Þjóðviljinn - 23.05.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.05.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. maí 1984 Lofthæð aðalsvlðslns er mlkll. Enn nær hún alla leið tll atjarnanna en í framtíðlnnl mun hún verða yflr 20 metrar. Mynd -elk. „Vonarstræti“ að verða raunverulegt. „Ég er alltaf með svlðsskrekk og vona bara að hann stækkl ekki í sagði starfsfólk LR eftir skoðunarferö um nýja borgarleikhúsið í gær. ^rHsgS\S!bS^^Ls'9r' Starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur fór í gær í skoðunarferð um fjalir borgarleikhússins sem er að rísa í nýja miðbænum. Starfsfólkið kallar bygginguna „Vonarstræti“ því þau trúa því varla enn að vonir þeirra og draumar um nýtt leikhús eigi eftir að rætast í náinni framtíð. Starfsemi Leikfélags Reykjavík- ur er löngu orðin viðameiri en Iðnó við Vonarstræti leyfir. Smíðaverk- stæðið lengst úti í bæ, leikmyndir annars staðar, varla rými til að skipta um föt, hvað þá að hægt sé að fara í sturtu og ef einhverjum dettur í hug að fá sér kaffibolla er viðbúið að innihaldið skvettist yfir Áhorfendabekkir verða héma. Þelr verða ekki flelrl en í gamla Iðnó en breiðarl. Nálægð áhorfenda og lelkara verður þvf svlpuð og fyrr. Mynd -elk. næsta mann sökum þrengslanna sem leikarar L.R. búa við. Þau voru því hress í bragði þegar Þjóðviljinn hitti þau í gær í skoðunarferð um byggingu nýja leikhússins. Uppsteypa er langt komin og starfsfólk Leikfélagsins brá sér í vettvangsathugun til að taka út væntanlegar aðstæður. Við fylgdum þeim um bygginguna, hlýddum á útskýringar Þorsteins Gunnarssonar leikhússtjóra sem er einn af arkitektum hússins og tókum nokkra viðstadda tali. Ágúst 1986 „Byggingin er komin á það stig að auðvelt er að átta sig á aðstæð- um“, sagði Stefán BaJdursson leikhússtjóri, „en það þarf að halda mjög vel á spöðunum til að áætlun standist. Það stóð til að verkinu yrði lokið á 200 ára afmæli borgar- innar sem er 18. ágúst 1986. Það er fræðilegur möguleiki að þetta tak- ist og við vonum að það takist“. „Lítill karl í stórum geymi“ „Við höfum legið yfir teikning- um án þess að gera okkur almenni- lega grein fyrir rýminu hérna. Það er ekki fyrr en nú þegar veggir rísa að hægt er að finna hvernig þetta mun verða. Við erum núna að velta fyrir okkur tengslum milli sviðs og sala, áhorfanda og leikara. Mark- miðið er að halda nándinni sem er í Iðnó“, sagði Jón Hjartarson leikari sem er formaður L.R. „Okkur óar við því sem eftir er en vonum að yfirvöld hafi visku til að ljúka verkinu sem fyrst“. Jón benti á að starfsemi L.R. sé orðin of viðamikil fyrir húsrýmið sem Iðnó býður, en að þar henti fá- mennum hópum vel að vinna. Við spurðum hann hvernig líðanin væri innan hárra og víðra veggja nýju byggingarinnar: „Mér finnst ég lít- ill karl í stórum geymi", sagði Jón. Fjariægur draumur í nánd Sigríður Hagalín leikari sagðist varla trúa því að nýtt leikhús væri í nánd. „Þetta er búinn að vera svo fjarlægur draumur alla tíð“. Hún var spurð um sviðsskrekk þegar gengið var um stóra sviðið: „Ég er alltaf með sviðsskrekk og vona bara að hann stækki ekki í sama hlutfalli og sviðið". Hress yfir mögu- ieikunum Þama var Jórunn Sigurðardóttir leiktjaldahönnuður, hress yfir þeim möguleikum sem nýja hús- næðið mun bjóða upp á. „Tækniút- búnaður og innréttingar munu þó skipta sköpum“, sagði hún, „þarna verða miklu meiri útfærslumögu- leikar. Hliðarsvið og baksvið bjóða upp á mikla möguleika fyrir leik- myndir og geymsluaðstaðan einn- ig. Aðstaðan í dag er gjörsamlega óviðunandi í alla enda og kanta“. „Heilmikið er að gerast“ Guðmundur Pálsson leikari hef- ur verið í byggingarnefnd frá upp- hafí. Hann spurðum við hvort ekk- ert væri gengið á bjartsýnina og of- urhuginn og vildi hann alls ekki viðurkenna það. „Þetta gengur mjög vel í augnablikinu. Það er búið að semja um alla uppsteypu og gert ráð fyrir að henni ljúki um áramót. Jafnframt er verið að hanna þakið, sem er mjög stórt. Það er ekki búið að semja um það en trúlega tekur næsta ár að koma því upp. Jafnframt þyrfti að fara að vinna að innréttingum. Gluggar verða settir í húsið í haust. Svo þú sérð að heilmikið er að gerast“. Hópurinn samstillt heild Við spurðum þennan samstillta ánægða hóp hvort þau óttuðust ekki að missa hópstemninguna nið- ur í víðáttu nýja hússins. Sögðu þau að í „Vonarstræti" væri fýrir öllu hugsað og að búningsherbergin væru öll umhverfis setustofu leika- ranna og í gegnum hana verði að ganga. Þannig ætti hópurinn að hafa áfram á tilfinningunni að hann sé samstillt heild þótt víðátta veggj- anna verði meiri en áður. -jP Starfsfólk L.R. kilfradl um nýbygginguna (gær. Mynd -elk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.