Þjóðviljinn - 12.04.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 12.04.1984, Qupperneq 3
Miðvikudagur 11. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Umræður utan dagskrár um gengisfellingarboðun Steingríms Gengisfelling ekki útilokuö - Það er bersýnilegt að ríkis- stjórnin hefur tekið það á dagskrá sína að fella gengið umfram það sem gert var ráð fyrir þegar gengið var frá samkomulagi um kjara- samninga 21. febrúar, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins þegar hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á alþingi í gær í tilefni af yfirlýsingum forsætisráð- herra um gengisfellingar ef ekki tækist að fylla gatið með öðru móti. Svavar benti á að gengislækkun þýði beina kjaraskerðingu umfram ella - og þá nægði ekki að leita samanburðar við laun í Suður- Evrópu, heldur þyrfti að leita sam- anburðar í öðrum heimsálfum. Ljóst væri að forsætisráðherra ætlaði að kenna fjármálaráðherra um þá gengisfellingu í anda gömlu Framsóknaraðferðarinnar. í fjórða lagi kæmi fram vítavert kæruleysi í yfirlýsingum, þarsem verið væri að gefa heildsölum og öðrum innflutningsaðiljum að- vörun til að þeir geti farið að ham- stra. Spurði Svavar hvort hægt væri að fá skýr svör um það hvort gengisfelling væri yfirvofandi eins- og Tíminn hefði eftir forsætisráð- herranum. Steingrímur Hcrmannsson sagði að fyrirsögnin úr Tímanum væri ekki hans. Sagði hann ríkisstjórn- ina munu standa við að verðbólgan færi ekki yfir 10% á árinu. „Mark- miðum stórnarinnar verður náð“, sagði ráðherrann. Þorsteinn Pálsson sagði að þessi ríkisstjórn hefði ekki verið mynd- uð til þess að missa stjórn á ríkis- fjármálunum. Genginu verður haldið stöðugu og þarf bara tíma til að finna leiðir sem duga. Vandan- um verður ekki eingöngu mætt með niðurskurði, þó hann sé nauðsynlegur að hluta. Kvað hann erlendar lántökur geta þurft að koma til. Svavar Gestsson kvað Steingrím fara undan í flæmingi. Hann gæfi engin ákveðin svör og útilokaði ekki gengisfellingu. Á sama tíma og verið væri að þyngja álögur á almenning væri ríkisstjórnin að flytja frumvörp um skattalækkanir Kristín Ólafsdóttir og Unnur Stefánsdóttir í hlutverkum sínum. „Þulur Theódóru til Norðurlanda U Allar sjónvarpsstöðvarnar á Norðurlöndum hafa ákveðið að taka til sýninga þrjá leikna þætti sem teknir voru upp hjá íslenska sjónvarpinu í vetur og byggja á þul- um Theódóru Thoroddsen. Ása Ragnarsdóttir, annar umsjónar- manna Stundarinnar okkar kynnti þættina á sameiginlegum fundi for- stöðumanna barnadeilda Norrænu sjónvarpsstöðvanna og var fyrsti þátturinn „Tunglið, tunglið taktu mig“ sýndur þar. Hinir tveir þætt- irnir voru kynntir með myndum en samsetningu þeirra er ekki lokið. Áformað er að sýna „Tunglið“ í páskabarnatímanum í íslenska sjónvarpinu. Allmargir leikarar koma fram í þuluþáttunum, en leikstjórn og sjónvarpshandrit vann Þórunn Sig- urðardóttir. Stjórn upptöku ann- aðist Viðar Víkingsson, en Baldvin Björnsson gerði leikmynd og bún- inga. Meðal leikenda eru: Jóhann Sigurðarson, Kristín Á. Ólafsdótt- ir, Saga Jónsdóttir, Guðrún Þórð- ardóttir, Kristján Franklín Magnús og Guðbjörg Thoroddsen, auk fjögurra stúlkna úr íslenska dans- flokknum, nokkurra barna og aukaleikara. Hundahaldið í Garðabæ_ 119 kvartanir undan 220 hundum árið 1983 Hundaeftirlitsmaðurinn í Garða- bæ var kallaður 119 sinnum út á síðasta ári vegna kvartana undan hundum í bæjarfélaginu, þarsem 220 hundar eru á skrá. í fréttatilkynningu frá Heilbrigð- isnefndinni í sveitarfélaginu er sagt frá því að flest útköllin séu vegna sömu hundana. f 15 skipti hafi þurft að fara með dýrin á Dýra- spítalann og á árinu hafi 4 hund- anna verið aflífaðir. Árleg hunda- hreinsun í Garðabæ var gerð í nóv- ember og hundsuðu nokkrir hundaeigendur að mæta. Eiga þeir yfir höfði sér sviptingu leyfis og kæru. Þrjár kærur eru til meðferðar hjá bæjarfógetaembættinu vegna hundahalds í Garðabæ. Hunda- hald er leyft í Garðabæ samkvæmt reglugerð heilbrigðisnefndar frá 1982. Ekki er getið um skaða sem mannfólkið hefur orðið fyrir vegna hunda í Garðabæ á síðasta ári í téðri fréttatilkynningu frá heil- brigðisnefnd Garðabæjar og Bessastaðahrepps. - óg. á bönkum, sparisjóðum, hlutafé- lögum og þar fram eftir götunum. „Þarna fann hún loksins litla mann- ínn". Og nú er farið að tala um erlendar lántökur til viðbótar við þvæluna alla. Umræðurnar héldu lengi áfram og var ríkisstjórnin harðlega gagnrýnd. - óg/mhg. Ólafur G. Einarsson um gengisfellingartalið í Steingrími: Fásinna og uppgjöf Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins var spurður álits á þeim yfirlýsingum stjórnarþingmanna og ráðherra, sem hver rekst á annars horn varð- andi uppfyllingu „gatsins“ svo- nefnda í fjárlögum og hvort þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins næði ekki saman um ákveðna tillögu til lausnar vandanum? „Ég vil í fyrsta lagi segja það um þessar yfirlýsingar, sem vissulega hafa verið í allar áttir að mér þykja það ekki skynsamleg vinnubrögð hjá þingmönnum að vera að lýsa einu og öðru yfir á meðan málið er á umræðustigi í þingflokkunum. Við höfum ekki lokið við málið og höfum raunar beðið eftir tillögum frá ríkisstjórninni og höfum því ekki eytt miklum tíma í það enn sem komið er en það verður á dag- skrá hjá okkur í dag. í þessu sam- bandi vil ég taka fram að það fá ekki allir það sem þeir vilja, þarna hljóta að rekast á sjónarmið, en yfirlýsingar í allar áttir leysa ekki málið.En þetta er mál sem menn verða að ná samkomulagi um innan þingflokka og milli sam- starfsaðila í ríkisstjórn." Nú hefur það verið haft eftir for- sætisráðherra að gengisfelling komi til greina sem lausn á málinu og er það aðcins enn ein hugmyndin sem varpað hefur verið fram, hvaða leið telur þú vænlegasta? „Ég hef viljað reyna til þrautar niðurskurðarleiðina og ég tel ekki fullreynt með hana. Við höfum verið andvígir því að fara í aukna skattheimtu, við höfum talið er- lendar lántökur komnar á það stig að ekki verði haldið áfram. Mér hefur sýnst menn vera nokkuð sammála um niðurskurðarleiðina. Ég lít á gengisfellingartal sem fás- innu og uppgjöf. Ef menn ekki komast að samkomulagi með sparnað, verður að endurskoða okkar hugmyndir um aukna tekju- öflun." - S.dór. Tvö lagafrumvörp frá ríkisstjórninni: Lækka skatta á bönkunum sem nemur tœpum 100 milj. króna á ári Á sama tíma og leitað er með logandi Ijósi að leiðum til að afla fjár í fjárlaga„gatið“ leggur ríkis- stjórnin fram lagafrumvarp á Al- þingi til að lækka skatta á bönkum landsins. Þessi skattalækkun á bönkunum kemur til með að nema nærri hundrað miljónum króna á ári. Um þetta mál sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins á Alþingi í gær: „Sömu daga og ríkisstjórnin er að tala um skattahækkanir á al- menningi til að stoppa í fjárlaga- „gatið" og skera niður það smánar- kaup sem greitt er í landinu þá er verið að dreifa á borðið hjá þing- mönnum frumvörpum um að lækka skátta og hver er þá hinn litli maður sem á sér vin í ríkisstjórn- inni? Jú, það eru viðskiptabank- arnir. Frumvarp til að lækka skatta á bönkunum er flutt hér á Alþingi af fjármálaráðherra, sömu dagana og menn eru að velta því fyrir sér hvernig ná eigi inn peningum í rík- issjóð, uppí gatið stóra. Ofan á þetta er búið að lækka skatta á fyrirtækjum, búið er að lækka skatta á hlutafélögum og nú á að lækka skatta á bönkum. Og til þess að þetta megi takast boðar Þor- steinn Pálsson að taka skuli erlend lán til að endar nái saman hjá ríkis- sjóði". Það var fátt um svör hjá stjórn- arliðum við þessari ádrepu Svavars og furðar kannski engan. - S.dór. Þingmenn Fram- sóknarflokks:______ Ætla að koma vandan- um yfir á Albert Ljóst er af ýmsum ummælum þingmanna Framsóknarflokks- ins að þeir ætla að koma efna- hagsvandanum eða' „fjárlaga- gatinu" öllu yfir á fjármálaráð- herra Albert Guðmundsson. Þannig segir Þórarinn Sigur- jónsson þingmaður Framsókn- ar á Suðurlandi í viðtali við blaðið Þjóðólf, þegar hann var spurður um aðal málin á Al- þingi um þessar mundir: „Efnahagsmálin eru alltaf í brennidepli, en ég læt fjárlaga- gatið eiga sig, það er málið hans Alberts". Þannig svarar þessi-þingmað- ur Framsóknarflokksins rnál- gagni sínu aðspurður um lausn þessa mikla efnahagsvanda- máls. - S.dór. Sígarettu eða vindil Verð á sígarettum hækkaði verulega við síðustu verðbreytingar ÁTVR. Aft- ur á móti hefur verðlagning vindla ekki tekið verulegum breytingum, sumar tegundir hafa hækkað smávegis og aðr- ar lækkað. Camel Lights kostaði 44,10 krónur pakkinn, en eftir verðbreytingu kostar hann 53,50. Winston Super Long Filter kostaði 45,60 en er nú á 55 krónur. Pakkinn hækkaði um tæpar 10 krónur. 25 Agio Grand Prix vindlar kostuðu 18,40 en eru nú á 17,90. Hofnar hækk- uðu aftur á móti, pakki með 25 vindlum kostar núna 50 aurum meira en áður. Tóbaksneytendur eru því ráðvilltir þessa dagana og velta vöngum yfir því hvort nú sé réttast að fara að dæmi Al- berts og taka upp vindilinn. -jp- Auglýsing Ibúö fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn er laus til afnota tímabilið 1. september 1984 til 31. ágúst 1985. Listamenn eða vísindamenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni. í íbúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Hún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðir en lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað til þriggja mánaða í senn. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambass- ade, Dantes Plads 3, 1556 Köbenhavn V, eigi síðar en 20. maí n.k. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi ósk- að er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð umsækjenda. Tekið skal fram að hússtjórn ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykja- vík og á sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.