Þjóðviljinn - 16.05.1984, Side 12

Þjóðviljinn - 16.05.1984, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mjðvikudagur 16. maí 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Frá skrifstofu Alþýðubandaiagsins Sumartími frá 15. maí til 15. september Ákveðið hefur verið að hafa sama háttinn á í ár og í fyrra að loka skrifstofunni kl. 16 á virkum dögum frá og með 15. maí og til 15. september. Þeim sem þurfa að hafa samband utan skrifstofutíma er bent á heima- síma starfsmanna. Vorfagnaði ABR. frestað Af óviðráðanlegum orsökum er fyrirhuguðum vorfagnaði 19. maí frest- að um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABR. PPDRÆTTI idalagsins i Reykjavik 4. 6 FeiððvHiningar: feiqufbgi rntð Saífivirny!t»róun - landsýn hti veiðnisefi 'S.OOO kr Jivei ... VinMJ>0af aii* ............... vj.oor? . 105.000- Dregið , 10.MAÍ Fjoidi iniða 6 J25 AibvðutMimialBQiðiRevkiavik Hvedísootu 105.101 Heykiavik Simr. fSlilWOO Alþýðubandalagið í Reykjavík Vorhappdrætti - Drætti frestað Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir glæsilegu vorhappdrætti. Vinningar eru 6 ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum- Landsýn, að heildarverðmæti 105.000 krónur. Drætti frestað Þar sem enn vantar nokkuð á að skil hafi borist frá öllum, og vegna tilmæla frá félagsmönnum, hefur drætti í happdrættinu verið frestað um óákveðinn tíma. Gerið skil Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki gert skil, bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi, eða á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105. Sláum saman! Stöndum saman i slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandalagsins! Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til aðalfundar í félaginu laugardaginn 19. maí að Hverfisgötu 105. Fundurinn hefstkl. 10.00árdeg- is og er áætlað að aðalfundarstörfum Ijúki upp úr hádeginu. Að loknum aðalfundarstörfum verður vinnuráðstefna um flokksstarfið og verkefnin framundan. Stefnt er að því að henni Ijúki um kl. 17. Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar um starfsárið 1983-1984. Art- húr Morthens formaður ABR. 2. Reikningar ársins 1983 og tillaga um árgjöld. Erlingur Viggósson gjaldkeri ABR. 3. Umræður um skýrsiu, afgreiðsla reikninga og árgjalda. 4. Tillaga laganefndar ABR um breytingar á lögum ABR til samræmis við nýsamþykkt lög Alþýðubandalagsins. 5. Tillögur kjörnefndar um stjórn og endurskoð- endur fyrir starfsárið 1984-1985. 6. Kosning formanns og stjórnar. 7. önnur mál. Erllngur Tillaga kjörnefndar um stjórn félagsins fyrir starfsárið 1984-1985 og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni frá og með hádegi fimmtudaginn 17. maí. Tillögur um félagsgjöld og lagabreytingar berast félagsmönnum í féiagsbréfi. Félagsmenn ABR eru hvattir til að fjölmenna á aðalfund félagsins. - Stjórn ABR. Umhverfismál - Nýr umræðuhópur Nýr umræðuhópur um umhverfismál fer af stað á vegum Alþýðu- bandalagsins í salnum á Hverfisgötu 105 sunnudaginn 20. maí kl. 16.00. Hjörleifur Guttormsson segir frá Náttúruverndarþingi og umhverfis- máium á alþingi. Ákvörðun tekin um framhald hóþstarfsins. Allt áhugafólk velkomið. - Umhverfismálahópur AB. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH heldur fund í Skálanum Strandgötu 41, mánudag- inn 21. maí nk. kl. 20.30. Allir nefndarmenn og aðrir flokksmenn hvattir til að mæta. Stjórnin Kvennahópur ABK Rabbfundur Kvennahópurinn í Aiþýðubandalaginu í Kópavogi boðar til rabbfund- ar í Þinghóli, miðvikudaginn 16. maí kl. 20.30. Starfið framundan til umræðu. Mætum allar hressar á fundinn! Kvennahópurinn Ráðherrablaður og F ramsóknarpólitík Líklega eiga íslendingar heims- met á fleiri sviðum en marga grunar. Gallinn er bara sá að ekki eru þau öll til að stæra sig af. Skyldi það t.d. ekki vera heimsmet hvað við eigum mál- glaða ráðherra, sérstakleg eina þrjá. Ráðherra sem eru í tíma og ótíma að gefa alls konar yfir- lýsingar næstum því heit- strengingarog vanhugsaðar fuliyrðingar. Þeir sem einkum iðka þetta eru forsætisráð- herra, fjármálaráðherra og iðn- aðarráðherra. Síðan er það segin saga að innan skamms tíma koma þeir hver áfætur öðrum og éta ofan í sig drjúgan hluta af yfirlýsingunum, fullyrð- ingunum og heitstrengingun- um. Það er Ijósi punkturinn við þessa ríkisstjórn að þá er skellihlegið um allt land. Er þakkarvert að fá menn til að hlæja, hláturinn lengir lífið. Þetta er þó furðanlegt fyrir þá sök að sennilega eru þessir þrír ein- hverjir húmorssnauðustu menn í landinu. Þó má vera að Sverrir Hermannsson eigi til einhvem snefil af gálgahúmor. En það er segin saga að allir fjölmiðlar lands- ins eru komnir á staðinn eins og hendi sé veifað þegar ráðherrunum þóknast að leika þessar kúnstir. Af þessu má enginn missa. Þetta er það sem mér finnst gjarnan mega kalla ráðherrablaður og mætti það verða táknrænt orðtak í framtíð- inni. Lausn í landbúnaðarmálum Nú fyrir skemmstu var forsætis- ráðherra á yfirreið hér fyrir norðan. Söng hann messu yfir söfnuði sínum á Akureyri og hét sú helgistund miðstjómarfundur Framsóknarflokksins, gott ef ekki aðalfundur miðstjórnar. Við hátíð- lega altarisgöngu var hann kjörinn æðsti prestur safnaðarins, svo sem hann hefur verið nú um hríð. Við þessa messu gat ráðherrann ekki stillt sig um að sprella rétt einu sinni. Sprellið fólgst í því, að hann bauð uppá þá lausn í landbúnað- armálum, að ríkið og bændur gerðu með sér samning í þá veru að skera rækilega niður landbúnað á íslandi, sérstaklega sauðfjárbú- skap. Og ríkið legði í her- kostnaðinn það fé sem annars er nú varið til útflutningsbóta og 5 ár yrðu ætluð til verksins. Ekki hafði hann fyrr sleppt orð- ^inu, vafamál hvort hann komst úr hempunni, er ríkisútvarpið á Ak- ureyri var komið á vettvang til að láta hann flytja þetta fagnaðarer- indi í áheyrn alþjóðar. Hefur Steingrímur sjaldan dregið seiminn af jafn miklum inniieik en þá. Ekki liðu nema tveir dagar eða svo, þá stendur hann enn fyrir framan hljóðnemann til að þylja spekina. Hvað þýðir svo þetta í reynd ef bændur ganga að því tilboði sem forsætisráðherra býður fyrir ríkis- ins hönd? Það þýðir að fækka verð- ur sauðfé í landinu um 25 til 30 prósent til að framleiðsla standi í stað eða jafnvel minnki en fyrir því má að vísu finna skynsamleg rök. Þó eru nú fá ár síðan fluttir voru út ostar fyrir sæmilegt verð. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu hrikalegar afleiðingar þetta hefur fyrir bændastéttina og raunar þjóðarbúið í heild. Eitthvað hefur Steingrím rámað í það að hann væri þingmaður Vestfirðinga. Það er nefnilega á allra vitorði að á Vest- fjörðum stendur byggð svo tæpt í dag að samdráttur gæti riðið henni að fullu. Þess vegna varð hann að víkja ögn að því hvað koma ætti í staðinn svo hér hlytist ekki land- auðn af. Þvf tók hann til sömu belli- bragða og aðrir samdráttarpostul- ar; nýjar búgreinar. Og hverjar eru þær? Jú hrædýrabúskapur (tófa og minkur) og fiskirækt. Fiskar og loðdýr Um loðdýrarækt er það að segja Starri í Garði skrifar að hún getur sjálfsagt verið góð og gild svo framarlega að einhver þori að taka á sig þá áhættu að eiga allt sitt undir uppboðsmarkaði í út- löndum á tískuvöru, sem tekur stórar sveiflur frá einu uppboði til annars. Það þætti sannarlega áhætta og lítið öryggi ef dilkakjöt ætti í hlut. Þessa búgrein verður fyrst og fremst að byggja á þeirri athugun hvort úrgangi frá fisk- vinnslustöðvum og sláturhúsum sé best oghagkvæmast varið í refa- og minkafóður. Síðan verður að stað- setja þessi bú í næsta nágrenni við fóðuröflunarstöðvar, staðsetning- ar þeirra vítt og breitt um sveitir er fjarstæða. Að ætla bændum að skera niður sinn sauðfjárstofn, láta fasteignir sínar í útihúsum, vélum og tækjum og girðingum grotna niður verðlaust og herða skuldast- öðuna að hálsi sér vegna rándýrra bygginga og bústofnskaupa á ref eða mink, það er bjargráð. Gæti fremur heitið lokaráð, semsagt ekta óábyrgt ráðherrablaður. Um fiskiræktina er það að segja að hún lofar góðu. Þar eru miklir möguleikar á afmörkuðum stöðum á landinu. Þar er hins vegar um stórrekstur að ræða sem með engu móti leysir einyrkju eða fjöl- skyldubúskap af hólmi á einstök- um bújörðum. Það er því líka ráð- herrablaður. Engin rök Nýting hlunninda sem til dæmis felast í ám og vötnum er mikið hagsmunamál fýrir bændur. En' það er ekki ný búgrein, heldur jafn gömul byggð í landinu. En hvar eru svo rökin fyrir því að ríkið bjóði fram hjálp sína til að skera niður fjórðung til þriðjung sauðfjár- stofnsins? Þau eru engin. Aðeins ein órökstudd fullyrðing sem hljóðar svo: „Það er og verður eng- inn möguleiki á að selja dilkakjöt á viðunandi verði á erlendum mark- aði“. Útfrá þessari staðhæfing á svo að skera niður. En ef þessir samdráttarpostular eru spurðir hvers vegna það sé ekki hægt, svara þeir bara eins og börnum er títt þegar þau eru spurð gera þetta eða hvers vegna, þetta sé sisona „afþví- bara“. Og ef þeir eru spurðir hvemig þeir hugsi sér að þessar nýju búgreinar geti leyst hinn hefð- bundna búskap af hólmi svara þeir einnig: afþvíbara. Nú er það á allra vitorði sem eitthvað hugsa um þessi mál að mjög slælega hefur verið unnið að markaðsmálum erlendis. Það er langt í frá að unnt sé að sanna þá fullyrðingu að ekki sé hægt að afla viðunandi markaða erlendis fyrir þessa vöru. Auk þess eru ýmsar leiðir færar til að færa kjötverðið niður án þess að bændur skaðist á. því. Semsagt með því að lækka reksturskostnað búanna, breyta verðlagningu innbyrðis á afurðum sauðfjár, lækka milliliðakostnað og svo framvegis. Það sem fyrst og fremst vantar til að byggja upp markað fyrir kjötið er vilji, vinna og fjármagn. Ef tillögur Steingírms hefðu hljóðað uppá það að veru- legum hluta útflutningsbóta yrði varið til þessa verkefnis, þá væri það fyllilega samboðið ábyrgum forsætisráðhera fullvalda ríkis. Steingrími væri hollt að lesa grein í árbók Ræktunarfélags Norður- lands 1983 eftir hinn virta landbún- aðarfrömuð, Halldór heitinn Páls- son fyrrverandi búnaðarmála- stjóra. Þar er hann ekkert myrkur í máli um það hvemig að þessum markaðsmálum hefur verið staðið undangengin ár. Það er annars táknrænt fyrir athafnir ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannssonar að sömu daga og hann leggur til að hefðbundinn búskapur á íslandi skuli vera færður á það stig að metta aðeins innlendan markað, að þá er hann og hans stjórn búin að ákveða að vinna bændum stór- tjón á innlendum markaði með því að lækka niðurgreiðslur búa um 180 miljónir. Steingrímur gat þess að bændur í miðstjóm Framsóknar hefðu tekið tillögum sínum vel. Ljótt er ef satt er. Hitt þarf engum áð koma á óvart þótt pólitík forystuliðs Fram- sóknar sé sömu ættar og hvert ann- að ráðherrablaður. 1.5. 1984 Starri í Garði. Árný Guðmundsdóttir Brávallagötu 44 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 13.30. Ragnar Kristjánsson Sigurður Ragnarsson Unnur Ragnarsdóttir Jóhanna Ragnarsdóttir Ragnar Finnsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.