Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 8
TIMARIT Gróandinn, rit um gróður og garðyrkju Nýtt tímarit hefur hafið göngu sína undir ritstjórn Haf- steins Hafliðasonar Út er komið fyrsta tölublað nýs tímarits, Gróandans, en eins og nafnið bendir til er það rit um gróður og garðyrkju auk þess sem fjallað er um ýmis önnur efni tengd útilífi og frístundum. Rit- stjóri Gróandans er Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður sem fyrir löngu er þjóðkunnur fyrir skemmtilega og fróðlega þætti í blöðum og útvarpi um gróður og garða. Meðal annars ritaði hann um tíma garðyrkjuþátt í Þjóð- viljann sem naut mikilla vin- sælda. Nú er hann með fasta ra- bbþætti á laugardögum í útvarp- inu. Það er Fjölnir sem gefur Gró- andann út. Meðal efnis í GRÓANDANUM er ítarleg grein eftir ritstjórann um allt sem lýtur að rósum, sögu þeirra og umhirðu. Þá er grein eftir Hallgrím Indriðason skóg- fræðing á Akureyri um útivist í skógum, Hafliði Jónsson garð- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar rit- ar tvær greinar, um skógræktar- viðleitni Skúla fógeta í Viðey og um sauðakaup Coghills hér á landi á öldum fyrr. Lára Jónsdótt- ir skrifar um matjurtagarðinn og ræktun grænmetis, Haraldur Þ. Skarphéðinsson skrúðgarða- fræðingur ritar um hellulagnir í görðum, og Stanislas Bohic landslagsarkitekt ritar grein með myndum um hönnun garða fram- an við hús. Þá skrifar Einar Þor- steinn Ásgeirsson arkitekt um hvolfgróðurhús, Axel V. Magnús- son garðyrkjuráðunautur skrifar um agryldúk, fjallað er um potta- blóm, Þórunn Jónatansdóttir hússtjórnarkennari skrifar um matreiðslu á útigrilli, og smásaga er í GRÓANDANUM eftir Gunnar Gunnarsson rithöfund. Af öðru efni má nefna umfjöll- un um snjóbræðslukerfi, grein um heita potta og útisundlaugar, stutt grein er um antik og önnur um gæludýr og Skarphéöinn Þór- isson líffræðingur ritar skemmti- lega grein um starann. GRÓANDINN er 96 blaðsíður að stærð í venjulegu tímarits- broti, ríkulega myndskreytt með fjölda litmynda. Hafsteinn Hafliðason er löngu orðinn þjóðkunnur fyrir skemmtilega og fróðlega þætti um garðyrkju í blöð, m.a. í Þjóðviljanum um hríð, og ríkisútvarpið. Hann er nú orðinn ritstjóri eigin tímarits. Ljósm.: Atli. Sagnfrœði: Reykjavík og hafið Komið er út nýtt, glœsilegt hefti af tímaritinu Sagnir og er það helgað þemanu Reykjavík og hafið Ungir sagnfræðingar hafa undanfarin ár gefið út tímarit er nefnist Sagnir. 5. árgangur tímaritsins er nú kominn út og er vandaðri og betur frá genginn en áður í stóru broti. Jafnframt er tekin upp ný rit- stjórnarstefna og segir um hana í formála: „Síðastliðinn vetur kom fram sú hugmynd að halda sérstakt námskeið á BA stigi í sagnfræði þar sem nemendur yrðu þjálfaðir í að semja læsilegan texta án þess að slaka á fræðilegum kröfum. Jafnframt var ákveðið að á námskeiðinu yrðu kennd almenn vinnubrögð við útgáfu bóka og tímarita. Þótti tilvalið að sameina þetta námskeið 5. árgangs Sagna." Hér er sem sagt alþýðleg fræði- mennska í fyrirrúmi og segir enn- fremur að m.a. hafi verið höfð hliðsjón af ritstjórnarstefnu Skalks hins danska og hins enska History Today. Eins og í fyrri ár- göngum Sagna tengist meginefni ritsins ákveðnu þema og fyrir val- inu varð í þetta sinn Reykjavík og hafíð. Helgi Þorláksson sagn- fræðingur tók að sér leiðsögn í fyrrgreindu námskeiði og hann á eina grein er nefnist Brennivínið fær á sig óorð. Er þar skemmtileg lýsing á því er hin mikla afneitun- aralda á brennivín reið yfir á ár- abilinu 1880-1890 en áður hafði það verið notað sem heilsubót og huggun, ekki síst fátækra sjó- manna syðra. Ætlunarverk nemanna að skrifa alþýðlega hefur líka bæri- lega tekist í flestum tilfellum enda segir að greinarnar hafi hlotið eldskírn, verið rýndar, um- steyptar og endursmíðaðar. Segja má að 5. árgangur Sagna sé hin læsilegasti og undirritaður las greinarnar eins og spennandi reifara. Efni sem tengist þemanu Reykjavík og hafið er eftirfar- andi: Var hyskið í þurrabúðunum bjargarlaust með öllu? Viðhorf til tómthúsmanna í Reykjavík á fyrri hluta nítjándu aldar eftir Agnesi Siggerði Arnórsdóttur, Tómthúsmenn í bæjarpólitíkinni eftir Bjarna Guðmarsson, Mat- föng úr sjó eftir Kristínu Bjarna- dóttur, Öpnir bátar á skútuöld eftir Hrefnu Róbertsdóttur, Hafnlaus höfuðstaður eftir Gerði Róbertsdóttur og Ragnheiði Mósesdóttur, Fjörulallar í Vest- urbæ eftir Auði G. Magnúsdótt- ur, „. . .en þú hefðir góði Geir, gagnað meir en flestir þeir.“ eftir Valdimar U. Valdimarsson, Hal- aveðrið og heimili í vanda eftir Eirík K. Björnsson og Helga Kristjánsson, Sfld er svikult fé eftir Árna Zophaníasson og Sumarliða ísleifsson, Synt og Fiskbreíðsla á Kirkjusandi um aldamót. svamlað eftir Pál Einarsson, ís- taka á Tjörninni eftir Hrafn Ingv- ar Gunnarsson og fyrrnefnd grein Helga Þorlákssonar. Þar að auki er ýmislegt smælki. Áðrar greinar í Sögnum að þessu sinni er Stríðsbrölt og stjórnfrelsi eftir Gísla Kristjáns- son, Gullæðið í Reykjavík eftir Eggert Þór Bernharðsson, fs- landssagan umrituð eftir Braga Guðmundsson og Aumastir allra, fyrirlestur eftir Björn Þor- steinsson. Þá er sagt frá höfund- um efnis, myndskrá er í ritinu og efnisflokkun Sagna 1.-5. árg- angs. í fyrirlestri Björns Þorsteins- sonar, sem hann hélt á árshátíð Sagnfræðingafélagsins á síðasta ári og birt er í Sögnum kemur fram hörð gagnrýni á skjala- vörslu á íslandi og Þjóðskjala- safnið. Hann segir orðrétt: „Skjalavarsla á íslandi hefur lengi verið þjóðarhneyksli og hver afreksmaðurinn af öðrum hefur tekið við sæti þjóðskjala- varðar. Hvergi sem til þekkist hefur skjalavarsla verið jafnhrak- smánarlega vanrækt og hér á ís- landi, eftir að við urðum fullvalda.“ -GFr lceland Review komið út Annað tölublað þessa árs af lceland Review er nú komið út, fjölbreytt og ríkulega mynd- skreytt að vanda. Steinunn Sig- urðardóttir skrifar um séra Hönnu Maríu Pétursdóttur, lllugi Jökuls- son fjallar um grásleppuvertíð og grásleppukarla, birt er grein um grósku meðal leðurlistamanna á fslandi eftir Aðalstein Ingólfsson og önnur eftir sama höfund um Torfuna í Reykjavík, sögu hennar og hlutverk í nútímanum. Sólveig K. Jónsdóttir segir frá Ragnari Axelssyni (RAX), ljósmyndara og birtar eru nokkr- ar þekktustu ljósmyndir hans frá sfðustu árum. Séra Karl Sigurbjörnsson skrif- ar um Hallgrímskirkju og fylgja grein hans ljósmyndir Gunnars Elíssonar af kirkjunni, hátt og lágt. Birtur er úrdráttur úr bók bókaútgáfunnar Lögbergs og Listasafns ASÍ um Jóhann Briem listmálara, ásamt með nokkrum Ijósmyndum af þekktum mynd- um eftir hann og Sólveig K. Jóns- dóttir skrifar um háhyrninginn Guðrúnu. í dálkum um verslun, viðskipti og þjóðarhag er m.a. fjallað um ýmis fyrirtæki og bifreiðaeign ís- lendinga, auk þess sem Ólafur ís- leifsson, hagfræðingur, skrifar um ný viðhorf í orkumálum ís- lendinga. Þar á ofan er fjallað um Rás 2 og ný útvarpslög, heilsu- rækt íslendinga, bókamarkað- inn, heilsuvernd og unglinga- vinnu. Loks birtir Iceland Revi- ew myndaseríu um rigningasum- arið mikla, 1983, eftir Pál Stef- ánsson, ljósmyndara útgáfunnar. Iceland Review kemur út ársf- jórðungslega, en ritstjóri þess er Haraldur J. Hamar. Frá útðpíum til reggítónlistar 3. hefti Tímarits Máls og menningar á árinu er nýkomið út, fullt af spennandi efni. Aðal- greinina skrifar Árni Bergmann um útópíur frá Thomasi More til Georgs Orwells: Staðleysur, góð- ar og illar. Þar segir hann frá þessari grein bókmenntanna, sögu hennar, þróun og einkenn- um, möguleikum og takmörk- unum. Norski mannfræðingurinn Tímarit Máls oa menningar komið út Anders Johansen fjallar um ekki óskylt efni í greininni Draumur um betri tíma, um ólíka tíma- skynjun fólks. Og júgóslavneski heimspekingurinn Mihailo Marc- ovic á greinina Siðfræði gagnrýninna félagsvísindi. Ljóð Elíasar Marar, Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Þorgeirs Þorgeirs- sonar, Marteins Götuskeggja og Óskar Árna Óskarssonar leika undir þetta þema. Karíbahafið og eyjar þess eru til umræðu í Afmæliskveðju Ingi- bjargar Haraldsdóttur til kúbön- sku byltingarinnar og grein Árna Óskarssonar um reggítónlist: „Bettah Nevah Come“. Inn á milli umyrkir Sigfús Bjartmarsson Dúfuvængi Edwards Brathwaite - og ekki er laust við að reggítakt- urinn haldi áfram í ljóði Ber- lindar Gunnarsdóttur. Tyrkneski rithöfundurinn Yas- har Kemal er rækilega kynntur í heftinu með viðtali og langri smá- sögu sem Þórhildur Ólafsdóttir þýddi beint úr tyrknesku. Yashar Kemal er bóndasonur af kúrdísk- um ættum og þykir lýsa kjörum tyrkneskrar alþýðu afburða vel. Áðrar sögur eru eftir Úlf Hjörvar og Júrgen Borchert og ljóð eftir Dag. Umsögn er um bók Guð- rúnar Helgadóttur, Sitji Guðs englar. Laugardagur 7. júlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.