Þjóðviljinn - 01.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þríðjudagur 1. maí 1984 1. maí i Halldór Grönvold starfsmaöur löju, félags verksmiðjufólks. Á vettvangi stjórnmálanna beittu samtök verkafólks afli sínu til að knýja á um gífurlega aukningu félagslegrar þjónustu og uppbyggingu velferðark- erfis fyrir launafólk. Markmiðið var deg- inum Ijósara: að draga úr og milda ver- stu áhrif markaðskerfisins og kapítalí- skra samfélagshátta og skapa alþýðu manna mannsæmandi lífsskilyrði. Menntunarmöguleikar voru stórauknir, heilbrigðisþjónusta tók stakkaskiptum og almannatryggingakerfi var eflt til muna. Frá sókn til undanhalds Með kreppunni sem hélt innreið sína í efnahagskerfi Vesturlanda um miðbik síð- asta áratugar sköpuðust nýjar og allt aðrar aðstæður fyrir baráttu verkafólks. Dauð hönd stöðnunar og samdráttar fór um hvert svið efnahagslífsins á fætur öðru. í stað sóknar og sigra samtaka verkafólks hefur hlutskipti þeiss í stöðugt ríkari mæli orðið að verja áunnin kjör og réttindi, eða jafnvel að skipuleggja undanhald. f hverju landi á fætur öðru er ávinningum velmektaráranna eftir stríð stefnt í hættu. Atvinnuleysisvofan leikur lausum hala og sjálfsagður réttur milljóna launafólks til vinnu hefur verið af því tekinn. ítrekaðar árásir eru gerðar á kjör og réttindi launa- fólks og velferðarstofnanir eiga stöðugt meir undir högg að sækja. í stjórnmálaumræðunni gerast talsmenn hömlulausrar gróða- og einstaklingshyggju stöðugt aðsópsmeiri, dyggilega studdir af atvinnurekendavaldinu og hægrisinnuðum stjórnmálaöflum. Þessar nýju aðstæður hafa ekki aðeins Vandi verkalý Frá lokum síðari heimstyrjaldar og fram á síðasta ara- tug ríkti nánast óslitið hagvaxtar og þensluskeið í efna- hagslífi Vesturlanda. Þetta tímabil einkenndist jafnframt af sókn og mörgum glæstum sigrum faglegra og pólitískra samtaka verkafólks í baráttunni fyrir umbótum í kjara- og hagsmunamálum ogfyrir auknum félagslegum réttindum til handa launafólki. íkrafti samtakamáttarins tókst verka- fólki að fá framgengt þeirri meginkröfu, að haldið skyldi uppi fullri atvinnu. Sigursæl barátta var háð fyrir bættum launakjörum, styttingu vinnutímans og umbótum á vinn- uskilyrðum og réttarstöðu launafólks. breytt baráttustöðu verkalýðshreyfingar- innar útávið til hins verra. Þær hafa jafn- framt dregið fram í dagsljósið með skýrari hætti en áður ýmsa veikleika í stefnu og starfsháttum hreyfingarinnar sem minna reyndi á meðan allt lék í lyndi. Áhrif kreppunnar Á efnahagssviðinu hefur kreppan birst í stöðnun og samdrætti. Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur hafa staðið í stað eða dreg- ist saman og fátt bendir til að einhver veru- leg breyting verði þar á um fyrirsjáanlega framtíð. Samfara stöðnun og samdrætti hefur atvinnuleysi aukist jafnt og þétt og er nú svo komið, að vel yfir 10% vinnufærra karla og kvenna í V-Evrópu hafa orðið atvinnuleysinu að bráð. Þessi hrikalega staðreynd segir þó ekki nema hluta sögunnar, því atvinnuleysisböl- ið hefur lagst á með mismiklum þunga eftir löndum og landsvæðum. Þar sem ástandið er verst lætur nærri að þriðjungur íbúanna sé án vinnu, að stærstum hluta ungt fólk sem fyllt hefur raðir atvinnulausra strax að skólanámi loknu, og verkafólk sem komið er yfir miðjan aldur og tapað hefur í stöðugt harðnandi baráttu um þau störf sem eftir eru. Því er spáð að atvinnuástandið eigi enn eftir að versna, og jafnvel þótt krepputökin á efnahagslífi Vesturlanda taki að linast í náinni framtíð er engan veginn gefið að slíkt mundi hafa samsvarandi áhrif á atvinnu- leysið, að öðru óbreyttu, þar sem nýfjár- festing í atvinnurekstri yrði fyrst og fremst miðuð við vinnuaflssparnað og aukna fram- leiðni. í kjölfar efnahagskreppunnar hefur samningsstaða verkalýðshreyfingarinnar og áhrif hennar breyst mjög til hins verra. Þetta á ekki einasta við hvað lýtur að barátt- unni fyrir fullri atvinnu, heldur öllum bar- áttumálum hennar. í kjara- og réttindamál- um hefur hlutverk hennar í stöðugt ríkara mæli orðið að berjast fyrir að halda sem mestu af því sem þegar hafði áunnist, frekar en að sækja fram til nýrra sigra. Á allra síðustu árum hefur launafólk víðast hvar á Vesturlöndum verið þvingað til að sætta sig við skerðingu rauntekna og missi áunninna réttinda hvort heldur með nauðungarsamn- ingum eða beinu valdboði. / nafni þjóðarhags Það hefur í stöðugt ríkari mæli orðið hlut- skipti ríkisvaldsins á Vesturlöndum, sér í lagi þar sem mið- og hægristjórnir eru við völd, að stjórna og ganga í ábyrgð fyrir árásir á kjör og réttindi verkafólks. Þetta hefur gerst með ýmsum hætti. Ríkisvaldið hefur með fjármála- og peningamálastefnu sinni og margvíslegum samdráttaraðgerð- um beinlínis stuðlað að auknu atvinnuleysi. Ríkisvaldið hefur gripið inní samningagerð á vinnumarkaðnum beint og óbeint og lagt afl sitt á vogarskálar atvinnurekendanna með launastefnu sinni, eða gripið til laga- setninga til að tryggja henni framgang. Víða hefur markvisst verið unnið að því að veikja baráttustöðu verkalýðshreyfing- arinnar með lagasetningu sem miðar að því, að þrengja starfsvettvang verkalýðsfélag- anna, skerða áhrifasvið og draga úr barátt- uhæfni þeirra. Þá hefur verið vaxandi til- hneiging hjá ríkisvaldinu til að láta sam- dráttaraðgerðir sínar bitna með mestum þunga á margvíslegri velferðarþjónustu sem að sjálfsögðu kemur harðast við þá sem höfðu veikustu stöðuna fyrir. Allt hefur þetta verið gert í nafni þjóðar- hags og almennra hagsmuna þótt markmið- ið hafi verið allt annað: að varpa byrðum kreppunnar með sem mestum þunga á herðar launafólks og koma í veg fyrir eins og mögulegt er að það gæti borið hendur fyrir höfuð sér. Hugmyndaleg hervæðing afturhaldsins t viðleitni sinni til að láta ríkisvaldið í sem mestum mæli miða athafnir sínar og ák- varðanir útfrá stéttarhagsmunum atvinnu- rekenda og fjármagnseigenda, réttlæta fyrir launafólki þá efnahagsskipan sem ors- akað hefur kreppuna og þá samfélagsgerð sem þjónar öðru fremur hagsmunum auð- stéttarinnar, hafa þessir aðilar lagt stöðugt aukna áherslu á að draga fram, styðja og styrkja stjórnmálamenn og áróðursstofn- anir (sem gjarna eru kenndar við vísindi). Ómældum fjármunum, fjölmiðlum, auglý- singum og hverskonar áróðursbrögðum er beitt á lymskufullan oft mjög áhrifaríkan hátt til að telja launafólki trú um að svart sé í rauninni hvítt og hvítt svart. Þessi áróður sem jafnan er kenndur við nýfrjálshyggju er þegar orðskrúðið og fagurgalinn hefur ver- ið reytt af honum ákaflega einfaldur: Það á að skera niður og halda í algjöru lágmarki allri opinberri velferðarþjónustu og sam- hjálp, og afskiptum ríkisins af efnahags- og félagsmálum, sem miða að tekjujöfnun og jöfnun tækifæra skal hætt. f staðinn eiga frumskógarlögmál markaðarins og óheft einstaklingshyggja að drottna yfir efnahag- slífinu og félagsgerðinni þar sem mannleg samskipti lúta lögmálum verslunarvið- skipta. í þessu sæluríki frjálshyggjunnar á verkefni ríkisvaldsins fyrst og fremst að ein- skorðast við að tryggja og styrkja þær að- stæður sem gera þann ríkari ríkari og hinn fátæka fátækari og varnarlausari gagnvart ægivaldi auðmagnsins. Þar er ekkert rúm fyrir þá ávinninga í réttinda- og kjaramál- um sem launafólk hefur náð með samstöðu og baráttu á umliðnum áratugum né heldur sterka verkalýðshreyfingu. íslenskt efnahagslíf Lýsingin hér að framan er ætluð til að draga fram í stórum dráttum þau almennu skilyrði sem verkalýðshreyfingunni og bar- áttu launafólks eru sett við núverandi að- stæður á Vesturlöndum. Slík almenn lýsing hlýtur þó ljóslega að vera miklum tak- mörkunum háð þar sem hún tekur ekkert

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.