Þjóðviljinn - 08.06.1984, Page 10

Þjóðviljinn - 08.06.1984, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 8. júní 1984 ^ÖtUBÖÐ ...vöruveró í lágmarkí Tjaldvagnar - Hjólhýsi Höfum til sýnis og sölu nýja og notaða tjaldvagna og hjólhýsi ásamt dráttarbeislum fyrir flestar tegundir bifreiða. Sýningarsalurinn Orlof Bíldshöfða 8. Sími 81944 Ferðafélagi óskast Eldri maður óskar eftir ferðafélaga, konu í ferðalag eftir miðjan júnímánuð. Hef aóðan bíl. Upplýsingar sendist Þjóðviljanum merkt „ísland". Eskifjarðarskóli Ein kennarastaða er laus við skólann næsta skólaár. Almenn kennsla í yngri deildum. Góð íbúð fyrir hendi. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 97-6182. Skólanefnd. Frá Vistheimilinu Sólborg Akureyri Vistheimilið Sólborg á Akureyri auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar og er áður auglýstur um- sóknarfrestur framlengdur til 20. júní n.k.: 1. Staða forstöðumanns. Vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á rekstri heimilisins og útibúa þess er stofnað til nýrrar stöðu forstöðumanns. Stöðunni fylgir umsjón og skipulag faglegs starfs innan vistheimilisins. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu á sviði stjórnunar og stað- góða þekkingu á meðferð og þjónustu við þroska- hefta. Menntunarkröfur: Aðeins kemur til greina að veita þroskaþjálfa, félagsráðgjafa eða sálfræðingi stöðu þessa. 2. Staða deildarþroskaþjálfa Við dagheimili fyrir þroskahefta er laus staða deildar- þroskaþjálfa. Á heimilinu njóta þjónustu að jafnaði 7-10 einstaklingar. 3. Stöður þroskaþjálfa Á öllum deildum heimilisins eru lausar stöður þroska- þjálfa og verður ráðið í þeer stöður frá 1. ág. og 1. sept. n.k. Skriflegar umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Vistheimilinu Sólborg í pósthólf 523,602 Akur- eyri. Nánari upplýsingar um stöður þessar veitir Bjarni Kristjánsson, framkvst. í síma 96-21755 alla virka daga kl. 08.00 - 12.00 f.h. Vistheimilið Sólborg. sjonarhom_____ Unglingurinn í frumskóginum Flestum mun kunnugt um þá baráttu sem nágrannaþjóðir okk- ar eiga í við fíkniefnavandamálið svokallaða og þau menningaraf- styrmi sem því tengjast. Fæstir munu þó gera sér grein fyrir að ýmislegt í þá veru er að gerast í okkar eigin landi. Ömurleg heildarmynd Enn sem komið er liggur ekki fyrir nákvæm úttekt á því hvernig þessum málum er háttað hér á landi (eða réttara sagt á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem hér erum að ræða hluta af þéttbýlis- þróuninni), en hvarvetna má þó líta vísbendingar. Ummerki eftir unga útigangsmenn finnast í hita- veitukompum og öðru ámóta húsnæði. Þetta og þetta mikið magn af hassi, amfetamíni, kóka- íni fínnst við leit hér og þar. Tjón á stöðumælum nema milljónum. Fregnir berast af vændi smástúl- kna til þess að fjármagna vímu- efnakaup. Sífellt fækkar atvinnu- tilboðum fyrir ungt fólk. Svo mætti lengi telja. Þegar öllum þessum bútum er raðað saman birtist ömurleg heildarmynd, sem sýnir svo ekki verður um villst að við erum á nákvæmlega sömu braut og nágrannaþjóðir okkar. Staðreyndin er sú að þróunin í þessum málum hefur verið ugg- vænlega hröð upp á síðkastið. Það er orðið hlægilega auðvelt að verða sér úti um vímuefni af flest- um tegundum í Reykjavík nútím- ans og undirmálshópar og mold- vörpustarfsemi er sífellt að vinna sér fastari sess í borgarlífinu. Og það uggvænlegasta er að sífellt fjölgar unglingum í „áhættu- hópnum“, þ.e. þeim ung- mennum, sem eru í verulegri hættu að sogast inn í þessa hring- iðu. Hvað veldur? En hvað skyldi þá valda þessari þróun? Eitt er víst, að hún er fylgifiskur borgarmenningarinn- ar og nátengd rofnandi fjölskyldutengslum. Mikið hefur verið rætt og ritað um hverju sé að kenna, þjóðfélaginu eða fjöl- skyidunni sjálfri. Ég persónulega er sannfærður um að helsti söku- dólgurinn er ómannúðlegt þjóð- félag, sem setur neysluhug- sjónina og markaðsöflin skörinni ofar en mannleg verðmæti. Þetta tvennt fer nefnilega alls ekki sam- an, þó svo að margur frjáls- hyggjupostulinn virðist vera á þeirri skoðun. Unglingsárin eru ákaflega við- kvæmt tímabil. Unglingurinn uppgötvar sig sem félagsveru og persóna hans og lífsviðhorf taka á sig fasta mynd. Á þessu tímabili þarf unglingurinn traustan bak- hjarl, stuðning og fyrirmyndir. Hér er víða pottur brotinn. Fjölskyldan og heimilið eru ekki lengur sterkir þættir í lífi unglings á þessu mótunarskeiði. Alls kyns áhrif dynja á honum frá fjölmiðlum, kvikmyndum og auglýsingum. Því ístöðulausari sem hann er því ofurseldari er hann þessum áhrifum, sem oft er stjórnað af harla ábyrgðarlausum aðilum. Mjög er spilað á lægstu hvatimar, enda sýnir reynslan að alls kyns sori er ákaflega góð söluvara. Myndbandajeigur hafa sprott- ið upp eins og gorkúlur undanfar- ið. Stór hluti af framboðinu er fjórða flokks efni sem sýnir af- skræmingar á mannlegum sam- skiptum og ófáir unglingar sækja þangað hetjuímyndir og hugsjón- ir. Barnaverndaraðilar og kvik- myndaeftirlit eru þar rækilega snuðuð, enda er opinbert eftirlit orðið bannorð í frjálshyggju- þjóðfélaginu. Leiktækjasalir eru sérkapítuli í unglingamenningunni. Þar hafa einstaklingar eygt gróðavon í spilafíkninni og virðast þeir kæra sig kollótta þótt stór hluti af velt- unni sé fjármagnaður með hnupli, stuldi úr stöðumælum o.s.frv.. Eftirlit með þessum búll- um er að sjálfsögðu ekkert. Miklir markaðs- möguleikar í stuttu máli sagt hafa hinir og þessir uppúrstandandi gróða- Fj'óldi unglinga í vanda eykst stöðugt, meðan ráðamenn sofa þyrnirós- arsvefni í hallarturnum sínum. Þaðgrátbroslega er að enn er hœgt að spyrna við fótum, kera af biturri reynslu ann- arra þjóða og snúa þró- uninni við... En bráðum verður ekki aftur snúið hyggjumenn uppgötvað mikinn markaðsmöguleika, þar sem ung- lingar eru. Myndbandaleigur og leiktækjasalir eru aðeins tvö dæmi um það hvernig unglingar eru gerðir að fórnarlömbum gróðasjónarmiða. Það eru fjöl- mörg önnur dæmi, sem þrífast vel undir verndarvæng markaðs- þjóðfélagsins s.s. tískuverslanir og skemmtanaiðnaðurinn. Þar er eingöngu einblínt á unglinginn sem gagnrýnislausan neytanda, en hugtökum eins og „uppeldis- legt gildi“ og „þroskasjónarmið" er varpað út í hafsauga. Þetta er ein skuggahliðin á „menningar- byltingu markaðsaflanna", eins og einhver komst svo hryllilega að orði fyrir skemmstu. Sjálf fíkniefnaverslunin er eitt dæmi í viðbót, en þar eru markaðslög- málin einnig allsráðandi. Það virðist reyndar eingöngu að unglingar séu sem neytendur viðurkenndir sem fullgildur þjóð- félagshópur. Almenn þróun í þjóðfélagsmálum hefur leitt í för með sér að unglingur sem slíkur á sér engan sess. Vinnumarkaður- inn verður æ lokaðri fyrir þessum hóp, hvort sem um er að ræða sumarvinnu eða eitthvað varan- legra. Skólinn tekur æ meira á sig þá mynd að vera geymslustaður fyrir gagnslitla þjóðfélagsþegna og svo er illa búið að honum hin seinni ár, að honum reynist æ erf- iðara að sinna því uppeldishlut- verki, sem lögin um grunnskóla ætla honum. Ekki allir unglingar hneigjast til bóklegs náms og fyrir þá, sem hverfa úr námi að lokn- Ingvar Guðnason__________________ sálfræðingur skrifar um skylduskólanum, eru harla litlir möguleikar á mannsæmandi lífi. Ekkert að gerast Ég hef hér stiklað á stóru varð- andi þá þróun, sem í gangi er í málefnum unglinga hér á mölinni og ýmsa þætti sem viðhalda henni. Þá er að athuga hvað er gert til þess að sporna við fótum og það liggur í augum uppi að ekki er treystandi á markaðinn í þessum efnum. Því miður kosta meðferðarúrræði og fyrirbyg- gjandi starf mikið fé og verða seint gróðafyrirtæki. Ég get að vísu lofað mikilli eftirspurn þegar fram í sækir, en framboðið mið- ast víst alltaf við gróðavonina. Því verður að líta til opinberra aðila. Hvað er að gerast í þessum málum þar? Svarið er: nákvæm- lega ekki neitt. Engin úrræði hafa bæst við meðan hvað mest hefur þróast í neikvæða átt og þau úr- ræði sem fyrir eru geta engan veg- inn annað öllum þeim verkefnum sem fyrir liggja og eru að auki í fjársvelti. Hér skírskota ég til stofnana eins og Útideildar, Ung- lingaathvarfs og Unglingaheimi- lis ríkisins. Hvað varðar síðustu stofnunina, þar sem ég þekki best til, er engu líkara en að það sé ætlun ráðamanna að kæfa heimil- ið hægt og sígandi. Bráðum verður ekki aftur snúið Félagsmiðstöðvar unglinga voru á sínum tíma settar á lagg- irnar til þess að bæta almenna að- stöðu unglinga í Reykjavík og er ýmislegt gott um það að segja, þó svo að reynslan sýni að þær ná ekki til þeirra, sem virkilega þurfa á aðstoð að halda. Nýjustu fréttir af Æskulýðsráði Rvíkur benda þó til að ekki ráði hags- munir æskufólks þar lengur ferð- inni. Fyrir stuttu ákvað Æ.R. að greiða K.R. 9 milljónir í „fyrir- framleigu" á húsnæði undir fé- lagsmiðstöð í Vesturbænum. Gallinn er sá, að það er ekki einu sinni búið að byggja viðkomandi hús. Það er vonandi að K. R. njóti byggingarstyrksins, en það ætti að vera öllum ljóst að þessar milljónir mætti nota á miklu hag- kvæmari hátt, ef eðlileg sjónar- mið réðu ferðinni. Hver ber á- byrgðina? Sem sagt: Fjöldi unglinga í vanda eykst stöðugt, meðan ráðamenn sofa þyrnirósarsvefni í hallartumum sínum. Það grát- broslega er að enn er hægt að spyma við fótum, læra af biturri reynslu grannþjóða okkar og snúa þróuninni við. Það þarf að gera stórátak, hvað varðar fyrir- byggjandi starf, meðferðarúr- ræði fyrir þá lengst leiddu, mannsæmandi atvinnutilboð fyrir ungmenni o.s.fr. o.s.fr.. En fnimskilyrðið er að ráðamenn horfist í augu við ábyrgð sína og veiti svigrúm til framkvæmda. Bráðum verður ekki aftur snúið. Ingvar Guðnason, sálfræðingur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.