Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Fimmtudagur 12. aprfl 1984 DIÚDVIUINN Málgagn sósíaíisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Óttalegur boli gengur laus „Á stjórnarheimilinu ríkir fullkomin eining andans. Einmitt þess vegna er þessi ríkisstjórn óttalegt afl, ótta- legur boli“, sagði fjármálaráðherrann á alþingi á mánu- daginn. I stjórnarmálgögnum gærdagsins getur að líta þessa „fullkomnu einingu andans“ í umræðunum um hið margfræga gat. Þar sitja stjórnarherrarnir á svikráðum hver við annan. Flokksbroddar Sjálfstæðisflokksins héldu fund á dögunum um málið og Albert var ekki mættur. Niðurstaða flokksins var sú að setja auknar álögur, skatta á almenning í landinu. Þetta heitir á tungumáli Þorsteins Pálssonar í Morgunblaðinu í gær „tekjuöflun með einum eða öðrum hætti“. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson hefur sett fram tillögur um 6% niðurskurð yfir línuna, en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa vísað því á bug. Til að fullkomna þessa einingu andans hefur svo Albert Guðmundsson stungið uppá þriggja ára áætlun um fjármögnun gatsins. Á þriðjudaginn héldu þeir svo með sér fund Steingrímur forsætisráðherra og Albert fjármálaráð- herra, en Þorsteinn mætti ekki, til að undirstrika ein- inguna. Hringlandahátturinn og ráðaleysið í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar kristallast svo í þeim um- mælum þingmanna stjórnarinnar, sem Morgunblaðið hefur eftir í gær, að þeir séu orðnir uppgefnir á því að fylgjast með gangi málsins og kalla vinnubrögðin og pólitíkina „þæfing og þvælu“. Steingrímur Hermannsson lætur svo Tímann hafa eftir sér í gær, að gengisfelling komi til greina ef ekki næst samkomulag um aðrar leiðir. Það er gert til að loka Albert enn betur inní horninu um leið og heildsölunum er gefið tækifæri til að hamstra svolítið. En hvernig í ósköpunum skyldi standa á því að ríkis- stjórn sem var svo sammála um að ráðast á kaupgetu almennings, skuli ekki ná samkomulagi um þetta gat? Hvernig stendur á því að ríkisstjórn sem hefur sprengt kaup launafólksins í landinu á skömmum tíma niður á það stig, að farið er í alvöru að tala um vanþróaðar þjóðir til verðugs samanburðar, skuli ekki geta náð sæmilegu samkomulagi um gatið? Staðreyndin er sú, að þegar búið er að taka þriðjung- inn burt af kaupinu og aflienda fyrirtækjunum þeim mun stærri hlut af arði vinnunnar, þá er tæpast hægt að ganga harðar að fólki. Ríkisstjórnin hlýtur að gera sér - grein fyrir því að almennt launafólk er ekki fært um að standa straum af frekari álögum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórninni býður í grun, að launafólkið geti ekki meir. Meiraaðsegja í stjórnarflokkunum gera menn sér grein fyrir, að nú er komið að fyrirtækjunum að greiða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það er komið að þeim fyrirtækjum sem skila stórgróða hvert á fætur öðru þessa dagana. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ríkisstjórn fyrirtækj- anna getur ekki komið sér saman um að slæða hendinni í sjóði þeirra. Þess vegna er allur þessi ágreiningur nú. Þeir þora ekki að taka á fyrirtækjagróðanum. Það var ekki svo vitlaus líking hjá fjármálaráðherr- anum að líkja ríkisstjórninni við óttalegan bola sem sleppt hefur verið lausum á almenning í landinu. Hitt er svo sjálfsagt mál að snúa bola þann niður. klippt Orð í tíma töluð Hérlendis er það að verða að leiðum sið að brúl^ erlend orð og afskræmingar afsökunarlaust. Pessi þarflausa iðja verður Morg- unblaðinu tilefni fáeinna varnað- arorða í leiðara á þriðjudag: „Með réttu getum við verið stoltir yfir því hversu vel okkur hefur gengið að laga mál okkar að nýjum aðstæðum og nýrri tækni. Útlend orð stinga því jafn- an í stúf þegar þau eru notuð með áberandi hætti. Um þessar mund- ir fer fram alþjóðleg bílasýning í Reykjavík sem ber heitið „Auto 84“. Hvers vegna mátti hún ekki heita „Bíllinn 84“? Petta eru sannarlega orð í tíma töluð. Það gerist nú æ tíðara að útlend orðskrípi laumi sér inn í málið og fráleitt að þola það öllu lengur. Hér virðist fyrst og fremst að sakast við verslunarvaldið, sem allra landsmanna frekast kinokar sér við að nota tungu mæðranna. Nú er svo komið að menn geta tæpast opnað verslun eða nýtt fyrirtæki nema það beri erlent nafn, og þess eru jafnvel dæmi um þessar mundir að aug- lýsingar í blöðum séu að hluta til á erlendu máli. Kosta Boda og Bimm Bamm Fram til þessa hafa íslendingar verið duglegir við að smíða ný- yrði yfir óþýðanleg orð eða laga gömul heiti að nútímanum og fyrir þessu er raunar gömul og merkileg hefð í landinu og má minna á gamalt framtak Jónasar Hallgrímssonar í því efni. Ef ekki er spyrnt fæti við þessari ósvinnu í tíma er eins víst að slettur og út- lent slangur taki sér fasta bólfestu í málinu. Þessi hætta eykst að sjálfsögðu með aukinni tækni í myndrænni fjölmiðlun, myndsegulbönd hafa komið þjóðinni í nánari snertingu við erlent efni en nokkru sinni fyrr, og hvort sem yfirvöldum lík- ar það betur eða verr, þá er að líkindum skammt í að íslendingar geti gegnum gervihnetti horft á sjónvarp annarra þjóða. Við slík- ar aðstæður vex þörf á að efla málvernd og ábending Morgun- blaðsins er því meir en tímabær. Til dæmis mætti byrja á því að banna hreinlega auglýsingar í ríkisfjölmiðlunum sem nota út- lend orð á borð við „Auto 84“, og jafnframt væri ekki síður vel þeg- ið að þingmenn okkar og þingkonur tækju á sig rögg og sæu til þess að landsmenn þyrftu ekki að þola frekari nafngiftir við- skiptajarla á borð við Kosta Boda, Pom Dápi, Amor, Goldie og Bimm-Bamm. Þingsályktunartillaga sem fólk úr öllum flokkum lagði fram á þingi fyrir skömmu er spor í átt- ina, en betur má ef duga skal. Trillur og kvótakerfið Kvótakerfið kemur misvel út fyrir landshluta og hina ýmsu þætti útgerðarinnar, einsog deilt hefur verið um að undanförnu. Þó virðist næsta ljóst, að fáir fari jafn illa út úr kvótanum og trillu- karlar um allt land. Á þessa sumarhúsamenn íslenska flotans er settur heildarkvóti fyrir allt landið, en ekki fyrir hvert byggð- arlag útaf fyrir sig, einsog hefði náttúrlega verið rétt, fyrst kvóti var settur á þá á annað borð. Sjálfir hafa trillujaxlar bent á það óréttlæti sem af þessu hlýst, gæftir á einu landshorni meðan ekki gefur á öðru kynnu hrein- lega að leiða til þess að sumir staðir yrðu án nokkurs trilluafla. Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi ástand fyrir byggðarlög sem treysta á trilluútgerðina að miklu leyti, einsog til að mynda í Borg- arfirði eystra, þarsem hafnarað- staða er með þvílíkum eindæm- um að einungis trillur geta lagt upp. Að sjálfu leiðir að fyrir- komulag trillukvótans gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir atvinnuástand slíkra byggðar- laga. Formælendur fáir í rauninni er illverjanlegt að setja kvóta á trillubátana. Hrá- efnið sem þeir afla er hið lang- besta sem berst á land, og þar að auki er afli þeirra ekki svo mikill að hann skipti ýkja miklu máli til eða frá í samanburði við heildar- afla landsmanna. Eða svo gripið sé til orða Dóra sjó, 77 ára gamals trillukarls í Neskaupstað, sem sagði í stuttu spjalli við Þjóðvilj- ann: „Við höfum aldrei gert neinn skurk í þennan stofn“. í rauninni er illskiljanlegt hvernig hlutur trillukarla var gerður jafn slæmur og raun ber vitni, í viðtölum við þá kemur helst fram sú skoðun að þá skorti formælendur í sölum sunnan- valdsins. í því sambandi er rétt að minna á að þingmenn Alþýðu- bandalagsins fluttu breytingartil- lögu þegar fjallað var um kvóta- mál, sem laut að því að bátar undir tíu brúttólestum og línubát- ar yrðu undanþegnir kvóta. Sú tillaga hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum þeirra sem ráða. Efnt til slysa? Annað, öllu alvarlegra má einnig finna að trillukvótanum og skipan hans. Með því að hafa einn heildarkvóta fyrir allt landið er í rauninni stuðlað að því að sjómenn sæki mun stífar en áður til að ná sem mestu í sinn hlut áður en kvóti er fýlltur, þaraf- leiðir að sókn í verri veðrum en ella er nálægur möguleiki. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá auknu slysahættu sem þetta leiðir af sér og auðvitað er heldur illt til þess að vita að þeir flokkar sem hæst gaspra um öryggismál sjómanna skuli standa hér ábyrg- ir. -ÖS. Óréttlát tekjuskipting Verulega forvitnileg könnun var nýlega gerð af Starfsmannafélagi ríkisstofnana um viðhorf félags- manna til nýgerðra kjarasamn- inga. Afgerandi vilji til jafnari tekjuskiptingar kom fram í könnuninni, til dæmis var meira en helmingur svarenda á þeirri skoðun að launabilið í launastiga BSRB væri of mikið. En hæstu laun í BSRB eru fast að þrefalt hærri en hin lægstu. Jafnframt var meirihluti þeirra sem létu uppi viðhorf sín á þeirri skoðun að frekari áherslu bæri að leggja á hina svonefndu krónutölureglu í kjarasamningunum. En hún felst í því að sama krónutala er lögð á öll laun við kauphækkanir, þapn- ig að hin lægstu laun hækka hlut- fallslega mest, og kerfið virkar því í jöfnunarátt. Þess verður vonandi gætt í næstu samningum. Konur verst settar Merkilegasti hluti könnunar- innar var þó, að þegar búið var að brjóta upp afstöðu svarenda eftir kynjum, þá kom í ljós að meðan næstum því helmingur karlanna, eða 43 prósent, var þeirrar skoð- unar að samningar BSRB væru góðir, þá var helmingi lægra hlut- fall kvenna, eða 22 prósent, á sömu skoðun. Þetta er afskap- lega fróðleg skipting, því hún endurspeglar þá óglæsilegu stað- reynd, að innan BSRB eru það fyrst og fremst konur sem skipa láglaunahópana, og þarmeð eru það einkum konurnar sem verða illa úti í samningum. Krafan um jafnari tekjuskiptingu innan BSRB snýst því ekki eingöngu um réttlátari tekjudreifingu, heldur líka um jafnrétti kynj- anna. Er ekki kominn tími til að konur neiti að láta bjóða sér þetta lengur? -ÖS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.