Þjóðviljinn - 16.05.1984, Side 6

Þjóðviljinn - 16.05.1984, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. maí 1984 Krafa Rannsóknarlögreglunnar um varðHald: Rökstuðningi áfátt? Einsog fram kemur í viðtali við Ágúst Jónsson hjá Sakadómi Reykjavíkur annars staðar hér í opnunni þá er mögulegt að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald á grundvelli tveggja ákvæða: annars vegar ef hin kærði er líklegur til að hljóta minnst tveggja ára fangelsis- dóm; hins vegar ef það er talið nauðsynlegt tii að verja aðra árás- um hins kærða. Rannsóknarlögregla ríkisins, sem fór fram á gæsluvaröhaldið byggöi hins vegar kröfu sína ein- ungis á fyrra ákvæðinu, en ekki á því að mögulegt væri að hinn ákærði kynni, meðan hann gengur laus, að ráðast á fleiri konur. Ágúst Jónsson sakadómari var spurður hvort að kynni að hafa breytt úrskurði hans ef Rannsókn- arlögreglan hefði byggt kröfu sína líka á seinna ákvæðinu en hann vildi engu um það svara. En einsog einnig kemur fram hér í blaðinu í dag kváðu heimildir Þjóðviljans að í greinargerð ríkis- saksóknara með áfrýjun sinni á synjun um gæsluvarðhald hins kærða sé einmitt þeirri röksemd beitt að fyllstu öryggissjónarmiða sé ekki gætt með því að láta hann ganga lausan. Ýmsum kann því að koma spánskt fyrir sjónir að Rannsókn- arlögreglan skyldi ekki hafa byggt kröfu sína á þeim möguleika að hinn kærði gæti hugsanlega haft í frammi ofbeldi við fleiri konur, einkanlega þar sem hann réðst ekki á eina, heldur tvær konur. Af þeim sökum hafði Þjóðviljinn tal af Þóri Oddssyni hjá Rannsóknarlögreglunni og spurði hvort sú staðreynd að krafan var ekki byggð á þessu þýddi að Rannsóknarlögregla ríkisins teldi að ekki væri nauðsynlegt að verja aðrar konur fyrir þessum tiltekna manni sem nú væri kærður um nauðgun og árás. Þórir Oddsson svaraði því á eftirfarandi hátt: „Við skulum bara segja að ég sé þeirrar skoðunar að krafan einsog hún var sett fram hefði átt að vera tekin til greina, ég tel að það hafi verið öll skilyrði til þess - og ég tel satt að segja að í þessu ákveðna tilviki hafi ekki verið hægt að nota ákvæðið um að hirtn kærði kynni að vera hættulegur öðrum. Mér sýnist á úrlausnum Hæstaréttar í svipuð- um málum að fyrir þurfi að liggja miklu meiri vitneskja um hinn kærða, bæði persónuleika, árásar- girni og þess háttar, til að hægt sé Þórlr Oddsson vararannsóknarlög- reglustjórl ríklslns: „Krafan um gæsluvarðhald, einsog hún var sett fram, hefðl átt að vera tekin til grelnau. að draga þær ályktanir að þessi maður muni ef til vill reynast um- hverfi sínu hættulegur. Kærði hef- ur á sínum ferli ekki sætt kærum fyrir neitt það atferli sem rennt gæti stoðum undir slíkar órökstuddar ályktanir sem réttlæti beitingu þessa ákvæðis." _ ÖS Sakadómari um synjun varðhalds •• Oryggissjónarmiö ekki metin Ágúst Jónsson aðalfulltrúi hjá Sakadómi Reykjavíkur var sá sem af hálfu Sakadóms synjaði beiðni Rannsóknarlögreglu ríkis- ins um gæsluvarðhald á hinum ákærða í nauðgunarmálinu. Einsog hefur komið fram í fjöl- miðlum byggðist afstaða Ágústs á því að með hliðsjón af dómsniðurstöðum í nauðgun- armálum væri ekki fullvíst að hinn ákærði hlyti tveggja ára dóm, yrði hann sekur fundinn. En annað tveggja ákvæða sem lögum samkvæmt heimila gæslu- varðhald er að líklegt sé að hinn ákærði verði dæmdur f tveggja ára fangelsi hið minnsta. Við höfðum tal af Ágúst í síma í gær og spurðum hann á hvaða rökum úrskurður hans væri grundaður. „Ég ætla ekki að fara að rök- styðja minn úrskurð fyrir blaða- manni. Mitt mat kemur fram í þessum dómi. Hins vegar má minna á það sem kom fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Kvaran fyrr í vetur, og Sigríður Dúna vitnaði til í hádeg- isútvarpinu, að algengasta refs- ing í nauðgunarmálum er 12- 18 mánuðir." - En hér um mann að ræða sem réðst að líkindum ekki bara á eina konu heldur tvær? „Það er náttúrlega bara þess dómara að meta refsinguna sem verður endanlega með þetta mál, hann mun þá ákveðá hver ref- singin verður". Telur þú, með hliðsjón af því að synjað var um gæsluvarðhald yfir hinum ákærða, að fyllstu ör- yggissjónarmiða sé gætt sem skyldi? „Það fer eftir því hvemig á það er litið. Það eru mismunandi að- stæður sem geta leitt til gæslu- varðhalds. í þessu tiltekna máli er byggt á heimild til gæsluvarð- halds ef ætla má að refsing varði að minnsta kosti tveggja ára fang- elsi, á það reyndi í þessu máli og það er öllum kunnugt hvert mitt mat var á því. Svo er aftur önnur heimild til að úrskurða gæslu- varðhald, og það er þegár talið er nauðsynlegt að beita varðhaldi til að verja aðra fyrir árásum. En krafa Rannsóknarlögreglunnar var ekki byggð á því.“ - Ef krafan hefði verið byggð á því, hefðirðu þá mögulega brugð- ist öðru vísi við? „Það skal ég ekkert segja um“. -ÖS Maður sem uppvís varð að kynferðisafbrotum við telpur gengur enn laus þrátt fyrir að dómur er fallinn 15 mánaða fangelsis- dómur dugar ekki til Dómarinn sendir málið ekki frá sér Maður nokkur í Reykjavík var í desember dæmdur fyrir kynferð- isfbrot gegn ungum telpum. Þegar dómur uml5 mánaða fangelsisvist féll var liðið hálft ár frá því að ríkis- saksóknari kærði manninn. Nú, hálfu ári eftir að dómur féll í mál- inu hefur hann enn ekki verið send- ur til dómsmálaráðuneytisins sem sér um að afplánun fari fram. Fullorðinn maður í Reykjavík varð í fyrra uppvís að því að hafa haft mök við hátt á þriðja tug telpna á aldrinum 12 til 15 ára. Hann hafði í fyrstu lokkað þær til maka við sig en síðan haft sitt fram með hótunum. Játning hans lá strax fyrir. Samt tafðist málið í 5 mánuði hjá ríkissaksóknara. Hann sendi það frá sér í maí 1983. Þann 14. desember 1983 var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi, óskilorðisbundið. Dóm- ari var Jón Abraham Ólafsson. Hann hefur enn ekki sent dóminn til dómsmálaráðuneytisins. Það þýðir að ekki er enn hægt að fullnægja fangelsisúrskurðinum. „Þegar dómur kemur tii okkar boðum við menn í afplánun eftir 3 eða 4 vikur. Síðan er hægt að sækja um frest allt upp í 8 mánuði. Þessi dómur hefur ekki borist okkur“, sagði Þorsteinn Jónsson í dómsmálaráðuneytinu. Jón Abraham Ólafsson var dómari í máli mannsins sem haföl mök við tugi smástelpna. Hann hefur ekki sent dóminn frá sór. Maðurinn,sem sat inni í stuttan , tíma eftir að hann varð uppvís að ' ódæðisverkunum gengur því enn { laus, hálfu ári eftir að dómur var ; kveðinn upp og meira en ári eftir játningu. - jp 1 Synjun gæslu- varðhalds:_ Hvers vegna áfrýjar ríkis- sak- sóknari? Einsog kunnugt er af fréttum synjaði Sakadómur Reykjavíkur gæsluvarðhaldi í nauðgunarmálinu sem gerð eru skil hér í opnunni. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað synjuninni til Hæstaréttar, og síð- degis í dag eða fyrripartinn á morg- un mun hann gera Hæstarétti grein fyrir þeim rökum sem liggja að baki áfrýjuninni. Þórður Bjömsson ríkissaksókn- ari taldi í viðtali ekki tímabært að birta þau atriði sem koma fram í greinargerðinni. Þjóðviljinn hefur hins vegar komist að því eftir öðr- um leiðum hvaða rök Iiggja áfrýj- uninni til grundvallar. í fyrsta lagi er talið að of mikillar varfæmi gæti hjá Sakadómi í sam- bandi við mat á hugsanlegri refs- ingu hins kærða. En gæsluvarðhald má úrskurða ef talið er líklegt að refsing kærða muni ná að minnsta kosti tveimur ámm. Sakadómur taldi hins vegar að svo myndi ekki verða í þessu máli. í öðm lagi var talið að öryggis- sjónarmiða væri ekki gætt sem skyldi þar sem um er að ræða mann sem uppvís er að háskalegu fram- ferði, sem til að mynda mætti hugs- anlega rekja til geðræns kvilla og því talið betra að hafa manninn í traustri gæslu þangað til búið er að ganga úr skugga um það. í þriðja lagi er rannsókninni alls ekki lokið, þó hún sé langt gengin, og því er talið heppilegra að láta hinn kærða ekki ganga lausan að sinni. Þetta em þau atriði sem sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans munu koma fram í greinargerð Þórðar Bjömssonar ríkissaksókn- ara sem væntanlega verður birt fjölmiðlum í dag. - ÖS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.