Þjóðviljinn - 16.05.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 16.05.1984, Qupperneq 7
Miðvikudagur 16. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Umræðan á þingi hreyfði við mörgum Vona hún fari í gegn segir Sigríður Duna um tillögu þingmanna Kvennalist- ans um rannsókn á meðferð nauðgunarmála Eg varð vör við það eftir umræðurn- ar í þinginu, að margir þingmenn töl- uðu um það að þessu máli yrði að koma í gegn fyrir þinglok, og ég vona að svo verði“, sagði Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir í samtali við Þjóðviljann í gær, en fyrir aiþingi liggur nú þings- ályktunartillaga þingmanna Kvenna- lista um könnun og rannsókn á með- ferð nauðgunarmála. Flutningsmenn leggja til að skipuð verði nefnd er kanni hvernig rannsókn og meðferð nauðgunarmála er háttað og geri tillögur til úrbóta. Lögð er áhersla á að bæta þurfi stöðu þeirra sem verða fyrir nauðgun, m.a. verði lögreglu skylt að benda þolanda á að- stoð Kvennaathvarfs eða sambærilegra aðila. Þolanda sé tryggð lögfræðileg aðstoð og aðstoð geðlæknis, félagsráð- gjafa eða sálfræðings, og að læknir sem skoðar viðkomandi og rannsóknarlögreglumaður sem yfir- heyrir séu báðir konur. Er lagt til að nefnd þessi hraði störfum og skili áliti síðar á þessu ári. Sigríður Dúna sagði í samtali í gær að tillagan lægi nú í allsherjarnefnd sameinaðs þings og hefði formaður nefndarinnar Olafur P. Þórðarson lýst því yfir á dögunum að öll tormerki væru á því að úllagan næði fram að- ganga á þessu þingi. Sagðist Sigríður vona að þetta mál hlyti nú hraða með- ferð og það væri vilji margra þing- manna að svo yrði. ig. Kvennaathvarf óánægt með meðferð nauðgunarmála Skelfilegar yfirheyrslur • Konur vita ekki að þœr geta neitað að svara persónulegum spurning- um. • Aðstoð kvennaathvarfsins talin óœskileg af Rannsóknarlögregl- unni? • Mörg hundruð karlmenn í Reykja- vík hafa gerst sekir um ofbeldi gegn konum. „Samstarf okkar við al- mennu lögregluna og slysa- varðstofuna er mjög gott og þeir vísa konum á okkur, en því mið- ur höfum við ástæðu til að ætla að rannsóknarlögreglan geri það ekki alltáf, þrátt fyrir ítrek- aðar beiðnir okkar. Ef kona kærir nauðgun og leitar til okkar, tölum við við hana áður en til yfirheyrslu hjá rannsókn- arlögreglunni kemur og þá er fulltrúi okkar viðstaddur yfír- heyrsluna ef konan óskar. Við segjum þessum konum hvaða spurningum þær geti neitað að svara, t.d. varðandi fyrra kyn- lífo.s.frv., og ég er hrædd um að rannsóknarlögreglunni þyki nærvera okkar ekki alltaf æskileg í slíkum málum. Þessar yfirheyrslur eru í einu orði sagt skelfilegar og þolandinn þarf jafnan að sanna að brotið hafi verið á honum,“ sagði Anna Magnea Hreinsdóttir starfs- maður hjá Kvennaathvarfinu þegar við ræddum við hana um nauðgunarákærur og afskipti iKvennaathvarfsins af slíkum málum. Anna sagði að konur sem beittar eru ofbeldi sætu oft uppi sem fang- ar á meðan mennimir gengju lausir, því algengast er að þeir fái aðeins áminningu en sé síðan sleppt. Þessar konur eru mjög hræddar við hefndarráðstafanir frá mönnunum, hvort sem þær þekkja þá eða ekki og þora jafnvel ekki út fyrir hússins dyr. „Það eru mörg hundruð manns hér í bænum sem hafa gerst brot- legir um ofbeldi gegn konum, og ganga samt lausir. Þegar um nauðgun eða nauðgunartilraun er að ræða er nauðsynlegt fyrir konur að vita hvemig þær eiga að bregð- ast við í yfirheyrslu. Þær þurfa ekki að svara öllum þeim spumingum sem líklegt er að lagðar séu fyrir þær og við getum aðstoðað þessar konur mikið bæði í og eftir yfir- heyrslu. Það er sorglegt að vita til þess að konur fari í yfirheyrslur án þess að vita um sinn rétt til að neita að svara persónulegum spuming- um. Ég á bágt með að trúa að þess- ar konur myndu ekki leita til okkar ef þeim væri bent á það“, sagði Anna Magnea ennfremur. Þá vildi hún ítreka að konur sem dveljast hjá þeim í Kvennaathvarfinu væm algerlega hultar og ekki væri gefið upp hverjar dveldust þar hverju sinni. Hún harmaði að útvarpið skyldi hafa skýrt frá því í fyrra- kvöld að konan sem stungin var af eiginmanni sínum dveldist í Kvennaathvarfinu og sagði þá frétt ekki frá þeim komna. Margar kon- ur vilja fá að hvflast og hugsa sín mál í kyrrþey hjá þeim án þess að fjölmiðlar eða aðrir viti af þeim og sagði hún að slíkt væri ávallt virt í Kvennaathvarfinu. þs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.