Þjóðviljinn - 14.06.1984, Síða 5

Þjóðviljinn - 14.06.1984, Síða 5
Fimmtudagur 14. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Kennara- menntun S á Islandi 75 ára Magnús Helgason, fyrstl skólastjóri Kennaraskólans í tilefni þessara tíma- móta hafa nemendur og lærimeistarar opnað sýningu í húsnæði skólans og má þar fræðast á ýmsan hátt um starfið í skólanum og sögu kenn- aramenntunar. Ennfrem- ur gaf Nemendafélag skólans út veglegt af- mælisrit þar sem fortíð og nútíð fallast í faðma. Sýningin er opin frá tvö til fimm eftir hádegi. Kennaraskólinn tók til starfa í nýbyggðu húsi innst við Laufásveginn haustið 1908, og við skóla- slit Kennaraháskólans við Stakkahlíð á laugardaginn var því liðinn 75. vetur skipulegrar kennara- menntunar hérlendis. kennari ... Góður - Góður kennari á ekki að vera stránkur við krakkana hann á að kenna lett verkefni og skemmtileg (nemandi í 1. bekk) - Kennari á ekki að vera fæddur á átjándu öldinni heldur að vera skemmtilegur hress og ekki vera með stæla út af vissum hlutum (nemandi í 8. bekk) - Leifa okkur að hafa tiggjó í tíma (nemandi í 4. bekk) - Vel lærður og auðvitað kommi og Valsmaður (nemandi í 6. bekk) - Hann á að vera stór feitur lítill mjór (nemandi í 2. bekk) - Mér finnst Að þeir ætti Altaf Að vera Góður og Aldrei Að vera Vondur (nemandi í 1. bekk) - Hann á að vera fjörugur en ekki frekur og lemja krakkana í klessu (nemandi í 4. bekk) - Mér finnst hann eiga að vera stundum strangur og stundum ekki strangur (nemandi í 5. bekk) - Hann á að halda með Arsenal (nemandi í 5. bekk.) Úr ritgerðum nemenda um góðan kennara (Afmæiisritíð) Skólaslitln f Hóteigskírkju. Ljósm. Loftur. Peningana eða lífíð! Um síðustu mánaðamót urðu þær breytingar á greiðslufyrir- komulagi í heilbrigðisþjónust- unni, að greiðslur sjúklinga stórhækkuðu eða nánar tiltekið um 140 - 200% á sama tíma og kaup hækkaði um 2%. Þetta mun ekki hafa komið fólki svo mjög á óvart vegna þess að það var á al- manna vitorði, að hugur stjórnvalda stóð mjög til'skerð- ingar á réttindum fólks á þessu sviði. Má í því sambandi minnast sjúklingaskattsins sáluga, sem strandaði í burðarliðnum vegna andstöðu almennings. Þá hafa bæði fyrr og síðar heyrst margvís- legar yfirlýsingar af hægri væng stjórnmálanna um, að dregið skuli úr umsvifum hins opinbera á sviði heilbrigðismála og helst að hætta þeim með öllu. Fáa mun hins vegar hafa grunað, að hækk- anir þessar yrðu svo stórfelldar, sem raun varð á. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram, að hér er ekki um að ræða kauphækkun til lækna. Þeirra kaup hækkar ekki um einn eyri við þessar ráðstafanir. Miklu fremur mætti færa viss rök að hinu gagnstæða. Hér er einungis um það að ræða, að verulegur hluti þeirrar greiðslu, sem áður var inntur af hendi af trygginga- kerfinu kemur nú í hlut sjúklings- ins. Hér er sem sagt um að ræða þann „sparnað“ og þá „hagræð- ingu“, sem svo mjög hefur ein- kennt aðgerðir stjórnvalda hin síðustu misseri. Borgaramir em látnir greiða opinbera þjónustu persónulega og á staðnum. Ef einhver hefur ekki efni á þessu, er peningalaus lágtekjumaður, þá er það bara hans mál. Hann getur bara sparað sér að kaupa þjónustuna, þangað til hann eignast pening, ef hann verður þá ekki dauður. Það er nefnilega þannig, að þegar markaðsöflun- um er sleppt lausum, þá kaupa menn það, sem þeir hafa efni á og annað ekki. Svo einfalt er það. Þetta getur bara haft dálítið al- varlegar afleiðingar, þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu. Þá getur verið dáltíið afdrifaríkt að láta hlutina bíða. Ég hygg, að fáir geri sér fulla grein fyrir því enn, hvað þessar ráðstafanir em í raun alvarlegar, hvað þær geta þýtt í nútíð og framtíð. í fyrsta lagi er hér um að ræða meiri umturnun á greiðsluskipan í heilbrigðisþjónustu utan sjúkra- húsa en orðið hefur sl. 40 ár eða frá því að tryggingalög voru fyrst lögtekin á íslandi. Á þessu tíma- bili hafa sjúklingar aldrei orðið að bera uppi svo stóran hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sem dæmi er hægt að benda á, að við- tal á stofu heimilislæknis er nú greitt af sjúklingnum svo til að fullu. Heimilislæknir fær fyrir viðtal á stofu kr. 76.55 (eða kr. 78.08, ef læknar fá 2% hækkun). Af þessari upphæð greiðir sjúkl- ingurinn kr. 75.00, eða 97.98%. Afganginn, eða kr. 1.55 greiðir svo sjúkrasamlagið þ.e. 2.02%. Það þarf ekki að hugsa sig lengi um tilaðsjá, aðhéreríraun verið að velta allri þessari greiðslu yfir á sjúklinginn, það vantar aðeins óverulega hagræðingu. Um greiðslur til sérfræðinga er sömu sögu að segja, þar greiða sjúkl- ingar mikinn meirihluta. Og þá komum við að öðmm alvarlegum punkti í þessu máli. Það er augljóst mál, að þetta á að vera aðeins fyrsta skrefið í þá átt, að öll læknishjálp utan sjúkra- húsa verði greidd af sjúklingun- um sjálfum. Þetta fyrsta skref er svo stórt, að það sem eftir er verður auðvelt, ef sömu aðilar fjalla hér um áfram og ekki verð- ur andmælt svo kröftuglega nú þegar, að þessari þróun verði snúið við á næstu mánuðum. Þeg- Guðmundur H. Þórðarson lœknir skrifar: ar svo búið er að kapítalisera alla heilbrigðisþjónustu utan sjúkra- húsa, er röðin komin að sjúkra- húsunum, og þá er ekki víst, að hægt verði að koma í veg fyrir sjúklingaskattinn. f fyrstu grein laga um heilbrigðisþjónustu segir svo: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu, sem er hverju sinni tök á að veita til verndar andlegu, líkam- legu og félagslegu heilbrigði". Ef stjórnvöld gera heilbrigðisþjón- ustuna svo dýra, að einhver hluti þegnanna getur ekki notfært sér hana, finnst mér augljóst mál, að þau hafi brotið þetta ákvæði. Það er ekki hægt að halda því fram, að fólk eigi kost á þeirri þjónustu, sem það getur ekki notfært sér vegna fátæktar. Greiðslur sjúkl- inga fyrir lyf, læknishjáip eða aðra heilbrigðisþjónustu mega aldrei vera hærri en það, að sá fátækásti í þjóðfélaginu geti innt hana af hendi vandræðalaust. Ég fullyrði, að með áðurnefndum ráðstöfunum hefur verið farið yfir þetta mark og að verulegum hluta lágtekjufólks hafi með þeim verið gert mjög erfitt fyrir að veita sér nauðsynlega læknis- þjónustu og lyf, ef um veruleg veikindi er að ræða. Guðmundur H. Þórðarson er heilsugæslulæknir i Hafnarfirði. „Það er ekki hœgt að halda þvífram að fólk eigi kost á þeirri þjónustu sem það getur ekki notfœrt sér vegna fátœktar. Greiðslur sjúklinga fyrir lyf, lœknis- hjálp eða aðra heilbrigðisþjónustu mega aldrei vera hœrri en það, að sá fátœkasti í þjóðfélaginu geti innt hana af hendi vandrœðalaust.“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.