Þjóðviljinn - 08.06.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNl Föstudagur 8. júní 1984
Þungt hljóð í saltfiskframleiðendum
Mikill samdráttur er
í saltfiskverkuninni
Ekki helmingur framleiðslunnar í fyrra náði í 1. og 2. flokk
Fimm fyrstu mánuði ársins var búið að verka um 24.000 lestir af saltfisk
þar af um 21.000 lestir af blautfisk en þetta er rúmiega 10.000 lestum
minna en búið var að reikna á sama tíma í fyrra. Það er því enn óvíst að
takist að framleiða upp í gerða saltfisksölusamninga en 8.000 lestir eru
óafgreiddar til Portúgais frá fyrra ári og þangað hefur verið lofað minnst
15.000 lestum af saltfiski í ár.
Þessar upplýsingar komu fram á
aðalfundi Sölusambands ísienskra
saltfiskframleiðenda sem haldinn
var í gær. Þungt hljóð var í verk-
endum vegna afkomunnar í
greininni sem er rekin með nokkru
tapi, auk þess sem aflabrögð hafa
verið léleg og mikill smáfiskur sem
fer til verkunar. Af framleiðslu sl.
árs náði aðeins um helmingurinn 1.
og 2. flokki og er þá ekki talið með
það sem fór í 5. flokk og úrkast sem
líklegast hefur verið um 10% fram-
leiðslunnar.
í máli Friðriks Pálssonar fram-
kvæmdastjóra SÍF kom fram að
í fyrrasumar þegar Portúg-
alar neituðu lengur að taka við sel-
ormi í fisknum, hefði orðið hugar-
farsbreyting hjá framleiðendum og
gæðum farið mjög fram en þau
væru forsenda þess að við héldum
mörkuðum okkar.
Framleiðsla á léttsöltuðum fiski
sem sendur var til Spánar í fyrsta
sinn í fyrra hefði mælst vel fyrir og
þar væru góðir möguleikar. Hins
vegar hefði verðhækkun á dollar
orsakað mikla verðlækkun á
saltfiski á Spáni og á Ítalíu hefði
neyslan dregist nokkuð saman á
síðustu árum. Óvíst væri hvort
stjórnvöld í Portúgal héldu til
streitu ákvörðun sinni um 12% toll
á saltfisk frá íslandi, en það hefði
komið fram í máli Soaresar forsæt-
isráðherra Portúgals á dögunum,
að enn frekari jöfnuður í við-
skiptum þjóðanna gæti leyst þetta
mál.
Saltfiskframleiðslan á sl. ári var
alls um 48.000 lestir sem er rúmum
10.000 lestum minna en árið á
undan. Alls voru 306 saltfiskfram-
leiðendur í landinu sl. ár.
-Ig-
Hart deilt
á aðalfundi
SÍF
„Vinnu-
brögðin
hjákát-
Ieg“
„Það er fyrír löngu orðið úrelt að
útgerð og fiskvinnsla séu að berjast
í verðlagsráði við ákvörðun fisk-
verðs. Þar er einungis verið að færa
tapið á milli vasa sem er ekkert
annað en vatn á myllu þeirra sem
vilja hag okkar sem stöndum f sjáv-
arútvegi sem minnstan“, sagði
Ólafur Gunnarsson útgerðarstjóri í
Neskaupstað er hann deildi hart á
vinnubrögð Verðlagsráðs og fyrir-
komulag fiskverðsákvarðana á að-
alfundi SÍF í gær.
Friðrik Pálsson framkvæmda-
stjóri SÍF sem á sæti í Verðlagsráði
fyrir hönd fiskkaupenda sagði að
það væri hjákátlegt hvernig staðið
væri að ákvörðun fiskverðs í Verð-
lagsráði. Fimm manns ættu sæti í
ráðinu en í rauninni væri það alls
ekki til því oddamaður ráðsins, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, réði öllu
því sem hann vildi ráða eða þyrfti
að ráða. „Mér er alls ekki fast í
hendi að Verðlagsráð starfi í þeirri;
mynd sem það gerir í dag“, sagði
Friðrik.
-Ig-
USí:-utímí mmnK
° i-k;i ni kW
Vllll rakarl a& störfum í Armúlanum í flær. (Mynd: Loftur).
Minnkun í útflutningstekjum sjávarafurða sl. tvö ár
Vantar 400 milj.dollara
Vanskil útgerðar og fiskvinnslu aðeins 1/8 af tekjutapinu
Á síðustu tveimur árum hefur
sjávarútvegurinn tapað sem nemur
200 miljónum dollara hvort árið í
útflutningsverðmætum. Það vant-
ar því 400 mifjónir dollara til að ná
endum saman í sjávarútveginum,
að því er fram kom í máli Sigurðar
Markússonar forstjóra sjávaraf-
urðadeildar Sambandsins á aðal-
fundi SÍF í gær.
Sigurður sagði að útflutningstekj-
ur landsmanna af sjávarafurðum
hefðu verið 600 miljónir $ árið
1979, 700 miljónir 1980 og aftur
1981 en árið 1982 hrapaði verð-
mæti útflutnings niður í 500 miljón-
ir $ og sama upphæð fékkst fyrir
sjávarafurðir á sl. ári.
Heildarvanskil útgerðarinnar og
fiskvinnslunnar væru nú um 1.500
miljónir ísl. kr. eða sem svarar 54
miljónum dollara. „Þetta er aðeins
1/8 af tekjutapinu sl. 2 ár og það er
hollt fyrir menn þegar þeir eru að
fordæma sjávarútveginn að virða
fyrir sér þessar staðreyndir“, sagði
Sigurður Markússon.
-Ig-
Styrkur frá
Verslunarráðinu
Gísíi
Gunnarsson
fær þýð-
ingarstyrk
Dr. Glsli Gunnarsson hefur
fengið nokkurn styrk frá
Verslunarráði íslands til þýð-
ingar á doktorsritgerð sinni úr
ensku á íslensku.
Ritgerð dr. Gísla fjallar um
einokunarverslunina á Is-
landi. í fréttabréfi Verslunar-
ráðsins segir að ein af megin
niðurstöðum dr. Gísla í rit-
gerðinni sé, að bændur, hin
ríkjandi stétt á íslandi síns
tíma, hafi með aðstoð dönsku
einokunarverslunarinnar
beitt sér gegn nýjungum, sér-
staklega í sjávarútvegi. Það sé
ekki fyrr en með verslunar-
frelsi um miðja 19. öld, að
grundvöllur hafi skapast fyrir
þjóðfélagsbreytingar og fram-
farir.
— óg.
Suðurlands-
kjördæmi
__
skattstjóri
Fjármálaráðherra hefur
skipað Hrein Sveinsson skatt-
stjóra Suðurlandskjördæmis
frá og með 1. ágúst.
Hreinn var áður skattstjóri
Vestfjarðakjördæmis. Auk
Hreins sóttu um stöðuna lög-
fræðingamir Kjartan Jónsson
og Skúli Eggert Þórðarson, en
þrír er óskuðu nafnleyndar.
Gamli Vestur-
bærinn norðan
Hringbrautar
Allsherjar-
hreingerning
Á laugardaginn, 9. júní,
verður allsherjarhreinsun
lóða og gatna í gamla Vestur-
bænum, norðan Hring-
brautar í Reykjavík. íbúa-
samtök Vesturbæjar og borg-
in standa fyrir þessu framtaki.
Fólk getur fengið stóra
plastpoka í „sjoppunum“ á
Vesturgötu, homi Túngötu og
á Bræðraborgarstíg. Hreins-
unardeild borgarinnar mun
síðan koma og fjarlægja pok-
ana af götunum seinna um
daginn.
Þá mun hreinsunardeildin
einnig sjá um að hreinsa göt-
urnar vandlega og eru Vestur-
bæingar í þessum hluta borg-
arinnar beðnir um að flytja
ökutæki sín á meðan á hreins-
un gatnanna stendur.
Ásaprestakall
Nýr prestur
Atkvæði vom talin á Bisk-
upsstofu í gær vegna kosn-
ingar nýs prests í Asapresta-
kalli í Skaftafellsprófasts-
dæmi. Einn var í kjöri, sr. Si-
gurður Árni Þórðarson. 163
vom á kjörskrá og hlaut sr.
Sigurður Ámi 90 atkvæði af
99 sem fram komu í kosning-
unni. Kosningin er því
lögmæt.
- v.