Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 16
NOÐVIUINN
Fðstudagur 25. maí 1984
Aöalsími Þjó&viljans er 81333 kl. 9 -20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaðámenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum slmum: Ritstjórn Aóalsíml Kvöldsími Helgarsúni
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Merki Listahátíðar 1.-15. júní
1984 komið fyrir við Lækjartorg
/ himneskri sœlu
Piakati Listahátíðar 1984 var
komið fyrir í stórri útgáfu á vegg
Hiimar-
vertíð
byrjar vel
Humarvertíð hefur byrjað með
þokkalegasta móti hjá Horna-
fjarðarbátum en þó er aflinn ekki
eins mikill og í vertíðarbyrjun í
fyrravor. Nú hefur í fyrsta skipti
verið settur kvóti á hvern humar-
bát og má alls veiða 2.400 tonn sem
er 300 tonnum minna en í fyrra.
Fyrstu bátarnir lönduðu á Höfn
sl. mánudag og voru þá með 11-12
tunnur hver en í gær var aflinn
skárri, um 1800 kg á bát.
Alls eru gerðir út 19 bátar frá
Höfn til humarveiða og leggja 16
þeirra upp hjá Kaupfélagi Austur-
Skaftfellinga en 3 hjá Stemmu. Hjá
Kaupfélaginu var í gær búið að
vinna um 26 tonn af humri en alls
vinna yfir 100 manns við humarinn
á Höfn og gera menn sér vonir um
að humarveiðar og vinnsla standi
fram í ágúst. - Ig.
Viðræður á lokastigi í Sviss
Útvegsbankans við Lækjartorg í
gær. Myndlistarmaðurinn Hannes
Sigurðarson, varpaði því fram af
svölum bankans ásamt aðstoðar-
fólki. Saxófónleikari klæddur
geimfarabúningi spilaði af svölu-
num á meðan verkið var tjóðrað
fast.
Þetta er upphaflega blue-print
mynd í stærðinni 60x90 cm. Þessi
mynd vann í samkeppni um næsta
plakat listahátíðar sem haldin var í
Handíða og myndlistaskólanum í
vetur. Nú er hún á Útvegsbanka-
veggnum í stærðinni 5.40x7.40 og
hún er líka til í litlu barmmerki",
sagði listamaðurinn Hannes Si-
gurðarsson sem nú er að útskrifast
úr skólanum eftir 4 ára nám. í dag
tekur hann einnig burtfararpróf á
flautu úr Tonlistarskólanum.
Hannes er 24 ára gamall. Hann
ætlar til Grönoble í Frakklandi á
næstunni „til að hugleiða málið og
hverfa af sjónarsviðinu í bili“.
„Myndin er af konu sem veður í
skýjum af himneskri sælu“ sagði
myndlistarmaðurinn Hannes Sig-
urðarson í gær.
-ÍP
„Heilög Sesselía, verndargyðja tonlistar stekkur hæð sina í loft upp af
ánægju vegna blómstrandi listalífs á höfuðborgarsvæðinu" heitir myndin
sem piakat Listahátíðar er af. Hannes Sigurðarson vann hana upphaflega í
blue-print. Mynd-Atli.
Samið um 20 mills?
Gæslan má
kaupa þyrlu
Ríkisstjórnin samþykkti í gær
að heimila Landhelgisgæslunni,
að festa kaup á þyrlu samkvæmt
hagstæðustu tilboðum, sem bor-
ist hafa. Fimm tilboð hafa borist
en talið er að franskt og ítalskt
tilboð séu hagstæðust. Landhelg-
isgæslan hyggst nú kanna þetta
mál gaumgæfilega.
Samningaviðræðurnar í Sviss
milli Alusuisse og íslensku viðræð-
unefndarinnar eru nú sagðar vera á
lokastigi. Framleiðsluverð raforku
hérlendis er nú á bilinu 18 til 22
mills, - og bíða landsmenn spenntir
eftir að sjá hvort íslensku samning-
anefndinni tekst að ná kostnaðar-
verði í samningnum.
Alusuisse verksmiðjan kaupir
nú um helming allrar raforku sem
Landsvirkjun selur, en á um helm-
ing af kostnaðarverði. Landsvir-
kjun hefur á undanförnum mánuð-
um hækkað verulega taxta sína til
almenningsveitna og ríkisstjórnin
hafði sagt mundu ná hagstæðum
samningum hið fyrsta eftir að hún
settist að völdum. Nú er liðið á
annað ár og raunveruleg hækkun
hefur fram að þessu látið standa á
sér.
Viðræðunefnd fslands skipa Jó-
hannes Nordal sem nýlega átti stór-
afmæli, Gunnar G. Schram alþing-
ismaður sem nýverið hefur sótt um
ársleyfi til rannsókna fyrir Há-
skólann - og Guðmundur G. Þór-
arinsson sem heldur því fram í
blaðagrein í gær, að meðalverð ra-
forku í Evrópu sé 14-5 mills.
-óg.
Unglingar
fá endur-
greitt
Þeir unglingar sem þegar hafa
keypt sér aðgangsmiða í
skemmtistaðinn Trafík í kvöld fyrir
350 krónur fá 100 krónur til baka
við innganginn. Astæðan er sú að
öflug mótmæli hafa orðið við þessu
háa miðaverði. Þykir mönnum nóg
um að greiða venjulega 250 krónur
fyrir að komast inn á staðinn.
Nú er grunnskólum borgarinnar
að ljúka og krakkarnir hafa hug á
að bregða sér á ball að loknum pró-
fönnum. Á skemmtistaðnum Traf-
ík kom sú hugmynd upp að hækka
aðgangseyri í kvöld og hafa miðana
sem happadrættismiða um leið.
Gunnlaugur hjá Trafík sagði
Þjóðviljanum í gær að hætt hefði
verið við þessa hugmynd vegna
mótmæla. Innifalið í 250 krónum
sagði hann að væri diskómúsík og
break-danssýning. Gosglasið kost-
ar 30 krónur.
- jP-
Rafurmagnaður
strætó í
Reykjavík?
Verður einhvern tíma rafur-
magnaður strætó í Reykjavík? A
laugardaginn verður fræðslufund-
ur um rafknúnar bifreiðar á vegum
Háskólans að Borgartúni 6 4. hæð í
Reykjavík.
Þar flytur Gísli Jónsson rafbíla-
frömuður nokkur erindi og ást-
ralskur framkvæmdastjóri fyrir-
tækis, sem hannað hefur rafknúinn
strætisvagn, mun einnig flytja þar
tölu. Hann mun og ræða hugsan-
legt samstarf um framleiðslu á slík-
um strætisvögnum hér á landi.
Yrðu þá vagnarnir byggðir hér frá
grunni og skapa atvinnumöguleika
fyrir bifreiðasmiði, segir í fréttat-
ilkynningu um fræðsludaginn.
-óg.
Helmingaskipti stjórnarflokkanna
Enginn frá st jórnarandstöö-
unni í stjórn Slippstöðvarinnar
Framsóknarmenn í bæjarstjórn Akureyrar kjósa Sjálfstæðismann
Nú er Ijóst að enginn fulltrúi þrátt fyrir að í tíð Ragnars Arnalds stjórnarandstöðu. gangur við þegar málið kom til
verður frá stjórnarandstöðunni í hafi verið fulltrúar þáverandi Ekki tók lýðræðislegri þanka- kasta bæjarstjórnar Akureyrar.
landinu næstu stjórn Slippstöðvar-
innar á Akureyri, þar sem fjármál-
aráðherra hefur tilnefnt fjóra
menn og bæjarstjórn Akureyrar
kosið tvo menn úr stjórnarflokkun-
um til að gegna þessum störfum.
Með atkvæðagreiðslunni í bæjar-
stjórn Akureyrar sameinuðust
Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur-
inn um að kjósa tvo menn úr sínum
röðum, en Framsóknarflokkurinn.
hefur myndað meirihluta með Al-
þýðubandalagi og kvennaframboði
á Akureyri. Þessi ólýðræðislegu
helmingaskipti ríkisstjórnarinnar
og framkoma Framsóknarflok-
ksins á Akureyri er litin mjög alvar-
legum augum af samstarfsaðiljum í
bæjarstjórn, að sögn Sigríðar Stef-
ánsdóttur bæjarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins á Akureyri.
Albert Guðmundsson fjármáia-
ráðherra tilnefndi nýverið fjóra
fulltrúa ríkisstjórnarinnar í næstu
stjórn Slippstöðvarinnar og vakti
athygli að enginn úr stjórnarand-
stöðunni í landinu var þar á meðal,
Alþýðubandalag og Kvennaframboð:
Þeir hafa ekki áhuga
á pólitískri samstöðu um atvinnumálefnin
-Greinilegt er að stuðningsflokkar ríkisstjórnar-
innar ætla að taka sér vald til að ákveða að fulltrúar
þriðjungs kjósenda á Akureyri eigi ekki aðild að
stjórn Slippstöðvarinnar, segir í bókun bæjarfullt-
rúa Alþýðubandalags og Kvennaframboðs á Akur-
eyri sem lögð var fram eftir kosningu í bæjarstjórn
Akureyrar á þriðjudaginn.
„Miklir erfiðleikar steðja nú að í skipasmíðum og
virðist ljóst að svo muni verða á næstu misserum
eins og nú er ástatt í sjávarútvegi. Slippstöðin hf er
lang stærsta fyrirtæki í þessari grein hér á landi með
250 til 300 starfsmenn og er að 9/10 hlutum í eigu
Akureyjarbæjar og ríkissjóðs. Með kosningu þeirri
sem hér hefur farið fram ásamt með tilnefningu
fjármálaráðherra á fulltrúum ríkissjóðs í stjórn
fýrirtækisins; er greinilegt að stuðningsflokkar
ríkisstjórnarinnar ætla að taka sér vald til að ákveða
að fulltrúar þriðjungs kjósenda á Akureyri eigi ekki
aðild að stjórn fyrirtækisins. Ekki er hægt að líta á
þessar ákvarðanir á annan hátt, en þann, að flokk-
arnir hafi ekki áhuga á nauðsynlegri pólitískri sam-
stöðu um rekstur fyrirtækisins eins og þó er brýn
nauðsyn að okkar áliti, svo sem nú er háttað í þess-
um atvinnurekstri".
Sigríður Stefánsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir
og Sigríður Þorsteinsdóttir stóðu að þessari bókun á
bæjarstjórnarfundinum sl. þriðjudag.
-óg
Þar klofnaði bæjarstjórnarmeiri-
hluti þannig um málið að Fram-
sóknarmenn kusu Sjálfstæðis-
flokksmanninn Aðalgeir Finnsson
með Framsóknarmanninum Helga
Bergs ásamt íhaldsmönnunum
sjálfum.
Kosið var persónukosningu á
bæjarstjórnarfundinum á þriðju-
daginn og hlutu frambjóðendur
Alþýðubandalags og Kvennafram-
boðs þau Valgerður Bjarnadóttur
og Páll Hlöðversson einungis 4 at-
kvæði. Athygli vekur einnig að í
tilnefningu ráðherra og vali
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á
Akureyri er enginn úr verkalýðs-
hreyfingunni, en Helgi Guð-
mundsson hefur um árabil verið í
stjórn Slippstöðvarinnar sam-
kvæmt tilnefningu ráðherra.
Viðmælendur Þjóðviljans í gær á
Akureyri töldu ógerlegt að segja
fyrir um afleiðingar af þessari
framkomu Framsóknarflokksins á
Akureyri gagnvart samstarfsaðilj-
um í meirihluta bæjarstjórnar.
-óg