Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 5
Háskólabíó kl. 14 á morgun „Æðisleg sumarhátíð“ „Æðisleg sumarhátíð“ verður haldin á morgun, laugardaginn 26. maí í Háskólabíói kl. 14.00. Meðal þeirra sem koma fram eru þessir: Break-bræður, Hljómsveit Magn- úsar Kjartanssonar, Eiríkur Fjal- ar, Crazy Crew, Dúkkulísur, Vikt- or og Baldur, Kiddi sóló-breikari, Laddi og nokkrir bráðhressir Bread-dansarar að auki. Allir gefa vinnu sína og rennur ágóðinn til fyrstu alþjóðlegu sumarbúða barna á íslandi sem haldnar verða í júlímánuði. Sumar- búðirnar eru á vegum CISV sem eru alþjóðleg samtök er starfa með börnum og að friði í heiminum. Börnin sem taka þátt í alþjóðlegu sumarbúðunum á íslandi í sumar eru frá 11 löndum: Costa Rica, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Frakklandi, Mexico, Kanada, Nor- egi, Danmörku, Færeyjum og ís- landi. -v. Mót skólalúðrasveita á Norðurlandi 100 blásarar Mót skólalúðrasveita á Norður- landi eystra verður haldið að Ýdölum í Aðaldal, S-Þingeyjar- sýslu á laugardaginn 26. maí og hefst kl. 16. Einnig verður blásið á Húsavík í Félagsheimilinu kl. 17 á sunnudag. Fram koma 4 hljómsveitir, alls 100 nemendur. Stjórnendur sveitanna eru Finnur Eydal, Edvard Fredrikssen, Benedikt Helgason og Guðmundur Norð- dahl. Efnisskrá tónleikanna er létt og fjölbreytt, sveitirnar leika einar sér og allar saman í lokin. Gæjar og píur!: Alltaf uppselt Á laugardag verður 25. sýning í Þjóðleikhúsinu á söngleiknum „Gæjar og píur“ og er fyrir löngu uppselt á þá sýningu, svo og á næstu sýningu sem verður á laugardag. Vinsældir þessa ágæta söngleiks eftir þá Frank Loesser, Jo Swerling og Abe Burrows eru með ólíkind- um og leikhúsgestir víla ekki fyrir sér að standa í löngum biðröðum til að ná sér í miða. Næstu sýningar verða á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. íbúasamtök Vesturbæjar Syðri Hverfís- og fjöruhreinsun íbúasamtök Vesturbæjar syðri gangast fyrir árlegri vorhreinsun í hverfinu laugardaginn 26. maí. Hreinsunardeild Reykjavíkurborg- ar leggur til plastsekki, og munu þeir liggja frammi á laugar- dagsmorguninn við þrjár verslanir í hverfmu, KRON við Dunhaga, Melabúð á horni Hofsvallagötu og Hagamels, og Skjólakjör við Kapl- askjólsveg og Sörlaskjól. Mjög mikið rusl er nú um götur og garða, torg og fjörur hverfisins, eftir langan og snjóþungan vetur, en íbúasamtökin vonast til þess að margar hendur munu gera verkið létt að hreinsa til fyrir sumarið. um helgina Vestfiröingar fá góöa heimsókn um helgina. Karlakórinn Fóstbræður heldur í söngför til ísafjarðar í dag og held- ur tónleika í Bolungarvík og á Isa- firði. Föstudaginn 25. maí heldur kór- inn tónleika í félagsheimilinu í Bol- ungarvík og hefjast þeir kl. 20.30. Laugardaginn 26. maí heldur kór- inn svo tónleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði og hefjast þeir kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir við inngang á báðum stöðum. Söngstjóri Fóstbræðra er Ragn- ar Björnsson, skólastjóri Nýja Tónlistarskólans í Reykjavík. Undirleikari er Jónas Ingimundar- son, píanóleikari. Einsöngvari með kórnum eru Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari og Björn Emilsson, einn kórfélaga. Á efnisskrá eru þjóðlög frá ýms- um löndum og verk eftir þekkt tón- skáld, m.a. Maurice Ravel, Elgar, Karl Zelter, svo einhverra sé getið. Óhætt er að fullyrða að efnisskráin sé afar fjölbreytt og skemmtileg, enda hlaut hún góðar viðtökur áheyrenda á vortónleikum kórsins í Háskólabíói í aprílmánuði sl. Fóstbræður hafa kappkostað um langt skeið, að halda árlega tón- leika víða um land og er kórnum það mikið ánægjuefni að fá nú tæk- ifæri til að sækja ísafjörð og Bol- ungarvík heim. Friðarhreyfing íslenskra kvenna: Aðalfundur laugardag Aðalfundur Friðarhreyfinar ís- lenskrar kvenna verður haldinn laugardaginn 26. maí í Norræna húsinu og hefst hann kl. 10 árdegis og mun standa til kl. 17.00. Fyrir fundinum liggur m.a. tillaga til lag- abreytinga fyrir Friðarhreyfing- una, sem nokkrar konur úr mið- stöð bera fram. Fyrir hádegi verður fjallað um skýrslu miðstöðvar og reikninga hreyfingarinnar, ,ennfremur um Handavinna þroska- heftra í Gerðubergi Síðasta sýningarhelgi Sýningu á handavinnu nemenda Þroskaskóla ríkisins í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi lýkur nú um helgina. Þá lýkur einnig um helgina sýningu á málverkum eftir Sigurð Jónsson sem sýnd eru í Gerðubergi. skipulag, hugmyndagrundvöll og verkefni hennar og sagt verður frá starfi friðarhópa og framtíðarverk- efnum. Gestur fundarins er Elín Bruusgaard frá Noregi og mun hún flytja ræðu eftir hádegi. Elín er þekkt víða um heim fyrir störf sín að þróunarhjálp og sem fulltrúi í norsku sendinefndinni á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur skrifað bók um reynslu sína af þessum störfum og kom sú bók út á íslensku fyrir síðustu jól í þýð- ingu Sigríðar Thorlacíusar undir nafninu „Augliti til auglitis". Frá kl. 14.00 munu umræðuhóp- ar starfa og síðan verða almennar umræður, afgreisla tillagna og kosning niðurstöðvar. Eins og áður sagði liggur fyrir tillaga um breytt skipulag hreyfingarinnar þannig að hún starfi í framtíðinni á sama hátt og önnur félög. Aðalfundur þessi er hinn fyrsti í sögu Friðarhreyfingar íslenskra kvenna, en hreyfingin er aðeins ársgömul. Fundurinn er opinn öllum konum, er styðja markið hreyfingarinnar, sem er m.a. sinna að stöðvun í framleiðslu kjarnorkuvopna og eyðingu þeirra sem til eru. Föstudagur 25. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Tveir kórar úr Kópavogi: Ólafur Sveinsson við eina mynd sína, „Hulduvor“. Ný sýning í Þrastalundi: Á morgun, laugardaginn 25. maí opnar ólafur Sveinsson mynd- listarmaður sýningu í Þrastarlundi í Grímsnesi. Þetta er önnur einkasýning Ólafs og nefnir hann hana „Ástina og vorið“. Á sýningunni sem stendur til 8. júní eru um tveir tugir vatns- litamynda sem allar eru unnar á þessu ári. Á hausti komanda siglir þessi tvítugi myndlistarmaður til Flórens í Ítalíu í myndlistarnám. Austfirðingar: Margrét og Hjálmtýr halda söngtónleika Nú um helgina halda hjónin Margrét Matthíasdóttir og HjálmtýrE. Hjálmtýsson söngtón- leika á Seyðisfirði og í Nes- kaupstað. Tónleikarnir á Seyðis- firði verða í Herðubreið og hefjast kl. 20.30 á laugardagskvöld og í Egilsbúð í Neskaupstað á sunnu- daginn kl. 16. Undirleikari þeirra hjóna er Da- vid Roscoe, en hann er tónlistar- kennari og organleikari á Reyðar- firði og Eskifirði. Á tónleikunum Hjónin Margrét og Hjálmtýr heimsækja Austf irðinga um helgina, en þau eru vel þekkt fyrir söng sinn rétt eins og ein dóttirin, sem er hún Diddú! verður fjölbreytt söngtónlist, ein- söngur og tvísöngur. Á efnisskr- ánni eru íslensk, norsk og sænsk lög, negrasálmar og ítölsk lög og aríur. Heimsækja Eyjar Nú um helgina fara tveir kórar úr Kársnes- og Þingholtsskóla í Kópa- vogi í söngferð til Vestmannaeyja. í kórnum eru 60 börn á aldrinum 9-16 ára. Tónleikar verða í Félagsheimili Vestnrannaeyja laugardaginn 26. maí klukkan fimm. Stjórnandi kóranna er Þórunn Björnsdóttir. Ray Cartwright við tvö verk sín í Eden. Ray er 36 ára Breti fæddur og uppalinn í Lundúnum en flutti til Islands fyrir fjórum árum og hefur ísland haft mikil áhrif á hann sem sýnir sig í verkum hans. „Scraperboard” er spjald með hvítu krítarundirlagi en svörtu vax- blek yfirlagi og eru því myndirnar ristaðar eins og enska nafnið ber með sér, sem er í lausri þýðingu „spjald ristun". Þetta er þriðja sýning Rays í Eden, en hann sýndi einnig „scrap- erboard" myndir á Borgarspítalan- um í haust. Á sýningunni í Eden eru 12 olíumálverk og 20 „scraper- board" rnyndir og eru allar mynd- irnar til sölu. Ray sýnir í Eden

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.