Þjóðviljinn - 08.06.1984, Síða 8
8 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 8. júní 1984
SKINNS
ORUNDS
Steinunn Jóhannesdóttir ræðir við
Ólaf Hauk Símonarson um nýtt leikrit hans
„Sumir glupna, áórir harka af ser og glotta viö tönn
eins og Skarphéöinn. Siguröur i leikritinu hleypir
i sig hörku“ - Gunnar Eyjolfsson í hlutverki.
í kvöld verður forsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt íslenskt
leikrit. Það er eftir Ólaf Hauk Símonarson og heitir MILLI
SKINNS OG HÖRUNDS. Ólafur Haukur hefur víða komið við á
höfundarferli sínum, þó ekki sé hann aldurhniginn, og eftir
hann liggja fimm Ijóðabækur, tvö smásagnasöfn, þrjár hljóm-
plötur og skáldsögurnar Vatn á myllu Kölska, Gaieiðan, og
Vík á milli vina, sem út kom sl. haust. Fyrir nokkrum árum
gerðu þeir Þorsteinn Jónsson í sameiningu sex myndir fyrir
sjónvarp, í þeim flokki voru: Lífsmark, Gagn og gaman, og
Fiskur undir steini. Þá er ótalið barnaleikritið Blái fíllinn og
Ijóðsagan Almanak Þjóðvinafélagsins, sem út kom 1981,
sömuleiðis leikritið Blómarósir, sem Alþýðuleikhúsið sýndi
við miklar vinsældir fram á sumar 1980.
Viðbrögð við ótta
Fyrir tveim árum var ég viöstödd
fyrsta samlestur á þessu nýja
leikriti eftir Ólaf Hauk í Þjóðl-
eikhúsinu. Mörgum sýndist nafnið
gott og benda til þess að verkið
væri ekki ýkja þægilegt. Þegar lest-
rinum lauk, var ljóst að það myndi
rísa undir nafni.
- Af hverju heitir leikritið Milli
skinns og hörunds?
Ertu að lýsa því, sem fer milli
skinns og hörunds á þér, eða viltu
komast milli skinns og hörunds á
persónunum, sem þú lýsir, eða
kannski áhorfendum?
Við segjum, að okkur renni kalt
vatn milli skinns og hörunds, og
væntanlega vita flestir við hvað er
átt. Skinn og hörund eru tvö borð á
því, sem skýlir holdi okkar.
Eitthvað getur smogið þar á milli,
vakið hroll í holdinu. Óttinn fer
milli skinns og hörunds. Já, ég er
að lýsa óttanum, sem fer milli
skinns og hörunds.
Viðbrögð okkar við ótta eru
merkileg. Sumir glúpna, aðrir
harka af sér og glotta við tönn, eins
og Skarphéðinn.
Sigurður í leikritinu hleypir í sig
hörku. Eitthvað er að breytast,
grundvellinum er kippt undan hon-
um, sjálfsvirðingu hans stefnt í
voða. Hann óttast um afkomu sína;
hann er ekki alinn upp við magnil
og kvótakerfi. Hann óttast einnig
um stöðu sína innan fjölskyldunn-
ar. Hvað gerir sjómaður á sextugs-
aldri, sem horfir upp á hrun fiski-
stofna, veiðimaður í húð og hár?
Flettu sjómannadagsblöðunum,
sjáðu hve margir vaskir sjóhundar
nefna þetta atriði með hryllingi, að
þurfa á miðjum aldri að fara að
leita sér að annarri vinnu - í landi!
Veiðimannasamfélagið riðar til
falls. Með því mun farast ýmislegt í
þjóðmenningu okkar, ákveðin
hugsjón mun farast.
Hvort ég vilji milli skinns og
hörunds á áhorfendum?
Vissulega. Ég er ekki að skrifa til
að þóknast einum eða neinum. Ég
er að segja sögu, sem kemur mér
við. Ekki sögu, sem svæfir eða
þóknast, heldur sögu, sem smýgur
milli skinns og hörunds. Sögu, sem
er í eðli sínu óþægileg.
Þríleikur
- Þegar ég kom á síðustu œfing-
arnar fyrir forsýningu, sá ég, að
leikritin voru orðin tvö. Af hverju
bœttirðu öðru leikriti aftan við það
fyrra? Fannst þér það ekki nógu
langt?
„Þessi leiksaga af Sigurði, Astu
og börnum þeirra hefur alltaf verið
hugsuð í þrem hlutum. Þríleikur. í
fyrsta verkinu „Milli skinns og
hörunds“ er megináherslan á þeim
hjónum. í öðru verkinu „Skakki
tuminn í Písa“ færist brennipunkt-
urinn nær Hadda, yngri syninum. í
þriðja og síðasta verkinu „Sam-
skeyti“ er eldri sonurinn Böðvar
þungamiðjan. Ég fékk á sínum
tíma starfslaun til að skrifa þríleik
um þetta fólk, og þeirri áætlun hef
ég fylgt“.
- Ertu að sýna með síðara leikrit-
inu, „Skakka turninum í Písa“, að
sagan endurtaki sig, synir endurtaki
feður sína?
„Vitanlega hleypur enginn frá
sínum uppruna. Enda engin ástæða
til þess að hlaupa frá honum. Ég
skal ekkert fullyrða um syndir feðr-
anna en uppruni holdsins, uppmni
manna í stétt, - hann segir til sín.
Uppeldið segir auðvitað til sín, það
kemur allt fram til góðs eða ills“.
þér, drengur, fólkið hvorki jafn ó-
kunnugt né fráhrindandi og maður
vill vera láta í fyrstu. Sýningin er
líka þannig úr garði gerð, að ætla
mætti að þið félagar, þúog Þórhall-
ur Sigurðsson leikstjóri og Grétar
Reynisson leikmyndateikriari, teljið
ykkur ekki vera að segja neina ein-
staka sögu, heldur býsna almenna.
Leikmyndin gefur mjög til kynna,
að leikritið geti gerst hvar sem er.
Eruð þið að segja almenn sannindi?
„Fjölskyldan á undir högg að
sækja á okkar tímum. Viðkunnan-
tilfinningunum, það er að sumu
leyti hinn dramatíski kjarni.
Um það fólk, sem skiptir mig
máli, sem höfund, ber ég ekki
rangan vitnisburð. Mér dettur ekki
í hug að gera því upp smáborgara-
legan pempíuskap til orðs eða
æðis. Því þetta er fólkið, sem á eftir
að breyta heiminum. Þess vegna
leyfi ég mér að vera miskunnar-
laus, að ég veit, að þessar persónur
hafa bein og tilfinningar til þess
bæði að elska og hata“.
- Þú kemur áhorfandanum oft til
Fjölskylda í
kröggum
- Fjölskyldan, sem þú lýsir, er
ekki sú viðkunnanlegasta, sem ég
hefkynnst. Hryssingurinn í viðmóti
fólksins er meiri en svo, að maður
gangist við því strax, að svona um-
gangist fólk hvert annað almennt.
Þó skal játa að talsmátinn venst og
ekki þarfað sitja margar œfingar til
að sjá, hvað mikið er til íþessu hjá
leg eða ekki viðkunnanleg? Þetta
er fjölskylda, sem er f kröggum,
eins og svo margar. Mér þykir
þetta viðkunnanlegt fólk, sem ein-
staklingar, hvað sem segja má,
þegar það er komið saman í fjöl-
skyldu. En er þetta sundurgreinan-
legt? Um það er spurt.
Þetta er alþýðufjölskylda á
krossgötum. Kannski er fólkið ei-
lítið hryssingslegt í orði, en tilfinn-
ingar þess eru ekki kulnaðar- langt
í frá. Tilfinningamar krauma undir
niðri. Orðræðan fellur bara ekki að
aðhlœja. Finnstþérþettafólkfynd-
ið?
„Að megna að vera fyndinn eða
kaldhæðinn við erfiðar aðstæður er
alltaf merki þess, að menn eru ekki
dauðir úr öllum æðum. Það er líka
býsna mikill munur á því að vera
fyndinn eða hlægilegur".
Ekki barátta
karla og kvenna
- Karlmennirnir fá heldur illa út-
reið í þessu leikriti. Eru karlmenn