Þjóðviljinn - 14.06.1984, Side 2

Þjóðviljinn - 14.06.1984, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN! Fimmtudagur 14. júní 1984 Varabœjarfulltrúi Sjálfstœðisflokksins í Eyjum og formaður atvinnumálanefndar bœjarins úr flokknum Allt of mikill tvískinnungur segir Sigrún Þorsteinsdóttir „Það er siðlaust af ráðamönnum að segja þjóðinni að herða sultaról- arnar og gera síðan ýmsa hluti fyrir sjálfan sig á sama tíma. Það er líka siðlaust að segjast vinna að áfengis- og fíkniefnavörnum með annarri hendi en flytja síðan inn og græða á sölu miðilsins með hinni hendinni. Þetta er allt of mikill tvískinnung- ur“, segir Sigrún Þorsteinsdóttir formaður atvinnumálanefndar Vestmannaeyjabæjar og varabæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Eyjum sem nú hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðismanna bauð Sigrún sig fram í embætti varafor- manns en fékk lítið fylgi flokks- manna. „Já, þetta uppgjör mitt við flokkskerfið í landinu stendur að sjálfsögðu í sambandi við starf mitt í Samhygð", sagði Sigrún aðspurð en hún hefur ásamt fleiri Samhygð- arfélögum í hyggju að stofna til nýrra stjórnmálasamtaka. „Markmið okkar er að breyta stefnu þjóðfélagsins og starfa í sama anda og við höfum gert innan Samhygðar. Ef þjóðfélaginu væri líkt við járnbrautarlest þá má hugsa sér að verið sé að gera ýmsa góða hluti í hverjum vagni en þeir sem eru í fremsta vagninum ráða stefnunni og ætla sér vissa leið. Þar sem við teljum nauðsynlegt að breyta stefnunni þá ætlum við upp í fremsta vagninn og freista þess að breyta til. Við höfum áhuga fyrir að reyna að starfa á annan hátt en nú tíðkast í pólitísku starfi hérlendis og þar sem meginstefnan yrði andofbeldi, raunveruleg samvinna, manngildi ofar auðgildi, frjálst val einstakl- ingsins og á móti allri einokun". Sumum fínnst nokkuð mikil framsóknarlykt af Samhygð, ætlið þið að feta í það sporið? „Finnst fólki það? Við mig er sagt að þetta séu bara kommar í Samhygð. Ég held að öllum flokk- um finnist þetta sitt á hvað en heila málið er að þetta er ekkert af Sigrún Þorsteinsdóttir: Grætilegt þegar maður finnur góðan vilja sem aldrei nýtist neitt. þessu. Ég get ekki séð að það sé neitt framsóknarlegt við ando- fbeldi eða frjálst val“. Hver hafa viðbrögð fyrri flokksbræðra þinna orðið við af- sögn þinni úr flokknum? „Þeir eru náttúrlega ekki ánægðir með þetta en þetta er alls ekki vegna slæmrar samvinnu, síður en svo: Það er hins vegar grætilegt að þegar maður finnur góðan vilja og veit af góðum krafti til að gera góða hluti þá skuli það aldrei nýtast neitt. Menn eru ekki tilbúnir að fara nógu djúpt í hlut- ina. Þegar á að breyta er ekki hægt að sleppa neinu og því ekki hægt að gera neinar breytingar“. Má eiga von á því að á næstu mánuðum heyrist frá ykkur um stofnun nýs stjórnmálaflokks? „Það ætla ég svo sannarlega að vona“, sagði Sigrún Þorsteinsdótt- Skúlagötuskipulag: Móralskur stuðningur segir formaður Ibúasamtaka Skuggahverfis um fyrirvara ráðherra ,4 tapaðri stöðu er jafntefli allt annað en ósigur. Enda þótt ég hefði talið fylii- lega verjandi að hafa fyrirvarann sterk- ari og binda nýtingarhlutfallið við 1,5 þar til sýnt hefði verið fram á að annað og meira væri verjandi, skil ég að ráð- herra hafi ekki treyst sér til að ganga frekar í berhögg við embættis- og fag- mannaliðið“. Þetta sagði Geirharður Þorsteinsson, formaður íbúasamtaka Skuggahverfis í gær, en Alexander Stef- ánsson, félagsmálaráðherra staðfesti breytt nýtingarhiutfall og breytta land- notkun á Skúlagötureit með þeim fyrir- vara að gert yrði deiliskipulag áður en farið yrði að byggja. „Þetta er móralskur stuðningur og gefur okkur kraft og von um árangur í næstu lotu“, sagði Geirharður enn- fremur. „Sigurvonin er fólgin í því að ráðherra skikkar borgaryfirvöld til þess að láta gera deiliskipulag að öllu svæð- inu og leita aftur undir skipulagsstjórn og ráðuneytið með staðfestingu á því. Einhvers staðar á þeirri leið neyðast þeir til að sýna almenningi og okkur íbúunum hvað verið er að gera. Það eru líka miklu meiri líkur á því að farið verði í málin af skynsemi í stað glanna- skapar, þegar borgaryfirvöld verða að horfa á svæðið í heild í stað þess að taka fyrir bút og bút í einu. Þá hljóta allir að sjá að það þýðir ekki að láta sig dreyma um endalaus háhýsi í svona hverfi“. -AI Væringarnar í Stúdentaráði Atkvæðagreiðsla reyndist ólögleg Atkvæðagreiðslan í Stúdentaráði Há- skólans á þriðjudagskvöld um van- traust á formann félagsins og stjórn var ólögmæt. Einn varamanna hafði ekki atkvæðisrétt þegar betur var að gáð og verða því greidd atkvæði á ný um til- löguna á framhaldsfundi ráðsins nk. þriðjudagskvöld. Einsog Þjóðviljinn skýrði frá í gær var á síðasta fundi Stúdentaráðs sam- þykkt vantraust á stjórn ráðsins, sem nú er skipuð hægrimönnum og umbóta- sinnum, vegna aðgerðaleysis í kjara- málum námsmanna. Samkvæmt band- ormslögunum falla lán til námsmanna í haust í 60% af áætluðum framfærslu- kostnaði. Vantrauststillagan var samþykkt með 13 atkvæðum gegn tólf og var ljóst að einn ráðsliði úr meirihluta greiddi tillögunni atkvæði. Á fundi stjórnar Stúdentaráðs í gær komust menn að því að formgalli væri á kosningunni. Ráðið er kosið í tveimur hluturn, helmingur hvert ár, og skulu varamenn á ráðs- fundum taka sæti aðaimanna á sama lista. Á fundinn í fyrrakvöld vantaði vinstrimenn aðalmenn frá síðustu og næstsíðustu kosningum en varamenn voru allir af þeim lista sem borinn var fram í vor. Með samþykki flutnings- manns hefur því verið ákveðið að greidd verði atkvæði að nýju um van- trauststillöguna. Gagnrýnin bœði rétt og ekki rétt Stefán Kalmansson, formaður ráðs- ins úr hópi Vöku (hægrimanna), sagði í gær við Þjóðviljann að yrði tillagan samþykkt enn einusinni teldi hann rétt að stjórnin segði af sér. Stefán taldi ó- líklegt að tillagan yrði samþykkt að nýju. Fimm ntenn úr meirihluta hefði vantað á fundinn á þriðjudagskvöld en minnihluti vinstrimanna verið fullskip- aður. Stefán sagði að gagnrýni vinstri- manna vegna lánamála væri bæði rétt og ekki rétt. „Auðvitað hefði mátt beita harkalegri aðgerðum í upphafi. Við mátum stöðuna þannig að rétt væri að fara útí hófsamar aðgerðir fyrst. Það bar ekki árangur, því miður“. 69.3 miljóna gróði hjá Sambandinu 7.1 miljarða velta • Starfsfólki fœkkaði á síðasta ári • Fjárfestingar námu 175 miljónum ir. -*g- Harmar aðild SIS að Isfilm Aðalfundur Kaupfélags Stein- grímsQarðar samþykkti sl. laugar- dag ályktun þar sem samningi Sam- bands íslenskra samvinnufélaga um aðild að fjölmiðlunarfyrirtæk- inu ísfilm er harðlega mótmælt. Það var Jón Ólafsson í Hólmavík sem bar upp ályktunina og var hún samþykkt með 11 atkvæðum gegn 4. í ályktuninni er það harmað að SÍS skuli án almennrar umræðu í samvinnuhreyfingunni hafa tek upp svo nána samvinnu við höfui andstæðinga samvinnustefnunnai landinu um fjölmiðlun. Nær hef verið að hreyfingin hæfi reksti eigin fjölmiðlunarfyrirtækis eða samstarfi við samtök launafólks < bænda. Var þess krafist að Sar band íslenskra samvinnufélaj endurskoðaði aðild sína að ísfilr 69.3 miljón króna hagnaður var af rekstri Sambandsins sl. ár sam- kvæmt ársskýrslu þess sem lögð var fram á aðalfundinum á Bifröst í gær. Heildarveltan nam 7.1 milj- arði króna og hafði aukist um 95.3% frá árinu áður. Enginn sam- dráttur varð í umsvifum Sam- bandsins þrátt fyrir að starfsfólki hafl fækkað og launin lækkað. Velta Sjávarafurðadeildarinnar jókst um 134% á árinu. Deildin flutti út fyrir 2.834.1 milj. kr. sem var aukning um 136% frá árinu 1982. Starfsfólk Sambandsins var 1785 talsins árið 1983 en hafðiverið 1827 árið 1982. Stöðugildi í árslok voru ekki nema 1552 segir í ársskýrsl- unni. Laun lækkuðu sem hlutfall af veltu Sambandsins úr 18% í 16%. Fjárfestingar Sambandsins á ár- inu námu 175 miljónum króna, þaraf í fasteignum fyrir 90 miijónir króna. í formála sínum að ársskýrslu Sambandsins segir Erlendur Ein- arsson forstjóri m.a.: „f umræðum erum við gjörn á að einblína á vandamálin í stað þess að horfa á tækifærin sem blasa alls staðar við og bíða starfssamra handa. Þá eru flokkadrættir hér meiri en með öðrum þjóðum og árátta að ásaka aðra fyrir alla möguleika og ómögulega hluti, eins og við sam- vinnumenn höfum kátbroslega orðið varir við á síðustu misser- um“. —óg —v—■—----------- Herferð gegn álveri við Eyjafjörð: Landbúnaði stafar hætta af álverinu segir m. a. í ályktun fundar í Freyvangi í fyrrakvöld Fjölmennur fundur íbúa sveita innan Akureyrar, sem haldinn var íFreyv.v si í fyrrakvöld, mót- mælir hr< j.ga öllum hugmynd- um um á >ið Eyjafjörð. Var boðað til íin : -irins af starfshópi gegn álvtr cg er fundurinn í Freyvangi sá fyrsti af þremur sem haldnir vetða í sveitum Eyjafj- arðar. í ályktun fundarins segir m.a. að enn á ný hafi komið fram hug- myndir um að reisa álver við Eyjafjörð sem sé eins og kunnugt er eitt besta matvæla- og fóður- framleiðsluhérað landsins. Það sé viðurkennt að þrátt fyrir fullkominn iTreinsibúnað muni loft mengast af flúor og tilkoma álvers því vega að öllum landbún- aði héraðsins. Bendir fundurinn þess í stað á ónýtta möguleika í matvælaframleiðslu, fiskirækt, lífefnaiðnaði og rafeindaiðnaði. í greinargerð frá fundinum í Freyvangi í fyrrakvöld segir að eins og mál standi nú hafi íslend- ingar ekki efni á að byggja orku- ver fyrir eigið fé. Til þess þurfi erlend Ián og um helmingur er- lendra skulda þjóðarbúsins sé vegna orkuframkvæmda. Til að byggja eitt til viðbótar þurfi að auka það hlutfall en reynslan sýni að eigendur álvers telji sig aldrei geta greitt kostnaðarverð fyrir raforkuna. MiSmuninn hafi landsmenn hingað til greitt. Starfshópurinn gegn álveri hef- ur samhliða fundaherferðinni hrint af stað undirskriftasöfnun álversandstæðinga og mun verða reynt að ná til sem flestra Eyfirð- inga þannig að vilji heimamanna komi skýrt í ljós. í dreifiriti sem nýlega var dreift um Eyjafjörð og undirritað er af þeim Erlingi Sig- urðarsyni, Tryggva Gíslasyni, Brynjari Skarphéðinssyni og , Gunnhildi Bragadóttur, segir m.a.: „Svo sem ykkur er kunnugt hafa nú um skeið verið miklar umræður um álver í Eyjafirði og Iiggja fyrir áætlanir um að minnsta kosti 13&.000 tonna verksmiðju við Dysnes í Arnar- neshreppi. Að mestu eru þetta endurnýjaðar áætlanir sem kveðnar voru niður árið 1977“. í loka dreifibréfsins segir: „Bygging áivers við Eyjafjörð er dýr fjárfesting, sem einungis erlendir aðilar ráða við, veitir fá atvinnutækifæri fyrir hverja krónu, einhæfir atvinnulíf hér- aðsins, getur mengað umhverfið og dregið þrótt úr öðrum at- vinnurekstri í héraðinu. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur hvað er að gerast í þessu máli. Dæmið sjálf og segið óhrædd ykkar álit“. Næstu tveir fundir í fundaröð- inni gegn áiveri við Eyjafjörð hafa verið ákveðnir í Barnaskóla Svalbarðsstrandar 19. júní kl. 21.00 og í Hlaðarbæ 20. júní á

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.