Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 12
XpioðviuiniA Aðalsimi Þjoðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Fimmtudagur 12. apríl 1984 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Stefnt að 50 miljón króna sparnaði á rekstri spítalanna Bitnar á einhverri þjónustu segir Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkis- spítalanna „Það er óskaplega erfitt að sjá nokkurn áþreifanlegan árangur ennþá, en við eigum von á því eftir sumarið að sjá einhvern ár- angur“, sagði Davíð Á. Gunnars- son forstjóri ríkisspítalanna að- spurður um sparnaðaraðgerðir sem stjórnvöld hafa fyrirskipað í rekstri og mannhaldi ríkisspítal- anna. Eins og komið hefur fram í fréttum verður einhverjum deildum sjúkrahúsanna lokað í sumar, en að sögn Davíðs er ætl- unin að spara um 4Í/2 miljón með þeim aðgerðum. Fyrirskipunin sem stjórnarnefnd ríkisspítal- anna fékk frá stjórnvöldum í des- ember sl. var hins vegar að spara 2'/2% í launakostnaði og 5% í rekstrarkostnaði sem samanlagt gerir um 50 miljónir. „Við höfum unnið upp mjög ítarlegar tillögur til sparnaðar á nánast öllum sviðum. Þar er talað um sparnað á starfsmannahaldi, ætlum að halda því í algjöru lág- marki, draga úr yfirvinnu, loka sumum deildum í sumar og draga úr ráðningu sumarafleysinga- fólks eins og unnt er, spara á inn- kaupum og reyna að bjóða út meira af vörum“, sagði Davíð. Slíkar aðhaldsaðgerðir hafa meira og minna verið í fram- kvæmd frá því árið 1977, en ár- angur nú því kannski ekki eins mikill og annars hefði verið. Davíð benti á að viss takmörk væru fyrir því hve langt menn kæmust í sparnaði. Akveðinn sparnaður gæti kallað á vissa fjár- festingu sem ekki væru til neinir peningar í að framkvæma. Aðspurður um hvort þessi sparnaður myndi ekki bitna á þjónustu við sjúklinga sagði Da- víð að ákveðið hefði verið að reyna að spara með sem víðtæk- ustum aðgerðum á sem flestum sviðum og það væri því ljóst að einhvers staðar myndi slíkt bitna á einhverri þjónustu, en reynt yrði að komast hjá því eftir mætti. -lg- Dalvíkingar á þingi. Svanfríöur Jónasdóttir og Kristín Tryggvadóttir sem einnig mun hafa tyllt tánni á Dalvík eru nú sessunautar á þingi. Svanfríður situr fyrir Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra en Kristín fyrir Alþýðu- flokkinn í Reykjaneskjördæmi. (Ljósm.: eik). Nýtt átak í samskiptum við fátœkari lönd Lissabon- ráðstefnunni lauk í gær Ályktun Norður/Suður ráðstefn- unnar í Lissabon var samþykkt við lok ráðstefnunnar í gær með afger- andi hætti. Ályktunin þykir marka tímamót í afstöðu Evrópuþjóða til Norður/Suður málanna, en þar er kveðið á um átak gegn hungri í heiminum, stuðning við tillögur samtaka fátækra ríkja um ger- breytingu á efnahagsskipan í heiminum, gagnrýni á Bandaríkin fyrir að hafa skorið niður framlög tii þróunarsjóðs Alþjóðabankans og tillögur um hvernig færa skuli ijárinagn frá vígbúnaðarkapp- hlaupinu til þróunaraðstoðar. Dumas Evrópuráðherra Frakk- lands kom með samþykkt frönsku ríkisstjornarinnar á ráðstefnuna í gær um afdráttarlausan stuðning hennar við ályktunina og fyrirheit um að fylgja henni fast eftir, en forseti Frakklands fer með for- mennsku í Efnahagsbandalaginu um þessar mundir. Portúgalska ríkisstjórnin, sem er gestgjafi ráð- stefnunnar, hefur einnig gefið fyrirheit um hið sama og þykja við- brögð benda eindregið til þess að hér hafi markið verið sett á upphaf nýrrar sóknar í skiptingu heimsins gæða. Pórtúgalski utanríkisráðherrann Gama og Ólafur Ragnar Grímsson sem hefur haft formennsku með höndum í undirbúningi ráðstefn- unnar, halda fund í dag þar sem framhaldið verður reifað. -óg Verkföll yfirvofandi á miðnætti Miðar hægt segir sáttasemjari sem heldur stöðuga fundi með deiluaðilum „Það miðar hægt á öllum stöð- um“, sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari í samtali við Þjóð- viljann í gær. Fjórir launþegahóp- ar og einn einstaklingur eiga nú í kjaradeilum og hafa allir nema starfsmenn ríkisverksmiðjanna boðað til verkfalls. Skipstjórar sátu á fundi hjá sátta- semjara frá því í gærmorgun og fram á kvöld án árangurs en boðað verkfall þeirra kemur til fram- kvæmda á miðnætti n.k. sunnudag. Sama er að segja um Mjólkurfræð- inga. Þeir koma til sáttafundar í dag kl. 15. Flugfreyjur sátu á fundi í allan gærdag og fram á kvöld en þær hafa boðað verkfall frá mið- nætti í kvöld, náist ekki samkomu- lag um fjölgun flugfreyja í DC-8 þotum Flugleiða úr 5 í 6. Skipstjórinn á þörungarpramma vinnslunnar á Reykhólum er kom- inn í verkfall en í fyrradag slitnaði upp úr fundum í deilu hans. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður en mál skipstjórans er rekið sem sérmál þar sem meginkrafan er að launakjör hans falli undir ákvæði samninga skipstjórafélagsins en verði ekki bundið sérsamningum eins og hingað til. - lg. Svangir innbrots- þjófar „Það var öllum mat nema smábrauðbita stolið og um 1700 krónum sem nemendasjóður átti“, sagði Jóhanna Einars- dóttir ritari í Vesturbæjarskól- anum við Þjóðviljann í gær. Brotist var inn í skólann í fyrri- nótt. „ Auðséð var að innbrotsþjóf- arnir hafa'verið svangir og pen- ingaþurfi því allt var á rúi og stúi í kennarastofunni og á skrifstof- unni-þegar við komum hingað í morgun. Ekkert var eyðilagt og verðmætum eins og segul- bandstæki var ekki hrpyft við“. - jp- Dómur kveðinn upp í Skaftamálinu: Lögregluþjón- arnir sýknaðir „Skafti gœti eins hafa hlotið áverkana fyrir eigin verknað“ segir í niðurstöðum dómsins Lögregluþjónarnir Guðmundur Baldursson, Jóhann Valbjörn Ól- afsson og Sigurgeir Arnþórsson voru í gær sýknaðir af ákæru ríkis- saksóknara um ólöglega handtöku, brot á opinberu starfi, harðræði og líkamsmeiðingar í svonefndu Skaftamáli. Dóminn kvað upp Sverrir Einarsson sakadómari. í niðurstöðum dómsins segir m.a. að telja verði sannað með framburði vitna að Skafti Jónsson hafi átt upptökin að átökunum í Þjóðleikhúskjallaranum sem urðu til þess að lögreglan var kvödd á staðinn. Skafta hafi borið skylda að hlýða fyrirmælum ákærðu að koma með þeim og er hann neitaði, hafi það verið rétt af ákærðu að hand- taka Skafta. „Á það ber þó að líta að ákærðu virðast ekki hafa kynnt sér alveg nægjanlega ástæðurnar, sem lágu að baki útkallsins, þegar þeir hófu handtökuaðgerðir sínar en það hefðu þeir átt að gera frek- ar“. Viðbrögð Skafta hafi hins veg- ar verið slfk að lögreglumennirnir hafi ekki átt annars úrkosta en handtaka hann og þeir því sýknaðir af ákæru um ólöglega handtöku. Varðandi áverka þá sem Skafti hlaut við handtökuna segir að ákærðu hafi allir mótmælt því að eiga sök á þeim og ekki liggi fylli- lega ljóst fyrir í málinu með hverj- um hætti Skafti hlaut áverkana. Lögreglumennirnir fullyrða að hann hafi dottið á gólfið í lögreglu- bílnum og engin lögfull sönnun fyrir því að lögregluþjónarnir hafi veitt honum áverkana. „Gæti Skafti eins hafa hlotið þá fyrir eigin tilverknað", stendur orðrétt í nið- urstöðum dómsins. í dómsorði eru lögregluþjónarn- ir sýknaðir af öllum ákærum máls- ins og allur sakarkostnaður dæmd- ur á ríkissjóð. -Ig. Skafti Jónsson um niðurstöðu Sakadóms , ,Hlægilegtk 4 „Ég er alveg orðlaus. Þetta er alveg ótrúleg niðurstaða, hreint ótrúleg. Maður dregur sinn lær- dóm af þessari niðurstöðu og þetta segir manni það eitt að það er ekki hægt að fara í mál gegn lögreglunni. Ég veit ekki hvað hefur vakað fyrir dómaranum, en þessi dómur er í engu samræmi við þá mynd sem rannsóknir þessa máls hafa gefið, og ekki heldur í neinu samræmi við ákær- una sem ríkissaksóknari gaf út“, sagði Skafti Jónsson m dóm saka- dóms í samtali við Þjóðviljann í gær. I dómnum segir að þú hafir átt upptökin að þessu öllu saman og gætir alit eins hafa hlotið áverk- ana fyrir eigin tilverknað. Hvert er þitt álit á þessum úrskurði? „Mér finnst þetta hlægilegt. Ég skil ekki hvernig nokkrum manni getur dottið í hug að handjárnað- ur maður eins og ég var þarna geti veitt sér alla þá áverka sem ég hlaut. Það er ekki hægt. Hvernig átti ég að fara að því að hárreita mig í hnakkann? Þess má líka geta að frá upphafi þessa máls þá höfum við farið fram á það að vissir aðilar yrðu yfirheyrðir sem gætu varpað ljósi á málið, en því hefur verið hafn- að. Þrátt fyrir að viðkomandi hafi sent bréf inn í réttarhaldið og óskað eftir því að fá að bera vitni og tilgreint ástæður fyrir því, var því hafnað. Það vekur grun- semdir um að menn hafi viljað fá ákveðna mynd af málinu og dreg- ið hana upp.“ Hvert verður framhald þessa máls. Verður því áfrýjað? „Þetta er opinbert mál sem ríkissaksóknari höfðaði og er því ekki í mínu valdi að ákveða fram- haldið og ég veit ekki hvernig það verður. Mér finnst þessi dómur vera áfall fyrir réttarstöðu borg- arans og ég segi fyrir mig að fyrst þessi var niðurstaðan þá hefði verið mun skárra að svæfa málið í fæðingu eins og iðulega er þegar mál sem þetta hefur komið upp. Þetta er eins og köld vatnsgusa framan í mann“, sagði Skafti Jónsson að lokum. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.