Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 14
Hugmyndasamkeppni
a) Nýtt merki fyrir Landsbankann.
b) Afmælismerki í tilefni 100 ára
afmælis bankans.
c) Minjagripur vegna afmælisins.
í tilefni af 100 ára afmæli Landsbanka íslands 1986 býður
bankinn til samkeppni um nýtt merki fyrir bankann,
afmælismerki og minjagrip vegna afmælisins.
Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum Félags íslenskra
teiknara og er öllum heimil þátttaka.
Fyrir verðlaunahæfar tillögur verða veitt þrenn verðlaun:
a) Fyrir nýtt merki kr. lOOþúsund.
b) Fyrir afmælismerki kr. 60 þúsund.
c) Fyrir minjagrip kr. 40þúsund.
Afmælismerkið er ætlað á gögn Landsbankans á
afmælisárinu, svo sem umslög, bæklinga o.fl.
Minjagripinn ætlar bankinn til dreifingar til
viðskiptaaðilja o.fl.
Tillögum að merkjum skal skila í stærð 10-15 sm í
þvermál í svörtum lit á pappírsstærð DIN A4.
Keppendur skulu gera grein fyrir merkjunum með texta
og litum.Tillögurnar skal einkenna með sérstöku
kjörorði og skal nafn höfundar og heimilisfang fylgja með
í lokuðu ógagnsæj u umslagi, merktu eins og tillögurnar.
Tillögum að minjagripum má skila sem teikningum eða
módeliafgripnum.
Hverjum þátttakanda er heimilt að senda fleiri en eina
tiliögu. Skal hver tillaga hafa sér kjörorð og umslög með
nafni höfundar vera jafnmörg tillögunum.
Skilafrestur tillagna er til kl. 17:00 fimmtudaginn
1. nóvember 1984. Skal skila þeim í póst eða til
einhverrar afgreiðslu Landsbankans merktum:
Landsbanki íslands
Hugmyndasamkeppni
b/t Sigurbjörns Sigtryggssonar
aðstoðarbankastj ór a
Austurstræti 11
lOlReykjavík.
Dómnefndin erþannigskipuð:
Fulltrúi afmælisnefndar Landsbankans.
Fulltrúi Félags starfsmanna Landsbankans.
Fulltrúi Félags íslenskra teiknara.
Ritari dómnefndar og j afnframt trúnaðarmaður aðilj a er
Sigurbjörn Sigtryggsson. Keppendur geta snúið sér til hans í
aðalbanka í síma 91-27722, varðandi frekari upplýsingar um
samkeppnina. Dómnefndin skal skila niðurstöðum innan
eins mánaðar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á
tillögum og þær síðan endursendar.
Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar.
Landsbankinn hefur einkarétt á notkun þeirra tillagna sem
dómnefndin velur. Bankinn áskilur sér rétt til að kaupa
hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT.
LANDSBANKENN
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
HJÚKRUNAR-
FRÆÐINGAR
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa að Droplaugar-
stöðum, heimili aldraðra, Snorrabraut 58, sem rekið er
af Reykjavíkurborg.
Þeir hjúkrunarfræðingar sem áhuga hafa á að kynna
sér heimilið með tilliti til starfs eru velkomnir mánudag-
inn 9. júlí kl. 16.30.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum
eða í síma 25811.
ÓDÝRARI
barnaföt
bieyjur
leikföng
.seV^
•sk'P'
iuó' ) kr'
*>-v Dúllci
Snorrabraut
þætti hún leggur mesta áherslu á.
- Telur þú að Leiklistarskóli
fslands hafi haft mikla þýðingu
fyrir íslenska leiklist síðan hann
var stofnaður fyrir 9 árum?
- Ég held að það sé afskap-
lega mikils virði fyrir leiklistina í
landinu að hafa fengið þessa
menntastofnun, ekki bara fyrir
verðandi leikara heldur líka fyrir
starfandi leikara. Við höfum
opnað kennslu fyrir stéttina í
heild, gefið t.d. kost á námskeiði
í leiklistarsögu. Það er áætlað
samstarf við Leikfélagið um slík
tímabundin endur-
menntunarnámskeið. Þá er líka
heimild fyrir því í lögum að
mennta hér leikstjóra og tækni-
menn og þyrfti að hrinda þeim
hlutum í framkvæmd.
- Nú hefur þú verið skóla-
stjóri í eitt ár. Hvernig hefur þér
líkað starfið?
- Afskaplega vel. Þetta er
mjög skemmtilegt starf.
- Margir kennarar?
- Það eru allt upp í 15 kenn-
arar sem starfa hér en aðeins 3-4
eru fastráðnir. Kjörin sem við
getum boðið kennurum standa
skólanum mjög fyrir þrifum.
Skólinn hefur sérstöðu í kerfinu.
Hann flokkast á framhalds-
skólastigi svipað og
menntaskólarnir en nemendur
hafa flestir lokið stúdentsprófi.
Víða erlendis er farið að flokka
listaskóla á háskólastig og það er
komin hreyfing á það hér að t.d.
Myndlista- og handíðaskólinn
komist á háskólastig og það sama
væri æskilegt fyrir Leiklistar-
skólann. Hér á landi eru kennar-
ar skv. hefð metnir til launa skv.
menntun sinni en í listakennslu er
ekki krafist ákveðinnar skóla-
menntunar. Ef Jóhannes S. Kjar-
val hefði verið ráðinn til kennslu í
Myndlistaskólanum hefði hann
farið í 12. launaflokk með sitt
barnaskólapróf. Hér eru starf-
andi leikurum greidd sömu laun
eins og kennurum sem kenna
leiklist fyrir unglinga á vegum
Æskulýðsráðs. Það er skilning-
ur fyrir því í menntamálaráðu-
neytinu að breyta þessu en ekki
hefur þó enn fengist viðunandi
lausn.
- Yrði stúdentspróf þá skil-
yrði til inngöngu ef skólinn kæm-
ist á háskólastig í kerfinu?
- Mörgum er illa við að setja
slíkt skilyrði þar sem hætt er við
að margir listamenn hellist úr
lestinni áður en stúdentsprófi er
náð. Þetta er því afskaplega við-
kvæmt mál og sjálf hef ég ekki
tekið afstöðu til þess. Æskilegast
tel ég þó að skólarnir ráði sjálfir
hverja þeir taka inn.
- Hver eru inntökuskilyrði
nú?
- Nemendur verða að vera
fullra 19 ára og hafa lokið grunn-
skólaprófi eða öðru hliðstæðu
prófi. Við reynum líka að gera
okkur eins góða hugmynd «um
umsækjendur og hægt er og þeir
eru t.d. prófaðir í erlendum tung-
umálum og íslensku og lækni-
skoðunar er krafist.
- Hvers vegna læknisskoðun-
ar?
- Það er fyrst og fremst vegna
þess að hér er geysimikilrækt við
líkamsþjálfun og raddþjálfun
Hugsanlegt er að fólk sé með
hryggskekkju eða liðabólgur eða
þá eftirstöðvar eyrnabólgu eða
stífluð nefgöng svo að dæmi séu
tekin. Það hefur samt ekki komið
fyrir að fólk hefur verið fellt af
þessum orsökum en nauðsynlegt
er fyrir okkur að vita um slíka
hluti til að hægt sé að meðhöndla
nemendur á réttan hátt eftir að
þeir eru komnir í skóla.
Frjótt andrúms-
loft
á leiklistar-
hátíð
- Svo að við víkjum að öðru.
Þú varst um daginn á mikilli
leiklistarhátíð í Osló. Hvað get-
urðu sagt mér um hana?
- Þetta var leiklistarhátíð at-
vinnuleikhúsanna á Norður-
löndum, sú fyrsta sem haldin er.
Ákveðið var að helga hana nor-
rænni leikritun og voru sýnd tvö
leikrit frá hverju landi. Okkar
framlag var Skilnaður eftir Kjart-
an Ragnarsson og Lokaæfing
eftir Svövu Jakobsdóttur. Sam-
hliða þessu voru svo námskeið
fyrir leikara, leikritahöfunda og
leikstjóra.
- Og til hvers fórst þú á hátíð-
ina?
- Ég var nú í fyrsta lagi annar
tveggja fulltrúa íslands í Norræna
leiklistarsambandinu sem undir-
bjó hátíðina en að öðru leyti fór
ég til að sjá leiklistarhátíðina og
kynna mér Ríkisleiklistarskólann
í Osló. Á hátíðinni var margt af
færasta leikhúsfólki Norðurlanda
og afskaplega frjótt andrúmsloft.
Eftir hverja sýningu voru um-
ræður þar sem listamennirnir sem
að þeim stóðu sátu fyrir svörum.
Þarna var hægt að meta hvernig
leiklist á Norðurlöndum stendur.
Hlustað
| á íslenskt
leikhúsfólk
- Og hvernig kom íslensk
leiklist og leikritun út í saman-
burði við leiklist hinna þjóð-
anna?
- Hún stóð sig ágætlega.
Óhætt er að segja að það er hlust-
að á íslenskt leikhúsfólk. Við get-
um líka státað af þessari geysi-
legu aðsókn sem hvergi finnst
annars staðar nema þá helst í
Finnlandi. Mörgum er það líka
undrunarefni hversu mikil gróska
er í íslenskri leikritun. Það er
samt engin tilviljun heldur hefur
það verið markviss stefna hjá ís-
lenskum leikhússtjórum að örva
og efla íslenska leikritahöfunda.
- Þú hefur ekki farið á nám-
skeiðin?
- Nei, en hins vegar hlýddi ég
á þrjá fyrirlestra sem höfðu mest
áhrif á mig á þessari hátíð þó að
gaman væri að sjá sýningarnar.
- Geturðusagtmérfráþeim?
- Johan Galtung kynnti okk-
ur í fyrsta lagi þá þjóðfélagsþróun
sem hann telur að verði í al-
heimspólitíkinni í framtíðinni.
Þá kynnti Frands Mortensen
fjölmiðlafræðingur okkur fram-
tíðarþróun gervitungla og sagði
að árið 1990 gætu V-Evrópubúar
valið milli 80 og 120 sjónvarps-
stöðva á kvöldin, flestar frá
Bandankjunum. Samkvæmt
könnunum stóreykst sjónvarps-
gláp fólks þegar valmöguleikarn-
ir verða fleiri og má ætla að til-
vera innlendra stöðva verði í stór-
hættu vegna þessarar þróunar.
Sálfrœði
leik-
sýninga
í þriðja lagi flutti Thorkild
Vanggárd geðlæknir fyrirlestur
um listir og sálfræði og lagði
áherslu á þær hættur sem fælust í
því að reyna að þrengja listaverk-
um inn í einfaldar sálfræði-
formúlur. Hann sagði að listin
hefði lítið að sækja til sálfræðinga
en sálfræðin mikið að sækja til
listarinnar. Út frá þessu erindi
hans spunnust umræður meðal
þátttakenda um hættuna af því að
ætla í leiksýningunum að miðla
sálfræðikenningum.
- Hvaða lærdóma dróst þú af
öllu þessu?
- Mér varð ljósari sú hætta
sem felst í því að fella Salómons-
dóma um hvað er vont og hvað er
gott í leikhúsi. Það fer eftir
lífsreynslu hvers og eins og verð-
mætamati hvernig honum finnst
leiksýning. Og það sem hann
hrífst af núna verður hann kann-
ski ekki hrifinn af á næsta ári.
Samt eru hugtökin gott og vont
auðvitað ekki úrelt. Það eru ák-
veðin grundvallaratriði sem hver
sýning verður að uppfylla.
- Að lokum Helga. Finnst
þér starf leikara vera metið að
verðleikum?
- Nei, mér finnst það vera
vanmetið. í leiklistarskólanum
erum við að undirbúa fólk undir
þetta vandasama starf sem gerir
svo óhemjumiklar kröfur. Og
leikarinn er svo bjargarlaus.
Hann ræður ekki vinnu sinni,
vinnuaðferðum og verkefnum.
Þegar leikstjórinn er farinn
stendur leikarinn einn eftir á
sviðinu og verður að gæða sýn-
inguna lífi þó að hún hafi kannski
misheppnast. Mér hefur stundum
fundist sumir halda að leikarinn
sé eins og sjálfsali sem stungið er
að handriti og síðan sé ætlast til
að persónan stökkvi fram al-
sköpuð á sviðinu. Engum er ljós-
ara en mér eftir langt starf mitt
með áhugaleikfélögum að allir
geta leikið - en það þýðir ekki að
allir geti verið atvinnuleikarar.
-GFr.
Orðsendins
frá Iðnlánasjóói
Á síðasta Alþingi voru sett lög um nýja deild hjá Iðnlánasjóði;
Vöruþróunar- og markaösdeild. Tilgangur deildarinnar er eftirfarandi:
a) að stuðla að vöruþróun og aukinni samkeppnishæfni iðnaðarins.
b) að örva nýsköpun.
c) að auka útflutning iðnaðarvara.
Deildin tók til starfa 1. júlí s.l. Frá og meö sama degi falla úr gildi lög um
Iðnrekstrarsjóð. Iðnlánsjóður yfirtekur eignir og skuldbindingar hans.
Viðskiptamönnum hinnar nýju deildar svo og þeim er óska upplýsinga um mál
sem voru til afgreiðslu hjá Iðnrekstrarsjóði er bent á, að snúa sér til
Iðnlánasjóðs, Lækjargötu 12, 4. hæð s. 91-20580.
Reykjavík, 2. júlí 1984
KMIIÁIIASJÓeUR
ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 15