Þjóðviljinn - 12.04.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 12.04.1984, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. apríl 1984 Tillaga Guðrúnar Helgadóttur og fleiri samþykkt á alþingi Stefnumark- andi könnun samþykkt Einsetinn skóli, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir orðið stefnumál alþingis - Þingsályktunartillaga Guðrún- ar Helgadóttur og fleiri um stefnu- markandi könnun á vegum ríkis- stjórnarinnar um skólamál var samþykkt á alþingi i fyrradag. Til- lagan kveður á um að metinn verði kostnaðarauki ríkissjóðs og sveitarfélaga við að samfelldur skóladagur verði í öllum grunn- skólum. Könnunin miðist við 1) einsetinn skóla, 2) samfelldan skóladag, 3) skólamáltíðir handa nemendum og starfsliði. Jafnframt verði kannað hvort ekki minnki þörf fyrir skóladag- heimili og athvarf ef samfelldum skóladegi verði komið á og hverju sá sparnaður kann að nema. Niður- stöðurnar eiga að verða lagðar fyrir næsta þing og kostnaðurinn af könnuninni greiðist af ríkissjóði. Einungis jákvæðar umsagnir Þingsályktunartillagan var til meðferðar hjá allsherjarnefnd og var hún send fjölmörgum aðiljum til umsagnar. Umsagnirnar voru allar jákvæðar. Tillagan var síðan lögð fram með orðalagsbreyting- um og samþykkt í sameinuðu al- þingi í fyrradag. Flutningsmenn með Guðrúnu Helgadóttur voru þau Svavar Gestsson, Kolbrún Jónsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Jóhanna Sigurðardóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. - óg/mhg. Gu&rún Helgadóttir alþingisma&ur fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sem er ein sú fyrsta sem samþykkt ér frá stjórnarandstæðingum á þessu þingi. „Tekur því ekki að selja glerin“ Tónleikahald víða í kvöld: „Helst ef maður er sjúkur í sælgæti annars hendir maður glerjunum“, segja unglingar Sinfóníu- hljómsveit Islands: í minningu Björns 14. áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í kvöld eru helgaðir minningu Björns Ólafs- sonar konsertmeistara. Á efnisskrá er m.a. Sálmasinfónía fyrir kór og hljómsveit eftir Igor Stravinsky og aðstoða Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð við flutning hennar. Kórstjóri er Þorgerður Ingólfsdóttir en stjórn- andi tónleikanna er Jean-Pierre Jacquillat. Efnisskráin er sem hér segir: Samuel Barber: Adagio fyrir strengjasveit, op. 11. Franz Schu- bert: Sinfónía nr. 5 íB-dúr. Þorkell Sigurbjörnsson: Díafónía, frum- flutningur. Igor Stravinsky: Sálma- sinfónía fyrir kór og hljómsveit. í Njarð- víkurkirkju í kvöld kl. 20 verða föstutón- ieikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju og koma þar fram Kjartan Már Kjart- ansson, víóluleikari, söngvararnir Ragnheiður Guðmundsdóttir, Helgi Maronsson og Guðmundur Sigurðsson. Einnig munu söng- nemar og Kór Tónlistarskóla Njarðvíkur syngja undir stjórn Gróu Hreinsdóttur og kór kirkj- unnar undir stjórn Helga Braga- sonar. Drengjakór í Kópa- vogskirkju f kvöld, fimmtudag 12. apríl kl. 20.30, heldur enskur drengjakór Hampton School Choral Society tónleika í Kópavogskirkju. I kórn- um eru 38 drengir sem einnig koma fram í kirkju Ffladelfíusafnaðarins á laugardag kl. 17. „Maður nennir ekki að burðast með tóm glerin til að selja þau, fær ekkert fyrir þetta, það er miklu nær að fá útrás við að stúta þeim“, sagði unglingur sem Þjóðviljinn hitti í gær. í síðustu viku hækkuðu gler frá Sanitas úr 4 í 5 krónur fyrir litlar flöskur. Aðrir gosframleiðendur hafa ekki hækkað verð á glerjum ennúerfrjáls álagning á þeim. Hjá Vífilfell hf. var Þjóðviljanum sagt að líta mætti á verð á glerjum sem tryggingarverð til þess að neytand- inn skili því til baka. Gler þarf að endurnýja eftir vissan tíma og reynt er að finna út eitthvað meðal- verð sem jafnframt fælir fólk ekki frá því að kaupa gos þótt það hafi ekki glerin meðferðis. „Það er helst ef maður er sjúkur í sælgæti að maður nenni að selja gler en annars hendir maður þeim. Þetta eru orðin það sterk gler að það þarf átak við að brjóta þau og þess vegna fær maður meira út úr því“, sögðu Bergur og Róbert ung- lingspiltar sem við hittum í gær. Strákarnir eru 15 ára gamlir, annar þeirra er í 7. bekk en hinn hættur í skóla. Þeir eyða tómstund- um sínum í leiktækjasölum og voru að koma úr einum slíkum. Sögðu þeir að misjafnt væri hvað þeir færu með mikinn pening þar á dag en að ekki tæki því að selja gler til að fjármagna það því ýmsar leiðir væru til að ná í peninga á annan hátt. -J'P- Jahn Teigen aðaldriffjö&rin í hljómsveitinni Prima Vera, Anita Skorgan þekkt dægurlagasöngkona í heimalandi slnu og á milli þeirra Davíð Oddsson heiðursgestur og borgarstjóri. Þau Anita og Jahn giftu sig í febrúar og „varð það brúðkaup frægt langt út fyrir landsteina Noregs“. Mikið um dýrðir á afmæli Helgarpóstsins: Borgarstjórinn heiðursgestur Norskt „stjörnupar“ skemmtir í tilefni fimm ára afmælis Helg- arpóstsins verður haldin vegleg af- mælisveisla á Hótel Borg á morgun, föstudag. Heiðursgestur á afmæli blaðsins er Davíð Oddsson borgar- stjóri og meðal skemmtikrafta er Jahn Teigen og Anita Skorgan, norskt par sem m.a. hefur keppt í Eurovision-keppninni. Auk þeirra koma Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg fram og kynna há- tíðina. í fréttatilkynningu frá Helgar- póstinum er bent á að Jahn Teigen hafi orðið heimsfrægur þegar hann varð neðstur í söngvakeppninni tvö ár í röð en þar segir einnig að hann sé kunnur fyrir rokksöng sinn og hafi lengi verið aðaldriffjöður í hljómsveit sem heitir Prima Vera. Þá hafi hann nýlega lokið gerð stór- kvikmyndar um Ölaf helga Noreg- skonung og fjallað þar um sögu konungsins á óhefðbundinn hátt. Anitu Skorgan er í fréttatilkynn- ingunni getið sem þekktrar dægur- lagasöngkonu í heimalandi sínu sem skrifi flestöll lög sín sjálf og sé að auki afburða píanóleikari. Þá segir í fréttatilkynningunni: „Jahn og Anita giftu sig s.l. febrúar og varð það brúðkaup frægt langt út fyrir landsteina Noregs.“ Skemmtunin hefst kl. 22 og verður húsið opnað kl. 21.30. Öllum er heimill aögangur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.