Þjóðviljinn - 01.05.1984, Blaðsíða 11
Þriðjudagur t. máíÁ9&~ þJ<fetlf,JIlW- SÍÖA’ 11 *
Ráðist að
réttindum
verkafólks
1. maí-
Breskur almenningur hefur um nokkurra
ára skeið átt í höggi við herskátt og fjand-
samlegt ríkisvald. Ríkisstjórnin sem gekk
til valda í kjölfar kosningasigurs íhalds-
flokksins árið 1979 hafði að leiðarljósi tvö
helstu boðorð frjálshyggjunnar: annars
vegar að brjóta á bak aftur völd verkalýðs-
samtakanna og hins vegar að koma á fót því
sem hagfræði frjálshyggjunnar kallar svo
meinleysislega „hæfilegt atvinnuleysi“.
Á báðum vígstöðvum hefur ríkisstjórn
Margrétar Thatcher orðið vel ágengt.
Fjöldi atvinnulausra hefur aukist upp í rúm-
ar þrjár miljónir sem jafngildir meir en tólf
prósentum af öllu vinnufæru fólki í Bret-
landi. Jafnframt hefur verkalýðshreyfingin
verið annaðhvort svipt sumum af dýrmæt-
ustu réttindum sínum eða þá lagasetningar
eru fyrirhugaðar sem vinna að því marki.
Átök hefjast
í kosningunum í styrjaldarlok árið 1945
vann Verkamannaflokkurinn óvæntan
stórsigur sem fáir höfðu spáð nema nokkrir
vinstri sinnaðir sérvitringar á borð við Ge-
orge Orwell, sem raunar hafði skrifað um
það bókarpart. En þessi óvænti sigur gaf
róttæku fólki í verkamannastjórn Clement
Attlee kost á að leggja grunn að velferðar-
kerfi með ókeypis menntun, stórbættri og
ókeypis heilsugæslu og almanna-
tryggingum, sem um langt skeið átti ekki
sinn líka utan Skandinavíu.
Hinn öri hagvöxtur sem sigldi í kjölfar
uppbyggingarinnar eftir styrjöldina leiddi
jafnframt til þess að ekki þurfti mikil átök
til að halda áfram uppbyggingu hins þýð-
ingarmikla velferðarkerfis.
Þegar harðnaði á dalnum við upphaf síð-
asta áratugs og kreppan gerði vart við sig í
auðvaldsheiminum breyttist hins vegar við-
horf íhaldsaflanna gagnvart verkalýðs-
hreyfingunni og kröfum hennar. Upp komu
sterkar raddir í íhaldsflokknum, einkum úr
hópi stærri atvinnurekenda, um að stór
hluti þjóðarkökunnar sem gengi til verka-
fólks væri orðinn of stór. Gripið var til
þeirra gamalkunnu ráða peningavaldsins
að þjarma að kjörum verkafólks þegar
kreppan svarf að gróðanum. Þáverandi for-
sætisráðherra, Edward Heath, var þó
þeirrar skoðunar eins og hann er raunar
enn, að ekki mætti hrófla mikið við breska
velferðarkerfinu.
í stjórn hans voru þó ýmsir ráðherrar sem
ekki voru sömu skoðunar, og áttu síðar eftir
að verða helstu málsvarar frjálshyggjunnar
í Bretlandi. Á meðal þeirra var kennslu-
málaráðherra sem gat sér illa frægð fyrir að
banna að gefa fátækum börnum ókeypis
mjólkurglas á degi hverjum í skólanum.
Hún hét Margrét Thatcher, og ávann sér
fyrir bragðið viðurnafn sem átti eftir að fest-
ast Magga mjólkurþjófur.
íhaldsstjórn steypt
með verkfalli
Eitt af úrræðum íhaldsstjórnarinnar sem
Heath veitti forstöðu var að minnka útgjöld
ríkisins með því að halda aftur af launum
þeirra sem störfuðu hjá fyrirtækjum í ríkis-
eign. Sá hópur var hins vegar ærið fjöl-
mennur síðan ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins undir forystu Clement Attlee
þjóðnýtti heil iðnaðarsvið á borð við stál-
iðnað og kolavinnslu.
Eftir nokkurra ára gerjun náði óánægjan
hámarki með frægu verkfalli kolanámu-
manna árið 1974. Undir forystu Arthúrs
Scargill, sem nú er forseti sambands námu-
manna sem um þessar mundir á einmitt í
ströngu verkfalli við rfkisstjóm íhalds-
flokksins, voru settar á stofn fjölmargar
hreyfanlegar sveitir verkfallsvarða (flying
pickets). Upp undir tuttugu þúsund manns
eru taldar hafa verið skipulagðar í sveitun-
um.
Sveitirnar fóru um og kynntu málstað
verkfallsmanna, lokuðu höfnum þar sem
ríkisvaldið freistaði þess að lauma er-
lendum kolum inn í landið og tóku jafn-
framt algerlega fyrir alla flutninga á þeim
kolum sem fyrir voru í landinu. Á þennan
hátt nýttust raforkuverunum, sem flest
ganga fyrir kolum, ekki einu sinni þær
birgðir kola sem þó voru í vörslu þeirra.
Þegar kolanámumenn höfðu þannig svipt
landið orkunni var ríkisstjórn Heath
nauðugur einn kostur að boða til kosninga.
Þær vann svo Verkamannaflokkurinn undir
forsæti Ilarold Wilson.
Dýrmætur lærdómur
Lærdómur þessa sigursæla verkfalls kola-
námumanna var margþættur:
Verkalýðssamtökin sýndu sjálfum sér og
öðrum fram á, að með hnitmiðuðu átaki var
þeim kleift að steypa af stóli ríkisstjórn
stéttarandstæðinga.
Jafnframt hafði tekist með ýmsum
stærstu verkalýðsfélögunum samstarf í
verkfallinu sem átti eftir að haldast. í dag
hafa þannig samtök verkafólks í stáliðnaði,
járnbrautum og kolavinnslu samráð um all-
ar meiriháttar ákvarðanir, enda má segja
að saman gætu þessi voldugu stéttarfélög
ráðið gangi hins breska samfélags væri pól-
itískur vilji fyrir hendi.
Hinar hreyfanlegu sveitir verkfallsvarða
sem fyrr eru nefndar urðu jafnframt til í
verkfallinu, og hafa síðan gegnt lykilhlut-
verki í öllum meiriháttar átökum í Bret-
landi.
En síðast en alls ekki síst þá brýndust
nokkrar kynslóðir verkamanna, eins þýð-
ingarmesta starfshóps Breta, í sigursælu
verkfalli.
Frjálshyggjan
brýst til valda
Haukum íhaldsflokksins þótti Edward
Heath hafa sýnt of mikla linku við námu-
menn í verkfalli og í flestum greinum verið
of hallur undir breska velferðarkerfið.
Sverð voru dregin úr slíðrum og árið 1976
var honum steypt úr stóli formanns. f hans
stað var kosin Margrét Thatcher og með
kjöri hennar má segja að verði vatnaskil í
afstöðu íhaldsflokksins til verkalýðshreyf-
ingarinnar.
I stað tiltölulega mildra viðhorfa hinna
frjálslyndu íhaldsafla til félagslegrar þjón-
ustu kom sú einbeitta afstaða frjálshyggj-
unnar að hver sé sinnar eigin gæfu smiður;
ef fólk er af einhverjum ástæðum illa statt
þá hefur það engan rétt á þjónustu samfé-
Reiður nómuverkamaður grípur í jakkaboðung
lan McGregorgs, yfirmanns kolanáma breska
ríkislns. Myndin tekin fyrr í vetur, við upphaf
verk fallanna í kolavinnslunni sem hafa nú
staðið yfir í tvo mánuði.
lagsins nema sú þjónusta sé dýru verði
keypt.
Greining Margrétar Thatcher og ráð-
gjafa hennar á orsökum hinnar bresku
efnahagskreppu var einnig sú að sterk staða
verkalýðshreyfingarinnar hefði leitt til of
hárra launa, og sökum þess hefði sam-
keppniaðstaða iðnaðarins, sem í Bretlandi
er bakfiskur efnahagslífsins, hrapað í
samanburði við önnur iðnaðarveldi.
I stuttu máli, tilvist og viðhald velferðar-
kerfísins og iaklegt ástand efnahags Breta
var að dómi hinna bresku Thatcherita or-
sakað af alltof sterkri stöðu verkalýðshreyf-
ingarinnar í landinu.
Efnt til stéttastríðs
Þegar íhaldsflokkurinn komst til valda í
kjölfar kosninganna 1979 var þegar í stað
blásið til herfarar gegn stéttarfélögunum.
Stefna stjórnarinnar gegn þeim var ofin af
fimm meginþáttum:
- Fjárstreymið frá aiþýðusamtökunum til
Verkamannaflokksins skyldi rofið með
lögum frá þingi. fhaldsflokkurinn telur
fjandaflokk sinn á þingi hinn þingræðislega
arm verkalýðshreyfingarinnar og því
nauðsynlegt að beinbrjóta hann til að ná
kverkataki á alþýðusamtökunum.
- Með lagaboði hugðist stjórnin jafn-
framt skylda öll verkalýðsfélög til að láta
fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu með
pósti áður en unnt væri að boða til verkfalls.
Með því væri auðvitað skotið loku fyrir
skyndiverkföll, eitt hvassasta vopn
hreyfingarinnar gegn einstökum atvinnu-
rekendum.
- Samúðarverkföll skyldu einnig bönnuð
með öllu. Þetta hefur þegar verið gert með
því að samþykkja lög sem kveða svo á um,
að einungis aðili sem á beinan þátt í vinnu-
deilum getur farið í verkfall. Þessu var fyrst
og fremst beint gegn samúðarbandalagi
stóru verkalýðsfélaganna, sem fyrr er nefnt
(kol, stál, járnbrautir), en fátt óttast breska
auðvaldið meir.
- íhaldsflokkurinn skar jafnframt á notk-
un hinna hreyfanlegu verkfallssveita, með
því að banna að fleiri en sex verkfallsverðir
séu til staðar í hverju verkfalli. Þetta hefur
þegar verið lögboðið.
- Þess utan eru teikn á lofti sem benda til
að Margrét Thatcher vilji banna verkföll í
hinum opinbera geira með öllu, áður en
ríkisstjórnardagar hennar eru taídir.
Aðgerðarleysi -
baráttuhefð
Til skamms tíma hafa samtök verkalýðs-
ins verið sorglega aðgerðarlaus. Forystu-
menn verkalýðshreyfingarinnar lögðu í
upphafi traust sitt ckki á ræktun baráttu-
vilja almennra liðsmanna, heldur að
Verkamannaflokkurinn ynni næstu kosn-
ingar og myndi þá leiðrétta misgjörðir
íhaldsstjórnarinnar. En klofningur vinstri
manna olli því að ríkisstjórn Margrétar
Thatcher stórjók þingmeirihluta sinn þrátt
fyrir færri atkvæði miðað við kosningarnar
1979.
Síðan hefur samtökum verkalýðsins orð-
ið ljóst að árásum ríkisstjórnarinnar verður
ekki mætt nema með hörku, og á vetri líð-
anda hafa orðið hörð átök milli verkfalls-
manna og lögreglu á mörgum stöðum í
Bretlandi. Um þessar mundir eiga þannig
námumenn í harðvítugu verkfalli, og til
blóðugra bardaga hefur komið milli þeirra
og sveita lögreglunnar.
Að sönnu er ljóst að með aðgerðum sín-
um hafa námumenn brotið hin nýju lög
íhaldsstjórnarinnar. En þau lög voru sett af
fulltrúum bresku auðstéttarinnar til þess
eins að auka tök hennar á verkalýðsstétt-
inni; stéttalög, sem þjóna einungis þeim
tilgangi að auðvelda ríkisvaldi auðstéttar að
svipta fleiri alþýðuheimili lífsnauðsynlegri
framfærslu. Slík lög ber að sjálfsögðu ekki
að virða: nauðsyn brýtur lög!
Það er allrar athygli vert að þau verka-
lýðsfélög sem harðast standa nú gegn árás-
um ríkisvaldsins á kjör félaga sinna eru ein-
mitt þau sem eiga sér baráttuhefð, hafa
áður keypt sér reynslu með því að takast á
við óvinveitt öfl, og hafa jafnframt byggt
upp mun virkara samband milli forystunnar
og almennra liðsmanna en hin, sem verst
hafa orðið úti.
í því er nokkur lærdómur fólginn.
-ÖS.