Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Húsnœðiskerfið
Hámark á G-lán á hverja íbúð
Hver einstök íbúð má vera mest með G-lán að verðmœti 649þúsund eða sem nemur einu
nýbyggingarláni. Getur sett marga kaupendur og seljendur eldri íbúða íklemmu.
Samkvæmt ákvæðum nýju
húsnæðislaganna sem tók gildi
1. júlí sl. er Húsnæðisstofnun nú
óheimilt að veita hærri lán til
hverrar einstakrar eldri íbúðar
en sem nemur samanlagt á upp-
færðu verði mest heilu nýbygg-
ingarláni eða 649 þúsund krónur.
Þessi breyting þýðir að mest
geta verið tvö heil G-lán á hverri
íbúð eða 4 hálf G-lán eða svoköll-
uð endurkaupalán. Þetta þak á
veitingu G-lána við eigendaskipti
getur haft það í för með sér að sá
er ætlar að kaupa eldri íbúð sem
mörg G-lán hvíla á, fær ekkert
lán hjá Húsnæðisstofnun ef kvót-
inn 649 þúsund krónur á upp-
reiknuðu verði skuldabréfa er
uppfylltur.
Katrín Atladóttir forstöðu-
maður Byggingarsjóðs sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær að
samkvæmt athugun sem gerð
hefði verið í stofnuninni, teldu
menn að til stöðvunar G-lána á
einstakar íbúðir kæmi ekki fyrr
en á næsta ári. „Þeir sem fá G-lán
á þessu ári eiga ekki að lenda í
vandræðum en það getur komið
til ef þessar sömu íbúðir fara aftur
í endursölu á næsta ári“. Katrín
sagði að nokkuð stór hluti 2ja og
3ja herbergja íbúða í landinu
væru ekki með mikið af áhvílandi
skuldum hjá Húsnæðisstofnun.
„Þetta þak er hugsað til að
stemma stigu við því sem við vit-
um að hefur verið að gerast, að
ákveðnar íbúðir hafa gengið
kaupum og sölum með stuttu
millibili. Mikið af þessum íbúð-
um er lélegt húsnæði sem fólk
treystir sér ekki til að gera neitt
fyrir og ganga því á lægra verði en
ella. Þetta þak verður þá um leið
þrýstingur á eigendur sem ætla að
selja að lána meira sjálfir í sinni
íbúð.
Fyrirmyndin af þessu þaki á
G-Iánin er sótt erlendis frá. Þar
eru hins vegar æán til húsnæðis-
kaupenda allt að 80-90% sem er
mun hærra hlutfall en er hér. Að-
spurð hvort þessi nýja regla gæti
ekki skapað vandræði hjá mörg-
um sem vildu selja og öðrum sem
vildu kaupa sagði Katrín að lög
og reglur væru ekki ófrávíkjanleg
né óbreytanleg. „Ef þetta kemur
til með að skapa stórt vandamál
þá held ég að menn verði að
endurskoða þetta. Fyrsta ramak-
veinið ætti þá líklegast að koma
frá fasteignasölum, en á meðan
við heyrum ekkert er kannski
minna gert í málinu", sagði Katr-
ín Atladóttir.
-•g-
Hafnarfjörður
Froöleg
saga
skipanna
Síðasta sýningarhelgi
Nú eru síðustu forvöð að sjá
hina gagnmerku og fróðlegu sýn-
ingu um sögu skipanna í Háholti í
Hafnarfirði, því sunnudagurinn
er lokadagur sýningarinnar.
í Háholti gefur að líta um 80
lfkön af alls kyns skipum og bá-
tum og eru Iíkönin af hinu fjöl-
breytilegasta efni og gerð.
Meðal annars má sjá á sýning-
unni víkingaskip, árabáta af
öllum gerðum, kúttera, togara,
þar á meðal fyrsta íslenska togar-
ann Coot, flutningaskip, varð-
skip, og farþegaskip þar sem
Gullfoss gamli er. Ekki eru öll
líkönin smíðuð úr tre,' heldur get-
ur að líta lt'kön úr silfri, gulli og
jafnvel úr salti. Þá er einnig fjöldi
mynda úr skipasögunni á sýning-
unni. En sjón er sögu ríkari og
ástæða til að hvetja fólk til að líta
við í Háholti um helgina. -Ig.
Þau eru mörg glæsileg líkönin sem er að sjá á sýningunni „Saga skipanna". Mynd,- Loftur.
Eitt gjald fyrir hvem farþega
Viö flytjum þig a notalegan og odyran hatt a
flugvollinn Hver farþegi borgar fast gjald. Jafnvel þott
þu sert emn a ferð borgaröu aðeins fastagjaldið
Við vekjum þig
Ef brottfarartimi er að morgni þarftu að hafa samband
við okkur milli kl 20 00 og 23 00 kvoidið aður. Við
getum seð um að vekja þig með goðum fyrirvara, ef þu
oskar Pegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvoldi
nægir að hafa samband við okkur miili kf 10 00 og 1200
sama dag
Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum
tíma á flugvöllinn.
Þú pantar fyrirfram
Við hja Hreyfli erum tilbunir að flytja þig a Kefiavikur-
flugvoll a rettum tima i mjukri limosinu Malið er
einfalt. Þu hringir i sima 85522 og greinir f ra dvalarstað
og brottfarartima. Við segjum þer hvenær billinn
kemur
60 árin
Allsherjar-
goðinn
í Valhöll
í tilefni af sextugsafmæli
Sveinbjarnar Beinteinssonar alls-
herjargoða efna vinir hans og
trúbræður til borðhalds í Hótel
Valhöll á Þingvöllum n.k. sunnu-
dag kl. 18.00. Þeir sem hyggjast
taka þátt í þessu eru beðnir um að
láta vita í Valhöll, síminn er 99-
4080.
Fyrst á röngunni, svo á réttunni,
snú, snú...
RÚS 2
Sunnu-
dags-
útvarp
í sumar
Ríkisútvarpið hefur nú enn
fært út kvíarnar og að þessu sinni
með útsendingu á Rás 2 frá kl.
13.30 til 18 á sunnudögum.
Sunnudagsútvarpið byrjar á
morgun, og stórnendur verða
Páll Þorsteinsson og Ásgeir Tóm-
asson sem staðið hafa morgun-
vaktina á Rás 2 en hætta því nú að
mestu. í þeirra stað koma Sigurð-
ur Sverrisson blaðamaður og
Kristján Sigurjónsson sem fólk
kannast við af þjóðlagaþáttunum
á Rás 2.
Sunnudagsútvarpið verður í
léttum dúr og reynt að sníða það
fyrir fólk á ferð eða annarsstaðar
í fríi. Gestkvæmt mun verða í
þáttunum og reynt að fylgjast
með uppákomum víða um land.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur