Þjóðviljinn - 10.04.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Page 5
Þriðjudagur 10. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Tímamótarœða Willy Brandts á norður-suður ráðstefnunni í Lissabon í gœr Ný efnahagsskipan í heiminum Stöðvun vígbúnaðarœðisins og uppstokkun peningakerf- isins brynasta verkefnið Ræða Willi Brandt formanns Alþjóðasambands Jafnaðar- manna á ráðstefnu Evrópuráðsins í Lissabon í gær vakti gífurlega athygli. Brandt lagði þar til umsköpun efnahags- kerfisins, gerbreytingu á starfsemi Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Gagnrýndi hann harðlega vopna- sölur iðnríkja til fátækari landa heimsins og niðurskurð Bandaríkjanna á aðstoð við þessi ríki. Brandt kvað nauðsyn- legt að Evrópuríkin bindust samtökum um aðstoð við fátæk- ari ríki og bráðnauðsynlegt að koma á nýrri efnahagsskipan. Willy Brandt setti fram nýjar til- lögur um umsköpun hagkerfisins og samskipti þróunarríkja við iðn- ríkin. Brandt lagði til að efnt yrði til nýrrar heimsráðstefnu á næst- unni um þessi mál í Berlín. Fulltrú- ar þriðja heims ríkja hafa áður komið fram með hugmyndir um að þyrfti að umskapa stofnanir sem sinna fjármögnunarverkefnum svosem Alþjóðabankann og Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Brandt tók undir þessa gagnrýni og lagði til að umsköpun þessa kerfis yrði forgangsverkefni næstu ára. Hœtta vopnasölu Brandt lagði fram ítarlegar til- lögur um að Evrópuríkin hættu að selja vopn til þriðja heims ríkjanna og útskýrði samhengi milli afvopn- unar og þróunaraðstoðar. Gagnrýndi Brandt Bandaríkin harðlega fyrir að skera niður þró- unaraðstoð við fátækari ríki heims og sagði að Evrópuríkin yrðu að taka höndum saman um að bæta þriðja heims ríkjum upp það sem að Bandaríkjastjórn hefði skorið niður. Lagði hann til sérstaka áætl- un til að forða fólki frá hungri sér- staklega í Afríku. Sagði hann rétt að tengja saman þróunaraðstoð allra Evrópuríkja í því skyni. Taldi Brandt það ekki rétt að Evrópurík- in hefðu ekki samvinnu um aðstoð við þróunarríkin, en pukruðu útaf fyrir sig með slík verkefni. Nýir möguleikar Síðan greindi Brandt frá því að sér væri kunnugt um að nýir mögu- leikar væru að opnast til að bæði Austur- og Vestur-Evrópa gætu tekið höndum saman um að ræða ítarlegar samskipti Norðurs og Suðurs, þannig að Evrópa ætti ekki einungis að líta á sig sem brú á milli norðurs og suðurs heldur austurs og vesturs. Þess vegna væri Berlín og sérstaklega heppilegur staður fyrir heimsráðstefnu sem hefði markandi áhrif í vinsamlegum sam- skiptum heimshluta og landa og þjóða. Brandt greindi frá því að hópur sérfræðinga væri að vinna að skýrslu um það hvernig ætti að flytja fjármagn úr vígbúnaðar- kapphlaupinu yfir í þróunarað- stoð. Gagnrýndi hann vígbúnaðar- kapphlaupið hörðum orðum og vísaði í ystu myrkur. Kunnugir sögðu að þessi ræða væri með þeim eftirminnilegustu sem Brandt hefði haldið af mörg- um frægum ræðum; markviss gagnrýni, skýrar tillögur en engu að síður tónn um það að ef ekki yrði snúið við á næstu árum væri þetta tapað, hnignun héldi áfram. Sá tónn hefur verið áberandi í máli fleiri manna á ráðstefnunni. Eina vonin Aðalritari Breska samveldisins hélt einnig ræðu þarsem hann sagði að spásögn Orwells um 1984 væri í rauninni að rætast í heiminum öllu, þarsem risaveldin í hlutverki „stóra bróður" fylgdust náið með því hvernig einstaklingar og ríki hegð- uðu sér. í samræmi við þetta væri allt merkt og skráð og ríkjum og mönnum væru gefnar einkunnir og síðan afhent fjármagn í samræmi við það. Skoraði hann á Evrópuríki að rjúfa þetta „1984 kerfi“ risa- veldanna í veröldinni og að eina vonin væri æ sjálfstæðara hlutverk Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. í gær mælti Ólafur Ragnar einnig fýrir ályktun ráðstefnunnar og hafa miklar umræður orðið um hana. Ráðstefnan hefur vakið gífurlega athygli í Portúgal þar sem ítarlega er greint frá henni í sjónvarpi og útvarpi. Nær 100 fréttamenn fylgj- ast með ráðstefnunni frá hinum ýmsu ríkjum Evrópu. Þetta er fjöl- mennasta ráðstefna sem haldin hefur verið á vegum Evrópuráðs- Aðalfundur SFR Mótmælir niöurskurði tíl verkamannabústaða Á aðalfundi Starfsmannafélags ríkisstofnana, sem haldinn var fyrir nokkrum dögum, var m.a. ályktað um húsnæðismál. í ályktun fundarins er mótmælt harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til bygginga verkamannabústaða. Jafnframt er vakin athygli á stofnun Húsnæðissamvinnufélagsins Bú- seta, sem nýjum valkosti á sviði félagslegra íbúða- bygginga. Einnig lagði fundurinn áherslu á að samh- liða stórátaki á sviði félagslegra íbúðabygginga verði möguleikar til byggingar íbúðarhúsnæðis auknir með hækkuðu lánshlutfalli og lengingu lánstíma húsnæðis- lána. _v. Áskorendaeinvígið í Vilnius: Kasparov er óstöðvandi Hinn tvítugi snillingur Gary Kasparov jók enn við forskot sitt um helgina með því að vinna 12. skákina og í gærkvöldi lauk hann ein- víginu með sigri. Hann verður því næsti áskorandi heimsmeistarans Anatoly Karpov. Skákin á laugardag einkennd- ist af mikilli spennu og baráttu. í 13. leik brá Smyslov út af fyrri skákum og sprengdi upp stöðuna á miðborðinu. Hann hafði frum- kvæðið í höndum sér framan af en með nákvæmri taflmennsku tókst Kasparov að skapa sér mót- spil. Smyslov afréð síðan að fóma skiptamun fyrir tvö peð, en staða Kasparovs var traust. Samkvæmt heimildum APN lenti Smyslov síðan í tímahraki undir lok set- unnar, enda var taflmennska hans þá fremur ráðleysisleg. Kasparov notaði hins vegar ekki nema einn tíma og fimmtíu mín- útur. Hvftt: Vassily Smyslov Svart: Gary Kasparov 1. d4 d5 2. Rf3 c5 3. c4 e6 4. cxd5 exd5 5. g3 Rf6 6. Bg2 Be7 7. 0-0 0-0 8. Rc3 Rc6 9. Bg5 cxd4 10. Rxd4h6 11. Be3 He8 12. a3 Be6 13. Rxe6!? (Áður í einvíginu hafði Smyslov leikið 13. Khl en ekkert komist áleiðis, textaleikurinn er hug- mynd Kortsnojs úr einvígi hans við Kasparov. Þetta verður þó að teljast endurbót því Kortsnoj lék fyrst 13. Db3 og drap á e6 í næsta leik, en á b3 stendur hvíta drott- ningin ekki vel.) 13. - fxe6 14. Da4 Kh8 15. Hadl Hac8 16. Khl (Hvítur er að undirbúa f4, sem gengur ekki strax vegna 16.-Rg4. Það er greinilegt að Smyslov ætl- ar að leita færa á miðborðinu, en Kasparov hefst handa á drottn- ingarvængnum.) 16. - a6 17. f4 Ra5 18. f5 b5! 19. Dh4 (Eini leikurinn. Eftir 19. Dc2 kemur e5 og einnig eftir 19. Df4 því ef 20. Dxe5 Bc5 og vinnur lið.) 19. - Rg8 (Ef svartur léki nú 19. e5? þá lumar hvítur á brellunni 20. Rxd5! Rxd5 21. De4 og svarta staðan er rjúkandi rústir.) 20. Dh3 Rc4 21. Bcl Bg5! (Mjög góður leikur. Hvíti bisk- upinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Hann valdar veiku reitina í herbúðum hvíts auk þess sem hann gæti seinna spilað mikilvægt hlutverk í kóngssókn af hálfu hvíts.) 22. fxe6 Bxcl 23. Hxcl -Re3! 24. Rxd5!!? (Einhverjar tillögur?) 24. - Rxfl 25. Hxfl Hf8 26. Rf4 Re7 (Það er ljóst að þó hvítur hafi tvö peð upp í skiptamuninn verður erfitt fýrir hann að fylgja því eftir. Síðasti leikur Kasparovs undir- strikar þetta, staða hans er mjög traust. Smyslov var einnig kom- inn í talsvert tímahrak.) 27. Dg4 g5! 30. Bxfl Kg7 28. Dh3 hf6 31. Dg4 Dd5+ 29. Rd3 Hxfl+ 32. e4 (Ekki 32. Bg2 Hcl+ 33. Rxcl Ddl+ og mátar, en það er spurn- ing hvort ekki væri betra að halda stöðunni saman með 32. Kgl.) 32. - Dd4 33. h4 Hf8 34. Be2 De3 35. Kg2 Rg6 36. h5? (Hvítur mátti alls ekki loka kóngsvængnum því þar lá eina leið hans til mótspils, nú er hann svotil leiklaus.) 36. - Re7 37. b4 37. - Kh7! (Lítill og sérlega glæsilegur leikur sem undirstrikar algjört hjálpar- leysi hvíts, sannkallaður Karpov leikur!!) 38. Kh2 Hd8 39. e5 Hxd3 40. Bxd3 Dxd3 og í þessari gjörtöpuðu stöðu gafst Smyslov upp. Staðan 8-4 Kasparov í vil. -LAR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.