Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 RUV 1 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir Morgunorð - Ragna Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis Karlsson" eftir Maríu Gripe Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (9). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tóníeikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Blandað geði við Borgfirðinga Umsjón: Bragi Þórðarson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Eg- ilssonar; seinni hluti Þorsteinn Hann- esson les (2). 14.30 Á f rívaktinni Margrét Guðmundsdótt- ir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Arthur Grumiaux og Arrigo Pelliccia leika Dúó í G-dúr fyrir fiðlu og víólu eftir Franz Anton Hoffmeist- er / Wilhelm Lanzky-Otto og Robert A. Ottósson leika Konsertþátt i f-moll op. 94 fyrir horn og pianó eftir Camille Saint-Sa- éns / Wilhelm Lanzky-Otto leikur á pianó Rondó í C-dúr op. 51 nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven / Eric Fenby og Ralph Holmes leika Fiðlusónötu nr. 1 eftir Frederic Delius. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Áf stað með Tryggva Jakobssyni 18.10 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður Jónsson talar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Ragnheið- ur Gyða Jónsdóttir. 20.30 Staður og stund Umsjón: Ásta R. Jóhannesdóttir. 21.30 Tónleikar í útvarpssal a. Þóra Jo- hansen og Elin Guðmundsdóttir leika á tvo sembala „Convention" eftir Þorkel Sigurbjörnsson. b. Þuriður Baldursdóttir syngur Sex söngljóð op. 89 eftir Robert Schumann. Kristinn Örn Kristinsson leikur með á píanó. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passíusálma (45). 22.40 í beinu sambandi milli landshluta Helgi Pétursson og Kári Jónasson stjórna umræðuþætti i beinni útsendingu frá tveim stöðum á landinu. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Asgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Eftir tvö. Stjórnendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Jóreykur að vestan. Stjórn- andi: Einar Gunnar Einarsson. 17.00-18.00 Lög frá 7. áratugnum. Stjórn- endur: Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. RUV# Föstudagur 13. apríl 19.45 Fréttir á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.35 Áuglýsingar og dagskrá 20.45 Á döiinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.00 Níræðisafmæli Stuttur gamanleikur frá þýska sjónvarpinu um kátbroslega afmælisveislu. Leikstjóri Heinz Dunk- hase. Aðalhlutverk Freddie Frinton og Mary Warden. 21.15 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Bogi Ágústsson og Hermann Sveinbjörnsson. 22.20 Dr. Jekyll og hr. Hyde Bandarisk bíómynd frá 1942 sem styðst við kunna sögu eftir Robert Louis Stevenson. Leik- stjóri Victor Fleming. Aðalhlutverk: Spencer Tracy, Ingrid Bergman og Lana Turner. Jekyll læknir fæst við tilraunir sem miða að því að sundurgreina hið góða og illa eðli mannsins. Hann finnur upp lyf, sem hefur tilætluð áhrif, og reynir það á sjálfum sér með þeim afleiðingum að hann breytist í varmennið Hyde. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 00.10 Fréttir I dagskrárlok frá lesendum Silungurinn Halldór Pjetursson, Kópavogi, skrifar: Ekki er hægt að giska á hvað silungur á íslandi gæti fyllt mikið af tómarúminu eftir þorskinn. Allt fram á mína daga þar sem ég þekkti til þótti vart borga sig að veiða silung. Þessi dýrindis fæða var nánast undir’ því heiti sem Bjartur karlinn sæmdi hann: Ormur. Helst voru það strákar sem höfðu gaman að sullast við þetta, gætu þeir snúið sér út garn og riðið úr því netstubba. En aldurinn á strákunum mátti ekki vera hár svo slíkt væri bann- að og kölluð tímaeyðsla. í forn- öld voru það svonefndir brota- menn sem höfðust að við tíma og tíma uppi á öræfum og Iifðu á silungi. Einnig fóru sárfátækir bændur, ættu þeir hést, upp í óbyggðir til veiða. Hestburður af silungi sagði mikið í bú, þótt stærri menn hlæju að svona fikti. Ég ólst upp við Lagarfljót fyrir utan Foss og í það gekk oft mikill og fallegur silungur en lagnir voru vondar og meira en klukku- tíma gangur þangað sem net að nafni til stóðu. Þetta var mitt yndi, keypti ég mér garn fyrir upptíning og lærði að ríða net. Þetta þótti ekki búmannslegt en það sem hlífði var heilsa mín sem hangdi alltaf milli himins og jarð- ar svo verk mín sögðu víst ekki mikið. Þetta þótti þó góður matur og silungur við Steinboga- klett var yfirleitt stór. Steinbog- inn varð snemma vegur í sál minni og fer sjálfsagt með mér loknum til annarra hnatta. Silungur var í vötnum í Tungu en veiði lítið stunduð af áður- greindum ástæðum. Fyrir innan Foss er silungur í Lagarfljóti en frekar smár og virðist vanta æti. Fyrir eitthvað tveim árum skrif- aði ég í Dagblaðið um þá námu sem við ættum í þessum fiski. Það þóttu mér góð tíðindi er ég heyrði fyrir skömmu að mínir gömlu sveitungar austur þar væru farnir að ruska í vötnum sínum og jafnvel uppi til heiða, einnig í Lagarfljóti. Þar hugsa ég að þyrf- ti að einhverju að skifta um silung og víðar, því öll veiðivötn verða ónýt ef þau eru ekki nýtt eða neitt gert fyrir þau. Þetta þarf allt rannsóknar við. Þegar Lagarfoss var virkjaður fóru gróðurnes undir vatn, en hvort nokkuð þar hentar silungi veit ég ekki. Já, þessi silungur er ekkert smámál. í flestum eða öllunt héruðum eru silungsvötn og þau mestu á hálendinu. Ég held að það sé alveg sérstakt ef ekki er hægt að hefja stórútgerð á þessu sviði. Á stórum hlutum heimsins vantar alltaf matvæli og milljónir deyja úr skorti og alls- konar vöntun. Mér þykir ólíklegt að ekki sé hægt að búa út allskon- ar vöru úr silungi og ekki svíkur efnið. Allt kostar þetta eitthvað. Víða þarf að hreinsa til, athuga botngróður og slytja silungsteg- undir til eftir ástæðum. Við hljót- um að eiga einhverja sérfræðinga á þessu sviði og mannnflu til að framkvænta þetta. Þetta mun verða hagkvæmara en atvinnu- leysisstyrkir. þótt góðir séu. Við allar svona framkvæmdir mynd- ast stíll, nýtt líf. ALLTAF brest- ur eitthvað ogþá er uni að gera að eiga eitthvað í bakhöndinni ann- að en óp, væl og að allt sé að- hrapa fyrir stapann. Ég held að við ættum að athuga nánar með regnbogasilunginn. sem leit svo vel út sem verslunar- vara. Hvernighonum var útbyggl er ekki mitt að dæma uni en að- ferðir allar við þetta bentu frekar til mannhaturs en hins að þetta gæti ekki orðið atvinnuvegur. Rás 2 kl. 17.00: Sjöundi ára- tugurinn og músíkin „Þetta er algjört áhuga- mannastarf hjá okkur og það má segja að við séum með þessu að rifja upp eigin æsku,“ sagði Bogi Agústsson en hann sér um þáttinn Lög frá 7. áratugnum á rás 2 annan hvern fimmtudag ásamt Guðmundi Inga Krist- jánssyni. Þátturinn hefst kl. fimm og er klukkustundar langur. Bogi sagði, að þeir félagar spiluðu ekki lög með ákveðn- um hljómsveitum né heldur væri tónlistin tekin fyrir í tímaröð. „Við tökum lög úr öllum áttum frá tímabilinu 1963 til 1970 og látum nokkur fróðleiksorð fylgja, en reynum að stilla malinu í hóf. Við ráðgerðum fyrst að gera svona 12-15 þætti því við héld- um að efnið yrði uppurið eftir svo marga þætti. Núna sjáum við hins vegar að svona þætti er hægt að halda uppi enda- laust án endurtekninga. Það koma fram á þessu tímabili ótrúlegur fjöldi hljómsveita.“ Bogi kvað þá Guðmund Inga ekki hafa fengið mörg aðdáendabréf en engin kvört- unarbréf heldur. „Við vonum því, að það sé ekki massív óá- nægja með þáttinn.“ Hlustendum er bent á, að þeir Bogi Ágústsson og Guð- mundur Ingi Kristjánsson taka við pöntunum og ábend- ingum og spila lög, sem hlust- endur óska sérstaklega eftir að fá að heyra. Nöfn eru hins vegar ekki lesin upp né heldur kveðjur. Rás 1 kl. 22.40: Gróður landsins í beinni útsendingu Helgi Pétursson, fréttamaður útvarps, stjórnar þætti í kvöld í beinni útsendingu. Þátturinn heitir: í beinu sambandi milli landshluta og hefst hann kl. 22.40. Þeir Helgi og Kári Jónas- son, sömuleiðis fréttamaður út- varps, hafa verið með þátt undir þessu nafni í vetur og hafa þeir útvarpað frá tveimur stöðum á landinu í einu. Helgi verður einn með þáttinn í kvöld. í beinu sambandi milli lands- hluta verður í kvöld fjallað um Rás 1 varpar út i beinu sambandi milli landshluta umræðum um gróður landsins og verður staldrað við á Akureyri og á Hallormsstað. skógrækt og garða, enda tími vpr- verkanna farinn að nálgast. Út- varpað verður frá Hallormsstað og Akureyri. Jón Loftsson, skógarvörður á Hallormsstað, og Jóhann Páls- son, umsjónarmaður Lystigarðs- ins á Akureyri munu tjá sig um vorverk í görðum, skógrækt og gróður landsins. Ennfrentur munu þeir svara spurningum hlustenda um þessi efni, en hlust- endur eiga þess kost að hringja meðan á útsendingu stendur. Skrifið eða hringið Lesendadálkur Þjóðviljans stendur opinn öllum landsins ntönnum og konunt, sem vilja tjá sig í stuttu máli á opinberum vettvangi. Nafnleyndar veröui ' gætt, sé þess óskað, en nafn verður að fylgja bréfi. Utan- áskriftin er: Lesendaþjónusta Þjóðviljans, Síðumúla 6, löf Reykjavík. Þá nægir einnig af ' hringja í síma 81333 milli 10 oj. 18 hvern virkan dag. bridge Bræðurnir Sigurbjörnssynir frá Siglufirði tryggðu sér rétt til að spila um íslandsbikarinn í sveitakeppni 1984, með því að sigra sinn riðil í undanrásum. Þeir unnu góðan sigur yfir sveit Ólafs Lárussonar í 3. umferð og gerðu vonir Ólafs manna um framhaldsþátttöku að engu. Hér er spil sem átti stóran þátt i 17-3 sigri þeirra bræðra: 9x Á9 D108x Á1098x AKGx K1 Oxx G9x 7x Eins og sjá má eru aðeins 22 hápunktar milli handanna, en það virðist duga jafnt á Siglufirði sem Reykjavík. Þeir Bogi og Gunnar renndu sér Ijúflega i 3 grönd, og engin leið var að hnekkja þeim samningi. Laufið lá að visu 4-2 en flest annað lá til þeirra, þannig að 600 leit ágætlega út á skorblaðinu. Á hinu borðinu létu bræðurnir Lárussynir sér nægja að spila bút í tígli (eftir 1 tígull-1 hjarta-2 lauf-2 tíglar). Þá gerði 11 impa til sveitar As- grims. spaugiö Hversvegna þarf að taka lyfið inn í köldu vatni? Tikkanen Frelsið felst í því að öllum sé Ifrjálst að mynda sér skoðun á ' því.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.