Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. aprfl 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 15 A9 vera Leikfélag Hafnarfjarðar: 22. grein Leikverk byggt á hinni þekktu bók Jos- ephs Heller „Catch-22“. Leikstjóri og þýðandi: Karl Ágúst Úlfs- son. Aðstoðarleikstjóri: Katrín Þorláksdótt- ir. Tónlist: Jóhann Morávek. Leikmynd: Ragnhildur Jónsdóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Það er ekki á hverjum degi sem áhugamannaleikhús hérlendis tek- ur sér það verk fyrir hendur að frumsýna eitt af þekktari bók- menntaverkum síðari tíma. Leikfé- lag Hafnarfjarðar sem endurreist var af áhugasömu ungu fólki fyrir fáum árum ræðst í þetta stórvirki undir handleiðslu Karls Ágústs Úlfssonar, sem lauk fyrr í vetur við þýðingu sína á hinu margrómaða ádeiluverki Josephs Heller um 22. greinina. Og það verður að segjast að leikhópurinn skilar bærilega þessari sögu um baráttu flugliðans Yossarian við valdasjúka og misk- unnarlausa yfirmenn sína. Grein 22 er ekki til, en það breytir engu því allir halda að hún sé tii, segir á einhverjum stað í leiknum. Tuttugasta og önnur grein segir að þú verðir alltaf að gera það sem yfirmaður þinn segir þér. Og 22. grein hermennskulag- anna segir einnig að sá sem vill komast hjá því að berjast geti ekki Lúðvik Geirsson skrifar um leikhús verið brjálaður í alvöru. Með öðr- um orðum: Sá einn getur hætt að berjast sem er brjálaður en það er ekki brjálaður maður sem vill hætta stríðsleiknum því það eru einungis brjálaðir menn sem taka þátt í honum. Hringnum lokað og enginn kemst undan. Josep Heller tók sjálfur þátt í sprengjukasti Bandamanna á Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni og í bók- inni Catch-22 sem hann var með í 6 ár í smíðum endurspeglast það hugarvíti sem hann gekk í gegnum sjálfur í flugsveitinni. Fáránleiki stríðsins og misbeiting valdsins. Bókin náði strax miklum vinsæld- um enda umbrotatímar í byrjun sjöunda áratugsins. Áratug síðar var það sýnt fyrst á leiksviði í leik- gerð Helíers. Leikgerðin fylgir anda bókarinn- ar að stærstum hluta. Þar er allt fullt af lífi og ótaldar persónur koma við sögu. Þessi fjölþætting verksins skerpir enn frekar þá ein- földu sögu sem verið er að segja. Helsta hættan sem þessi uppbygg- ing framkallar er flókið og lang- dregið sjónarspil. Með markvissri Daneeka læknir (Hallur Hallson) t.h. og Wintergreen póstþjónustumaður (Jakob Grétarsson) ræðast vlð. Mynd-eik. uppfærslu þar sem leiksviðið var notað til hins ítrasta og innákomur voru allar nokkuð óvenjulegar þar sem baksviðið var ekkert, varð úr samtvinnaður og heildstæður leikur, en hitt stendur eftir að ef- laust mætti stytta á köflum úr sýn- ingunni sem stendur í yfir 2 1/2 tíma. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir að þessu sinni í Hafnarfjarðarbíói og til að svo mætti verða varð að bygga 7 metra langt svið fram í áhorfendasalinn. Bíóið er á engan hátt búið undir leiksýningar en hlý- leiki salarkynna og úrræðasemi leikara og leikstjóra gera þetta bíó- hús að hinu þekkilegasta leikhúsi. Nú heyrist aftur að von sé betri tíma hjá Leikfélaginu þar sem það fær Bæjarbíó til afnota fyrir starf- semi sína í sumar, og það hlýtur að vera aðstandendum félagsins mikið tilhlökkunarefni að fá fastan samastað. Nær allir endurreisnarmenn Leikfélags Hafnarjarðar hafa hlotið sína leikhússkírn í fjöl- breyttu leiklistarlífi Flensborgar- skóla undangengin ár. Þetta er ungur frískur hópur sem hefur lært mikið af reynslunni en á ennþá eftir að bæta ýmsu við sig. Það voru 17 leikarar sem komu fram í sýningunni í Hafnarfjarðar- bíói í nærri 40 hlutverkum. Viða- mesta hlutverkið Yossarian liðs- foringja fer Lárus Vilhjálmsson með og kemst vel frá sínu. Bræð- urnir Daníel og Hallur Helgasynir komu fyrir í ýmsum gervum og fóru liðlega með hlutverkaskiptin. Einkum náði Daníel sér vel upp sem sálfræðingurinn. Jón Sigurðs- son í hlutverkum ofurstans og Ma- jor Major er kraftmikill leikari og býr yfir fáguðurr. leik. Einkum naut hann sín vel í hlutverki hins drambláta og um leið vorkunn- sama Cathcart ofursta. Aðrir leikarar komust vel frá sínu og þá ekki síst stúlkurnar sem höfðu með höndum hin smærri en tilfinninga- næmu hlutverk. Hafnfirðingar hafa löngum kvartað undan því að alla skemmtan og menningu verði að stærstuni hluta að sækja út fyrir bæ- inn.Leikfélag Hafnarfjarðar hefur undanfarin misseri sýnt það og sannað að þar fer verðugur menn- ingarfulltrúi bæjarins. Slík starf- semi nær hins vegar ekki að lifa og dafna nema henni sé sýnd ræktar- semi af þeim sem hún á að þjóna. -Ig- brjálaður hermaður Þegar framleiðsla, þjónusta og verslanir sameinast um eitt merid, máttu vera viss um að meridð tákni gæði! £V SS SS-búðimar Verslanir sem bjóða viðráðanlegt vöruverð Hafnarstræti 5 Aðalstræti 9 Skólavörðustíg 22 Bræðraborgarstíg 43 Laugavegi 116 Austurveri Glæsibæ Iðufelli 14 SLÁTURFÉLAG $ Akranesi SUÐURLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.