Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 7
t»8íl Ihqn .01 iunnbui?íii<l V1/IU1V8ÖW — AffI8 t í Þriðjudagur 10. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Breyting á lögum um Aflatryggingarsjóö 4% af aflaverðmæti tek in utan hlutaskipta Sjómenn ogASÍ mótmæla Fyrir Alþingi liggur nú frv. um breyting á lögum um Aflatrygging- arsjóð sjávarútvegsins þess efnis, að sett verði til bráðabirgða ákvæði um að árið 1984 verði greiddar sérstakar bætur úr hinni almennu deild sjóðsins, er nemi 4% af öllu aflaverðmæti miðað við lág- marksverð skv. ákvörðun Verð- lagsráðs sjávarútvegsins. Bæturn- ar skal greiða Stofnlánasjóði físki- skipa inn á reikning hvers skips, og koma þær ekki til hlutaskipta. Sjávarútvegsnefnd Ed. klofnaöi um málið. Meiri hluti hennar, Valdimar Indriðason, Tómas Árnason, Egill Jónsson og Árni Johnsen, leggur til að frv. verði samþ. óbreytt, en minni hlutinn, Skúli Alexandersson, Karl Steinar Guðnason og Kolbrún Jónsdóttir, leggur til að frv, verði fellt. Til vara hefur minnihlutinn flutt breyting- artillögu við frv. þannig, að verði það að lögum skuli bætur þær, sem greiða á samkvæmt því í Stofnfjár- sjóðinn, koma til hlutaskipta. Eulltrúar frá Sjómannasam- bandi íslands, Farmanna- og fiski- mannasambandinu og Landssamb- andi ísl. útvegsmanna mættu á fundum nefndarinnar. Einnig komu til viðræðna Þorstenn Gísla- son, fiskimálastjóri og Þórarinn Árnason framkvstj. Aflatrygging- arsjóðs. Netndinni bárust samþykktir frá Sjómannasambandi íslands, Al- þýðusambandi íslands og Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands þar sem frv. var mót- mælt. I samþykkt Sjómannasambands- ins segir m.a.: „Fundurinn minnir á að upphaf- legt markmið sjóðsins var ein- göngu að tryggja sjómönnum laun sín ef um verulegan aflabrest væri að ræða eða ef útgerð brygðist fjár- hagslegri skuldbindingu sinni gagnvart sjómönnum. Enn í dag er eitt meginverkefni sjóðsins hið sama og í upphafi. Meo trumvarpi þessu, sem nú liggur fyrir Alþingi, er ætlunin að bótagreiðslur Aflatryggingasjóðs gangi til Stofnlánasjóðs fiskiskipa sem hefur allt öðru hlutverki að gegna en að tryggja sjómönnum laun sín. Pessum breytingum mótmælir fundurinn harðlega og krefst þess að hlutverk Aflatryggingasjóðs verði óbreytt. Fundurinn skorar á alþingis- menn að fella þetta frumvarp og minnir á í því sambandi að vegna stjórnvaldsaðgerða í sjávarútvegs- málum þurfa sjómenn enn frekar en áður á núgildandi lögum Aflatryggingasjóðs að halda“. í samþykkt Farmanna- og fiski- mannasambandsins segir m.a.: „Nái frumvarp það, sem nú er til umræðu, fram að ganga sýnir það glögglega enn eina fjármagnstil- færsluna frá sjómönnum til útgerð- ar ofan á allt annað sem sjómenn hafa orðið að þola. Þrátt fyrir að fyrirhugað sé að ráðstafa til áhafn- adeildar sjóðsins fjármunum sem ætlað er að auka greiðslur upp í fæðiskostnað sjómanna, þá munu þær upphæðir ekki gera meira en svo að elta uppi það sem fæðis- greiðslurnar hafa dregist aftur úr raunhækkunum á matvöru. Fæðis- greiðslur úr áhafnadeild sjóðsins hafa ekki fylgt þeim verðhækkun- um sem orðið hafa á matvælum þrátt fyrir kröfur fulltrúa sjómanna í sjóðstjórn þar um. Sjómenn hafa því orðið að greiða sjálfir stóran hluta af eigin fæðiskostnaði, mun stærri en upphaflegur tilgangur áhafnadeildar Atlatryggingasjóðs gerði ráð fyrir. Fyrir skömmu svaraði viðskipt- aráðherra fyrirspurnum frá Birgi Isleifl Gunnarssyni um útflutning á dilkakjöti. Birgir ísleifur spurði i fyrsta Iagi hve mikið hafi verið flutt út af dilkakjöti á sl. ári og hvað mikið væri áætlað að flytja út í ár. Viðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen upplýsti að á sl. ári hefðu verið flutt út 2585.1 tonn af frystu kindakjöti að verðmæti 92.990 þús. kr. Flutt voru til Fær- eyja 800 kg. af söltuðu kindakjöti að verðmæti 59 þús.kr. Fram- leisluráð landbúnaðarins áætlar út- flutning í ár liðlega 3000 tonn. I öðru lagi spurði Birgir ísleifur hvaðí verð hefði fengist fyrir kjötið pr. kg. sundurliðað eftir löndum; um hvaða verð hafi verið samið á þessu ári og hvenær þeir samningar hafi verið gerðir. Svar viðskiptar- áðherra: Danmörk 39.44 kr.. Finn- land 33.41 kr. Færeyjar 52.57 kr. Noregur 73.00 kr. Svíþjóð 31.00 kr. V-Þýskaland 24.70 kr. Banda- ríkin 71.70 kr. Japan 28.26 kr. Verð á söltuðu kindakjöti til Fær- eyja var 73.75 kr. Verðmunur milli einstakra landa stafar af því að kjötið er mismunandi mikið unnið. Á þessu ári hafa verið gerðir samningar um sölu á liðlega 3000 tonnum af dilkakjöti til eftirfarandi landa: Svíþjóð 650 tonn, Finnland 105 tonn, Danmörk 200 tonn, V- Þýskaland 175 tonn, Færeyjar 400 tonn, Noregur 1560 tonn, Banda- ríkin 200 tonn. Hvað síðari lið spurningarinnar varðar sér ráðuneytið sér ekki fært að skýra frá verði í einstökum samningum, enda mundi slíkt geta torveldað frekari viðskiptasamn- inga. Birgir Isleifur spurði: Hvað var greitt í útflutningsuppbætur með hverju kg. á sl. ári? Svar: Sam- kvæmt upplýsingum Framleiðslu- ráðs voru greiddar á sl. ári kr. 58.62 kg. á vegna dilkakjöts og kr. 38.00 vegna ærkjöts. Birgir Isleifur spurði hverjir hefðu annast útflutninginn, fyrir- tæki og magn. Svar: Búvörudeild SÍS að langmestu leyti. Sláturfélag Suðurlands flutti út 13 tonn af ær- kjöti til Færeyja. Einnig voru flutt út 6-7 tonn af unnu kjöti til Fær- Þannig gerir fé það, sem ráðstafa á til áhafnadeildar Aflatrygginga- sjóðs, ekki að greiða „úr fjárhags- örðugleikum sjómanna sem upp kynnu að koma vegna þess að út- gerð skipa er hætt vegna aflabrests og hinna nýju reglna um stjórn botnfiskveiða á árinu 1984“. (Frv. bls 2).“ Miðstjórn Alþýðusambands Is- lands sendi eftirfarandi mótmæli gegn frumvarpinu: „Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að Aflatrygginga- sjóður verði gerður upptækur og færður í hlutfalli við aflaverðmæti til Stofnfjársjóðs fiskiskipa. Með þessu er gengið þvert á grundvall- artilgang Aflatryggingasjóðs, mest eyja og Evrópu, að mestu af ísmati hf. í Njarðvík og Austmati hf. á Reyðarfirði. Birgir ísleifur spurði: Hvernig er háttað söluþóknun, hversu mikil er hún og við hvaða verð er miðað? Svar: Reiknuð er 2% söluþóknun af óniðurgreiddu heildsöluverði en það var ákveðið kr. 75.62 pr. kg. hinn 15. sept. 1982 og miðast um- boðslaun við það allt árið. Gilti of- angreint verð til og með ágúst 1983. Nýtt heildsöluverð var ákveðið frá 1. okt. 1983 kr. 129.32 pr. kg. Söluþóknun er 2% af þeirri upphæð allt árið til ágústloka 1984. Birgir ísleifur Gunnarsson þakk- aði greinargóð svör, en sagði þau staðfesta að Búvörudeild hefði nánast einokun á þessum útflutn- ingi og leyfi til hans. Kerfið er byggt upp utan um einokun SIS, sagði Birgir ísleifur. Söluþóknun fært til þeirra sem mest afla, at- vinnu víða stefnt í hættu svo og kauptryggingu sjómanna". Eftirfarandi mótmæli bárust í símskeyti frá skipshöfnum á fjölda fiskiskipa: „Skipshafnir eftirfarandi skipa mótmæla harðlega þeirri breytingu á 27. gr. laga nr. 51 frá 28. aprfl 1983 um Aflatryggingasjóðs sjáv- arútvegsins, sem nú liggur fyrir Al- þingi. í breytingartillögunni er lagt til að almenna deild Aflatrygginga- sjóðs, sem á undanförnum árum hefur tryggt sjómönnum lágmarks- kaup, verði á þessu ári notuð til að greiða fjármagnskostnað útgerðar og að í stað 10% greiðslu í Stofn- fjársjóð verði nú 14% tekin fram hj á skiptum til útgerðar. Ef hið háa væri óháð verðinu svo seljandinn hefði sitt á þurru og því enga hvatn- ingu til að ná sem bestu verði. Þetta sölukerfi þjónaði hvorki bændum né neytndum. Kjartan Jóhannsson sagði það skoðun AlþýðuflokksinS að ekki væri hægt að skattleggja þjóðina á þennan hátt. Og svo þegar efnt væri til útsölu væri ekkert kjöt til. Ef aðrir en SÍS ætluðu að flytja út kjöt þá væri það heldur ekki til. Er ekki orðið hagkvæmara að geyma kjötið en selja, spurði ræðumað- ur?. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sagði að þeir, sem sýnt gætu fram á að þeir gætu selt kjöt á við- unandi verði, fengju það. Sjálfur hefði hann starfað í Markaðsnefnd og vita, að nefndin væri sífellt að leita nýrra leiða í útflutningi. En alltaf hefði komið á daginn að út- Alþingi samþ. þessa lagabreytingu um að 4% verði tekin fram hjá skiptum, þá er búið að lögfesta að tekið verði 41% fram hjá hluta- skiptum á þessu ári. Sú endurskoðun og uppskipti á sjóðkerfi sjávarútvegsins, sem gerð var 1976 í samráði við sjó- menn, leiddi af sér 6% lækkun á hlutaskiptum, gegn því að sjóða- kerfi sjávarútvegsins yrði afnumið í áföngum sem þó var aldrei fram- kvæmt eins og samið var um 1976. Við viljum því vara Alþingi við að samþykkja þessa lagabreytingu án þess að þessir fjármunir komi til skipta, með því er hið háa Alþingi að efna til ófriðar við sjómenn og ekki að setja réttlát lög, sem er þó hlutverk Alþingis íslendinga." - mhg flutningur í hefðbundnu formi gæfi best verð. Aðdróttanir Kjartans Jóhannssonar um að Búvörudeild vildi fremur geyma kjötið en selja það væru meira en hæpnar. Egill Jónsson áleit að jafnræði þyrfti að vera með þeim sem vinna vildu að útflutningi. Það þarf að auka skyldur þeirra, sem versla með þessa vöru, að standa sig vel. Páll Pétursson sagði sjálfsagt að leita allra leiða til þess að fá sem best verð og enginn legði stein í götu þeirra, sem gætu það. En því miður hefðu nú engar töfraformúl- ur fundist í þessum sölumálum. Eðlilegt væri að miða sölulaun við það verð sem fengist hverju sinni fremur en hafa þau fastbundin. Sagðist vilja mælast til þess við Kjartan Jóhannsson að hann fyndi stað aðdróttunum sínum. Tjaldið. - mhg Gefið fermingarbarninu góðar íslenskar bókmenntir Skáldsögur Halldórs Laxness íslandsklukkan kr. 642.20 Heimsljós l-ll kr. 642.20 Sjálfstætt fólk kr. 642.20 Salka Valka kr. 642.20 Gerpla kr. 642.20 Paradísarheimt kr. 481.65 Brekkukotsannáll kr. 518.70 Atómstöðin kr. 419.90 Myndskreyttar skáldsögur Jóns Thoroddsen Piltur og stúlka kr. 407.55 Maður og kona kr. 432.25 Ljóð íslenskra öndvegisskálda Jónas Hallgrímsson: Ritsafn kr. 741.00 Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar kr. 741.00 Þorsteinn Erlingsson: Þyrnar kr. 592.80 Hannes Hafstein: Ljóð og laust mál kr. 370.50 Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðmæli kr. 370.50 Magnús Ásgeirsson: Ljóðasafn l-ll kr. 741.00 Halldór Laxness: Bráðum kemur betri tíð kr. 580.45 Þessar bækur fást í öllum bókabúðum. Spurt og svarað um kj ötútflutning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.