Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 8
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. aprfl 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús á Skírdag Alþýðubandalagiö í Kópavogi býður til opins húss í Þinghóli á sumardaginn fyrsta (Skírdag) kl. 15-18. Stutt ávörp flytja Geir Gunnarsson alþingismaður og Heiðrún Sverrisdóttir bæjar- fulltrúi. Söngur - barnahorn - kaffi og kökur. Félagar í ABK eru eindregið hvattir til að líta inn. - Stjórn ABK Gelr Hel&rún Alþýðubandalagið í Ólafsvík: Félagsfundur Alþýðubandalagið í Ólafsvík boðartil fundarfimmtudaginn 12. apríl kl. 20.30 í Mettubúð. Dagskrá: 1) Sveitarstjórnarmál, Sigríður Þóra Eggertsdóttir bæjarfull- trúi hefur framsögu, 2) Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Síðasta spilakvöldið Munið síðasta spilakvöld vetrarins n.k. þriðjudag 17. apríl. Nánar auglýst á morgun. - Nefndin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Æskulyðsfylking AB Akureyri Aðalfundur verður haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.00. Fundarefni: Samþykkt laga ÆFA, stjórnarkjör og framtíðar- áform ÆFA. Allt ungt vinstra fólk er hvatt til að mæta. - ÆFA. Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga áð birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. Fylkingin Hvað vill Fylkingin? Opinn stjórnmálafundur um kreppuna, ríkisstjórnina og baráttu verkalýðsstéttarinn- ar. Fundurinn verður haldinn í kvöld fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dag- skrá: Ríkistjórnin og sókn auðvaldsaflanna: Már Guð- mundsson. Vandamál verka- lýðshreyfingarinnar: Árni Sverrisson. Baráttan fyrir ríkis- stjórn verkalýðsins: PéturTyrf- íngsson. Almennar umræður. Fundarstjóri er Sólveig Ás- grímsdóttir. Árnl Pétur Jarðarför móður okkar og ömmu, Mörthu Þórleifsdóttur Kleppsvegi 24, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. apríl kl. 15. Svala Guðmundsdóttir Karl Guðmundsson Steinunn Hauksdóttir. Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar Gunnars Stefánssonar bónda Vatnsskarðshólum Mýrdal. verður gerð frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 14. apríl kl. 11 f.h. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 7.30, sama dag. Unnur Þorsteinsdóttir og börn Auglýsið í Þjóðviljanum „Efnahagslega fatlað“ fólk: Fái niður- felld gjöld af Trabant er ósk hagsmuna- félags Trabanteigenda Klúbburinn „Skynsemin ræð- ur“, sem er félagsskapur Trabant eigenda hefur beint þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að felld verði niður aðflutningsgjöld af Trabant bifreiðum til fólks sem samkvæmt skilgreiningu klúbbsins er „efna- hagslega fatlað“. Þar er átt við ellil- ífeyrisþega, fóik með tekjur undir 15 launaflokki BSRB eða samsvar- andi og nemendur i HÍ og fram- haldsskólum. í greinargerð með tilmælunum sem hafa verið send ríkisstjórninni, segir m.a. að í ofangreindum hópi séu flestir verkamenn og skrif- stofufólk, námsmenn og gamla fólkið. Fyrir þetta fólk skipti niður- felling aðflutningsgjalda, 50% af verði Trabant bifreiðar, mjög miklu máli en fyrir efnameira fólk sé um að ræða upphæð sem skipti Klúbburinn Skynsemin ræður, en það er félag Trabant eigenda, hefur sent Steingrími Hermannssyni bréf og óskað eftir því að aðflutningsgjöld af Trabant verði felld niður fyrir „efnahagslega fatiað“ fólk. það litlu. Þá er og bent á að afslátt- urinn skipti ríkissjóð sáralitlu máli en fyrir t.d. gamla fólkið geti svona bflaeign haft verulegt gildi fyrir lífsfyllingu þess enda séu Trabant bílar traustir og öruggir í akstri og ekki sé hægt að fara mjög greitt á þeim. f lok greinagerðarinnar segir: Okkar reynsla er sú að menn venj- ist vel akstri þessara bíla þó þar sé hvergi neinn sk. lúxus fburður. Bifreiðin þjónar hverjum sem er til aksturs á vinnustað og í hvers kon- ar snatt. Varahlutir eru tiltölulega mjög ódýrir og viðhaldið auðvelt fyrir hvern sæmilega lagtækan mann þar sem allt kerfið er svo ein- falt. Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra hefur verið send þessi tilmæli og er þess vænst að málið verði athugað og um það tekin ákvörðun, segir í Iok fréttar Trabanteigendanna. -v. Mezzoforte vel vakandi í heimshornaflakki Heldur hljótt hefur verið um Mezzoforte hér heima að undan- förnu og hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort strákarnir séu lagstir í dvala. Það er nú öðru nær. Að undanförnu hafa Mezzo piltarnir verið önnum kafnir við tóiileika- hald, fyrst austur í Japan, síðan í Bretlandi, Þýskalandi og Norð- urlandatúr lýkur að öllum líkind- um þann 15. aprfl. Að vísu gæti það eitthvað breyst, því nú þegar hefur einum aukatónleikum í Kaupmanna- höfn verið bætt inn í dagskránna. Miðar á tónleika Mezzoforte í Jazzhus Montmartre seldust upp áður en 2 stundir voru liðnar frá opnun miðasölunnar. Mun nú vera uppselt á flesta tónleika strákanna á Norðurlöndum og sömu sögu er að segja frá Þýska- landi. Þar ruku miðar út strax í forsölu og var orðið uppselt á flestalla tónleika Mezzoforte í Þýskalandi löngu áður en að þeim kom. Þó eru það ekki neinir smákofar sem strákarnir voru bókaðir í. Helstu plötufréttir af Mezzoforte eru þær að lagið Mi- dnight Sun kom út í Bretlandi í febrúar og komst ofarlega á diskólistanum. í kjölfarið fylgdi útgáfa á stóru plötunni Observat- ion (Yfirsýn) í Bretlandi og hefur hún fengið ágætar móttökur. Einnig er platan komin út í Þýskalandi og er það inná Topp 50 breiðskífulistanum. Nýverið kom Observation síðan út í Nor- egi og komst strax í 14. sæti í út- gáfuvikunni og í Danmörku var platan í 25. sæti síðast þegar frétt- ist. Japanir ráðgera útgáfu í aprfl og Hollendingar, Belgíumenn Hljóðfæra- leikarar athugið! Skilafrestur til að panta verk á veg- um félagsins hefur verið fram- lengdur til 10. apríl. Umsóknar- eyðublöð fást í ístóni, Freyjugötu 1, Rvík. svo og önnur Evrópulönd áætla útgáfu á næstu vikum og mánuð- um. Eins og fram hefur komið í fréttum, hljóðrituðu skrákarnir lagið Spring Fever (Heima er best) í janúar þegar þeir komu aftur til Bretlands eftir jólaleyfið hér heima. Þessu lagi var síðan bætt inná stóru plötuna Obser- vation og nýlega lauk endur- vinnslu og hljóðblöndun lagsins. Er ráðgert að'gefa það út á lítilli plötu í Bretlandi í apríl mánuði. í breska vikuritinu Music Week fer Chris Week fögrum orðum um tónleika Mezzoforte í The Venueí Lundúnum nú fyrir stuttu og segir m. a. að hljóm- sveitin sé í hópi hinna mest spennandi á djass-fönk— tónlistarsviðinu. „Mezzoforte ætti á þessu ári að geta marg endurgoldið Steinari trú hans á hljómsveitinni, ef nokkurt rétt- læti er til“, segir hann í lok um- sagnar sinnar. Úr fréttatilkynningu frá Steinari hf. LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Tökum aö okkur að þétta sprungur í steinvegjum, lögum alkaliskemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bárujárnsþök. bpmngu- p— Upplýsingar í simum (91) 66709 & 24579 þétting Höfum háþrouö amerísk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verötilboð yður aö kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Utboð Hveragerðishreppur óskar hér með eftir til- boðum í uppsetningu girðingar í kringum hverasvæðið í Hveragerði. Girðing verður 775 m að lengd. Girðingarefni er framleitt hjá Heras Fence Systems, Hol- landi. Verkinu skal vera lokið fyrir 15. júní 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hvera- gerðishrepps, gegn 500 kr. skilatryggingu, og skal þeim skilað á sama stað eigi síðar en 24. apríl kl. 10, og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Sveitarstjórinn, Hveragerði ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng ,se\^ ,sW Dúlla Snorrabraut 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.