Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. aprfl 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5 v"e rO' fV 4' i V; 0>X %■ Xfi*' , x'0 Mts*' EN SKA 1984 A9 qA o9 ST 1984 3. heftv I VaU A^gét islenska 1984 Va>: Ve ,7984 3 ^eft/ rs/un Uf ar arfe/'kn/ n9Ui Þessl prót tóku hátt 14000 krakkar f vetur. Hvernig er staðið að samræmdu prófunum? „Mitt mat er það, að draga œtti úr þessum prófum og auka ábyrgð skólanna“, segir Ólafur Proppé, formaður prófanefndar Hátt í 4000 ungmenni hafa nú fengið niðurstöður um árang- ur sinn í samræmdu prófun- um. í 4 námsgreinum eru krakkarí9. bekkprófaðirum allt land á sama tíma. Ákveð- inn hópur m.a. tilnefndur af menntamálaráðherra, semur prófin og feryfir þau. Þjóðvilj- inn hafði samband við Ólaf Proppé formann prófanefnd- ar og fékk svör við ýmsum spurningum sem komið hafa upp í umræðum um sam- ræmdu prófin. Af hverju samræmd próf í 9. bekk grunnskóla? - Paö er sögulegt sjónarmið sem segir að flokka verði nem- endur í hópa og að ekki eigi allir að komast allt. Skólaskyldu lýkur með 8. bekk. Við stöndum okkur illa í námsráðgjöf og þetta er sjál- fvirkt kerfi sem gengur vel á yfir- borðinu. Ákvarðast val um framhalds- nám af árangri úr prófunum? - Framhaldsskólar krefjast lágmarkseinkunnar, en krakk- arnir geta t.d. ekki valið sér menntaskóla sjálf því þeir eru svæðaskólar. í hvaða námsgreinum eru sam- ræmd próf? - íslensku, ensku, einu norðurlandamáli og stærðfræði. Flestir taka dönskuprófið en dæmi eru um að krakkar sem hafa átt heima í Svíþjóð eða Nor- egi taki próf í þeim málum. Stærðfræðiprófið byggist á kjarna sem allir taka og vali um rúmfræði, algebru eða verslun- arreikning. Er alltaf prófað í sömu grund- vallarfögunum? - Það eru 4 ár síðan farið var að prófa í þessum 4 greinum. Áður var prófað í stærðfræði og íslensku en val var á milli raun- greinar eða samfélagsfræði og dönsku eða ensku. Því var hætt vegna gagnrýni frá kennurum í raungreinum og samfélagsfræði. Þeir töldu prófin koma í veg fyrir breytta kennsluhætti. Það er ákvörðun ráðherra í hvaða grein- ' um er prófað. Prófanefnd lagði til fyrir tveimur árum að aðeins yrði prófað í 2 greinum, stærðfræði og íslensku. Það hefur ekki komist í gegn. Nú er könnun í gangi,sem er lokaverkefni nokkurra nem- enda Kennaraháskóla íslands, á viðhorfi kennara til samræmdra prófa og koma niðurstöður vænt- anlega fljótlega í ljós. Það sem hefur ráðið vali á þess- um 4 grundvallargreinum til sam- ræmdra prófa eru leifar af gömlu fyrirkomulagi. Það er söguleg hefð að baki þeirri skoðun aö framhaldsnám byggi á þessum greinum. Hvers vegna eru prófln í febrú- ar og hvernig stendur á því að margar vikur líða þangað til nið- urstöður koma? - Prófin eru í febrúar til þess að hægt sé að nota það sem eftir er vetrar í annars konar nám en það sem beinlínis kemur á próf- inu, t.d. starfskynningar og fl. Það tekur nokkrar vikur að fara yfir prófin. 10 prófdómarar, sérfræðingar í hverri grein, fara yfir úrlausnirnar. Það er ekki hægt að gera það á skemmri tíma. Ef fleiri ynnu við þetta væri ekki jafn mikil samræming. Hverjir vinna við gerð próf- anna? - Það eru vinnuhópar sem í eru sérfræðingar í greininni, kennari sem hefur reynslu af skólastiginu, prófafræðingur og síðan er þetta borið undir námsstjóra í viðkom- andi greinum. Eru dæmi um að nemendum sé ýtt frá samræmdum prófum og þau iátin Ijúka náminu í 8. bekk? Það er í minnkandi mæli. Lítið er um brottfall úr 8. bekk þó er það mismunandi eftir héruðum, meira þar sem ekki er boðið upp á 9. bekk grunnskóla. Má álykta að skólar undirbúi nemendur misvel? - Vaxandi fjöldi skóla aðlagar kennsluna síðustu mánuði fyrir prófin að þeim. Jafnvel er það gert með því að minnka kennslu í öðrum greinum til að geta eytt meiri tíma í undirbúning sam- ræmda prófsins. Hvaða skólar koma best út úr samræmdu prófunum? - Við höfum þessar upplýsing- ar á trúnaðarskýrslu sem einkum eru ætluð til þess að skólarnir geti séð hvar þeir standa og náð sér upp ef þörf er á. Þetta er algjört trúnaðarmál enda ekki æskilegt að verið sé að bera saman skóla á þessum grundvelli. Eiga samræmdu prófln rétt á sér? - Mitt mat er það að draga ætti úr þessum prófum og auka ábyrgð skólanna. Þá aðlagast kennslan og skólastarfið betur að krökkunum og aðstæðum þeirra. Betra væri að stefna að sam- ræmdu könnunarprófi til þess að skólarnir viti nokkurn veginn hvernig þeir standa. Það væri hægt að gera hvar sem er í árgangi og án þess að tengja það einkunn- um. -jP Miklar breytingar á Stúdenta- kjallaranum sem mun fá nafnið Skálkaskjól tvö Miklar breytingar hafa að und- anförnu staðið yfir í kjallara Fél- agsstofnunarstúdenta. Á föstudaginn verður opnað eftir endurbætur og fær staðurinn nýtt nafn, Skálkaskjól tvö. „Við erum að breyta kjallar- anum gjörsamlega. Stúdentakjall- arinn í sinni gömlu mynd verður ekki lengur til staðar. Nú hefur ver- ið lokað milli Gamla Garðs og kjallarans og gengið inn um dyr sem eru staðsettar þar sem af- greiðslan var. Með nýju nafni erum við að reyna að höfða til fleiri en stúdenta því passi þeirra er alls ekki inngönguskilyrði“ sagði Stef- ana Harðardóttir starfsmaður hjá Félagsstofnun við okkur í gær þeg- ar við litum á staðinn. „Breytingarnar hafa staðið yfir í IV2 mánuð og Kristín Lára Ragn- arsdóttir innanhússarkitekt hann- aði þær. Við ætlum að hafa nýjan og betri matseðil af léttara taginu og ásamt léttum vínum erum við með ölbollu með matnum". Skálkaskjól tvö dregur nafn sitt af revíu sem Nína Sveinsdóttir söng inn á plötu, - hver man ekki eftir textanum: „Ef þú leiður ert á lífinu þá labbaðu við hjá vífinu í Skálkaskjóli tvö". -jP Fjölmennt starfsllö hetur í 11/2 mánuð unnlð eð gagngerum breytlngum á kjallara Félagsstofnunar stúdenta. Mynd: Atll.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.