Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Deilurnar um skordýrabæklinginn:
Ég vil fá að vita
hvað þarna er rangt
segir Jón Gunnar Ottosson skordýrafrœðingur
„Ég hef heyrt um þessa óánægju
garðyrkjumanna, en þeir hafa ekki
getað bent á neitt sem er rangt í
bæklingnum og til þess að taka
mark á ummælum þeirra vil ég fá
að vita hvað rangt er í þessum
bæklingi", sagði Jón Gunnar Ott-
osson, skordýrafræðingur í samtali
við Þjóðviljann í gær. Jón Gunnar
var ráðgjafi við samningu bækli-
ngsins „Skordýravarnir“ og skýrt
var frá í Þjóðviljanum í gær.
Jón sagði að bent hefði verið á að
í bæklingnum væri mælt með á-
Sigríður Einarsdóttir er formaður
Náttúruverndarnefndar Kópavogs
en bæklingurinn um skordýravarnir
kom fyrst til umræðu í þeirri nefnd.
Ljósm.: Atli.
kveðnum plöntum, sem skordýr
sækja lítið sem ekkert á og garð-
yrkjumenn hefðu sagt að þessar
plöntur þrifust ekki hér. Hann
sagðist vilja spyrja hvort menn
héldu því fram að lerki, stafafura
og grávíðir, svo daémi væru tekin,
þrifust ekki hér á landi.
Jón Gunnar sagði að ástæðan
fyrir því að ráðist var í að gefa út
þennan bækling væri sú að úðun
eiturefna í görðum hefði verið
kominn út í öfgar. Menn hefðu
úðað alltof mikið og oft á röngum
„ÞaS er útaf fyrir sig lakara að
menn skuli vera óánægðir með viss
atriði í þessum bæklingi en mikil-
vægast tel ég þó að hann skuli vera
tíma og jafnvel rangar trjáplöntur.
Þá væri það viðurkennt að eitur-
efnið sem hér er notað er alltof
sterkt og er hvergi annarsstaðar í
veröldinni notað við úðun garða.
„Bæklingur þessi er eingöngu
fólki til ráðgjafar í þessu máli“,
sagði Jón Gunnar að lokum.
Þess má geta, að Grétar Unn-
steinsson, skólastjóri Garðyrkju-
skóla ríkisins sagði í gær garðyrkju-
menn myndu að öllum líkindum
koma saman í næstu viku til þess að
ræða þetta mál. _ g
kominn út. Við sem störfuðum að
undirbúningi útgáfunnar töldum
okkur hafa góða sérfræðinga á
okkar snærum en það er greinilegt
Sigríður Einarsdóttir formaður
Náttúruverndarnefndar Kópavogs
Aðalatriði að
bæklingurinn
er kominn út
Jón Gunnar Ottósson. Úðun i görðum var komin út í öfgar.
að sitt sýnist hverjum", sagði Sig-
ríður Einarsdóttir formaður Nátt-
úruvcrndarnefndar Kópavogs, en
hugmyndin að bæklingi um skor-
dýravarnir kom fyrst til umræðu í
Náttúruverndarnefnd Kópavogs.
„Upphaf þess að við réðumst í
útgáfu bæklingsins var að fyrir um
það bil ári síðan var lagt t'ram bréf í
nefndinni hjá okkur frá þeirn Kri-
stínu Þorkelsdótturog Herði Daní-
elssyni og lýstu þau þar áhyggjum
sínum yfir hinni miklu eiturúðun
sem færi fram í Kópavogi og buðust
þau jaínframt til að aðstoða við
gerð fræðsluefnis fyrir almenning
unr þau mál. Okkur í
Náttúruverndarráði Kópavogs
fannst þetta áhugavert verkefni og
til að ná sem mesturn árangri
leituðum við til fjölda aðila sem
mesta þekkingu höfðu á nrálinu.
Þar á meðal voru Jón Gunnar Ott-
ósson skordýrafræðingur og Ha-
fliði Jónsson garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar. Ég vil nota
tækifærið til að þakka þeim fé-
lögum áðstoðina og veit að ég tala
fyrir munn allra þeirra sem að
þessu góða verkefni störfuðu",
sagði Sigríður ennfreinur.
- v.
opið
mánudaga-miðvikudaga 9-18
fimmtudaga 9-19
föstudaga 9-21
laugardaga 9-16