Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Helgar- sportið Knattspyrna Um 1. deild karla er fjallaö annars staðar, en mikið er leikið í neðri deildunum. í 2. deild eru fimm leikir á morgun, laugardag. Skallagrím- ur-Einherji í Borgarnesi,, Víöir— Völsungur í Garðinum, ÍBÍ-FH á ísafirði, IBV-KS í Eyjum og Tindastóll-Njarðvik á Sauðárkróki. Alliráttu að hefjast kl. 14en seinkar að líkindum öllum vegna beinu út- sendingarinnar frá Stuttgart. í 3. deild leika Þróttur og Huginn á Neskaupstað kl. 20 í kvöld og fjórir leikir verða á morgun; ÍK-Víkingur Ó., Selfoss-Grindavík, Austri- HSÞ.b og Leiftur-Magni. Á sunnu- dag kl. 14 mætast Snæfell-Fylkir og Fteynir S.-Stjarnan. Þrettán leikir verða í 4. deild um helgina og þar eru sem fyrr athygl- isverðustu leikirnir í A-riðli. Ármann og Víkverji leika á Árbæjarvelli kl. 20 í kvöld og Haukar-Augnablik Hafnarfirði á morgun. Golf Opið mót, Dunlop-open, á veg- um Golfkiúbbs Suðurnesja, verður haldið á Hólmsvelli í Leiru á morgun og á sunnudag. Þetta er höggleikur, 36 holur, með og án forgjafar. Völlurinn er að komast í sitt besta form og aðeins beðið eftir góðu veðri. Frjálsar íþróttir EÓP-mótið verður haldið á Laugardalsvelli i kvöld og hefst kt. 18.30. Mótið er á vegum frjáls- íþróttadeildar KR. Keppt verður í fimm greinum karla og fimm grein- um kvenna. Badminton Ársþing Badmintonsambands is- lands verður haldið á morgun, laugardaginn 26. maí, í sal Skag- firðingafélagsins, Síðumúla 35, Reykjavík og hefst kl. 10 f.h. Umsjón: Víðir Sigurðsson Ásgeir meistari a morgun Nema stórslys eigi sér stað T Asgeir Sigurvinsson. Ásgeir Sigurvinsson verður vestur-þýskur meistari í knatt- spyrnu á morgun með liði sínu, Stuttgart, nema stórslys eigi sér stað. Stuttgart fær V.Þýskalands- og Evrópumeistarana Hamburger SV í heimsókn í lokaumferðinni og Hamburger þarf að vinna fimm marka sigur til að komast uppfyrir Stuttgart á markatölu til að verja meistaratitil sinn. Leikurinn hefst kl. 13.30, hálf- að íslenskum tíma og verður un sýndur beint í íslenska sjón- Webster er lög- legur Drakarsta Webster, körfu- 'knattleiksmaðurinn kunni sem verið hefur búsettur hér á landi undanfarin ár, öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt nú á dögunum. Þar með getur hann leikið með Haukunum í úrvalsdeildinni næsta vetur og ættu þeir þá að eiga góða möguleika á að vera í baráttunni um íslandsmcistara- titilinn. Haukarnir hafa endur- ráðið Einar Bollason sem þjálf- ara. Trevor Francis. Francis með matareitrun Wales og Norður-írland gerðu jafn- tefli, 1-1, í bresku meistarakeppninni í knattspyrnu á þriðjudagskvöldið. Leikið var í Swansea og kom Mark Hug- hes Walesbúum yfir en Gerry Arms- trong jafnaði. Pat Jennings lék í marki Norður-íra í 104. skipti en meiddist og fór útaf í hálfleik. England og Skotland mætast í síðasta leik keppninnar á morgun, á Hampren Park í Glasgow. Sigurliðið þar vinnur þessa síðustu meistarakeppni en verði jafntefli, standa Norður-Irar uppi sem sigurvegarar á markatölu, öll liðin þá með 3 stig. Óvíst ef að Trevor Francis leiki með enska liðinu. Nú eru það ekki meiðsli, heldur veiktist hrakfallabálkurinn af matareitrun. -VS Leiðrétting I blaðinu í gær birtist mynd af Sigurði Halldórssyni knattspyrnumanni frá Akranesi en í myndatexta var nafn Sig- urðar Lárussonar. Við biðjumst vel- virðingar á mistökunum. Augnablik sigraði Augnablik vann stóran sigur á Létti er liðin áttust við í bikarkepp- ni KSÍ á Melavellinum í gær, úrs- litin urðu 3-0. Bikarleik- ir 5. júní Eftir leikina í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi og fyrrakvöld er komin skýr mynd á hvaða lið mætast í 2. umferðþann 5. júní. Þau eru þessi: Leiknir R. - Árvakur/Vík.ÓI. Fylkir - Afturelding Fh - Snæfell Seifoss - Reynir S. ÍBÍ - Léttir/Augnablik Viðir - Grindavík ÍBV - ÍK Skallagrímur - Stjarnan Vorboðinn/Vaskur - KS Völsungur - Tindastóll Þróttur N. - Huginn Austri - Einherji Liam Brady. Liam Brady til Inter Liam Brady, írski knattspyrnusnill- ingurinn, verður kyrr á Ítalíu næsta vetur en gengur þá til liðs við Inter Mí- lanó. Brady hefur tvö undanfarin ár leikið með Sampdoria og þar áður með Juventus, en miklar líkur voru taldar á að hann sneri aftur til Englands og þá til síns gamia félags, Arscnal. varpinu, þökk sé elju Bjarna Fel- ixssonar, íþróttafréttamanns sjón- varpsins, sem hefur staðið í ströngu við að útvega þá útsendingu. Ef ekkert stórvægilegt fer úr- skeiðis, sjáum við Ásgeir og félaga tryggja sér meistaratitilinn. Löngu er uppselt á sjálfan leikinn og að- staða hefur verið sett upp fyrir tíu þúsund áhorfendur utan vallarins þar sem þeir geta séð leikinn á kvikmyndatjaldi. Uppselt er í þau sæti líka. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þátt Ásgeirs í velgengni Stuttgart í vetur. Hann liefur verið lykilmaður á miðjunni, átt hvern stórleikinn á fætur öðrum og skorað heil 12 mörk í deildinni sem er mikið afrek hjá miðjumanni. Aðeins einn leikmaður hefur verið oftar valinn í „lið vikunnar" hjá íþróttablaðinu Kicker í vetur, Herget hjáUerdingen. Hann hefur verið valinn 11 sinnum en Ásgeir og sjálfur Karl-Heinz Rummen- igge hjá Bayern 10 sinnum hvor. Eins og Ásgeir sagði í samtali við Kicker sl. mánudag: „Við töpum þessari forystu aldrei niður, það kemur ekki til greina!" -VS Braut flaggið! Ze Beto, ntarkvörður Porto og portúgalska landsliðsins í knatt- spyrnu hefur verið dærndur í 14 mánaða keppnisbann í Evrópu- keppni. Eftir úrslitaleik Juventus og Porto í Evrópukeppni bikarhafa í síðustu viku, þreif hann flaggið af öðrum línuverðinum, braut það og þeytti brotunum útum víðan völl. Hann missir því af úrslitum Evr- ópukeppni landsliða sem hefjast 12. júní. 4 mörk skoruð í jafn- tefli Þróttar og F ram Einn leikur var háður í 1. deild íslandsmótsins i gærkvöldi. Fram og Þróttur áttust þá við á Valbjarn- arvöllum og lyktaði stórskemmti- legum leik með jafntefli, 2-2. Guð- mundur Steinsson tryggði Fram annað stigið er 5 mínútur voru liðn- ar umfram venjulegan leiktíma. Framarar voru sterkari í byrjun og fór svo að þeir skoruðu eftir að- eins 4. mínútna leik. Ómar Jó- hannsson var þá með boltann á vinstra kanti og gaf fyrir mark Próttar, Guðmundur Steinsson var þar staddur og honum urðu ekki á nein mistök, hann afgreiddi bolt- ann nett með innanfótar skoti í markið. Fram var síðan næstum því búið að bæta við öðru marki er skot Braga Björnssonar fór í einn varn- armann Þróttar og kastaðist þaðan rétt framhjá markinu. En skyndi- sóknir Þróttara voru síst hættu- minni. Á 18. mínútu „klikkaði" rangstöðutaktik Fram illa og Páll Ólafsson komst aleinn upp vinstra kantinn, hann lék síðan inn í vítat- eiginn og skaut stungubolta óverj- andi fyrir Hauk Bragason í marki Fram. Þróttararnir voru hættulegri það sem eftir var hálfleiksins en mörkin fyrir lok hans urðu ekki fleiri. Á 12 mínútu síðari hálfleiks Staðan Staöan í 1. deildinni i knattspyrnu ettir leik Fram og Þróttar i gærkvöldi: ÍA......................2 2 0 0 Víkingur................2 1 1 0 ÞórAk...................2 1 KR..................... 2 0 Breiðablik..............2 0 IBK., .2 0 Þrúttur..................2 0 KA.......................2 0 Valur....................2 0 1 Fram....................2 01 4-0 6 2-1 4 1 2-4 3 0 2-2 2 0 1-1 2 0 1-1 2 0 2-2 2 1 2-3 1 1 0-1 1 1 2-3 0 komust Þróttarar yfir, Páll Olafs- son tók horn, boltinn barst til Pét- urs Arnþórssonar sem skallaði hann í hornið. Á síðustu mínútum fengu Þróttarar tvö upplögð tæki- færi, en þau fóru bæði forðgörðum, Þróttur átti mun meira í leiknum og jöfnunarmark Fram kom því sem þruma úr heiðskíru lofti. Mis- heppnað útspark hjá Þrótti lauk með því að Kristinn Jónsson fékk boltann skot hans fór í einn varnar- mann og barst þaðan til Guðmund- ar Steinssonar sem skaut föstum stungubolta í mark Þróttar. Eftir markið hljóp mikið fjör í leikmenn Fram en mörkin urðu ekki fleiri. Bestur hjá Þrótti var Pétur Arn- þórsson en einnig áttu þeir Ásgeir Elíasarson og Kristján Jónsson ágæta spretti. Guðmundur Steinsson var hætt- ulegastur Framara, aðrir jafnir. -Frosti Guðmundur Magnússon. ,Dadu“ þjálfar FH-inga Guðmundur „Dadú“ Magnússon hefur verið ráð- inn þjálfari íslandsmeistara FH í handknattleik karla. Guðmundur hefur vcrið fyrir- liði FH-inga undanfarin ár og er leikreyndasti leikmaður liðsins en hefur aldrei þjálfað meistaraflokk áður þannig að ráðningin kemur mjög á óvart. Hann hefur hins vegar þjálfað mikið hjá yngri flokk- um FH-inga. Kúbumenn hœttir við Kúbumenn tilkynntu í fyrrakvöld að þeir niyndu ekki senda íþrútta- menn á Ólympiuleikana í Los Angeles í sumar. Þeir eru þar með tíunda þjóðin til að fara að fordæmi Sovét- manna í þcssum efnum. Tvö heimsmet austur-þýskra Tvö heimsmet í sundi féllu í Magde- burg í A.Þýskalandi í fyrrakvöld, og í bæði skiptin var austur-þýskt sund- fólk að verki. Kristin Otto synti 200 m skriðsund kvenna á 1:57,75 mín. og bætti met Cynthiu Woodhcad frá Bandaríkjunum um hálfa sekúndu. Jcns-Peter Brandt synti 400 m fjúr- sund karla á 4:19,61 mín. og bætti heimsmet Brasilíumannsins Ricardo Prado um 17/100 úr sckúndu. Wurbeck tæpur Willie Wurbeck frá V.Þýskalandi, sigurvegari í 800 m hlaupi á licimsleikunum í Hclsinki í fyrra, gæti misst ar Ólympíuieikunum í sumar. Hann meiddist á kné fyrir skömmu og það seinkar öllum hans undirhúningi um margar vikur. Kóreuríkin rœðast við Fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hittast í þriðja sinn nú um helgina til að ræða möguleikann á áð þjóðirnar sendi sameiginlegt lið á Olympíu- leikana í sumar og önnur alþjóðleg íþróttamót í framtíðinni. Tvær fyrri samkomurnar hafa farið út um þúfur vegna pólitískra dcilna, cnda grunnt á því góða milli grannþjóðanna og þær aðskildar af breiðri gjá, stjórnmála- lega séð. Rowell til Norwich? Norwich City sem leikur í 1. deild ensku knatlspyrnunnar, fær senni- lega markaskorarann Gary Rowell frá Sunderland fyrir ekki neitt. Row- ell hefur verið markakóngur Sunder- land sex sinnum á síðustu sjö árum en nú á dögunum ákvað félagið að gefa honum frjálsa sölu og Ken Brown, framkvæmdastjóri Norwich, var fijótur að setja sig í samband við hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.