Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. maí 1984 Minning Ný ferðaskrifstofa Helga Guðmundsdóttir Fædd 22.7. 1923 - Dáin 18.5. 1984 TERRA Laugavegi 28 Nýjaasta blómið í hinum fjöl- skrúðuga akri íslenskra ferðaskrif- stofa heitir Terra og skaut nýlega rótum í Reykjavík. Er skrifstofan til húsa að Laugavegi 28, 2. hæð og er sími fyrirtækisins 29740. Að sögn Sigríðar Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Terru er mark- miðið með stofnun stofnunnar tví- þætt. Annars vegar að stuðla að auknum ferðamannastraumi til landsins og kynningu á íslandi er- lendis en hins vegar að gefa landan- um kost á að ferðast til staða sem ekki hafa mjög mikið verið í brenn- ipunkti hingað til. Má þar nefna grísku eyjuna Rhodos og Sousse í Túnis. Einnig ætlar Terra að efna til síðsumarferðar til Italíu þar sem byrjað verður með vikudvöl í Róm, en síðan dvalið á baðströnd í tvær vikur. Sigriður Magnúsdóttir afgreiöir einn af fy rstu viöskiptavinum Terru. - Ljósm. eik. í dag kveðjum við ötula og góða konu, sem skipaði sér í sveit hins sanna íslendings og barðist fyrir velferð og mannsæmandi lífi fyrir þann sem minna mátti sín. Skipaði hún sér þannig í sveit sem sannur verkalýðssinni. Við, sem unnum með henni lýsum aðdáun okkar á víðsýni hennar og viljaþreki, en þeir kostir voru henni eðlislægir. Frú Helga var árum saman í stjórn Verkakvennafélagsins Framsóknar og var það sæti vel skipað. Fáum við seint þakkað henni glaðværð og gott samstarf. Á ferðalögum og í samstarfi var hún hrókur alls fagnaðar. Með söng sínum og glaðværð var hún sannan- leg perla, sem hafði þannig áhrif á aðra, að allir sem voru í kringum hana fylltust fögnuði og gleði. Ég, sem þessar línur rita mun geyma ljúfar endurminningar um góða vinkonu, sveitunga og sam- starfskonu. Persónulega sendi ég börnum, tengdabörnum, barna- börnum og systkinum innilegar samúðarkveðjur. Ennfremur inni- legar samúðarkveðjur frá Kristínu dóttur minni og Jónu Guðjónsdótt- ur. Sérstök kveðja er til Helgu frá formanni félagsins, Rögnu Berg- mann. Þakkar hún henni trausta vináttu og samstarf árum saman. Því miður getur hún ekki verið í hópi okkar, sem kveðjum hana í dag, þar eð hún er nú stödd er- lendis, en hún biður fyrir innilegar samúðarkveðjur til barna, tengda- barna, barnabarna og annarra ætt- ingja. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Þórunn Valdimarsdóttir. Stjórn og félagskonur Verka- kvennafélagsins Framsóknar þakka frú Helgu Guðmundsdóttur ómetanlegt starf í þágu félagsins og vænta þess, að mikill baráttuhugur og óeigingjarnt starf um árabil gleymist ekki, en verði haft að leiðarljósi um ókomin ár. Félagið sendir börnum, tengda- börnum, barnabörnum, systkinum og öðrum ættingjum Helgu inni-. legar samúðarkveðjur. 81333HIBO GLÆSILEGT URVAL HÚSGAGNA TVEIMUR HÆDUM RAFTÆKI - RAFLJOS k og rofInin.iður. Ik R.iftækjadeilci II h.i-ð 9 á markaðsverði. \ OPIÐ í KVÖLD TIL KL. 8 4 | ÖLLUM DEILDUM Glæsilegt úrval leðursófasetta í húsgagnadeild, 3. hæð. JL-PORTIÐ næg bílastæði JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daginn Muniö okkar hagstæöu pT greiðsluskilmála vtSA J6n Loftsson hf 0« X AOf > Hringbraut 121 Simi 10600 KR-ingar stilla sjálfsagt saman sína strengi á þennan hátt fyrir leikinn viö Val á morgun. Mynd: -eik 3. umferð 1. deildar um helgina: Fara Skagamenn uppí níu stig? Þriðja umferðin í 1. deildar- keppninni ■ knattspyrnu fer fram um helgina, þrír leikir á morgun, laugardag, og tveir á sunnudaginn. Þegar þetta er ritað er tímasetning laugardagsleikjanna óviss vegna beinu útsendingarinnar en líkast til hefjast þeir kl. 17. ÍA og ÍBK leika á Akranesi. Skagamenn hafa unnið báða sína leiki en Keflvíkingar gert jafntefli í báðum. Líklegt er að meistararnir haldi sínu striki og verði komnir með 9 stig eftir þessa umferð. KA fær Víking í heimsókn til Akureyrar. Víkingar hafa komið á óvart í fyrstu tveimur leikjunum og KA var örskammt frá sigri í Kefla- vík í fyrrakvöld. Tvísýnn leikur í aðsigi, jafntefli eða eins marks sigur annars liðisins sennilegast. Valur og KR leika í Laugardaln- um í Reykjavík. Þar verður ekkert gefið eftir, frekar en áður í leikjum þessara liða. Hvorugt hefur unnið leik, KR er með 2 stig en Valur eitt og það verður mjótt á mununum. Breiðablik fær Fram í heimsókn í Kópavoginn kl. 14 á sunnudag. Bæði lið eiga í erfiðleikum vegna meiðsla, Jón Oddsson leikur ekki með Breiðabliki og sennilega ekki Ómar Rafnsson, og Guðmundur Torfason, skæðasti sóknarmaður Fram, er einnig meiddur. Öll úrslit hugsanleg. Þróttur og Þór leika lokaleik um- ferðarinnar í Laugardalnum kl. 20 á sunnudagskvöldið. Enn má búast við tvísýnni baráttu, norðanmenn sigurstranglegri ef eitthvað er. Bæði lið komu á óvart í I. deild í fyrra eftir að hafa komið saman uppúr 2. deild og í ár er álagið mikið á báðum að sanna tilverurétt sinn meðal þeirra bestu. -VS Félagaskipti Eftirtaldir knattspyrnumenn hafa gengið löglega frá félaga- skiptum síðasta hálfa mánuðinn: Ari Már Torfason, Þór A.-Vaskur Arnar Unnarsson, KA-Vaskur Arnór Björnsson, Afturelding-Fram Báröur Tryggvason, ÍK-Víkingur Ó. Bjarni Ó. Guömundsson, Fylkir-ÍBV Bragi Bergmann, Árroöinn-Vorboðinn Björn Ingóltsson, ÍBK-UMFN Bjarni Ingvason, Dagsbrún-Æskan Björn Sigurjónsson, UMFH-Grindavík Brynjúlfur Brynjúlfss, Völsungur-ÍK Björn Pétursson, KR-Árvakur Brynjólfur Brynjójfsson, KA-Vorboöinn Birgir Birgisson, ÍA-HV Einar Haraldsson, Hverageröi-Þór Þ. Eyjólfur Þóröarson, Stokksey.-Þór Þ. Einar Einarsson, Dagsbrún-Vorboðinn Friörik Stefánsson, Þór A.-Æskan Frosti Eiðsson, Víkingur-Drengur Guöjón Antoniusspn, ÍA-HV Grétar Ómarsson, IA-HV Gylfí Sigurjónsson, Týr-Hildibr. Guöni Guðfinnsson, Víkingur-Valur Rf. Guömundur Skarphéöinss, Þór A,- Vaskur Guömundur Hansson, Víkingur-Drengur Gylfi Gunnarsson, Óöinn-Grótta Guðfinnur Birgisson, ÍA-HV Grímur Thorarensen, Fram-Þróttur R. Geir Hólmarsson, Árroöinn-Vorboöinn Guðlaugur Jónsson, Reynjr S.-Grindav. Halldór Baldursson, Víöir-ÍBK Helgi Svanbergsson, UMFN-ÍBK Haraldur Grétarsson, Valur-Vikingur Halldóra Gylfadóttir, ÍBÍ-ÍA Hafþór Theodórsson, Þór V.-Hildibr. Hrannar Erlingsson, Selfoss-Valur Hrannar Arason, UMFN-Reynir S. Hjörtur Unnarsson, KA-Vaskur Héöinn Björnsson, KA-Vaskur Hjalti Kristjánss, Leiknir F.-Ármann Höröur Andrésson, Þróttur R.-Stefnir Hólmar Sigþórsson, Hverag.-Þór Þ. Hörður Benónýsson, Völsungur-Magni Hilmar Hjálmarsson, UMFN-Hafnir Hafsteinn Hafsteinss, ÍR-Snæfell Hafþór Sigurgeirss, Dagsbr.-Vorboð. Hannes Hilmarsson, Aftureld.-Drengur Ingvar Jóhannss, Grindav.-Svarfdælir ivar Gissurarson, Valur Rf.-Árvakur Jón F. Snorrason, Þór V.-Hildibr. Jón Lárusson, Magni-Vaskur Jónas Björnsson, KA-Vaskur Jakob Kristjánsson, KA-Vorboöinn Konráð Árnason, Grundarf.-Leiknir R. Karl Þórðarson, Laval-ÍA Kristján Guðmundss. Vikingur-Víkverji Karl Valtýsson, Bjarmi-Æskan Kristján Guðmundss, Fylkir-Bol.vík Karl Hjálmarsson, Snæfell-FH Kristján Kristjánsson, ÍBV-Haukar Konráö Gunnarsson, Dagsbr.-Vorboðinn Kári Vigfússon, Þór V.-Hildibr. Leifur Harðarson, Grindav.-Stefnir Magni Björnsson, UBK-ÍBÍ Magnús Sigurðsson, KA-Vaskur Ómar Ásgrímsson, ÍK-Ármann Ósvaldur Guöjónsson, Týr-Hildibr. Ólafur Magnússon, Grindav.-Stefnir Páll Guðnason, Einherji-Leiknir F. Pétur Ólafsson, KA-Vaskur Ragnar Baldursson, Valur-ÍBV Ragnar Steinarsson, Aftureld.-Færeyjar Sverrir Brynjúlfss, Fylkir-Þróttur R. Sigurbjörn Gústafss, ÍBK-Hafnir Stefán Aöalsteinss, Dagsbr.-Vorboöinn Sigurjón Aðalsteinss, Týr-Hildibr. Sölvi Sölvason, ÍK-Vaskur Siguröur Sigurgeirss, KA-Stjarnan Sverrir Ágústsson, Fram-FH Sigfús Bollason, ÍR-Vikingur Sigurður Hlöðversson, ÍR-Víkingur Tómas Tómasson, UBK-Augnablik Vilbergur Sverriss, Fram-Grindavík Vignir Björnsson, Valur-Fylkir Viktor Viktorsson, Fylkir-Færeyjar Þorsteinn Lýðsson, Týr-Þór V. Þorsteinn Hallgrímss, Týr-Þór V. Þorvaldur Steinss, Færeyjar-Fram Þormóður Einarsson, KA-Vorboðinn Þórarinn Thorlacius, Árroð.-Vorboö. Örn Kristinsson, KA-Vorboðinn Charlton með Wolves? Jack Charlton, miðvörður cnska landsliðsins í knattspyrnu hér á árum áður, er talinn líklegastur til að taka við stöðu framkvæmda- stjóra hjá Wolves sem féll í 2. deild í vor. Graham Hawkins var rekinn í kjölfar fallsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.