Þjóðviljinn - 08.06.1984, Page 11
Föstudagur 8. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Helgar-
sportið
Knattspyrna
Frá leikjum í 1. deild karla er
greint annars staöar á síðunni.
KS og Einherji mætast í 2. deild
á Siglufirði kl. 14 á morgun en
síðan er ekkert leikið fyrr en á
þriðjudagskvöld. Þá mætast
Skallagrímur-Víðir, Völsungur-
Einherji, FH-KS og Tindastóll-
ÍBÍ. í 3. deild leika sama kvöld
Grindavík-Fylkir, Austri-Valur
Rf, Þróttur N.-Magni og
Huginn-HSÞ.b. Sömuleiðis
mætast Víðir og Breiðablik í
bikarkeppni kvenna á þriðju-
dagskvöldið.
í 4. deild er talsvert leikið í
kvöld og á morgun. Þar bend-
um við sérstaklega á viðureign
efstu liða C-riðils, ÍR og Reynis
Hnífsdal, á ÍR-vellinum kl. 14 á
morgun, laugardag, og leik
Borgarfjarðar og Sindra á
sama tíma í F-riðlinum.
Golf
Hvítasunnumót Golfklúbbs
Suðurnesja verður haldið á
Hólmsvelli í Leiru á mánudag-
inn, annan í hvítasunnu, og
hefst það kl. 13.
Stórsigur
Hnífsdælinga
Reynir Hnífsdal vann stórsigur ó
Grundfirðingum, 5-1, i C-riðli 4.
deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi.
Helgi Guðmundsson skoraði þrjú
markanna, Valur fréttamaður Jónat-
ansson og Oddur Jónsson eitt hvor.
Reynismenn gerðu reyndar sjötta
markið, en í eigið marknet. Hnífsdæl-
irnir eru þvf á hælum ÍR-inga, ÍR er
með 9 stig en Reynir 7 eftir þrjá leiki.
-VS
Knattspyrnu-
skóli Fylkis
Fylkir gengst í sumar fyrir knatt-
spyrnuskóla f Árbæjarhverfi og hefst
fyrsta námskeiðið, fyrir drengi fædda
1975-78, þann 12. júní. Námskeið fyrir
drengi fædda 1972-74 hefst sfðan 25.
júní og það þriðja og síðasta, sem hefst
10. júlí, er fyrir báða hópana. Farið
verður í undirstöðuatriði knattspym-
unnar, svo og knattþrautir KSÍ.
Kennari verður Olafur Magnússon,
þjálfari og íþróttakennari. Innritun
verður dagana 7. og 8. júní, milli kl. 17
og 19, í síma 84998 í Fylkishúsi við Ár-
bæjarvöll. Þátttökugjald kr. 500
greiðist í fyrsta tíma.
1. deild karla í knattspyrnu:
Framarar skildu norðan-
menn eftir í fallsætinu
Fram og Þór áttust við á aðalleik-
vanginum í Laugardal. Fram sigr-
aði 1-0 í mjög slökum leik, og var
það Guðmundur Steinsson sem
skoraði eina mark leiksins á 27.
mínútu.
Þeir 504 áhorfendur sem lögðu
leið á völlinn fengu ekki að fylgjast
með skemmtilegri knattspymu,
leikurinn var fyrsta hálftímann lítið
annað en kraftabolti af verstu gerð.
Framarar voru þó heldur skárri í
vitleysunni og uppskáru að launum
mark. Ómar Jóhannsson tók þá
aukaspymu, sendi á Guðmund
Steinsson sem staddur er rétt fyrir
utan hægri markteigshom og skor-
aði fram hjá Þorsteini Ólafssyni í
markinu, 1-0. Þórsaramir hresstust
heldur við markið og náðu að
skapa sér tvö allgóð marktækifæri,
Guðjón Guðmundsson komst í op-
ið færi eftir góðan undirbúning
Jónasar Róbertssonar en skot hans
fór rétt framhjá markinu. Á 36.
mínútu fékk Guðjón annað gullið
tækifæri en í það sinnið missti hann
boltann of langt frá sér.
Síðari hálfleikur var vart hafinn
er Framarar fengu dauðafæri,
Kristinn Jónsson stóð þá fyrir
opnu marki en hitti ekki boltann.
Markvörður Fram þurfti síðan að
taka á honum stóra sínum stuttu
seinna til að slá skalla Guðjóns yfir
markið. Á 24. mínútu fengu Þórs-
arar mjög gott færi, Bjami Svein-
bjömsson stóð þá einn og óvaldað-
ur inn í vítateig Fram en skot hans
fór beint í Guðmund Baldursson
markvörð. Framarar áttu síðan
fleiri færi það sem eftir var leiksins
jafnvel þó Þórsarar væru meira
með boltann. Kristinn Jónsson átti
t.a.m. skot rétt framhjá og félagi
hans Guðmundur Torfason skaut
ofan á samskeytin, en mörkin urðu
ekki fleiri.
Guðmundur Steinsson var best-
ur Framara, þá barðist Steinn Guð-
jónsson ágætlega og Guðmundur
Baldursson var öruggur í markinu.
Leikurinn í gærkvöldi var fjórði
tapleikur Þórs og líklega sá slak-
asti. Jónas Róbertsson og Halldór
Áskelsson vom skástir.
Þorvarður Björnsson dæmdi
leikinn og gerði það ágætlega,
hann hefði þó mátt spjalda ein-
hverja af leikmönnum Þórs en þeir
vom sem grófastir í fyrri hálfleikn-
um.
- Frosti.
Stefán hætt-
ir í haust
Stefán Kristjánsson, íþróttafull-
trúi Reykjavíkurborgar, hefur sagt
upp starfi sinu frá og með 1. sept-
ember.
íslandsmet
Eðvarðs
Njarðvfldngurinn Eðvarð Þ. Eð-
varðsson bætti um síðustu helgi ís-
landsmet sitt í 100 m baksundi á
sundmóti Ármanns. Hann synti á
1:03,09 mín. en gamla metið hans
var 1:04,50 mín. Lágmark íslensku
Ólympíunefndarinnar er 59,00 sek.
Staðan
f deildarkeppninni f knatt-
spyrnu eftir leik Fram og Þórs í
gærkvöldi:
.....5
.....5
.....4
.....5
4
.....5 1
.....4 1
.....4 1
.....5 1
5 0
ÍA.........
Þróttur....
(BK........
Fram.......
KR.........
Vfklngur...
KA.........
Breiöablik...
ÞórA.......
Valur
Markahæstir:
Páll Ólafsson, Þróttl.........4
Höröur Jóhannesson, (A........3
Guömundur Stelnsson, Fram.....3
Guðmundur Stelnsson fagnar eftlr að hafa skorað gegn Þórsurum í gær-
kvöldl og það reyndist vera elna mark lelkslns. Framarar nóðu þar með að
létta af sér fallstressinu en Þórsarar sitja illa í súpunnl, hafa ekkl skorað mark
í síðustu fjórum lelkjum sínum i 1. delldinni. Mynd Loftur.
1. deild kvenna í knattspyrnu:
Góður leikur f A
Tveir leikir í 1. deild í kvöld:
Taka Keflvíkingar for-
ystuna á nýjan
og Breiðabliks
Þeir tveir leikir sem eftir eru í 5.
umferð 1. deildarinnar f knatt-
spyrnu fara fram f kvöld og hefjast
báðir kl. 20. KA og KR leika á Ak-
ureyri og á Kópavogsvelli leikur
Breiðablik við Keflvíkinga.
Það lið sem sigrar fyrir norðan er
þar með komið í hóp efstu liða. KR
hefur 6 stig en KA 5 úr fjórum
fyrstu leikjunum. Áhorfendur á
Akureyri mega vel reikna með
mörkum, í síðasta heimaleik KA
voru gerð sex mörk og í síðasta leik
KR voru skoruð fimm mörk. Bæði
lið eru skipuð baráttuglöðum leik-
mönnum þannig að fjörugur leikur
er í aðsigi.
í Kópavogi geta Keflvíkingar
tekið forystuna í 1. deild á ný með
sigri. Þeir hafa komið á óvart og
eru eina ósigraða lið 1. deildar
ásamt KR-ingum. Þama mætast
þau tvö lið sem fæst mörk hafa
fengið á sig í deildinni, enda hafa
bæði á mjög sterkum vörnum að
skipa, en því miður hefur báðum
gengið treglega við mark andstæð-
inganna. IBK hefur gert fjögur
mörk í fjórum leikjum en Blikamir
aðeins tvö.
leik?
Næstu leikir 1. deildar verða síð-
an á mánudags- og þriðjudags-
kvöld. Á mánudagskvöldið mætast
Valur-Þróttur á Valsvelli og ÍBK-
Fram í Keflavík og hefjast báðir
leikir kl. 20. Á þriðjudagskvöld fá
síðan KR-ingar Þórsara í heimsókn
á Laugardalsvöll og 6. umferð lýk-
ur á miðvikudagskvöldið með
leikjum KA-ÍA og
Víkings-Breiðabliks. Að þeim
loknum verður þriðjungur 1.
deildarkeppninnar að baki og línur
ættu að vera famar að skýrast
eitthvað. _vs
Stórleikur var i gærkvöld í 1.
deild kvenna á aðalleikvanginum í
Kópavogi, þar sem Breiðabliks-
stúlkur léku við Akranesstúlkur í
blíðskaparveðri. Leikurinn var
mjög góður, gott spil og mikið um
tækifæri á báða bóga en samt tókst
stelpunum ekki að skora mark.
Ásta María átti þrumuskot úr
aukaspyrnu en boltinn sleikti þver-
slá Akranessliðsins að ofanverðu
og stuttu síðar fékk Svava Tryggva-
dóttir dauðafæri eftir fyrirgjöf
Láru, en skallaði útaf. ÍA fékk þó
besta tækifæri hálfleiksins þegar
Vanda Sigurðardóttir fékk boltann
inni í markteig UBK en tókst að
skjóta yfir opið markið. Akranes-
stelpur áttu öllu meira í fyrri hálf-
leiknum en sá síðari var jafn og
stelpumar héldu áfram að misnota
dauðafærin. Ragnheiður Jónsdótt-
ir fékk þá tvö tækifæri til að skora
fyrir í A en hitti ekki markið og á
síðustu mínútunni stóð Svava ein
fyrir opnu marki í A en skaut útaf.
Liðin vom mjög jöfn í leiknum og
en helst að Guðríður Guðjónsd.
stæði uppúr liði UBK í seinni hálf-
leik og bjargaði oft vel.
Leikur KR og Víkings var ekki
að sama skapi góður, en KR vann
2:0. Leikurinn einkenndist af þófi
og kýlingum og það litla spil sem
sást kom frá KR-ingum. Mörk
þeirra komu þó ekki fyrr en á síð-
ustu 15 mínútunum og skoraði
Ama Steinsen það fyrra eftir að
Kolbrún Jóhannesdóttir hafði
skallað fyrir fætur hennar. Seinna
markið var svo sjálfsmark Víkings.
Sigur KR var sanngjam og þó svo
að Víkingsstelpumar hafi sýnt
meiri baráttugleði og alltaf verið
fljótari á boltann þá áttu KR-
stelpumar bæði fleiri og betri færi.
-BV