Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 10
MUIVflÖW fiiqB .01 nugnbutfth«I 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. aprfl 1984 I HJUKRUNAR- FRÆÐINGAR Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslustöðvar eru lausar nú til um- sóknar: 1. Suðureyri, staðan er laus til umsóknar nú þjegar. 2. ísafjörður, staðan veitt frá 1. júní 1984. 3. Selfoss, staðan er veitt frá 1. júní 1984. 4. Kópavogur, 70% staða hjúkrunarfræð- ings veitt frá 1. júní 1984. 5. Egilsstaðir, 50% staða hjúkrunarfræð- ings veitt frá 1. júní 1984. 6. Þingeyri, staða hjúkrunarfræðings eða Ijósmóður veitt frá 1. september 1984. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendast ráðuneytinu fyrir 10. maí 1984. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 28. mars 1984. Borgarnes - Æskulýðs- og tómstundafulltrui. Borgarnes og Ungmennafélagið Skallagrím- ur óska að ráða æskulýðs- og tómstundafull- trúa, sem jafnframt er framkvæmdastjóri ungmennafélagsins, frá 1. júní n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 20. apríl n.k. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður Borgarnesi 5. apríl 1984. Sveitarstjórinn í Borgarnesi. Frá Æfinga og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands Skólaárið 1984-1985 verður boðin fram kennsla fyrir 5 ára nemendur, sem búsettir eru í skólahverfinu, eins og verið hefur und- anfarin ár. Innritun fer fram í skólanum til 30. apríl n.k. Skólastjóri. SÍMAVARSLA. Þjóðviljann vantar mann til símavörslu frá kl. 13-19 á daginn. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri frá kl. 10-12 dagana 10. og 11. apríl í síma 81333. DMVIUINN Auglýsið í Þjóðviljanum Minning Björn Ólafsson konsertmeistari F. 26. febrúar 1917 — D. 31. mars 1984 Barátta Björns Ólafssonar við miskunnarlausan sjúkdóm stóð yfir í níu ár. Nú er henni lokið og Björn kominn á þann áfangastað, sem hann hafði svo lengi þráð. Það eru hörð örlög og óskiljanleg þegar lífsglaður maður verður fyrir barð- inu á sjúkdómi sem gjörsamlega lamar andlegt og líkamlegt þrek hans, bindur í einu vetfangi enda á glæsilegan starfsferil og útilokar hann frá samfélaginu. Fólk sem þannig er ástatt um vill oft gleymast, ef til vill vegna þess að við óttumst það sem við ekki skiljum. En þeir sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Birni Ólafssyni áður en hann veiktist, munu aldrei gleyma honum. Þeir munu aldrei gleyma hinni miklu lífsgleði hans og mannkostum. Mér er það mjög kært að minn- ast hans með þessum fáu orðum. Hugur minn reikar aftur til þeirra ára er ég sté mín fyrstu spor á tón- listarbrautinni. Þessi ár bemsku minnar og æsku eru órjúfanlega tengd Birni. Inntökupróf mitt í Tónlistarskólann í Reykjavík stendur mér ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum: Sólríkur vordagurog stórkostlegt útsýni yfir Tjörnina, konsert í a-moll eftir Vivaldi og góðlegur maður með andlit sem geislaði ekki minna en sólin sem úti skein á Tjörnina. Þannig voru okkar fyrstu kynni. Þau urðu táknræn fyrir öll þau ó- komnu ár sem Björn var minn læri- meistari og vinur. Sólskinið bar alltaf sigur úr býtum, þótt oft væri á brattann að sækja. Björn kom alltaf einstaklega ljúfmannlega fram við nemendur sína, alltaf glaður í bragði og hlýr. Hann var miklum gáfum gæddur og hafði óvenjulega hæfileika til að miðla öðrum af list sinni og reynslu. Ást hans á tónlistinni var smitandi. Björn Ólafsson var meðal þeirra fáu einstaklinga innlendra og er- lendra sem lyftu Grettistaki í tón- listarmálum okkar íslendinga. Hann var í hópi þeirra sem plægðu akurinn fyrir komandi kynslóðir. Starf hans bar ríkulegan ávöxt. Við erum mörg sem minnumst Björns með djúpu þakklæti. Bless- uð sé minning hans. Vandamönnum sendi ég samúð- arkveðjur. Guðný Guðmundsdóttir. Nú þegar Björn Ólafsson er allur læt ég hugann reika aftur um nær fjóra áratugi en þá kynntumst við fyrst. Vorhugur var með þjóðinni, hún hafði nýverið öðlast fullt sjálfstæði og stofnað lýðveldi, uppbygging eðlilegra atvinnuvega landsmanna var mikil, hver hönd hafði verk að vinna, Ólafur Thors taldi það vera „goðgá“ að útlenzkir fengju „land af okkar landi til þess að gera það land að sínu landi“, en Halldór Laxness skrifaði íslandsklukkuna. Á þessum árum var mikil gróska í flestum greinum lista, ekki síst í tónlistinni. Einn fremstur tónlistarmann- anna var Björn Ólafsson. Nokkr- um árum áður hafði hann komið heim til íslands eftir að hafa lokið með miklu láði prófi í fiðluleik hjá hljómlistarháskóla í Vínarborg. Björn hafði mikið vald á fiðlu sinni og hafði þegar hér var komið leikið sig inn í hjörtu landsmanna. Jafnframt var hann forkur dug- legur og mikill drengskaparmaður. Hann varð ákaflega nýtur maður þjóðinni, með fiðluleik sínum á hljómleikum og í hljóðvarpi og með kennslu sinni auðgaði hann tónmenningu þjóðarinnar allrar. Auðvitað var hann ekki einn um hituna, aðrir frábærir tónlistar- menn lögðu þar hönd á plóg en hlutur Björns var mikill. Nemendur Björns urðu margir. Hann var afburða kennari því hann var svo einlægur og heill í starfi. Hverju sinni reyndi hann að fá nemandann til að skilja að góður fiðluleikur felst ekki eingöngu í því að strjúka boganum á réttan streng fiðlunnar og hafa fingurgripin ná- kvæm, fiðluleikarinn yrði að gefa sjálfan sig á vald tónanna ef svo mætti að orði komast, hann yrði að skilja hvað tónskáldið var að fara með verki sínu og túlka þennan skilning fyrir áheyrendur og beita til þess eigin skaphöfn. Þetta gerði Björn með einstakri ljúfmennsku en um leið með mikilli festu. Ein dóttir mín sem þá var lítil hnáta var í læri hjá Birni. Árin liðu og telpan óx úr grasi, gifti sig og eignaðist börn og buru. Frumburð sinn nefndi hún Björn í höfuðið á Birni Ólafssyni. Ég segi frá þessu til að sýna hug hennar til kennarans og vinarins og sú er trú mín að hug- ur annarra nemenda Björns hafi verið í svipuðum dúr. Vissulega voru nemendur í góðum höndum þegar þeir voru í höndum Björns Ólafssonar. Fyrir um það bil 10 árum veiktist Björn mjög alvarlega og varð ófær til vinnu. Það er þungt til þess að hugsa en ekki tjóar að sakast um. Eg þakka vini mínum Birni fyrir margt og mikið og kveð hann með trega. Aðstandendum hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Haukur Helgason. Með Birni Ólafssyni er genginn einn af frumherjum íslensks tón- listarlífs. Hann hvarf heim frá glæsilegum námsferli og miklum framavonum meðal evrópskra stórþjóða tónlistarinnar og helgaði líf sitt því starfi að leggja grundvöll að íslenskri tónlistarmenningu. Þegar ráðist er í stórvirki gegnir oft furðu hversu áræði og afköst brautryðjenda eru mikil að vöxt- um. Svo var farið um störf Björns, að þegar litið er til baka á kveðju- stund má segja að hann hafi unnið fullt starf þriggja manna að minnsta kosti. Auk þess að vera kons- ertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands í aldarfjórðung, eða allt frá stofnun sveitarinnar þar til að heilsa hans brást, flutti hann sem einleikari fjölmörg höfuðverk fiðl- ubókmenntanna, bæði með hljóm- sveitinni og einnig með píanósam- leik. Sérstaklega eru minnistæðir margir tónleikar þeirra fornvina, Björns og Árna Kristjánssonar. En sá þriðji þáttur starfa Björns sem honum var kærastur a.m.k. hin síðari ár var kennsla hjá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Ég kynntist Birni fyrst er ég hóf hjá honum nám í fiðluleik og varð hann mér sem og öllum öðrum nemendum sínum ógleymanlegur kennari og vinur. Kennslustundir hjá Birni voru á stundum hrein op- inberun og alltaf mannbætandi. Áf fundi Björns fór maður ætíð glað- ari og bjartsýnni á lífið. Nemendahljómsveit Tónlistar- skólans var stór þáttur í skólastarf- inu og mínar bestu minningar frá unglingsárunum eru tengdar henni. Björn stofnaði þá sveit og stjórnaði, þar til hann lét af störf- um. Eins og gefur að skilja var það æði mislitur hópur er þar lék sam- an, nemendur mislangt komnir í námi, en það var ótrúlegt hvað Björn gat hrifið þennan hóp til dáða. Þar hefi ég kynnst mestri „spilagleði“ um ævina. Sem félagi var Björn einstaklega ljúfur og skemmtilegur. Ef við í nemenda- hljómsveitinni hugðumst gera okk- ur glaðan dag, var alltaf fyrst gengið úr skugga um að Björn gæti tekið þátt í gleðinni með okkur. Ef hægt er að kalla einhvern einn mann föður Sinfóníuhljómsveitar íslands, þá á það við um Björn Ól- afsson. Sem konsertmeistari hafði hann mjög mikil áhrif á mótun sveitarinnar í upphafi og einnig er það staðreynd að flestir fiðluleikar- ar sem starfað hafa í hljómsveitinni hafa verið nemendur hans. í nafni Starfsmannafélags Sin- fóníuhljómsveitarinnar vil ég þakka honum innilega hans fórn- fúsa starf og ánægjulegar samver- ustundir þau 25 ár sem hann starf- aði með sveitinni. f mínum huga er orðið listamað- ur dýrt orð og oft á tíðum ofnotað. En um Björn Ólafsson vil ég segja: Hann var mikill listamaður. Aðstandendum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Helga Hauksdóttir. ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng ,seV\^ •s' Dúllci Snorrabraut 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.