Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 11
QÆGURMÁL Blikkidjan lönbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SIMI 46711 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júní 1984 Nona Hendryx/Sjálfsvarnarlist Listilega barist í fyrstu viku þessa árs birtist hér á síðu sígildra dægurmála grein um söng- og listakon- una Nonu Hendryx og var til- efni hennar fyrsta sólóplata sem kom út ’83. Nona var þar lítillega kynnt og ferill hennar rakinn í fáum orðum, sem sum verða hér endurtekin ásamt öðrum viðbættum, og enn er tilefnið nýútkomin skífa með henni. Á sjöunda áratugnum söng Nona Hendryx með blökku- kvennatríóinu Labelle og var jafnframt laga-, texta, útlits- og stílhönnuður þess, en á þeim tím- um þótti útlit og framkoma þeirra stallna vægast sagt djörf og ögr- andi og vöktu þær mikla athygli fyrir frumleika Nonu. Þegar svo Labelle-tríóið hafði sungið sitt síðasta, tók Nona Hendryx til við að syngja bakraddir og hóf sam- starf við hljómsveitir á vinstri vængnum eins og Talking Heads, Defunkt og hljóðgerfla-dúóið Material ( sú síðastnefnda er framleiðandi platna Nonu ásamt henni sjálfri). Þetta slagtog henn- ar með róttæklingum Nýju Jór- víkur varð til þess að hún fékk á sig rauðan stimpil sem þykir vont vörumerki í henni Ameríku. Þetta átti eftir að draga dilk á eftir sér, því þegar Nona hóf sóló- feril sinn sneru plötusnúðar, sem flestir eru fátt annað en leppar íhalds- og siðprúðs meirihluta, við henni bakinu og jafnvel blakkir snúðar þorðu ekki að spila hana í útvarpinu vegna hættu á brottvikningu úr starfi. Lögmál markaðarins eru misk- unnarlaus fyrir, svo að lítið má útaf bera til að listamaður verði útskúfaður fyrir fullt og allt. Nona Hendryx er kona greind og viljaföst, hún sá sér þegar leik á borði og sneri vörn í sókn. „Soul“, reggí, diskó, rokk. Ef þetta var það eina sem spilað var í útvarpi Ámeríku, þá skyldi það svo verða. Nona, góð söngkona og hátt skrifuð hjá alvöru lista- fólki í Bandaríkjunum, fékk til liðs við sig rjómann af alþýðu- rokktónlistarmönnum og smelltj ágætum textum sínum saman við brjálað bít; og bingó; Plötusnúð- ar og önnur hirðfífl amerísku „siðprýðinnar" eru nú hægt og sígandi að viðurkenna mistök sín, en Nona sjálf þurfti eftir engu að bíða og hélt ferli sínum ótrauð áfram utan sem innan Bandaríkj- anna og nýtur vaxandi virðingar í Bretlandi sem ekki sér fyrir endann á. í framhaldi af því er rétt að geta þess að Nona og Dave Stewart, annar helmingur breska dúósins Eurythmics, hafa undanfarið verið að draga sig heilmikið saman. Sjálfsvarnarlist (Art of de- fence) er nafn hinnar nýju plötu Nonu Hendryx og sem vænta mátti eru textarnir haglega sam- settar vangaveltur sem fjalla á persónulegan hátt um Iífsins dans og viðleitni til sjálfsbjargar, hvort heldur sem er í erótík eða beinhörðum peningum. Sjálfri segist henni þannig frá: Sjálfs- varnarlist skyldi ávallt ein- kennast af ástúð, blíðleik og ber- Nona Hendryx:.......satisfaction is imperfection..." (...að vera fullkomlega ánægður með eitthvað er ófullkomið...), segir í laginu Electricity. Af plötum Nonu að dæma gætu þetta verið einkunnarorð hennar, því að til þeirra hefur ekki verið kastað höndunum. skildni. Líkt og ef þú opnaðir gáttir hjarta þíns, auðfús og hóg- vær, muntu sjá og finna hið ósýni- lega, hreinlynda hugrekki koma af sjálfu sér. Lögin sem prýða þessa plötu eru, líkt og á fyrri plötu Nonu, í anda nútímafönks og „soul“-stíls, sem því miður sumir halda að sé, „bara“ diskó og ekkert annað. Það er annars lítið skrítið að fólk vilji afgreiða suma tónlist án um- hugsunar sem eitthvað annað en hún er, í þessu endalausa flóði óvandaðrar söluvöru,sem sýknt og heilagt dynur í eyru á öldum ljósvakans. En ef fólk er ekki vandlátt í vali sínu er auðvelt að dæma allt á sama veg og bitna slíkir sleggjudómar á fólki sem er að gera góða hluti í músíkinni. Og þar fyrir utan er þessi síendur- tekna spilun sömu laganna firrt niðurrifsstarfsemi nútímans, sem leiðir til dóma á þá lund að allt sé þetta spilverk andskotans! Þetta er allt hinsvegar aðeins spurning- in um að velja og hafna. Nona Hendryx á skilið að verða fyrir valinu. NORDIA 84 A morgun: NORDIA 84 Síöasta tækifærið að sjá glæsilega frímerkjasýningu • Frímerkjasýningin NOR- DIA 84 hefur hlotið mörg lofs- yrði reyndra erlendra frímerkja- safnara. Þetta er sýning fyrir alla, ekki aðeins þá sem vit hafa á frímerkjum. Við viljum því hvetja almenning til að skoða þessa fallegu sýningu nú um helgina. 9 Því miður er ekki hœgt að hafa sýninguna opna lengur en til kl. 19.00 í kvöld og annað kvöld, en Laugardalshöllin verður opnuð fyrir gesti kl. 10.00 í dag og á sama tíma á morgun, sunnudag. 9 18 sölubásar gefa liflegt yf- irbragð — Bandalag kvenna í Reykjavík er með góðar og ódýrar kaffiveitingar. Verk myndlistarmannanna Elísu Jónsdóttur, Ríkharðs Valtingoj- er, Arna Elfars, Sigurþórs Jakobssonar og Gunnars R. Bjarnasonar gefa sýningunni aukinn menningarblœ. Það ger- ir líka einstakt kortasafn Kjart- ans Gunnarssonar, apótekara. Myndir Ralph Hannam frá Reykjavík á árunum 1950-1955 hafa orðið sögulegt gildi — þœr eru auk þess listilega gerðar. • Þetta er því miklu meira en venjuleg frímerkjasýning. Forðist þrengsli — mætið snemma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.