Þjóðviljinn - 10.04.1984, Side 9

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Side 9
Þriðjudagur 10. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Alþjóðlega bílasýningin 1984 Díxílandhópur úr Luðrasveitinni Svani skemmtir gestum sem koma á bila- sýninguna. Þessa mynd kallar Ijósmyndarinn „draum blaðamannsins". Ljósm. Atli A 2. hundrað bíla á 7000 fermetrum Alþjóðlega bílasýningin 1984 hófst sl. fostudag að viðstöddu fjölmenni gesta og gangandi. Tilefnið er tvöfalt að þessu sinni; annars vegar að kynna það nýjasta sem bílaframleiðendur í henni veröld hafa að bjóða og hins vegar að minnast þess að á árinu eru 80 ár liðin síðan fyrsta ,rsjálfrennireiðin“ kom til íslands. Það er Bílgreinasambandið sem arstjórnar oe Jónasar Þórs stendur að þessari sýningu eins og raunar þeim fjórum sem haldnar hafa verið með svipuðu sniði. Framkvæmdastjóri sýningarinnar árið 1981 og að þessu sinni var ral- lökumaðurinn Hafsteinn H. Hauksson sem lést í keppni í febrú- ar sl. Lokasprettur undirbúnings var hins vegar í höndum sýning- ----- og Steinarssonar framkvæmdastjóra Bflgreinasambandsins. 50 aðilar taka þátt í sýningunni að þessu sinni. Þar má augum líta alla fólksbfla sem fluttir eru til landsins og nær alla aðra bfla sem hingað koma. Verð bifreiðanna er frá rúmun 100.000 krónum upp í um 5 miljónir króna. Aðalsýningin er í Húsgagnahöllinni á Bfldshöfða en auk þess er sýning á fornbflum svo og vörubifreiðum í húsi ÁG við hlið hallarinnar. Samtals er sýnt á 7000 fermetrum. Auk bifreiðanna sem gestum gefst kostur á að kynna sér er á sýningunni fjölbreytt úrval hvers konar varahluta, fylgihluta, örygg- isbúnaðar o.s.frv. þá er hvers kon- ar þjónusta kynnt og akstursklúbb- ar, landbúnaðartæki, kerrur, hjól- hýsi, bifhjól og annað sem nöfnum tjáir að nefna. Á hverjum degi sýn- ingarinnar sem lýkur 15 apríl verða uppákomur landskunnra Mlklll fjöldi gesta kom við opnun alþjóðlegu bílasýningarinnar sl. föstudag enda margt fagurra gripa í sýningarsölum. Ljósm. Atli skemmtikrafta og daglega dregið fyrir böm.Ökeypis sýningarskrár úr úrvali glæsilegra lukkuvinninga. liggja frammi. Aðgangseyrir er 130 kr. en 40 kr. _v- -4g- Vestmannaeyjar: Misjöfn aflabrögð Nú þurfa Hafnfirðingar ekki lengur að fara í Kópavog til að versla t Byko auglýsa þeir og eru það orð að sönnu. Nýja verslunin er á 2 þúsund fermetra gólffleti. Byko opnar í Hafnarfírði Byko hefur opnað nýja byggingavöruverslun að Dalsh- rauni 15 í Hafnarfirði. Verslunin er á 2 þúsund fermetra gólffleti og starfar í tveimur deildum. Á efri hæð er deild með almennar byggingarvörur, svo sem verkfæri, málningu, hreinlætis- tæki, vegg- og gólfflísar og dúka svo eitthvað sé nefnt. Á neðri hæð- inni og á tilheyrandi útisvæði eru aftur á móti grófari byggingavörur, svo sem timbur, steypustyrktarjárn og margt fleira. Framkvæmdarstjóri Byko Hafnarfirði er Bjarni Gunnarsson, viðskiptafræðingur en verslunar- stjórar Borgþór Sigurjónsson og Ingólfur Sigurðsson. Fyrri hluti einleikara- prófs I þessari viku þreyta tveir nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík fyrri hluta einleikarap- rófs á píanó og selló. í kvöld, þriðjudaginn 10. apríl leikur Sólveig Ánna Jónsdóttir á píano verk eftir Schubert, J. S. Bach, Chopin og Messiaen. Miðvikudaginn 11. apríl leikur Bryndís Halla Gylfadóttir á selló verk eftir J. S. Bach, Beethoven, Hafliða Hallgrímsson og Sjostako- vitsj, Dagný Björgvinsdóttir leikur með á píanó. Tónleikar þeirra Sólveigar Önnu Misjöfn aflabrögð hafa verið í Eyjum. Góð hjá stærri togbátum, en tregari hjá smærri togbátum, kropp hjá trillum ef gefið hefur, en tíð ákaflega rysjótt. Ási í Bæ hefur verið hjá bróður- ; syni sínum og á dögunum þegar j engir voru á sjó hittu þeir á tveggja : tonna afla af fallegum þorski. Þetta I er lítill þilfarsbátur, en góð fleyta. Annars liggur sá guli núá meltunni að sögn fróðra manna eftir ofát af loðnunni og er búist við að liann gefi sig til um eða upp úr páskunum þegar fer að moltna úr honum. Togararnir hafa aflað sæmilega og hefur verið vinna fram á rauða nótt í hraðfrystihúsunum. Yfirleitt eru menn óánægðir með kvótann. Það er sem sem ég sjái skáldið og spéfuglinn Ása í Bæ við færarúl- luna, en hann er lista færamaður með meiru. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Tveir nemendur Tónlistarskóluns: Sólveig Anna Jónsdóttir og Bryndís Halla Gyltadóttir halda tónleika í kvöld og annað kvöld. og Bryndísar Höllu hefjast báðir kl. 19. og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.