- um um orsakir bilunarinnar á fram- færi, var upplýst að bein símalína er á símakerfi Almannavarna ríkis- ins milli fréttastofu og útsendingar ríkisútvarps annars vegar og lög- reglunnar í Reykjavík hins vegar, og að hún vaktaði einnig talstöðv- arkerfi Almannavarna ríkisins, sem tengist tugum stöðva þ.á.m. Geithálsi. Var tæknibúnaður þessa fjarskiptakerfis tafarlaust prófaður þegar rafmagnið fór af og reyndist allt kerfið vera starfhæft. Hins vegar var blaðamanni bent á, að Almannavarnir ríkisins gerðu strangar kröfur um að talstöðvar- kerfi þeirra væri eingöngu notað í neyð, eða til mjög brýnna við- skipta. En slíkar kröfur eru nauðsynlegar vegna vöktunar kerf- isins á tugum stöðva, til að halda því friðhelgu fyrir neyðarfjarskipti hvers konar. Hugsanlegt væri því, að umræddar kröfur hafi hamlað því, að kerfið væri notað til upplýs- ingamiðlunar af þessu tagi. I kjölfar þessara atburða hafa Almannavarnir ríkisins bent hlut- aðeigandi aðiium á, að þeir hafi heimild til að nota fjarskiptakerfið, ef atburðir af þessu tagi endurtaka sig, en engin fyrirmæli verið gefin um slíkt enda upplýsingaskylda að- ilanna óljós. Jafnframt mun kannað nánar hvort Almannavarnir ættu að ann- ast upplýsingaþjónustu eða aðstoð við slflct ef atburðir af þessu tagi endurtaka sig, án þess að neyð fylgi. Með þökk fyrir birtinguna. Guðjón Petersen Athugasemd Guðjóns Petersen staðfestir í einu og öllu frétt Þjóð- viljans frá 3. aprfl sl. Eini munur- inn er sá að í fréttinni var haft eftir honum að lögreglunni hefðu nú verið gefin skýr fyrirmæli um að nota fjarskiptakerfi Almannavarna ef stórvœgileg rafmagnsbilun eins og varð um daginn endurtæki sig, en nú segir hann að hlutaðeigandi aðilum hafi verið bent á, að þeir hafi heimild til að nota það. -JP Ingólfur Einarsson bjó lengst af á Bakka á Eskifirði. Margar minn- ingar mínar eru tengdar þessum mæta frænda mínum og eru spila- kvöldin okkar ofarlega í huga mín- um þegar ég minnist hans. Ófá kvöld sátum við og spiluðum og höfðum báðir mjög gaman af þó aldursmunurinn væri mikill. Iðu- lega sat ég fyrir honum þegar hann kom heim úr vinnunni og alltaf hafði hann tíma til að taka slag. Sögurnar sem frændi sagði mér voru orðnar margar, enda var hann gædddur mikilli frásagnargáfu svo unun var að hlýða á. Ingólfur var alltaf hress og skemmtilegur og átti það sinn þátt í því að ég sóttist eftir nærveru hans. Hann átti auðvelt með að koma fólki til að hlæja og í kunningjahópi var hann manna kátastur og stór- skemmtilegur og mikill söngmað- ur. Fyrir fimmtán árum flutti frændi suður á dvalarheimili aldraðra, Hrafnistu. Oft saknaði ég hans þá og hugsaði til hans. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Ingólf afabróður minn, en eftir lifir minningin um mætan mann. Guðjón Ingi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.